Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 29 UNDIRRITAÐUR leggur ekki í vana sinn að svara ritstjórn- arskrifum Morgunblaðsins, og allra síst þeim sem snúast um hann sjálfan, nema sérstök ástæða sé til. Þau hafa að vísu verið með líflegra móti að undanförnu, eða eins og ágætur kunningi minn orð- aði það við mig, bara hver hálf- skammturinn og heilskammturinn á fætur öðrum úr skítadreif- aranum. Með hálfskammti átti hann við Staksteina en með heil- skammti við leiðara, aðspurður. Ég hef lengi haft gaman af til- burðum Morgunblaðsins til þess að skrifa um íslensk stjórnmál, ekki endilega eins og þau eru, heldur eins og Morgunblaðinu finnst að þau eigi að vera. Þannig hefur blaðið af mikilli elju, en fullkominni van- þekkingu, skrifað um okkur Vinstri græn eins og við værum tveir alger- lega aðskildir hópar fólks, annars vegar vinstrisinnar og hins vegar umhverf- isverndarfólk. Undirliggjandi virðist vera einhver óskhyggja um að hreyfing okkar geti á einhvern hátt klofnað eftir slíkum línum. Morgunblaðinu mun ekki verða að þeirri ósk og ég held, með fullri virðingu fyrir blaðinu, að það of- meti áhrif sín á mögulega stjórn- málaframvindu í landinu ef menn þar á bæ halda að skrif af því tagi sem blaðið stundar um undirrit- aðan muni kalla slíkt fram. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur frá upphafi byggt á samþættingu umhverfisverndar og félagshyggjusjónarmiða, sam- þættingu umhverfisverndar og áherslna í atvinnumálum o.s.frv. Með alveg sama hætti og við fell- um áherslu okkar á kvenfrelsi eða félagslega alþjóðahyggju inn í stefnu okkar í öðrum málaflokk- um. Ég fullyrði að almennt líta okkar félagar og stuðningsmenn ekki á sig sem annaðhvort vinstri- eða umhverfissinna, ekki ann- aðhvort femínista eða fé- lagshyggjufólk, ekki annaðhvort friðar- eða náttúruverndarsinna, heldur þetta hvorutveggja og allt í senn. Saman deilum við eðli máls- ins samkvæmt almennt séð rót- tækum viðhorfum, þ.e. erum rót- tæk í okkar félagshyggju, í okkar umhverfisverndarbaráttu, stönd- um fyrir róttæk kvenfrelsissjón- armið o.s.frv., enda veitir sann- arlega ekki af því hálfvelgja í þessum efnum skilar litlu. Hvað veldur ergelsi Morgunblaðsins? Ég get glatt Morgunblaðið með því að upplýsa að stemningin í röðum okkar Vinstri grænna er góð og við höfum látið öðrum eftir pólitískan vandræða- gang að undanförnu. Eindrægni og sam- staða hefur einkennt ákvarðanir um fram- boðslista og annan undirbúning undir komandi kosningar. Fjölmargir nýir liðs- menn hafa bæst í okk- ar raðir. Þar á meðal eru margir nýir og glæsilegir frambjóð- endur sem eiga ágæta möguleika á að ná kjöri og tryggja þann- ig endurnýjun og meiri breidd í okkar framvarð- arsveit. Vonandi eru það ekki þessar ánægjulegu fréttir af okkar flokki og sá meðbyr sem hann hef- ur sem valda ergelsisskrifum Morgunblaðsins? Og þó. Getur hugsast að Morgunblaðinu renni, þó þykkt sé, gamalt íhaldsblóðið til skyldunnar og þyki nú rétt að gera sitt til þess að ekki eflist um of málefnalega heilsteyptur og samstilltur valkostur fyrir kjós- endur á vinstri vængnum? Eða eru ástæðurnar e.t.v. hinar sömu, sbr. leiðara næstsíðasta sunnudag, og valda lágkúruskrifum Björns Bjarnasonar á einkasíðu hans um undirritaðan? Sú staðreynd að ég hef aðeins potað í kýli kald- astríðsarfleifðar