Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lilja Garð-arsdóttir fædd-
ist á Bíldudal 30.
ágúst 1944. Hún
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 25.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Una Thorberg
Elíasdóttir, f. 17.
apríl 1915, d. 26.
maí 2006, og Garð-
ar Jörundsson sjó-
maður, f. 9. ágúst
1916. Systkini Lilju
eru: Kolbrún Matt-
híasdóttir bankastarfsmaður, f.
1942; Matthías, framkvæmda-
stjóri í Noregi, f. 1947; Jörundur
Steinar kennari, f. 1948; Áslaug
Jóna launafulltrúi, f.1950; Gunn-
ar Karl sjómaður, f. 1952; Drífa
meðferðarfulltrúi, f. 1954; og
Sverrir sjómaður, f. 1956.
Eiginmaður Lilju var Árni
Bergur Sigurbjörnsson, sókn-
arprestur í Reykjavík, f. 24. jan-
úar 1941, d. 17. sept. 2005. For-
eldrar hans eru Magnea
Þorkelsdóttir, f. 1. mars 1911, d.
10. apríl 2006, og Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, f. 30. júní 1911.
Börn Lilju og Árna eru: 1) Harpa,
f. 26. jan. 1965, myndlistarmaður,
BA í sagnfræði, maki dr. Björn
Zoëga, f. 26. apríl 1964, sviðstjóri
lækninga á skurðlækningasviði
LSH. Börn þeirra eru: a) Árni
Bergur, f. 30. sept. 1990; b) Jón
Gunnar, f. 30. jan. 1996; c) Guð-
rún Lilja, f. 27. mars 2001; d) Una
Sigrún, f. 18. maí 2003; e) Sig-
urbjörn, f. 7. júlí 2005. 2) Magn-
ea, f. 22. des. 1969, flautuleikari,
maki dr. Hákon Guðbjartsson, f.
30. mars 1966, framkvæmdastjóri
hjá Íslenskri erfða-
greiningu. Börn
þeirra eru: a) Guð-
bjartur, f. 22. nóv.
1994; b) Sig-
urbergur, f. 12.
ágúst 1999; c) Lilja,
f. 23. sept. 2003; d)
Árni Bergur, f. 27.
júní 2006. 3) Garð-
ar, f. 26. sept. 1975,
þyrluflugmaður hjá
Landhelgisgæslu Ís-
lands, maki Heiða
Katrín Arnbjörns-
dóttir, f. 24. maí
1978, viðskiptafræðingur. Sonur
Garðars með Margréti Garð-
arsdóttur er Garðar Árni, f. 29.
okt. 2000.
Lilja ólst upp á Bíldudal. Hún
lauk prófi frá Núpsskóla og frá
Húsmæðraskólanum í Reykjavík.
Þau Árni Bergur áttu fyrsta
heimili sitt á Bíldudal en fluttust
síðan til Reykjavíkur er hann hóf
háskólanám. Þau bjuggu um átta
ára skeið í Ólafsvík en Árni Berg-
ur vígðist þangað sem sókn-
arprestur. Frá árinu 1980 voru
þau prestshjón í Áskirkju í
Reykjavík og fram til haustsins
2005 er sr. Árni Bergur féll frá.
Lilja vann á símstöðinni heima
á Bíldudal, en síðan almenn skrif-
stofustörf með heimilisstörfum
sínum, m.a. á skrifstofu Ríkisspít-
alanna í Reykjavík, á skrifstofu
Hraðfrystihússins í Ólafsvík, og
loks á skrifstofu Tollvörugeymsl-
unnar, síðar Eimskip og starfaði
þar til æviloka eða í rúman ald-
arfjórðung.
Útför Lilju verður gerð frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hvað á ég að segja
spurulum augum
sem ekki skilja þetta stóra
að sumir veikjast og deyja
og aðrir veikjast og lifa
og allt er þetta í hendi guðs.
