Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 28

Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÁÁ OG VOGUR Á meðferðarheimili SÁÁ á Vogier unnið ómetanlegt starf tilþess að lækna fólk af áfeng- issýki, neyzlu fíkniefna og annarri fíkn. Þetta starf er svo mikilvægt að það verður ekki metið til fjár. Þór- arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur unnið slíkt þrekvirki við upp- bygginguna þar að ekki eru mörg dæmi um að einstaklingur hafi unnið slík afrek í heilbrigðisþjónustunni. Vogur er og hefur verið eina von ótrúlega margra fjölskyldna sem hafa verið gripnar örvæntingu vegna áfengisneyzlu fyrirvinnu eða fíkni- efnaneyzlu barna. Það er ekki oft sem það gerist að dyrnar á Vogi séu lok- aðar. Nú hefur Þórarinn Tyrfingsson skýrt frá því að Vogur standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda. Á síðasta ári var 120 milljóna króna halli á rekstrinum. Yfirlæknirinn bendir á að neyzlu- form þeirra sem leita til Vogs hafi breytzt. Þeim hafi fjölgað sem sprauti sig í æð. Ungum sjúklingum hafi fjölgað. Þjónustusamningur rík- isins við SÁÁ, sem rann út í desember 2005, hefur ekki verið endurnýjaður. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, segir í Morgunblaðinu í gær að því miður hafi ekki náðst sam- komulag um endurnýjun þjónustu- samnings. Á því séu margar skýring- ar. Fasteigna- og virðisaukaskattur hafi hækkað og ráðuneytið vilji að- stoða SÁÁ við að finna lausn á því. Hins vegar sé vandinn sá að þessi mál heyri undir aðra aðila. Innlendir og erlendir ráðgjafar hafi skoðað áfeng- ismeðferð hér á landi og telji að það megi lækka kostnað á Vogi með því að draga úr innlögnum en auka þjónustu göngu- og dagdeildar. Með fullri virðingu fyrir ráðuneyt- isstjóranum heyrist langar leiðir að skrifstofuveldið í stjórnarráðinu er að láta til sín taka. Hverjum dettur í hug að fólk sé lagt inn á Vog að tilefn- islausu? Eitt er víst, að foreldrar fíkniefnaneytenda eru ekki þeirrar skoðunar þegar þeir í örvæntingu leita eftir hjálp sem ekki er að finna nema á Vogi. Það er líka víst að börn foreldra, sem þjást af áfengissýki og hafa tekið þátt í því árum saman og stundum áratugum saman að fela vandann, eru ekki þeirrar skoðunar að fólk sé lagt inn á Vog að óþörfu. Nútímameðferð á áfengissjúkum og fíkniefnaneytendum var ekki byggð upp af opinbera kerfinu. Hún var byggð upp af fólki sem hafði sjálft orðið áfengissýki að bráð, rifið sig upp úr henni og vildi hjálpa meðborg- urum sínum til þess að gera hið sama. Það er óskemmtilegt fyrir forráða- menn Vogs að standa í stríði við kerf- ið þegar kallað er á starfskrafta þeirra á öðrum vígstöðvum. Það eru mörg áleitin vandamál á ferðinni í heilbrigðiskerfinu – of mörg. Það er ekki ástæða til að fjölga þeim með því að bæta Vogi við. Það þarf að leysa rekstrarvanda Vogs án óeðlilegra tafa úr því sem komið er. BENZÍNSTÖÐVAR OG SAMKEPPNI Morgunblaðið greindi frá því ígær að álagning íslenzkra olíu- félaga á innkaupsverð benzíns væri meira en tvöfalt hærri en álagning olíufélaga í fimmtán eldri aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Íslenzkir neytendur hljóta að spyrja hvort slík- ur munur sé réttlætanlegur. Frá talsmönnum olíufélaga koma hefðbundnar skýringar; það er langt til Íslands, landið er stórt en mark- aðurinn lítill og kostnaður við dreif- ingu mikill. Sjálfsagt skýra þessir þættir eitthvað. En ekki 130% mun á álagningu hér og í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Enda eru aðrar skýringar. Það kveður við nýjan og óvenjulega hreinskilnislegan