íhaldsins, leyft mér að spyrja um og ræða póli- tískar símhleranir, persónunjósnir og leynisamninga bak við þing og þjóð um hersetuna? Sammála Geir H. Haarde En nú er komið að megintil- gangi þessa pistils, sem sagt þeim að róa Staksteinahöfund dagsins og forða honum frá óþörfum and- vökum. Við Vinstri græn munum hér eftir sem hingað til engan af- slátt veita af mannréttindum og það eins þótt málefni innflytjenda eigi í hlut. Á haustmánuðum sögð- um við okkur alveg frá umræðum um málið á þeim forsendum að innflytjendum sem slíkum eða fjölda þeirra væri stillt upp sem vandamáli þegar í hlut ættu að- stæður í efnahagslífi og á vinnu- markaði sem stjórnvöld sjálf bæru alla ábyrgð á. Áherslur okkar á þessu sviði liggja fyrir m.a. í formi frumvarpa og tillagna á Alþingi um úrbætur, í stefnuyfirlýsingu, ályktunum og sjálfstæðri stefnu- mótun. Í Morgunblaðinu í gær birtist stutt frétt sem byggðist á brotum úr samtali sem blaðamaður átti við mig símleiðis um fund Frjálslynda flokksins helgina á undan og hvort umræður og ályktanir þar gerðu samstarf við þann flokk útilokað af okkar hálfu. Hvort þær gerðu sem sagt út um það sem í daglegu tali er kallað „Kaffibandalagið“ og hvort þátttaka í því hefði þá verið mistök. (Hér skal reyndar upplýst að kaffi sem verið hefur á boð- stólum á tengdum fundum hefði oft mátt vera betra, en það er ann- að mál). Ég svaraði efnislega því til í nokkru máli að fyrst þyrfti ég nú að kynna mér ályktanir þings- ins og lesa í heild ræðu formanns- ins. Í öðru lagi skipti þá máli hvort um hreina og klára stefnubreyt- ingu væri að ræða frá stefnuskrá flokksins og þá hve afdráttarlausa og hvort frjálslyndir héldu sig fast við það. Væri svo og héldi þróun flokksins áfram í slíka átt yrði ekki um neinn samstarfsgrundvöll að ræða af okkar hálfu. Spurningu um hvort samstarf við þá væri þegar útilokað og hvaða áhrif þetta hefði á „Kaffibandalagið“ væri því ekki tímabært að svara endanlega. Þeir bútar úr samtal- inu við mig sem endursagðir eru í Morgunblaðinu í gær eru í grófum dráttum efnislega rétt eftir hafðir en æskilegra hefði verið að sam- talið væri endursagt í heild og samhengi hlutanna leyft að halda sér. Sérstaklega í ljósi þess að blaðið tók sér svo fyrir hendur að leggja djarflega út af hlutunun í beinu framhaldi. Til að taka svo af allan vafa, þetta: „Ég býst ekki við því að sam- starf sé raunhæft ef þeir gera sína innflytjendastefnu að skilyrði fyrir samstarfi, þá held ég að það verði erfitt fyrir aðra flokka yfirleitt að vinna með þeim. En það eru nú líka dæmi um það að flokkar slaki á stefnu sinni í samstarfi við aðra, þannig að það er ekki hægt að svara þessari spurningu. En rík- isstjórnin hefur sjálf mótað stefnu í þessum málum sem var kynnt í síðustu viku og við munum leggja hana til grundvallar í okkar vinnu í þessu.