Morgunblaðið - 02.02.2007, Page 27

Morgunblaðið - 02.02.2007, Page 27
tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 27 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Við göngum bæði í nýjumfötum og notuðum ogkaupum þau ýmist á Ís-landi eða í útlöndum. Okkur finnst frábært að geta komið hingað og keypt kíló af föt- um fyrir 3.500 krónur. Maður reynir náttúrulega að velja léttar flíkur til að fá sem flestar og svo er líka gaman að vigta fötin,“ segja þær Nína Hjördís Þorkels- dóttir og Hanna Kristín Birg- isdóttir sem komu á fyrsta degi kílóútsölunnar í verslunina Spútn- ik í gær, en þá hófst hinn árlegi kílómarkaður sem standa mun næstu tuttugu daga. Í Spútnik eru eingöngu seld notuð föt sem koma frá útlöndum og í kílóinu hennar Hönnu voru margar og fjöl- breyttar flíkur: Peysa, leggings, kjóll, blússa, húfa, hlýrabolur og undirkjóll. Fötin sem Nína valdi sér voru eitthvað þyngri, en kílóið hennar innihélt einn sparikjól og annan hversdags, hlýrabol, blússu og pallíettutopp. Fötin vekja sögur Berglind Rögnvaldsdóttir versl- unarstjóri segir viðskiptavini bíða spennta eftir kílómarkaðinum. „Undanfarið hefur fólk komið hingað á hverjum degi og spurt hvenær kílómarkaðurinn fari af stað. Enda þekki ég það frá fyrri árum að búðin á eftir að troðfyll- ast og það skapast mikil stemning. Ýmislegt er í bígerð og í búðinni á Laugaveginum verður DJ í dag, svo það verður mikið fjör. Og sumir koma aftur og aftur, því það koma nýjar vörur inn daglega.“ Berglind segir viðskiptavini Spútnik vera alls konar fólk á öll- um aldri. „Hér verslar tólf ára fólk, fólk á níræðisaldri og allir þar á milli. Krakkarnir úr skól- unum sem eru hér í nágrenninu, eins og Menntaskólanum í Hamra- hlíð og Versló, þau koma hingað í öllum hádegishléum að skoða og versla, enda fást hér bæði skvísu- föt og flippuð föt. Margar stelpur kaupa líka fermingarkjólana hjá okkur. Svo getur verið mjög skemmtilegt þegar gamlar konur koma hingað, af því þær verða stundum hissa þegar þær komast að því að fötin eru notuð. En svo þegar þær fara að skoða betur þá finnst þeim gaman að sjá flík sem er kannski eins og einhver flík sem þær áttu fyrir mörgum árum og upp úr þessu fara þær að rifja upp sögur og segja mér.“ Að kaupa föt í kílóavís Morgunblaðið/Ásdís Vigtun Þær Hanna Kristín Birgisdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skella nokkrum flíkum á vigtina. Morgunblaðið/Ásdís Hversu þungt? Gamla vigtin þolir vel að mörgum fötum sé hrúgað á hana. Maður reynir nátt- úrulega að velja léttar flíkur til að fá sem flestar og svo er líka gaman að vigta fötin. IKEA hefur fengið fregnir af tilfellum erlendis þar sem botn- inn á PARODI vasa hefur skyndilega brotnað þegar hon- um hefur verið lyft. Sjö við- skiptavinir erlendis hafa skorið sig og fimm hafa þurft að leita sér aðstoðar á slysadeild. Rannsókn á vasanum hefur leitt í ljós að það getur skapast of mikil spenna innan í honum ef glerið hefur t.d. orðið fyrir höggi eða rispast, en það eykur hættuna á að hann brotni. Í fréttatilkynningu frá Ikea kemur fram að vasinn er 70 cm hár og 5 kg á þyngd. Þvermál botnsins er 15 cm og þvermálið efst er 23 cm. Hann er fram- leiddur í svörtu (vörunúmer 20110234), hvítu (vörunúmer 50112199) og í glæru (vörunúm- er 00079545). IKEA merkið og vörunúmerið er prentað á hvítan miða sem er undir vas- anum. Upplýsingar eru einnig á kassakvittuninni. Vasinn hefur verið seldur í öllum IKEA verslunum frá því í apríl 2004. IKEA biður við- skiptavini, sem hafa keypt PARODI glervasa, að skila hon- um í þjónustudeild IKEA og fá endurgreiðslu. Þegar vasanum er skilað eru viðskiptavinir beðnir um að taka ekki undir vasann þegar honum er lyft og varast sömu- leiðis að hafa hendurnar nálægt botninum. Best er að pakka vas- anum vel inn svo hann þoli flutninginn. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hringja í síma 520- 2500 eða fara á heimasíðuna www.IKEA.is. Ikea inn- kallar glervasa RÚMLEGA hundrað grunnskólar í 26 ríkjum Bandaríkjanna bjóða nú nemendum sínum upp á svokallað léttjóga en um þrjú hundruð leik- fimikennarar hafa aflað sér rétt- inda til að kenna léttjóga í tímum. Upphafskonan, Tara Guber, hóf að kenna jóga í grunnskóla í Aspen í Colorado og var þá gagnrýnd fyr- ir að kenna jóga þar sem jóga var tengt hindúisma og ætti því ekki heima í skóla þar sem kristið sið- gæði væri í forgrunni. Tara Guber ákvað þá að henda út öllu sem tengja mætti hindúisma og eftir stóð léttjóga sem er sér- sniðið að börnum en áhersla engu að síður lögð á öndun, íhugun og slökun. Skólastjórar segja jógað hafa góð áhrif á börnin, ekki síst þau sem eiga við einbeitingar- örðugleika að etja. Þá var gerð könnun á hegðun barna í einum skóla þar sem krakkanir stunda jóga daglega og í ljós kom að iðk- unin hafði í för með sér bætta hegðun í tíma og betri náms- árangur. Það eru þó ekki allir sátt- ir við að börnin stundi jóga í skól- um, þótt almennt hafi það vakið góð viðbrögð foreldra. Sumir segja eftir sem áður að jóga sé hluti af trúarbrögðun hindúa og það eigi ekki að klæða það í neinn annan búning. Léttjóga kennt í grunnskólum Hárný Starfsfólk Hárnýjar: (efri röð frá vinstri) Helena, Lovísa, Edda, Dísa, Telma, Selma (neðri röð frá vinstri) Orri og Bjarni. Sjón er sögu ríkari! Í tilefni af opnun okkar á endurbættri og glæsilegri hársnyrtistofu á Nýbýlavegi 28 bjóðum við viðskiptavinum okkar velkomna laugardaginn 3. febrúar kl. 17-19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.