Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
S
taða kvenna í stjórn-
málum er mér sér-
staklega ofarlega í huga
þessa dagana, eftir at-
ganginn í kringum Mar-
gréti systur mína og úrsögn hennar
úr Frjálslynda flokknum. Í kring-
um þau átök kristallaðist viðhorf
fjölmarga karla til kvenna í stjórn-
málum með eftirminnilegum hætti.
Orðræðan var gamalkunnug, Mar-
grét var sökuð um að vilja komast
til áhrifa í stjórnmálum á þeirri for-
sendu einni að hún væri kona og því
var haldið fram að karlarnir hefðu
gert allt sem í þeirra valdi stóð til
að koma henni, augljóslega óverð-
skuldað, á framfæri. Hennar verð-
leikar voru fáir og smáir í þeirra
huga. Þótt líklega hefði mátt notast
við hana í sumum tilvikum, til
dæmis á blaðamannafundum, þar
sem menn vilja „endilega ekki“ tvo
kalla eina við borð, enda „nauðsyn-
legt að hafa konu með“, eins og
Margrét upplýsti að hefði verið
dagskipunin þegar stóð til að
kynna sameiningu Frjálslynda
flokksins og Nýs afls með pomp og
prakt. Þar fylgdi líka sögunni að
það ætti að „hafa blómvönd eða
skreytingu á borðinu“, sem líklega
hefur þjónað sama tilgangi, þ.e. að
gera allt svolítið huggulegra.
Konur sem ákveða að taka þátt í
stjórnmálum sæta ósanngjarnri
meðferð. Í fljótu bragði man ég eft-
ir fjölmörgum tilvikum, þar sem
„pólitískar“ umræður almennings
fóru út og suður. Þannig geta
skartgripir formanns Samfylking-
arinnar skipt meira máli en stefnu-
mál hennar, dugnaður heilbrigð-
isráðherra gleymst um leið og fólk
metur nýjustu hárgreiðslu hennar,
metnaður utanríkisráðherra horfið
ef hún „kemur ekki vel fyrir“ að
einhverra mati. Rödd þaulvanrar
alþingiskonu skiptir miklu meira
máli en baráttumál hennar og ár-
angur.
Í sjónvarpsþætti eru börn
menntamálaráðherra spurð hvort
ekki sé nú erfitt að mamma sé
svona mikið fjarverandi. Fyrir all-
mörgum árum var fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, sem líka var kona,
spurð hvort fjarveran frá fjölskyld-
unni tæki ekki óskaplega á. Aldrei
nokkurn tímann eru karlmenn
metnir eftir þessum mælikvörðum.
Þeir þurfa ekki að sæta því að
mesta hrósið sé að þeir séu svo
„frambærilegir“, en um konur
heyrist vart meira lofsyrði. Skila-
boðin eru skýr: Haltu kjafti, haltu
þig heima og vertu sæt.
Þetta eru engin ný sannindi. Það
sem konur segja er ekki tekið jafn
alvarlega og það sem karlar segja
og þá skiptir engu hversu rökfastar
og vel máli farnar konurnar eru.
Það er fylgst með hverju þeirra
orði og skrefi, sem þýðir að kannski
verða þær varkárari en ella. Þá eru
þær kallaðar áhættufælnar, sem
þykir ekki gott. Í bókinni Það er
staður í helvíti fyrir konur sem
hjálpa ekki hver annarri segir með-
al annars: „Kona sem er ein verður
að skara örlítið fram úr körlum til
þess að vera nógu góð, en hún má
heldur ekki verða of góð. Þá verður
hún ógnun við karlana þar sem hún
vekur athygli á vanhæfni þeirra.
Ef henni mistekst sannar hún
vanhæfni kvenna.
Ef henni tekst vel upp færir það
ekki sönnur á hið gangstæða þótt
undarlegt megi teljast. Þá verður
hún hins vegar undantekning: sú
sem sannar að konur geti þetta eig-
inlega ekki.
Hugmyndir okkar um hvað kon-
ur geta og hvað ekki eru svona fast-
mótaðar. Það skiptir engu hvort
þær passa eða ekki.“
Þegar staða kvenna á Alþingi
virðist batna kemur í ljós við nánari
skoðun að ástæðan er sú að karlar
hafa gengið úr skaftinu. Þannig
komast konurnar, sem oftar en
ekki skipa neðri sæti framboðslist-
anna, inn á þing. Eiginlega bak-
dyramegin. Það þýðir samt ekki að
þær geti stólað á að halda þingsæti
sínu við næstu kosningar. Aldeilis
ekki, þá þarf auðvitað að skipa
listana upp á nýtt og setja þær aft-
ur í 2. eða 3. sætið.