“ Svo mælti formaður Sjálfstæð- isflokksins Geir H. Haarde í við- tali um möguleika á stjórnarsam- starfi Sjálfstæðisflokks og frjálslyndra í hádegisfréttum Rík- isútvarpsins 30. janúar sl. Ég er þessu sammála fyrir utan að sjálf- sögðu að við í VG munum leggja okkar stefnu um aðlögun, umburð- arlyndi, skilning og fyllstu mann- réttindi til grundvallar í öllum við- ræðum um málefni innflytjenda. Ég vil þó ganga skrefi lengra en forsætisráðherra. Ef svo dap- urlega á eftir að fara í íslenskum stjórnmálum að þar gangi fram flokkur sem beinlínis geri út á andúð í garð fólks af erlendum uppruna og daðri við kynþáttaað- greiningarhyggju, svipað og Framfaraflokkurinn norski eða Þjóðarflokkurinn danski, þá þarf af okkar hálfu ekkert að bíða nið- urstöðu neinna viðræðna. Við slíka flokka er samstarf fyrirfram úti- lokað. Staksteinar leystir frá andvökum! Eftir Steingrím J. Sigfússon »Morgunblaðinu munekki verða að þeirri ósk og ég held, með fullri virðingu fyrir blaðinu, að það ofmeti áhrif sín á mögulega stjórnmálaframvindu í landinu ... Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. víða,“ segir hann og bætir við að Neytendasamtökin séu í góðu sam- bandi við ASÍ og Neytendastofu til að tryggja að framkvæmd eftirlits- ins verði sem best. „Allir þurfa að vera vakandi til að tryggja að þetta gangi fram eins og það á að gera,“ segir Jóhannes. Þegar spurt er hvernig brugðist yrði við ef lækkanir skila sér ekki til neytenda eða um hækkanir verður að ræða, bendir Jón á að hafa verði í huga ýmsar ástæður geti gefið til- efni til hækkana. Mikið hafi m.a. verið rætt um áhrif gengisþróunar- innar að undanförnu og endurskoð- un samninga við síðustu áramót. „Við getum ekki skorið alla niður við sama trog og við getum ekki tek- ið öll tilefni sem eitt. Það verður auðvitað að greina það, en það er mjög mikilvægt að hafa í huga að skattabreyting hefur mikla sér- stöðu í verðmyndun vöru og þegar um skattabreytingu er að ræða hef- ur verslunin ekkert tilefni til að gera einhverjar aðrar breytingar á móti lækkun skatta. Þetta er mjög gegnsætt og auðvelt að fylgjast með því,“ sagði hann. Jóhannes segir að verðlag hafi verið á dálitlu flugi að undanförnu og enn sé verið að tilkynna um hækkanir sem m.a. tóku gildi í gær, 1. febrúar. „Ef kemur í ljós að ein- hver ætlar að taka til að mynda lækkun á virðisaukaskatti til sín, þá munum við að sjálfsögðu ekki fela hver það er. Ég geng út frá því í lengstu lög að ekki muni verða þörf á því en við áskiljum okkur að sjálf- sögðu rétt til að upplýsa almenning ef við verðum vör við eitthvað slíkt,“ segir hann. Ingibjörg bendir einnig á að neytendur hafi val um hvar þeir versla og að mikilvægt sé að upplýs- ingar liggi fyrir svo að hægt sé að bera verð á vörum saman. Fram kom að upplýsingarnar sem ASÍ hefur safnað að undan- förnu í verslunum, sem verða svo aftur bornar saman við verð á vöru- tegundum eftir breytingarnar 1. mars, verða í framhaldi af því birtar á vefsíðu ASÍ. Ennfremur var greint frá því á fundinum að sjónum yrði einnig beint að því hvort verð lækkaði í sjoppum og í kvikmynda- húsum. Aðgerðir stjórnvalda til lækkun- ar á matvöruverði, sem koma til framkvæmda frá og með 1. mars, fela í sér lækkun virðisaukaskatts af matvælum úr 14% í 7%. Vörugjöld af innlendum og innfluttum matvæl- um, öðrum en sykri og sætindum, falla niður. Virðisaukaskattur af annarri vöru og þjónustu, sem var áður í 14% skattþrepi, lækkar í 7% en það á m.a. við um rafmagn til húshitunar, gistingu á hótelum og gististöðum, bækur, ritföng og tímarit. Þá lækkar virðisaukaskatt- ur af hljómdiskum úr 24,5% í 7%. Sams konar lækkun verður á veit- ingaþjónustu. Auk þessa verða svo breytingar á tollum af kjötvörum. oma þeim sem eiga ni í fram- rða undir skiptaráð- mkomulag a ekki síð- gs,“ segir ð eftir að