Og nú er hún hjá Guði og afa seg-
ir barnið og þau passa hvort annað,
og á um leið svarið sem liggur í aug-
um uppi, veitir hugsvölun, því
þannig er það og það er gott, og
þannig var það, alltaf. Þau voru
alltaf saman. Líf þeirra var sam-
fella, samofið. Lífið hans var lífið
hennar. Hún lifði fyrir hann og okk-
ur.
Á liðnu sumri haustaði í einni
andrá þegar við stóðum að nýju í
sömu sporum og svo örskömmu áð-
ur. Og jólin í nánd, þrungin vitn-
eskju um að þau yrðu hennar
hinstu. Það var markmið hennar á
aðventu að eiga þau með okkur öll-
um á heimili þeirra pabba. Dýr-
mætt að hafa fengið það og að vera í
kirkjunni okkar heima í stofu á að-
fangadagskvöld. Hún hafði und-
irbúið komu jólanna eins og sá sem
býr yfir þeirri fullvissu að birtan
var nærri, til lifandi vonar sem
aldrei slokknar þrátt fyrir erfið-
leika alla. Þannig gaf hún okkur
styrk til þess halda áfram og fyllast
djúpu þakklæti yfir þeirri gjöf.
Þegar ég handleik lítinn engil
með undur fínlega teiknað andlit í
kjól með smágerðum blómum bún-
um til úr litlum efnisbút úr sum-
arkjól bernsku minnar og lítinn
fugl úr gylltum
gjafapappír, er svo einkennilega
stutt síðan ég fylgdist með mömmu
búa þetta jólaskraut til fimum
fingrum í eldhúsinu á Lokastíg, Og
enn, eins og sérhver jól upp frá því
fyllist ég aðdáun yfir fegurð þess-
ara litlu hluta.
Það var ævintýri að horfa á hana
teikna og teikna með henni Þannig
kepptist ég við að líkja eftir og læra
af mömmu og það skorti hvorki
uppörvun eða efni til að vinna úr.
Og þrátt fyrir bág fjárráð framan
af sendi hún mig á sjötta ári á
myndlistarnámskeið í Ásmundar-
sal.
Teikningarnar urðu margar við
eldhúsborð bernsku minnar og
æsku og ekki var fengist um að þær
ættu það til að halda áfram út á eld-
húsborðplötuna sem heyrðist svo
skemmtilega í við hvert strik. Upp-
skriftabókin hennar fylltist líka af
teikningum, þær merktar og dag-
settar, eins og þetta sífellda pár yki
gildi kökuuppskriftanna. Þetta af-
henti hún mér fyrir nokkru, og
uppáhaldsteikninguna sína, sem ég
gerði tveggja ára, tvö strik og höf-
uð, Jesú á krossi. Blá sól á rauðum
himni var römmuð inn og fylgdi
okkur til Ólafsvíkur, átti alltaf sinn
stað á æskuheimili mínu og hún
trúði mér fyrir því að þetta væri al-
veg sérstakt, þessi áreynslulausi
viðsnúningur. Þannig var hún, upp-
örvandi og óspör á hvatningu, því
hún skildi best sjálf þá friðsælu inn-
hverfu nautn sem fólst í því að sitja
niðursokkin yfir pappírnum og sjá
tilfinninguna vaxa fram.
Barnabörnin nutu þess hve stutt
var að skjótast yfir götuna til afa og
ömmu og fá þessa takmarkalausu
athygli og þau kepptust öll um að fá
að gista í afabóli þegar amma var
orðin ein. Þriggja ára dóttir okkar
gerði sér margoft ferð til hennar
með litla ferðatösku og tilkynnti
hátíðlega að nú væri hún mætt og
ætlaði sér að vera. Alltaf tekið
fagnandi. Alltaf best að vera þar og
erfiðast að fara þaðan aftur.
