Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 31

Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 31 NÍRÆÐ kona fannst látin í íbúð sinni í fyrstu viku ársins. Það hefði ekki verið í frásögur færandi nema að konan hafði verið látin í íbúð sinni í u.þ.b. mán- aðartíma. Ekki er langt síðan álíka tilfelli komu fyrir hér og ollu viðlíka fári í fjölmiðlum og á blogg- síðum. Eðlilega slær svona fregn glansí- myndina og almenn- ingur vaknar upp við vondan draum og spyr hvers vegna gerist þetta. Dó hún alein? Leit enginn til með henni. Því miður er þetta oft hlutskipti ein- yrkjans og þeirra sem einir eru fjarri ættingjum. Það gerist nú oft að þegar fólk eldist og vinunum fækkar, ein- angrast einstaklingurinn. Við ættum að hafa meiri sinnu fyrir nágrönnum okkar og sér í lagi þar sem um gamalt fólk er að ræða. Margir vilja vera einir og þola illa afskiptasemi annarra. Ástæðurnar fyrir einangruninni eru margbrotnar og ekki auðvelt að koma með einhlíta lausn eða ástæður. Til eru ýmis ráð eins og neyð- arhnappar, nágrannavakt og vin- ahringir. Einnig má kanna eftirlit á vegum borgarinnar og/eða Rauða krossins. Páll Gíslason, fyrrverandi læknir, hefur vakið máls á svokölluðu flotmáli. Það er svokallað flotmál sem sett er á flotholtið í klósettkassanum. Flotmálið síðan tengt við símann. Páll Gíslason sagði mér frá þessu og sagði hafa heyrt af flotmálinu í Svíþjóð. Ef ekki hefur verið sturtað niður í 12–18 tíma sendir flot- málið frá sér boð í 112. 112 ynni úr þeim boðum eftir ákveðnu skipulagi. Búnaðurinn yrði seldur gegn vægu gjaldi. Bún- aðurinn sendi frá sér merki með ákveðnu millibili til að stimpla sig inn og í lagi. Sannast að segja er ég undrandi á Securitas og öðrum fyr- irtækjum í öryggisgeir- anum, að hafa ekki kom- ið sér upp svona búnaði eða lausnum sem geta orðið til að fækka þessum tilvikum. Slíkt gæti hæglega verið í samvinnu við félags- málayfirvöld. Og gleyma svo öllu þrasi um hver eigi að borga. 50/50. Ekki vilja allir neyðarhnapp. Telja sig ekki hafa efni á hnappnum eða telja sig svo spræka að hnappurinn sé alger óþarfi. Eldra fólk sem býr eitt þarf ekki annað en að detta illa, veikj- ast skyndilega eða eitthvað annað komi upp á þannig að einstaklingurinn verði ósjálfbjarga. Margt eldra fólk telur hnappa og hvers kyns af- skiptasemi vera skerðingu á sjálfstæði sínu og margir bregðast illa við. En með sameiginlegu átaki fagfólks og ættingja má finna góða lausn. Svona óhugnaður á ekki að þurfa að koma fyrir. Ég beini beiðni minni til félagsmálayfirvalda borgarinnar, kirkjunnar og nágranna að vera betur vakandi. Lagfæra ástandið eins mikið og hægt er. Tökum sameiginlega á þessu máli sem er argasta skömm fyrir þjóðfélag- ið. Reykjavík er rétt eins og millj- ónaborg. Fálætið orðið svo mikið að ekki er gefin gaumur að því þótt ná- granninn hafi ekki sést í nokkra daga. Gætum bróður okkar Þrymur Sveinsson fjallar um öryggi einyrkja og eldra fólks »Reykjavík er rétteins og milljóna- borg. Fálætið orðið svo mikið að ekki er gefinn gaumur að því þótt ná- granninn hafi ekki sést í nokkra daga. Þrymur Sveinsson Höfundur er öryggisfulltrúi. UMHVERFISMÁL hafa mjög verið í brennidepli á Íslandi, eink- um umræða um nátt- úruvernd sem mikil nauðsyn var á. Minna hefur þó farið fyrir umræðu um loftslags- mál en nú er svo kom- ið að henni verður ekki lengur slegið á frest. Ekki verður lengur unað við algjört stefnuleysi stjórnvalda sem neitað hafa að horfast í augu við af- leiðingar