Morgunblaðið - 02.02.2007, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Theódóra Arn-dís Berndsen
fæddist á Blönduósi
22. desember 1923.
Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi að
morgni fimmtudags-
ins 25. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Arndís Á. Baldurs
og Jón S. Baldurs,
kaupfélagsstjóri á
Blönduósi. Bróðir
Theódóru er Jóhann
F. Baldurs, fyrrum verkstjóri, bú-
settur í Kópavogi kvæntur Ásu Þ.
Baldurs og eiga þau þrjá syni.
Theódóra giftist, 17. júní 1951,
Knúti V. Berndsen húsasmíða-
meistara og verkstjóra á Blöndu-
ósi. Synir þeirra eru: 1) Jón Örn, f.
1951, maki, Elín H.
Sæmundsdóttir,
börn Tjörvi og Arn-
dís. 2) Gunnbjörn
Valur, f. 1952, maki,
Lísa Berndsen, börn
Knútur og Guðrún.
Áður átti Gunnbjörn
eina dóttur, Að-
alheiði. 3) Stefán
Þröstur, f. 1956,
maki, Ásta Ingv-
arsdóttir, þau eru
skilin, börn Steindór
Hrannar, Theódóra
Arndís og Signý. Áð-
ur átti Stefán eina dóttur Maríu
Ásdísi. Sambýliskona Stefáns er
Sólveig Róarsdóttir. 4) Haukur, f.
1961, maki Chona Millan.
Útför Theódóru verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þegar ég minnist Dódó ömmu þá
hverfur hugur minn á Árbraut 13,
þangað sem amma og afi bjuggu.
Fyrir mér var Árbrautin hinn eigin-
legi Blönduós. Það var alltaf mikið líf
og fjör í þessu stóra húsi og alltaf gott
að koma til þeirra.
Húsið sem þau bjuggu í var voða-
lega stórt í huga lítillar manneskju,
og er minningin þaðan alltaf ljúf, hús-
ið hafði marga kvisti, geymslur, skot
og fullt, fullt af herbergjum. Sérstak-
lega var skemmtilegt að skoða og
gramsa í öllum dótinu sem þar var.
Ég og Dódó frænka mín áttum okkar
herbergi til að leika okkur í og þar
var mikið brallað, alls konar leikir og
ýmis uppátæki sem við fundum upp á
að gera.
Amma átti alltaf til nóg af bakkelsi,
og var það allt geymt í búrinu. Stalst
maður oft og iðulega í kökurnar sem
amma bakaði þegar hún sá ekki til.
Ég man hvað Tjörva bróður mínum
fannst kökurnar hennar ömmu góð-
ar, og það voru ófá skiptin sem komið
var að honum með bók í hönd maul-
andi smákökur.
Amma var aldrei iðjulaus og sat
hún oft og iðulega í gula stólnum í
horninu í stofunni á Árbrautinni og
prjónaði lopapeysur. Ég man hvað ég
sat stolt og horfði á ömmu vinna, og
stoltið varð enn meira þegar ég fékk
mína eigin lopapeysu sem amma
hafði prjónað.
Amma vann í versluninni Fróða,
sem seinna hlaut nafnið Ósbær, versl-
un sem verslaði með nýlenduvörur,
hannyrðir og húsgögn og þetta var
flottasta búðin á landinu. Mér og
Dódó frænku fannst ekkert leiðinlegt
að koma þangað og leika okkur í al-
vöru búðarleik. Við fengum nú stund-
um að hjálpa ömmu að afgreiða og í
laun fengum við litla gjöf frá ömmu
sem var stundum góðgæti eða ein-
hvers konar hannyrðadót.
En þó að við börnin hefðum mikið
frelsi til að athafna okkur var alltaf
alveg skýrt hvar mörkin voru, og
þurfti ekki að orðlengja það frekar.
Niður að Blöndu máttum við t.d. ekki
fara, okkur var strax kennt að bera
virðingu fyrir henni. Það var alveg
skýrt að hún var ekki leikvöllur.
Það hefur oft verið líf og fjör á Ár-
brautinni þó sérstaklega þegar pabbi
og bræður hans voru litlir, en sagan
segir að þeir hafi verið athafnasamir
og fjörugir og til eru margar sögur af
uppátækjum þeirra.