Verkefnum okkar systkina
smáum og stórum tók hún þátt i af
alhug. Vildi að við fengjum notið
okkar í öllu. Þetta lísti sér einna
best í því hvað hún var vel að sér í
ótrúlegustu hlutum, eins og bíla-
málum Garðars hér áður fyrr. Oft
gat maður hlustað á mömmu ræða
flugmálin hans við hann og vini
hans af fádæma þekkingu.
Ófáar flíkurnar bjó hún til á okk-
ur systkinin og saumaði á okkur
systurnar langt fram á fullorðinsár
okkar. Ekki af nauðsyn og spar-
semi eins og áður, heldur af löngun
til þess að skapa eitthvað alveg sér-
stakt og öruvísi en hægt var að
kaupa. Henni fórst allt vel úr hendi,
frágangurinn fullkominn, hefði allt
eins mátt snúa bakhliðinni fram.
Allt alltaf sjálfsagt, hún naut þess
að skapa, en umfram allt að gleðja
okkur um leið. Heimili okkar og
börnin hafa notið þess Síðustu
peysurnar sem hún prjónaði á
yngsta ömmubarnið sitt, eru okkur
dýrmætur vitnisburður um ótrúleg-
an viljastyrk og innri styrk, sem
hún bjó alltaf yfir, viljann til verka
allt að lokum, ástarjátning heil og
hlý.
Eins og það er erfitt að meðtaka,
skilja, að hún sé farin, þá vitnar allt
um það. Fallega hljóðnaða heimilið
þeirra. Bækurnar hans, handavinn-
an hennar. Heklaða teppið, sem
hún vann að úr afgöngum af öllum
litli peysunum kemur í okkar hlut
að klára, eins og lífið sjálft án henn-
ar. Við fetum leiðina í djúpum sökn-
uði, en höldum verkinu áfram.
Komum börnunum okkar til manns,
fetum lífsins leið án hennar, án for-
eldra okkar sem kvatt hafa á svo
skömmum tíma. Allt sem átti eftir
að gera, njóta bíður seinni tíma,
handan tíma og rúms en þakklætið
felum við Guði, fyrir þá náð að
mega sakna, án þess væri lífið mis-
fellulaust og tilgangur lífsins hul-
inn. Þakklæti fyrir að hafa fengið
að vera hjá henni allt til enda, að
hafa átt hana svona sterka, úrræða-
góða, umhyggjusama, elskaða móð-
ur okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Harpa Árnadóttir.
Erfitt er að koma orðum að því
hvernig það er að missa móður sína,
allt allt of fljótt. Og svona stuttu
eftir fráfall pabba þá get ég ekki
neitað því að mér finnst ég vera
svolítið svikinn. Enda var ég strák-
urinn hennar mömmu, mömmu-
strákur. Þegar ég var lítill þótti
mér þessi titill frekar ómerkilegur,
enda bar hann nokkuð oft á góma
og fylgdi hann mér lengi og allt
fram á fullorðinsár. Þegar ég stökk
út í vinnu eða með vinum, kvað oft
við: „Settu á þig trefilinn.“ Sömu-
leiðis þegar frænkurnar mínar
skömmuðust í mömmu og sögðu
hana ofvernda strákinn. Og mikið
var það gott að vera ofverndaður af
mömmu.
Minningar frá Bíldudal endur-
óma í bergmáli milli fjallanna þar
sem mamma kallar á strákinn sinn,
skipar honum fyrir og biður hann
að fara sér ekki að voða. Hún var
víst oft hrædd um litla strákinn
sinn, enda kannski ekki nema von,
því oftar en hitt kom hann heim,
hafði óhlýðnast og gert það sem
hún bað hann að gera ekki og auð-
vitað meitt sig og þá var gott að
leita í faðminn hennar. Alltaf var
faðmurinn opinn og stutt í huggun.