Auðvitað eiga konur að vera á
þingi til jafns við karla. Það er ein-
falt réttlætismál að valdinu sé skipt
jafnt á milli kynjanna sem byggja
samfélagið. Konur hafa aðra
reynslu en karlar og þess vegna er
eðlilegt að rödd þeirra heyrist. Þær
geta í raun og sann komið með eitt-
hvað nýtt inn í stjórnmálin, vakið
máls á ýmsum atriðum sem annars
hefðu legið í láginni. Og konur
þurfa ósköp einfaldlega að verja
hagsmuni sína, á þingi sem annars
staðar. Það er ekki eingöngu sjálf-
sagður réttur kvenna að sinna
þessum störfum, heldur hefur þjóð-
félagið allt kröfu til þess að fá að
njóta krafta þeirra.
Enn ein röksemdin fyrir nauð-
syn þess að fjölga konum á þingi
kom fram nýlega í viðtali Morg-
unblaðsins við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, formann Samfylking-
arinnar. Hún nefndi sérstaklega
samkennd kvenna á Alþingi, þvert
á pólitíska flokka: „Hins vegar held
ég að það sé ákveðin samkennd
meðal kvenna á Alþingi og ég þori
að fullyrða að við erum tillitssamari
hver við aðra en almennt tíðkast í
pólitík. Ég get mjög vel sett mig í
spor annarra kvenna í forystu í ís-
lenskum stjórnmálum og tel mig
vita hvað þær hafa þurft að leggja á
sig til þess að komast þangað sem
þær eru. Ég nefni bara tvær konur
úr ríkisstjórninni, Valgerði Sverr-
isdóttur og Þorgerði Katrínu. Ég
er ekki viss um að karlarnir skilji
það jafnvel.“
Þær Þorgerður Katrín og Val-
gerður tóku undir þessi orð Ingi-
bjargar Sólrúnar. Valgerður sagði
að vissulega tækjust konurnar á
pólitískt, en þó ekki eins harkalega
og karlarnir. Þorgerður sagði kon-
urnar oft ná að hefja sig yfir þrasið
og þær héldu ágætlega hópinn, án
þess þó að missa sjónar á þeirri
pólitísku stefnu sem þær væru tals-
menn fyrir.
Mér sýnist þessar þrjár for-
ystukonur í íslenskri pólitík lýsa af-
skaplega þroskaðri og siðmennt-
aðri sýn á stjórnmálin. Getur
einhver haft eitthvað á móti því að
fá fleiri slíka einstaklinga á þing?
Blóm og
skreytingar
» Aldrei nokkurn tímann eru karlmenn metnireftir þessum mælikvörðum. Þeir þurfa ekki
að sæta því að mesta hrósið sé að þeir séu svo
„frambærilegir“, en um konur heyrist vart meira
lofsyrði. Skilaboðin eru skýr: Haltu kjafti, haltu
þig heima og vertu sæt.
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir
FRÁ því að lög um þjóðlendur
voru samþykkt á Alþingi árið 1998
hefur fjármálaráðherra gert harka-
legar kröfur á hendur bændum og
landeigendum. Þvert
gegn tilgangi og anda
laganna.
Lögunum sem var
ætlað að skera úr um
mörk eignarlanda og
þjóðlendna hefur verið
snúið upp í hernað
gegn þinglýstum eign-
um bænda og landeig-
enda. Ríkið gerir kröf-
ur á allt land sem er
400 metra yfir sjáv-
armáli og sumstaðar
er farið í 100 metra
yfir sjávarmáli og
reyndar allt niður að sjó fram.
Þetta er dæmalaus framganga hjá
fjármálaráðherra.
Nú er málsmeðferð hafin á svæði
6, sem er austanvert Norðurland
en lokið á svæðum 1–4 sem er allt
Suðurland og Reykjanesið. Því er
vert að staldra við og krefjast þess
að ríkisvaldið láti að aðför sinni að
eignalandi bænda og landeigenda.
Af því tilefni tek ég málið upp
utan dagskrár á Alþingi í þessari
viku og ræði við fjármálaráðherr-
ann Árna Mathiesen sem fer fyrir
málatilbúnaðinum gegn bændum og
landeigendum.