Bóndakona úr sveitinni sagði mér
sögu sem lýsir vel erlinum sem gat
fylgt því að ala upp fjóra kraftmikla
stráka. Þannig var að þessi ágæta
kona þurfti einhverra hluta vegna að
leita læknis á Héraðshælinu. Þegar
hún kemur á biðstofuna er amma að
koma þar út með einn strákinn sinn,
allan plástraðan og vafðan. Þegar svo
þessi kona var skömmu síðar að koma
af biðstofunni mætti hún ömmu á
tröppunum með annan strák sem líka
var alblóðugur og hafði fengið vænt
gat á hausinn. Sagan segir svo að
þegar amma fór frá lækninum í
seinna skiptið hafi hann spurt hvort
hún ætti fleiri stráka heima.
Árið 1991 lenti amma í bílslysi og í
minningunni var hún aldrei söm eftir
það. Fleiri áföllum mætti hún síðar og
virtist hún bara taka hlutunum eins
og þeir komu fyrir, aldrei heyrðist
hún kvarta, aldrei neitt að hjá henni.
Vildi bara vita hvernig fjölskyldan
hefði það og hvað við værum að gera.
Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi, þá
var gott að vita af afa í Hnitbjörgum,
þar sem hann gat fylgst með ömmu.
Hann heimsótti hana daglega, þau
fóru oft í bíltúra, gjarnan út á Skaga-
strönd þar sem þau byrjuðu sinn bú-
skap eða fóru bara heim í Hnitbjörg.
Þegar ég var yngri skoðaði ég oft
skartgripaskrínið hennar ömmu. Þar
sá ég fallegan hring sem mig langaði í
og spurði ömmu hvort ég mætti eiga
hann. Hún sagði að ég ætti að fá hann
að gjöf þegar ég gifti mig og þegar ég
gifti mig var mér færður þessi hring-
ur. Þetta var fyrsti hringurinn sem
afi gaf ömmu og þótt amma hafi ekki
komist í brúðkaupið mitt vegna veik-
inda þá var hún með mér í anda á
þeirri stundu. Mun þessi hringur,
sem ég ber á hægri hendi, alltaf
minna mig á Dódó ömmu.
Elsku amma, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt saman,
Minningu þína mun ég geyma í hjarta
mér.
Hvíl þú í friði, þín sonardóttir
Arndís Berndsen.
Í dag kveð ég tengdamóður mína
Theódóru Arndísi Berndsen.
Hún var óska-tengdamóðir í öllum
skilningi þess orðs.
Alltaf tilbúin til að leiðbeina og
kenna ef svo bar undir.
Syni mínum tók hún eins og eigin
barnabarni þegar ég kom með hann
ársgamlan í fjölskylduna og voru þau
mjög náin frá fyrstu tíð og sóttist
Steindór eftir að fara til ömmu og afa.
Eins gerðu dætur mínar það, Dódó
litla eins og hún var kölluð þá og
Signý. Það var mikið sport að fara til
þeirra og fá að gista eða fara og borða
hjá ömmu.
Elsku Dódó, ég þakka þér fyrir allt
á þessum 32 árum sem við vorum
samferða. Knúti, Jóni, Gunnbirni,
Stefáni, Hauk og þeirra fjölskyldum
votta ég samúð mína.
Ásta Ingvarsdóttir.
Húnabyggð þinn hróður gjalli
heill í skaut þér jafnan falli
búi sæld um bændalönd.
Blanda meðan sjávar leitar
Eygló sendi öldur heitar,
yfir dali fjörð og strönd.
Yrki máttug húnvetnsk hönd
haga fríðrar ættar sveitar.
Sé ég hátt af sefans tindi
sólu roðið Húnastrindi
lyfta fjöllin höfði hátt,
hlúa blítt að frjóvgum dölum,
liðast ár á blómgum bölum,
blikar haf í norðurátt,
spegla vatnadjúpin dátt
dýra mynd af loftsins sölum.
(Páll V.G. Kolka.)
Þetta ljóð kom mér í hug þegar
mér barst andlátsfregn Dódó, eins og
hún var ávallt kölluð, ein af mætustu
konum sem Húnabyggð hefur alið.