Og þó svo strákur stækkaði, minnk-
uðu áhyggjur mömmu ekki í sama
hlutfalli, þess þá heldur jukust
áhyggjurnar. Enda uppátektasam-
ur.
Ein mesta hræðsla hennar var að
fljúga og þó svo að ég veldi þá braut
þá studdi hún mann með ráðum og
dáð og hvatti mann áfram. Setti
hún sig inn í nánast allt sem maður
tók sér fyrir hendur og sýndi því
mikinn áhuga. Og þó að hún væri
dauðhrædd, fylgdist hún með
manni í gegnum námið, í fyrstu
flugtengdu vinnurnar og var hún
oft farþegi minn vestur í dalinn
sinn. Og alltaf vildi hún vita af strák
sínum, hvar sem hann var. Í flugná-
minu bað hún mig að láta sig vita
þegar ég fór í loftið og þegar ég
lenti aftur og hélt ég þessum hætti
áfram eins vel og ég gat, alveg fram
á þennan dag, hvort sem það var í
Reykjavík, Ísafirði, Grænlandi eða
Kína. Hún vildi alltaf vita af litla
stráknum sínum.
Mamma er sú sem heldur í hönd-
ina á manni þegar maður er lítill, en
í hjartað á manni alla ævi. Og það
er svo sannarlega satt og rétt, hún
mun halda fast um hjarta mitt um
ókomna tíð og ég mun halda áfram
að gera hana stolta af mér, fara
ekki út nema með trefil og passa
mig.
Guð blessi minningu hennar.
Garðar Árnason.
Lilja Garðarsdóttir kom í hópinn
okkar Magneu á löngu liðnum vor-
dögum. Við fundum það fljótt, að
við máttum þakka þann viðauka við
fjölskylduna. Fallegu stúlkunni
hans Árna Bergs fylgdu hljóðlát en
sterk áhrif frá björtu og hlýju hug-
arþeli og manndómlegri gerð, sem
barst ekki á en var heil og ósvikin.
Þetta fengum við áréttað og stað-
fest því betur sem samleiðin með
henni varð lengri og kynnin nánari.
Hún kom úr hlýjum og hollum for-
eldrahúsum, þar sem hún hafði not-
ið samneytis við glaðvær og sam-
lynd systkin sín. Hún naut góðra
gáfna sinna og aðlaðandi framkomu
í skólanámi sínu og henni fór vel úr
hendi hvert það starf, sem henni
var trúað fyrir. Ung voru þau leidd
saman, Árni Bergur og hún. Hann
tókst á hendur kennslu á Bíldudal,
gegndi síðar fleiri störfum þar og
eignaðist ágæta hollvini. Og kynnt-
ist Lilju. Það varð gæfa og ham-
ingja þeirra beggja. Þau urðu sam-
stillt í hjónabandi sínu og samstiga
svo sem best má verða. Hún var
skilningsríkur og uppörvandi lífs-
förunautur, hafði mikið að gefa sem
eiginkona, móðir og amma. Köllun
þeirra hjóna beggja til þjónustu í
kirkju Krists var henni heilög. Um
það bjó hún að trúaráhrifum frá
foreldrum sínum og kirkju sinni á
Bíldudal, en hana rækti hún og unni
frá bernsku. Og vissulega má ég
meta, votta og þakka það, hvernig
hún kom fram við og reyndist okk-
ur Magneu sem tengdadóttir. Hún
skipar með minnisstæðri prýði sæti
sitt meðal annarra tengdabarna,
sem báru okkur birtu og gleði.
Lilja náði ekki háum aldri. Og
síðustu árin hennar voru þrauta-
söm. En hún hafði áður á lífsleið
sinni auðgast vel af jákvæðri lífs-
reynslu og lífsláni. Þar bar hæst
hamingjuríka samfylgd þeirra
Árna Bergs og þá gæfu þeirra, sem
foreldrum er dýrmætust: Þau
höfðu mikið barnalán.