hlýnunar loftslags af manna völdum. Í stað þess að taka af festu og ábyrgð á málum hafa stjórnvöld svarað gagnrýni með skensi í garð þeirra sem setja vildu lofts- lagsmálin á dagskrá. Einkum hafa sjálf- stæðismenn dregið í efa niðurstöður óháðra vísindamanna en tekið þess í stað línu Banda- ríkjaforseta og efa- semdamanna á mála hjá olíufyrirtækinu Exxon Mobile. Þau viðhorf virðast enn ríkjandi á meðal þingmanna og þingmanns- efna Sjálfstæðisflokksins – jafnvel þeirra sem kalla sig græna. Það er til marks um hve óheppilegt það getur verið að stinga jafnan höfð- inu í sandinn að nú hefur Banda- ríkjaforseti sett málið á dagskrá án þess að Sjálfstæðisflokkurinn tæki eftir því. Samfylkingin hefur lengi talið að marka verði stefnu Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda og í Fagra Íslandi, tillögum okkar í umhverfismálum, er sér- stakur kafli tileinkaður loftslags- málum. Við teljum að hér sé eitt brýnasta hagræna og siðferðislega úrlausnarefni mannkyns á okkar dögum. Í jafn mikilvægu alþjóða- máli getum við Íslendingar ekki setið hjá, hvorki okkar sjálfra vegna, né annarra. Við höfum mik- ið fram að færa á alþjóðavettvangi t.d. með auknum rannsóknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og með því að kynna öðrum þjóðum íslenska þekkingu til að nýta um- hverfisvænni orkugjafa. Fyrst og síðast eigum við þó að taka á okkar eigin losun gróð- urhúsalofttegunda en til þess þarf breytt hugarfar. Hagnýta þarf markaðsöflin og nýta hagræna hvata í anda mengunarbótaregl- unnar sem gengur út á að sá sem mengar borgi fyrir það fullu verði. Samfylkingin telur að núverandi álagningarkerfi á eldsneyti og bíla sé löngu úrelt og vill end- urskipuleggja álögur á eldsneyti þannig að þær hvetji til notkunar minna mengandi eldsneytis. Einnig teljum við nauðsynlegt að endur- skoða með hvaða hætti tollar eru lagðir á bifreiðar með það fyrir augum að lækka tolla á sparneyt- nar bifreiðar og bifreiðar sem nota minna mengandi eldsneyti. Ísland er aðili að Kyoto samn- ingnum, víðtækasta samstarfi ríkja heims um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda. Samt hafa stjórnvöld enn ekki haft hugsun á að setja nein lög eða reglur um það hvernig takmörkuðum los- unarheimildum þjóðarinnar er út- deilt. Það mætti segja að þar ríki lögmálið „fyrstur kemur fyrstur fær“. Það er þó tæpast rétt því enn hafa stjórnvöld ekki sett lög sem koma í veg fyrir að stóriðjan sprengi Kyoto rammann og geri Íslendinga að ómerkingum á al- þjóðavettvangi. Slíkur er sof- andahátturinn. Samfylkingin vill að strax verði hafist handa við að gera metn- aðarfulla áætlun fyrir Íslands hönd um að minnka útstreymi gróð- urhúsalofttegunda. Við þá áætlun verði stuðst í alþjóðasamningum um losunarheimildir eftir 2012, þegar Kyoto bók- uninni sleppir. Samhliða þeirri áætlun teljum við nauðsynlegt að koma á innlendum markaði með losunarheimildir fyrir stórfyrirtæki í iðnaði að evrópskri fyrirmynd en slíkar aðferðir hafa skilað miklum árangri í heildarsamdrætti iðn- aðarins, því við það skapast hvati hjá hverju fyrirtæki til að draga sem mest úr losun. Olíunotkun í sjávar- útvegi er einn stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi. Íslenskt fyrirtæki, Marorka, hefur getið sér gott orð fyrir orkusparnaðarkerfi í skipum en ljóst er að auk umhverfisáhrifa er hér um verulegt efnahagslegt atriði að ræða fyrir útgerðir landsins. Því vill Samfylk- ingin skapa útgerðum hvatningu til að draga úr olíunotkun. Tvennt