Margs er að minnast á kveðjustund
eftir fjörutíu ára samleið, ofar öllu sú
mikla hlýja, kærleikur og umhyggja
til fjölmörgu sem áttu stað á heimili
þeirra Dódó og Knúts um lengri eða
skemmri tíma. Halldór, eiginmaður
minn, bjó á Árbrautinni hjá þeim um
tíma. Þar urðu til traust og góð kynni,
ómetanlegt ungu fólki sem er að
leggja upp í lífsgönguna. Heimili
þeirra var okkur alla tíð opið, þar var
veitt af rausn, bæði veitingar og holl
ráð. Heimilið var einstakt, allir vel-
komnir, oft fleiri við matarborðið en
reiknað var með. Knútur tók oftsinnis
einhvern heim í mat og kaffi, vissi
sem var að Dódó hans átti nóg að
veita, þau hjón, ávallt samhent að
gleðja og styðja. Eitt sinn þegar við
komum norður vaknaði heimilisfólk
við að tjald var í garðinum og von á
gestum. Knútur hafði hitt útlendinga
á ferð sem vantaði tjaldstæði og að
sjálfsögðu bauð hann þeim heim, ann-
að kom ekki til greina, góð kynning
fyrirland og þjóð. Dódó hugsaði vel
um strákana sína, svo komu tengda-
dætur og mikil var gleðin þegar
Tjörvi fyrsta barnabarnið fæddist og
þegar þau urðu fleiri er eftirminni-
legt hve þau áttu mikið rúm í huga og
hjarta ömmu og afa á Árbrautinni.
Þegar kom að brúðkaupi okkar voru
Dódó og Knútur sjálfsögð við hlið
okkar, hann svaramaður Halldórs og
hún bakhjarl eins og ætíð á öllum
stundum.
Það eru forréttindi að hafa átt sam-
leið öll árin. Tíminn líður, aldur knýr
á og heilsan dvín. Þá breyttust hagir,
húsið á Árbrautinni selt og þau hjón
fluttu í Hnitbjörg, íbúðir aldraðra á
Blönduósi, eins og ætíð opinn faðmur
og hlýr hugur, sagðar fréttir úr
Húnabyggð á bökkum Blöndu. Þeim
var umhugað um að allt færi þar á
besta veg. Önnur tenging var við þau
hjón, Stefán sonur þeirra varð sum-
arvikadrengur í sveitinni hjá tengda-
foreldrum mínum og varð sem einn af
strákunum í fjölskyldunni. Þegar
hugsað og horft er yfir farinn veg
hafa Dódó og Knútur alla tíð verið
okkur nálæg í gleði og sorg og öllu
sem við höfum tekið okkur fyrir
hendur, leiðarljós í orði og verki. Við
eigum Dódó mikið að þakka, engin
orð ná yfir það sem við geymum með
okkur sem þekktum hana, áttum
samleið og lærðum af henni. Blessuð
sé minning hennar. Einlægar samúð-
arkveðjur til Knúts, fjölskyldu og
allra ástvina frá okkur Halldóri.
Ó, hve sælt á æfi sinnar vegi
eiga vinarhjarta gott og traust
þar sem hælis og synjað er þér eigi
er annað bregzt og harmur sár og tregi
bugar þig, sem hreggið blóm og haust.
(Hannes Blöndal.)
Guðrún Jónsdóttir.
Theódóra Arndís
Berndsen síðustu hekluðu rósinni sinni í værð-arvoð.
Næsta dag fékk hún friðsælt and-
lát í faðmi barna sinna.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
þau Hörpu, Magneu og Garðar. Þau
hafa þurft að ganga mikla þrauta-
göngu, söknuður þeirra og hryggð
er djúp og sár. En þau eiga ein-
stakan stuðning maka sinna, kær-
leika þeirra og óeigingirni og bless-
uð mannvænlegu börnin þeirra eru
mikil smyrsl á sárin. Drottinn mun
leiða þau gegnum hinn dimma dal
mót ljósi Krists.
Við þökkum elsku Lilju af hjarta
fyrir samfylgdina á lífsleiðinni og
trúum því heilshugar að hún sé nú í
kærleiksríkum faðmi Guðs föður.
„Og hann mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Og dauðinn mun ekki
framar til vera, hvorki harmur né
vein né kvöl er framar til. Hið fyrra
er farið.“ (Opinberun Jóhannesar
21. kafli.)
