Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 26
veitingastaðir 26 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ G old er fyrsti „konsept“-veitinga- staðurinn á Ítalíu og heiðurinn af hugmyndavinnu staðarins eiga þeir félagar Dolce&Gabbana en Arch, Ferruccio Laviani og Gian- maria Torno sáu um hönnunina. Á Gold er kaffihús, bístró og veitingastaður, alls um 1500m² og tekur 220 manns í sæti. Staðurinn stendur við torgið Piazza del Ris- orgimento (nálægt Porta Venezia og Corso Buenos Aires, einni aðalverslunargötu Míl- anóborgar) en verið er að gera við torgið. Þeim framkvæmdum lýkur 2008 og þá mun bístró- staðurinn teygja sig út á torgið yfir hlýjustu mánuðina. Af hverju Gold? Tískukóngarnir völdu gull sem þema stað- arins vegna þess að gyllti liturinn er líflegur og geislandi, litur orku, munaðar og La Dolce vita (hins ljúfa lífs), sem svo aftur tákna smekk fyr- ir fegurð og nautn fyrir skilningarvitin. Stað- urinn er á tveimur hæðum sem eru tengdar saman með stigapalli úr látúni og ekta gulli og virðist sem klipptur út úr amerískri dans- og söngvamynd. Allt efni er munaðarfullt og geislandi sem gæðir staðinn hlýleika. Grá- bleikur arabescato orotico marmari á veggjum (úr fjöllunum fyrir ofan Bergamó), eikar- parket, látún, stirnandi stál, speglar, gler, gyllt eða kremlitað leður og Muranoljósakrón- urnar frá Barovier & Toso í feneyskum stíl, sameinast um að skapa ævintýralega umgjörð utan um það sem þó er mikilvægast mitt í öll- um lúxusnum: maturinn. Saltfiskurinn frá Íslandi! Á Gold eru tveir veitingastaðir og því tveir matseðlar í gangi auk þess sem alltaf er hægt að fá rétt dagsins. Bistróið er bara opið í há- deginu og þar er verðið mun hófstilltara (réttir á milli 10 og 20 evrur), andrúmsloftið meira „kasúal“ og þjónustufólkið einnig óformlegra í klæðnaði þó glæsileikinn sé aldrei langt und- an. Veitingastaðurinn á efri hæðinni er ein- ungis opinn á kvöldin og þar er verðið talsvert hærra. Á Gold er ítölsk matargerðarlist í há- vegum höfð og allt hráefni er sérvalið fyrir staðinn frá öllum héruðum Ítalíu, t.d. kemur allt nautakjöt frá ákveðnu kyni í Benevento. Einstaka erlent hráefni leynist í eldhúsinu, en þar er engu að síður ekki slakað á kröfunum og reynt að velja það allra besta. Saltfiskurinn sem notaður er kemur t.d. frá Íslandi! Heiðurinn af matnum á Gold á hinn heims- kunni matreiðslumeistari, Giacomo Gallina. Gallina hefur undanfarin 10 ár starfað vítt og breitt um heiminn og ýtt úr vör nýjum ítölsk- um veitingastöðum á vegum Bice (samtök ítalskra veitingahúsa erlendis, www.bice.ws/ index.htm) nú veitingastaðnum á Four Sea- sons lúxushótelinu í Tókýó. Aðrir staðir þar sem hann hefur starfað eru t.a.m. San Pietro á Manhattan, veitingastaðir Four Seasons hót- elkeðjunnar í Mexíkó og New York og veit- ingahús Grand Hotel-hótelanna í Flórens og í Róm. Á Ítalíu hefur löngum verið lögð áhersla á verndun fagheita í öllum stéttum. „chef“ (yf- irmatreiðslumeistari) á betri veitingahúsum fer ekki inn á verksvið „maestro pasticciere“ (kökugerðarmeistara), sem sér þá alfarið um eftirréttina ásamt aðstoðarmönnum sínum. Stefano Deiuri er yfirkökugerðarmeistari á Gold og þeir Gallina hafa unnið saman um ára- bil. Himneskur matur úr fyrsta flokks hráefni Það er skemmst frá því að segja að matur þeirra félaga á Gold er hreint dásamlegur og sælkerar sem leggja leið sína til Mílanó ættu ekki að láta Gold-upplifun fram hjá sér fara. Dæmi um áhugaverða rétti á janúarmatseðl- inum, en matseðillinn breytist mánaðarlega, eru t.d. culatelloskinka og vetrarmelónukúlur (vetrarmelóna er sjaldgæft og sérlega ljúf- fengt melónuafbrigði frá Sikiley) marinerað í marsalavíni, svörtum