hefur verið einkennandi fyrir málflutning ríkisstjórnarflokk- anna í umræðu um loftslagsmál. Í fyrsta lagi að hin breiða samstaða vísindasamfélagsins um að hlýnun jarðar sé af manna völdum sé ósannaðar fullyrðingar og ýkjur en í öðru lagi að það sé ávísun á efna- hagslegt hrun að bregðast við þró- uninni. Hvort tveggja neitar Sam- fylkingin að skrifa upp á og við minnum í því sambandi á skýrslu sem dr. Nicolas Stern hagfræð- ingur gerði fyrir bresk stjórnvöld en þar sýndi hann fram á að þeim mun lengur sem dregst að bregð- ast við vandanum, þeim mun dýr- ara verður það. Við teljum rangt að takast á við aðsteðjandi vanda með aðferðafræði strútsins og við teljum, líkt og dr. Stern, rangt að setja samasemmerki á milli minnk- andi hagvaxtar og samdráttar í los- un gróðurhúsalofttegunda. Sam- fylkingin telur að í rannsóknum og nýsköpun á þessu sviði felist ótal möguleikar fyrir Ísland, svo sem atvinnutækifæri, tækifæri til ný- sköpunar og bættrar ímyndar landsins. Hlýnun loftslags jarðar er stað- reynd. Fjölmargt má þó gera til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar og á næstu áratugum er mögulegt að snúa þróuninni við. Hér er um afar brýnt hagrænt og siðferðislegt verkefni að ræða sem ekki er hægt að skorast undan. Samfylkingin hlakkar til að takast á við það mikilvæga verkefni. Tökumst á við loftslagsmálin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um loftslagsmál. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir » Fyrst og síð-ast eigum við þó að taka á okkar eigin los- un gróðurhúsa- lofttegunda en til þess þarf breytt hugarfar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. smáauglýsingar mbl.is                       10 daga ferð – frábært tilboð! Sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Kúbuveisla 22. febrúar - 4. mars frá aðeins kr. 79.990 Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í ferð til Kúbu 22. febrúar. Í boði er gist- ing á vinsælum gististöðum á Varaderoströndinni eða í Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Þú kynnist stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar og þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Þú velur hvort þú vilt dvelja í Varadero eða Havana í 10 nætur eða Havana í 5 nætur og Varadero í 5 nætur. Fjölbreyttir valkostir í boði! Þú sparar 10.000-40.000 kr. á mann Kúba Fyrst kemur - fyrst fær! Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu í gær til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is 10 daga Kúbuveisla Morgunblaðsáskrifenda Verðdæmi og valkostir: Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Varadero 10 nætur - m/morgunverði Hotel Villa Tortuga **+ 79.990 89.990 -10.000 Varadero 10 nætur - m/allt innifalið Hotel Villa Tortuga **+ 94.990 112.890 -17.900 Gran Caribe Barlovento ***+ 99.990 120.490 -20.500 Havana 10 nætur - m/morgunverði Hotel Occidental Miramar **** 89.990 103.490 -13.500 Havana 5 nætur m/morgunverði og Varadero 5 nætur m/allt innifalið Occidental **** / Villa Tortuga **+ 89.990 109.990 -20.000 Occidental **** / Barlovento ***+ 94.990 116.490 -21.500 Occidental / Barcelo Solymar ****+ 104.990 144.990 -40.000 Allt verð er miðað við gistingu í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, skattar, gisting (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. Sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins! E N N E M M / S IA • N M 22 92 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.