Börn þeirra og tengdabörn voru
þeim óblandin hamingja og blessun
og barnabörnin krýndu þá ham-
ingju með bjartasta yfirbragði og
fyrirheitum.
Það var ævinlega gott að ræða
við Lilju. Hún hafði næman hug og
vel vakandi, var ágætlega skýr í
hugsun og máli, hafði og glögga
dómgreind, var ákveðin og afdrátt-
arlaus, þegar hún lýsti sannfæringu
sinni, og rökvís í málflutningi. Og
hreinlyndi var henni eðlislægt og
óbrigðult. Hún var fámál eða þögul
um það, sem henni mislíkaði í fari
og framkomu annarra. En hispurs-
laus í máli við hvern sem var, ef hún
taldi sig þurfa að tjá sig. Og þá
nægðu henni fá orð í fullri mein-
ingu. Öllum, sem stóðu Lilju nærri,
er og verður það ógleymanlegt, hví-
lík hetja hún reyndist í þeirri bar-
áttu, sem hún varð að heyja síðustu
árin. Hún stóð við hlið manns síns í
tveggja ára sjúkdómsstríði hans.
Og þegar því lauk var þess ekki
langt að bíða, að hún væri sjálf
kvödd til átaka við illvíga mein-
semd, sem réðst af hörku á hana.
En í öllu þessu þunga og sára and-
streymi heyrðist hún aldrei kvarta,
aldrei mæla æðruorð, alltaf sýndi
hún sama hlýja viðmót, sama hljóð-
láta, hógværa þolgæðið, alltaf var
grunnt á brosinu hennar, hið kalda
húm, sem sótti að, náði aldrei að
komast að hjartarótum hennar. Við
áttum enn margar góðar stundir
saman, þegar leiðaskilin miklu voru
greinilega að nálgast. Hún gaf mér
meira þá en ég gat gefið henni.
„Sjón hjartans“, var óskert hjá
henni, augu trúarinnar heil. Því átti
hún frið hið innra með sér. Og í
gegnum alla skuggana, sem boðuðu
komu hinstu nætur á jörð, sá hún
þann dag, sem lýsir af eilífri sól. Við
þá birtu horfði hún yfir farna leið,
sá allar sínar góðu, sterku, ljúfu
minningar í því ljósi og alla ástvin-
ina, sem hún varð að skiljast við í
bili hér. Og í sama ljóma sá hún þá
tilveru, sem nú var að ljúkast upp
fyrir henni, og þá ástararma, sem
biðu hennar handan dyra dauðans.
Fegurð og blessun blasir við í
sporum Lilju hér á jörð. Fegurð og
blessun stafar frá henni inn í líf
þeirra, sem hún unni mest og eiga
henni mest að þakka.
Lofaður sé Guð, sem gefur allt og
blessar allt.
Sigurbjörn Einarsson.
Fimmtudaginn síðastliðinn kom
ég á líknardeildina í Kópavogi til
þess að kveðja elskulega tengda-
móður mína í hinsta sinn. Ég veitti
fuglunum sem spígsporuðu á
grunnum voginum í ætisleit athygli
og því hve undurhratt sjórinn fjar-
aði út. Líf og dauði eru jafn órjúf-
anlegir þættir í ævi sérhvers manns
og flóð og fjara á degi hverjum og
þrátt fyrir að við vissum öll að Lilja
glímdi við nær óvinnandi sjúkdóm
kom það manni eftir sem áður á
óvart hversu fljótt líf hennar fjaraði
út. Hún hélt þó ávallt reisn sinni,
missti aldrei trúna og lífsvonina og
fram á síðasta dag notaði hún
krafta sína í lestur og handavinnu.
Lífslöngunin var sterk og kristall-
aðist í peysunum tveimur sem hún
prjónaði undir það síðasta handa
litla Árna Bergi okkar.