tón hjá Hermanni Guðmundssyni, forstjóra Olíufélags- ins, en hann segir í samtali við blaðið að ljóst sé að benzínstöðvar hér á landi séu fleiri en markaðurinn þurfi á að halda. „Menn eru farnir að hola niður stöðvum á öðru hverju götu- horni í einhverju kapphlaupi,“ segir Hermann. Það hefur raunar blasað lengi við að benzínstöðvar gömlu olíufélag- anna eru bæði of margar og sumar hverjar alltof stórar, íburðarmiklar og plássfrekar. Það er ekki bara vandamál út frá rekstri fyrirtækj- anna, heldur líka út frá skipulagsmál- um, eins og ný benzínstöð Olíufélags- ins í Vatnsmýri er líklega eitt bezta dæmið um. Í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag kemur fram að í höfuðborginni eru 65 benzínstöðvar og á landinu öllu um 200. Þar kemur jafnframt fram að vegna harðnandi samkeppni hafi mörgum óarðbærum benzínstöðvum í Danmörku verið lokað. Það hefur ekki gerzt hér, þótt mörgum stöðvum hafi verið breytt í mannlausar sjálfs- afgreiðslustöðvar. Benzínstöðvar Atlantsolíu sýna vel að slík mannvirki þurfa hvorki stóra lóð né mikinn íburð. Og hvort ætli neytendur kjósi, lágt benzínverð eða glæsilegar benzínstöðvar? Hins vegar lítur út fyrir að í stað þess að nýta sér mun lægri kostnað- argrunn en gömlu olíufélögin hafa til að bjóða mun lægra verð kjósi Atlantsolía að staðsetja sig bara rétt undir verði keppinautanna. Það er ekki það, sem neytendur vonuðust til, þegar nýtt olíufélag kom til sögu. Veruleg tækifæri geta legið í því fyrir olíufélögin að fækka benzín- stöðvum sínum eða minnka þær og selja frá sér lóðirnar. Sams konar þróun og hefur orðið í útibúakerfi bankanna getur orðið óhjákvæmileg í dreifikerfi olíufélaganna. Svo mikið er víst að neytendur sætta sig ekki við að álagning hér sé miklu hærri en í nágrannalöndum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Meginmarkmið okkar erað vekja nægilega at-hygli alls almennings áþessum miklu hags- munamálum vegna þess að verð- lagseftirlit alls almennings er auð- vitað það verðlagseftirlit sem langmestu máli skiptir,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Í gær boðaði hann til fréttamanna- fundar ásamt fulltrúum ASÍ, Neyt- endasamtakanna og Neytendastofu til að gera grein fyrir eftirfylgni með aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvælaverði frá og með 1. mars næstkomandi. Víðtækar verðkannanir og mæl- ingar verða gerðar og miklu magni upplýsinga safnað saman við eftirlit sem á að tryggja eins og kostur er að lækkanirnar skili sér í verði til neytenda. Samkomulag um aðgerðir Viðskiptaráðherra hefur gert samkomulag við ASÍ, Neytenda- samtökin og Neytendastofu um þessa eftirfylgni og eftirlit með að aðgerðirnar gangi eftir. Lögðu ráðherra og forsvarsmenn þessara samtaka og stofnana mikla áherslu á fundinum á að almenning- ur taki virkan þátt í verðlagseftirlit- inu til að tryggja framgang þeirra kjarabóta sem í aðgerðunum felast. „Fylgst verður náið með áhrifum breytinganna á verðlag og reynt að tryggja að almenningur sé vel upp- lýstur um aðgerðirnar og tilætluð áhrif þeirra,“ sagði Jón. Hann segir að fram hafi komið mismunandi mat á áhrifum aðgerð- anna. Algengasta lækkunin sem menn muni strax verða varir við sé lækkun virðisaukaskattsins af mat- vælum í 7% en þegar allar aðgerð- irnar eru metnar í heild sinni sé um 9 til 12% lækkun að ræða skv. þeim spám sem fram hafi komið. Jón benti á að mat Hagstofunnar væri að vísu lægra en skýringin væri sú að ákveðnir liðir í þessum aðgerðum væru ekki með í útreikningum Hag- stofunnar vegna þess að hún hefði talið ákveðna