Rannveig Sigurbjörnsdóttir,
Bernharður Guðmundsson.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast Lilju frænku. Lilja var ein-
stök kona, ég féll undir hennar
verndarvæng þegar ég fluttist til
Reykjavíkur til að klára grunnskól-
ann. Fyrstu mánuði þess vetrar bjó
ég hjá Árna og Lilju. Síðan þá hef
ég alltaf átt minn stað í Sporða-
grunni og alltaf tók Lilja vel á móti
mér, oftast með orðunum: „Ó, ertu
nú loksins komin.“ Ég var alltaf svo
hjartanlega velkomin, leið alla tíð
eins og heima þegar ég var hjá
þeim. Margar stundir höfum við set-
ið við eldhúsborðið í Sporðagrunn
og rætt um heima og geima. Lilja
var þannig að hún gaf sér alltaf tíma
til að hlusta og spjalla, á unglingsár-
unum var gott að geta talað við Lilju
og enn betra varð það eftir því sem
ég eltist. Við töluðum um sorgina,
ástina og allt þar á milli. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Lilju eins og ég gerði, sem
frænku, en fyrst og fremst sem
góðri vinkonu.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Elsku Harpa, Magga og Garðar.
Ég vil biðja Guð að styrkja ykkur og
fjölskyldur ykkar á þessum erfiðu
tímum.
Alda Hlín.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Þessi fallega bæn hljómaði úr
geislaspilaranum mínum þegar mér
var tilkynnt andlát hennar Lilju. Ég
hafði beðið tíðindanna um hríð, en
samt var ég alveg óviðbúin fregn-
inni. Veikindastríð hennar var stutt
og erfitt var að ímynda sér hve al-
varlega veik hún var. Styrkur Lilju
var aðdáunarverður. Það kom vel í
ljós í langvinnum veikindum Árna
Bergs, þar sem hún gekk hvert ein-
asta skref með honum í þrauta-
göngu hans. Missir hennar var mik-
ill þegar hann dó þann 17.
september fyrir rúmu ári. Og við
héldum áfram að dást að henni í
sorgarferlinu. Fjórum mánuðum
eftir andlát Árna Bergs, eða þann
24. janúar árið 2006, á afmælisdegi
hans, bauð hún til veislu eins og
hann hefði viljað hafa hana. Hún
safnaði föngum út um allan bæ og
þetta var veglegasta þorraveisla
sem ég hef komið í. Engan gat órað
fyrir því það kvöld, að við ættum
eftir að kveðja hana réttu ári síðar.
Það er óskiljanlegt. Þau Árni og
Lilja mörkuðu spor í lífi mínu sem
ég er óumræðilega þakklát fyrir.
Tómarúmið er nánast áþreifan-
legt. Ég bið Guð að blessa ykkur,
elsku Harpa, Magga, Gæi og allt
ykkar yndislega fólk í sorg ykkar og
söknuði. Ferðin virðist óralöng, ég
bið Guð að bera ykkur á örmum sín-
um. Guð geymi hana Lilju og ykkur
öll.
Rannveig Eva Karlsdóttir.
Lilja Garðarsdóttir
Fleiri minningargreinar um Lilju
Garðarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Hafþór og Lilja; G.
Sigríður Ágústsdóttir; Birgir Arnar
– Kveðja frá Ássöfnuði.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma,
HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 65,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn
5. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Runólfur Þórðarson,
Sigrún Halla Runólfsdóttir,
Þórunn Inga Runólfsdóttir, Alfreð Ómar Ísaksson,
Ásdís Hildur Runólfsdóttir,
Þórður Runólfsson, Anna Sigrúnardóttir,
Hildur Elsa Rósantsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elsku amma okkar,
GUÐLAUG MARKÚSDÓTTIR,
Klapparstíg 9,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi miðvikudagsins
31. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Sigþórsdóttir,
Bylgja B. Sigþórsdóttir,
Sigurður M. Sigþórsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
RANNVEIG KRISTJANA JÓNSDÓTTIR,
Roðasölum 1,
lést á Landspítala í Fossvogi að morgni þriðju-
dagsins 30. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju
föstudaginn 9. febrúar kl. 13:00.
Bára Sólmundsdóttir, Helgi Ingvarsson,
Anna Sólmundsdóttir, Geir Geirsson,
Einar Sólmundsson, Svanhvít Einarsdóttir,
Jóna Sólmundsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson,
Halldór Jónsson, Kristjana Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.