Lilja reyndist mér alla tíð ákaf-
lega góð tengdamóðir. Líklegast
var hún aðallega fegin því að Magn-
ea skyldi hafa fundið sér íslenskan
mann á námsárunum sínum í Bost-
on. Þá var það ekki verra að ég gat
rakið ættir mínar í heimahaga
hennar vestur í Arnarfjörðinn og
það virtist ekki koma að sök að fað-
ir minn hefði á árum áður sem
strákur verið iðinn við að stela róf-
um úr garði foreldra hennar. Já,
hún var mikill Vestfirðingur í sér
og maður fékk oft að heyra það hjá
henni að þar væri allt fallegast og
best. Það var líka auðfundið í þeim
mörgu ferðum sem við fjölskyldan
fórum með þeim Árna Bergi vestur,
að á Bíldudal leið henni best, í
faðmi fjölskyldu sinnar.
Lilja var ákaflega hreinskiptin
og lá ekki á skoðunum sínum ef því
var að skipta. Hún var umhyggju-
söm móðir, ávallt hjálpsöm og úr-
ræðagóð og milli hennar og Magn-
eu var sérlega djúp og kærleiksrík
vinátta. Henni var mjög umhugað
um heilsu barna okkar og var á
stundum ósátt við kæruleysi
tengdasonarins eða úrræðaleysi
lækna. Hún vissi líka oftast sínu viti
og ósjaldan þakkaði maður fyrir
forsjárhyggju hennar.
Síðustu ár voru Lilju erfið, ekki
síst vegna veikinda og fráfalls Árna
Bergs. Við áttum þó margar dýr-
mætar stundir saman og nálægðin
við ömmu í næstu götu var börn-
unum okkar ómetanleg. Mér er það
minnisstætt að á stjörnubjörtu
kvöldi síðla hausts benti hún litla
Lilja okkar til himins og sagði:
„Þarna er stjarnan hans afa.“ Nú
mun hún eflaust leita eftir stjörnum
tveim.
Guð blessi minningu einstakrar
tengdamóður, móður og ömmu.
Hákon Guðbjartsson.
Ég sakna ömmu minnar og vildi
að ég gæti farið aftur með henni til
Bíldudals eins og síðasta sumar
þegar við keyrðum saman vestur til
að fara í jarðarförina hennar lang-
ömmu Unu. Það var svo gott að
vera einn í bílnum með henni og
tala lengi saman. Svo söng hún „Er
sumarið kom yfir sæinn“ þegar við
sáum Bíldudal af heiðinni. Hún
sagði að Arnarfjörður væri falleg-
astur og það finnst okkur mömmu
líka. Það var svo gaman að veiða
með henni á bryggjunni. Einu sinni
fórum við að heimsækja langafa og
langömmu í Glaumbæ og það var
vetur og snjór á bryggjunni. Amma
fór samt að veiða með okkur af því
að mig og Árna bróður langaði það
svo mikið. Hún sagði að sér þætti
vænst um ljótu fiskana af því að það
vildi þá enginn. Eitt sumarið veiddi
ég þorsk og hún sauð hann hjá
langömmu en það var bara ég og
kötturinn sem borðuðum hann. Þá
sagði hún að ég væri sannur Vest-
firðingur. Ég bjó til hálsmen í smíði
handa henni í vetur sem stendur á
„Jón“. Það er gott að hún hefur það
hjá sér.
Guð geymi ömmu mína.
Jón Gunnar Zoëga.
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn …
Þessar ljóðlínur Tómasar Guð-
mundssonar koma sterkt upp í hug-
ann þegar litið er til baka nú þegar
að systir mín Lilja hefur kvatt okk-
ur að sinni.
Það var ávallt sól í hennar hjarta
þegar hún kom vestur á Bíldudal
með fjölskyldu sinni á sumrin og
þegar hún sá niður í fjörðinn sinn
Lilja Garðarsdóttir