lista yfir þ.e.a.s. mleiðend- ka verð að ikill fjöldi menningi unum. á að þetta að aðhald infaldlega ví að vera rir það að n sem al- vasa. Ég ð almenn- okkur í að il almenn- ögðu afla erð mjög Morgunblaðið/Golli verð- áti vita aðið/Ásdís em lang- ibjörg R. ðskipti d ef svo rir þessu Hann stofa hafi taklega stihús- mjög mik- g,“ segir dum neyt- sett upp síðuna. pplýs- mynda eftir s. ,,Það nnanir heimilum ána Eftir Andra Karl andri@mbl.is „TANNLÆKNAR hafa í langan tíma bent á að tannheilsa sé að breytast til hins verra hjá ungu fólki,“ segir Sigurjón Benedikts- son, formaður Tannlæknafélags Ís- lands (TÍ) um niðurstöður úr rann- sókn Lýðheilsustöðvar, MUNNÍS, sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær. Þar kom m.a. fram að áhyggjuefni væri hversu algengt það er að um 17% barna og ungmenna mæti ekki í reglu- bundið eftirlit hjá tannlækni. Sigurjón segir ábendingar TÍ ekki hafa breytt miklu en segir fé- lagið boða fagnaðarerindi bættrar tannheilsu á hverjum degi, það nær hins vegar aðeins til þeirra sem koma á tannlæknastofurnar. „Alþingi TR og ráðuneyti heil- brigðis og fjármála hafa sammælst um að skera niður þennan mála- er að allir komi í eftirlit til tann- læknis, þá séu svona reglulegar rannsóknir óþarfar. Á tann- læknastofunum fer einnig fram meðferðin auk greiningarinnar sem er þá raunveruleikinn í tann- heilsu þjóðarinnar. En það krefst breyttrar hugsunar að koma þessu í það horf sem ríkir á hinum Norð- urlöndunum,“ segir Sigurjón og bendir á að slitnað hafi upp úr undirbúningsviðræðum milli tann- lækna og heilbrigðisráðuneytis á miðvikudag. „Þar var lagt upp með góð áform en nesti ráðuneytisins þraut í fyrstu brekkum.“ Nestið þraut í fyrstu brekkum Rannsókn Lýðheilsustofu var gerð á vormánuðum 2005 en síð- asta sambærilega rannsókn á sama aldurshóp, þ.e. börnum og ung- mennum í 1., 7., og 10. bekk grunn- skóla, var árið 1996. Þá var hlutfall þeirra sem fóru í reglubundið eft- irlit mun hærra. Sigurjón segir að flestar aðrar þjóðir nýti sér skrán- ingar tannlækna þegar tannheilsa heillar þjóðar er metin. „Tannlæknafélagið hefur ítrekað bent á að séu skráningar og inn- kallanir tryggingaþega í lagi, það flokk og „sparnaðurinn“ svínvirk- ar, þannig að undanfarin ár hafa fjárframlög ríkisins til tann- læknatrygginga ekki verið full- nýtt,“ segir Sigurjón og bendir á að þegar ungmenni fari ekki til tannlæknis þurfi Tryggingastofn- un ekki að inna af hendi neinn styrk. „Þar er fólginn hinn mikli „sparnaður“ kerfisins. Það hafa engir samningar verið í gildi við tannlækna frá árinu 1998 og trygg- ingaþegar hafa aðeins notið styrkja sem verða sífellt lægra hlutfall raunverulegs kostnaðar við tannlækningar.“ Sigurjón segir bil- ið milli raunverulegs tann- læknakostnaðar og þess styrks sem TR greiðir sjúklingum vera orðið svo stórt, eða 35–50%, að það ræður ákvörðun um hvort farið sé til tannlæknis. „Þetta kerfi er ónýtt á báða bóga, það nýtist ekki – enda ónothæft.“ Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að breytta hugsun þurfi svo að fleiri mæti í eftirlit hjá tannlækni Bilið milli kostnaðar og styrks of stórt Morgunblaðið/Kristinn Ekki alltaf pína Heimsókn til tannlæknisins er bara skemmtileg því börnin fá að horfa á teiknimyndir með DVD-gleraugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.