Brot gegn stjórnarskrá
Nú er kominn tími til að Sjálf-
stæðisflokkurinn svari fyrir þá frá-
leitu framgöngu sem ríkisstjórn Ís-
lands hefur sýnt bændum og
landeigendum. Og þá ekki síður
Framsóknaflokkurinn sem með
þögn sinni hefur veitt þegjandi
samþykki og skjól fyrir aðför fjár-
málaráðherra Sjálfstæðisflokksins
að þinglýstum jörðum bænda.
Öllu er snúið á hvolf
í málsmeðferð
óbyggðanefndar.
Landeigendur þurfa
að sanna að þeir eigi
landið og þinglýst
landamerkjabréf frá
19. öld og fram á þá
20. er ekki tekin gild.
Sönnunarbyrðinni er
snúið við og í raun
tekinn upp tvöfaldur
eignarréttur í landinu.
Einn í þéttbýli og ann-
ar í dreifbýli.
Að mínu mati stenst
aðförin að eignarrétti bænda og
landeigenda ekki stjórnarskrá og
er hreint brot á mannréttindum.
En eignarrétturinn er sérstaklega
varin mannréttindi í stjórnarskrá
okkar. Þetta á eftir að koma þungt
niður á stjórnarflokkunum þótt síð-
ar verði.
Annað með fiskinn
Ekki stóð á ríkinu að viðurkenna
eignarréttinn yfir fiskistofnum Ís-
lendinga þegar sjósókn á miðin var
kvótasett. Nokkurra ára veiði-
reynsla var eina viðmiðið. En
bændur og landeigendur. Þeir
þurfa að sanna sérstaklega eign-
arrétt sinn á jörðum sem þeir og
áar þeirra hafa átt í áratugi eða
aldir.
Þetta er sérkennilegt jafnræði
hjá Sjálfstæðisflokknum. Held að
flokkist reyndar frekar undir vald-
níðslu en jafnræðisreglu stjórn-
arskrárinnar um framgöngu rík-
isvaldsins gegn þegnum landsins.
Þetta er aðför að fjárhag og eign-
um fólks enda ekkert annað en
hrein eignaupptaka í mörgum til-
fellum.
Hálendið er sameign þjóðarinnar
allrar. Það var tilgangur laganna
að skýra það og skilgreina. Um það
var samstaðan á þingi. Tilgang-
urinn var að eyða réttaróvissu og
koma skipulagsmálum á hálendinu
á hreint. Það er hinsvegar fram-
kvæmd laganna sem hefur verið
með ólíkindum og fjármálaráðherra
farið offari gegn landeigendum.
Þjóðlendulögin veita ríkinu ekkert
skjól til slíkrar framgöngu. Það er
alveg ljóst.
Hvað varð um viðnám landbún-
aðarráðherra sem hann boðaði fyrir
nokkrum misserum? Nú er kominn
tími til þess að skýra málið út fyrir
þjóðinni. Þessum leiðangri verður
að ljúka. Því verður fróðlegt að
heyra viðbrögð landbúnaðarráð-
herra og fjármálaráðherra í um-
ræðunni á þinginu.
Þjóðlendur og
afnám eignarréttar
Björgvin G. Sigurðsson fjallar
um lög um þjóðlendur »Hálendið er sameignþjóðarinnar allrar.
Það var tilgangur lag-
anna að skýra það og
skilgreina. Um það var
samstaðan á þingi.
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Suðurkjördæmi.
HINN 7. janúar er
grein í Morgunblaðinu
eftir Jakob Björnsson
fyrrverandi orku-
málastjóra. Hann vitn-
ar í skýrslu eftir Sir
Nicholas Stern um
gróðurhúsaáhrifin. Þar
kemur fram að losun
CO2 á mann frá raf-
orkuvinnslu á Íslandi
er hin minnsta í
OECD-löndunum. Það
kemur ekki á óvart.
Jakob hefur sjálfur í
ótal blaðagreinum bent á að orkan sé
svo hrein á Íslandi að okkur beri að
virkja fyrir sem allra flest álver.
Stuðla þannig að minni gróðurhús-
áhrifum á alheims vísu.
Fróðlegt væri að fá samanburð
miðað heildar losun CO2 á mann hjá
okkur. Ekki bara losun við raf-
orkuframleiðslu. Heldur losun koltví-
sýrings, eins og hún er núna og eftir
að Alcoa er komin í gagnið. Svo eftir
fyrirhugaðar stækkanir og 3 ný álver
(Helguvík, Húsvík og Þorlákshöfn).