pipar og myntu og tarte tatin-smáterta úr þistilhjörtum með hvít- truffluís. Einn af eftirréttum hússins Gold hefur al- gerlega slegið í gegn, en um er að ræða mo- usse sem er í laginu og á litinn eins og gull- klumpur. Um er að ræða kókos-mousse með hveitilausum súkkulaði-, kaffikexbitum sem svo er húðuð með þunnu hlaupi sem 24 karata ætigulli hefur verið blandað saman við. Í pist- asíuhnetusósunni sem tilheyrir eru einnig gull- flögur. Þessi eftirréttur er svo jafn ljúffengur og hann er fallegur líkt og aðrir réttir stað- arins. Matargestir eiga einnig kost á að kaupa mat, sætindi og vín og taka með sér heim í munaðarfullum „gullpokum“ merktum staðn- um. Starfsfólk Gold talar auk ítölskunnar ensku og jafnvel fleiri tungumál en það er afar sjaldgæft á ítölskum veitingastað. Dekrað við skilningarvitin á Gold Hið ljúfa líf Tískukóngarnir völdu gull sem þema staðarins vegna þess að gyllti liturinn er líf- legur og geislandi, litur orku, munaðar og hins ljúfa lífs sem táknar góðan fegurðarsmekk. Gull Tveir veitingastaðir eru á Gold og því tveir matseðlar í gangi, hér sést bistróstaðurinn. Meistarinn Giacomo Gallina færir gjarnan gestum staðarins réttina persónulega og út- skýrir innhald þeirra og sögu. Listaverk Stefano Deiuri heldur á sköp- unarverki sínu, eftirréttinum Gold. Nýr staður bættist í veitinga- húsaflóru Mílanó-borgar 1. októ- ber sl. en mikil eftirvænting ríkti vegna opnunar staðarins. Um var líka að ræða Gold, veitingastað ítölsku tískukónganna Domenico Dolce og Stefano Gabbana, betur þekktir sem Dolce & Gabbana. Hanna Friðriksdóttir fór á staðinn og gægðist inn í eldhús hjá yfirmatreiðslumeistaranum, Giacomo Gallina. Í stíl við nafnið Gullhúðað kókos-mousse og pistasíusósa með gullflögum. Dolce & Gabbana Gold Via Carlo Poerio 2/A 20129 Mílanó S: 02 75 777 71 www.golddolcegabbana.it BRESKUR hljóðvís- indamaður hefur fundið út hvert versta hljóð í heimi er. Niðurstaða könnunar sem hann stóð fyrir sýnir að ekk- ert er verra en hljóðið af því þegar fólk kastar upp. Trever Cox frá Háskól- anum í Salford stóð fyrir umfangsmiklu rannsókn- arverkefni á Netinu þar sem 1,1 milljón manna gaf álit sitt á því hvað væri versta hljóð í heimi. Berlingske ti- dende greinir frá því að ælu- hljóðin hafi þótt mörgum sinnum verri en t.d. grátur ungbarna og skerandi ískur í hljóðnemum. Cox hefur löngum heillast af því hvers vegna fólk hryll- ir sig við ákveðnum hljóðum og öðrum ekki. Hann hóf rannsóknarverkefni sitt, Bad vibes, fyrir um ári með það að markmiði að finna út úr Cox. Þátttakendurnir í könnuninni áttu að raða 34 pirrandi hljóðum eftir því hversu óþægileg þeim þóttu þau, m.a. hljóðum í tann- læknabor, hrotum, vind- gangi, hósta og nöglum á krítartöflu. Þau hljóð sem komust á topp-tíu-listann voru, talin upp í röð neðan frá: ískrandi hljóð í vatnspípum, rifrildi í sápuóperu, prumpublaðra, fölsk fiðla, ískur í vegasalti, barn sem grætur, hvínandi lestarhjól, hópur ungbarna sem gráta, skerandi end- urvarp frá hljóðnema og loks manneskja sem kastar upp. því hvernig mat steinald- arfólks á hljóðum og mis- munandi menningarheimar hafa mótað hljóðskynjun nú- tímamannsins. Fiðlur og vegasölt Hann skýrir ástæðu þess að æluhljóðin séu efst á lista með því að uppköst voru náttúruleg aðferð forfeðra okkar til að lifa af þegar þeir höfðu etið eitthvað sem þeir þoldu ekki. „Ástæðan fyrir því að við hryllum okkur við gubbu- hljóð er vegna þess að það er grundvallaratriði í lífs- baráttu okkar að sneiða hjá ógeðslegum hlutum,“ segir daglegt líf Æluhljóðin allra verst Reuters Skerandi Ungbarnagrátur komst á lista yfir tíu verstu hljóðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.