óvissa um þá. Verðmælingar ASÍ ná til um 90 matvöruverslana „Meginmálið í þessu er að allur almenningur viti vel hvað er að ger- ast, geti vel fylgst með, geti lagt mat á þetta og vakað yfir hagsmunum sínum,“ sagði Jón. Fram kom í máli Ingibjargar R. er mjög mikilvægt að ko skilaboðum til þeirra aðila að lækka verð á vöru sinn haldi af þessu, að þeir ver smásjá þeirra sem viðs herra hefur nú gert sam við. En þessir aðilar verða ur undir smásjá almenning Jóhannes. Hann segir að Neytendasamtökin birtu birgja matvöruverslana, heildsala og innlenda fram ur, sem hafi verið að hækk undanförnu, hafi borist mi erinda og ábendinga frá alm um verðbreytingar í verslu „Ég er mjög bjartsýnn á muni skila sér. Miðað við þ sem á að veita, þá mun ei enginn vilja sitja undir þv úthrópaður opinberlega fyr hafa stungið því í vasann menningi bar að fá í sinn legg á það mikla áherslu að ingur leggist á árar með o tryggja að þetta skili sér ti ings. Við munum að sjálfs okkur upplýsinga um ve Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ, að Alþýðusambandið legði ofurkapp á að aðgerðirnar skiluðu sér til heimilanna í landinu. „Við ákváðum því strax að setja af stað sérstakt átak með aðildarfélögunum um allt land. Stærsti hluti þess er að gera umfangsmiklar verðmælingar,“ segir hún. Kannanirnar beinast að rúmlega 90 matvöruverslunum. Verðmælingar eru gerðar bæði fyr- ir breytingarnar 1. mars og í kjölfar þeirra og verða mun umfangsmeiri en verðkannanir sem Alþýðusam- bandið hefur staðið fyrir fram að þessu og er alls um að ræða á bilinu 600 til 800 vörutegundir sem kann- anirnar ná til. „Við treystum því að það leggist allir á eitt til að tryggja að þessar breytingar skili sér til heimilanna. Þetta eru miklir pen- ingar,“ segir Ingibjörg. Verða undir smásjá Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur undir að það sé meginatriði að þessar að- gerðir skili sér til heimilanna. ,,Það Allir fylgist með breytingum og lá Morgunbla Samkomulag Verðlagseftirlit alls almennings er auðvitað það se mestu máli skiptir, segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Ingi Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, er á sama máli. Boðað er víðtækt eftirlit með verðlagi á mat- vörumarkaði eftir 1. mars „VIRKASTA eftirlitið er í höndum neytendanna sjálfra,“ sagði Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu á fréttamannafundinum í gær. Neytendastofa er meðal þeirra sem hafa sett af stað aðgerðaáætl- un í þeim tilgangi að virkja al- menning til eftirlits með verði á vörum og þjónustu í framhaldi af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem eiga að leiða til lækkunar á mat- vælum og þjónustu veitinga- og gistihúsa frá og með 1. mars. „Láttu vita!“ Á heimasíðu Neytendastofu www. neytendastofa.is hefur af þessu til- efni verið opnuð vefgátt undir nafninu: „Verðlagsábendingar – Láttu vita!“ Þar geta neytendur sent inn ábendingar um verðlag hjá þeim sem þeir eiga við við, jafnvel undir nafleynd ber undir. Tryggvi gerði grein fyr á fréttamannafundinum. H sagði einnig að Neytendas tekið að sér að beina sérst sjónum að veitinga- og gis aþjónustunni. ,,Neytendastofa telur mj ilvægt að virkja almenning hann. Smásjáin væri í hön neytenda og til að virkja n endur hafi Neytendastofa umrædda vefgátt á heima Tryggvi segir að þær up ingar sem safnast, muni m mikilvægan gagnagrunn e skattalækkanirnar 1. mar er ekkert betra en verðkan sem eru gerðar beint frá h landsins,“ segir hann. Neytendur með smásjá Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.