Hætt er við að þá snúist dæmið við og
Íslendingar séu mestu umhverf-
issóðar í heimi miðað við fólksfjölda.
Hjá Jakobi kemur líka fram að flú-
orsambönd séu meðal sterkustu
gróðurhúsalofttegunda sem til eru,
með 6.000 til 9.000 sinnum sterkari
gróðurhúsaáhrif á hvert kg en koltví-
sýringur. Ekki vissi ég að flúor-
lofttegundir hefðu þvílík gróðurhúsa-
áhrif. Hitt vissi ég að flúor frá
álvinnslum sest í gróður á jörðu niðri
svo jórturdýrum stafar
hætta af. Kynntist því,
þegar ég var í verk-
fræðinámi við ETH í
Sviss. Þá komu bændur
úr nágrenni álvers ak-
andi til Zürich á drátt-
arvélum og mótmæltu á
áhrifaríkan hátt fyrir
framan höfuðstöðvar
Alusuisse. Aftan-
ívagnar traktoranna
voru hlaðnir dauðum
nautgripum, sem höfðu
drepist af flúormengun.
Þetta var á þeim tíma,
sem álverið í Straumsvík var á und-
irbúningsstigi. Mig minnir að þá hafi
verið sagt, að vindátt væri svo hag-
stæð í Straumsvík að flúorið fyki
mest allt út á sjó.
Það sem ég vissi ekki heldur og
kemur fram í grein Jakobs er að frá
1990 hefur íslenskur áliðnaður dregið
95% úr losun flúor á hver kg af fram-
leiddu áli. Það er stórkostlegt afrek
og má segja að með því hafi íslenzkt
hugvit lagt það mikið fram til minnk-
unar gróðurhúsaáhrifa að ekki sé
hægt að fara fram á meir.
Óneitanlega vaknar sú spurning,
hvort þessi íslenska tækni sé notuð
hjá Norðuráli og verði notuð á Reyð-
arfirði? Vindátt er ekki eins hagstæð
þar og í Straumsvík. Fyrir austan er
oft landgola er kemur svo til baka á
kvöldin sem hafgola og leggst yfir
firðina og landið. Ekki er von á góðu
sé þessi dalalæða hlaðin koltvísýringi
og flúor.
Fyrir 27 árum fór ég í viðskiptaer-
indum til Kyoto í Japan, Taívan og
Hong Kong. Þar var mikil mengun.
Minnisstæð er bílferð út á flugvöllinn
í Taipei. Þykkt mengunarský lá yfir
borginni. Bílstjórinn stöðugt hóst-
andi og hrækjandi út um gluggann. Í
Tokyo og Osaka var ástandið lítið
skárra en í Kyoto betra. Í samræðum
við þá skáeygðu gat maður helst stát-
að af tæru lofti og ómengaðri mat-
vælaframleiðslu. Þá fékk maður oft
að heyra að Singapúr væri hreinust
borga í Asíu og vinsælasti ferða-
mannastaður Asíubúa.
Við þessar endurminningar veltir
maður fyrir sér: Hvaða gagn er í því
að framleiða hreinasta rafmagn í
heimi, ef það er notað til þess að
knýja eiturspúandi stóriðjuver? Að
landið okkar sé griðastaður fyrir
verksmiðjur sem er úthýst í öðrum
löndum eða ekki er rekstrargrund-
völlur fyrir þar, vegna raforkuverðs
og mengunarskatts.
Nú er mikið rætt um uppbyggingu
ferðamannaþjónustu á Reykjanesi. Í
því sambandi er hreint ótrúlegt að
hinn annars dugmikli og vinsæli bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, er getið
hefur sér góðan orðstír, ætli með
fljótfærnislegri ákvörðun að taka
sénsinn á að hans verði helst minnst
sem mannsins sem eyðilagði þessa
stórkostlegu möguleika.
Hvers virði eru náttúruperl-
urnar og hreina loftið?
Sigurður Oddsson svarar grein
Jakobs Björnssonar um orku-
mál og stóriðju
»Hvaða gagn er í þvíað framleiða hrein-
asta rafmagn í heimi, ef
það er notað til þess að
knýja eiturspúandi stór-
iðjuver?
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Sagt var: Heillaóskir bárust hvaðanæva að.
Rétt væri: Heillaóskir bárust hvaðanæva.
Gætum tungunnar