Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 41
ir því sjálf en mér er sagt að þegar
ég var sex ára hafi ég neitað að leyfa
Helgu að keyra mig í skólann, enda
með eindæmum þrjósk. En hún
Helga var þrjóskari en ég og ekki á
þeim buxunum að láta þetta eftir
mér, enda veðrið mjög slæmt og mín
mamma í vinnunni, inn í bílinn hjá
henni skyldi ég fara og í skólann.
Það þurfti ekki meira fyrir Helgu til
að komast í gegnum þrjóskuna í mér
og eftir þetta varð hún mikil vinkona
mín.
Síðastliðin sjö ár hef ég búið er-
lendis og einn af föstu liðunum þegar
ég kom heim í frí var að heimsækja
Helgu. Hún vissi líka hvað mér þóttu
vestfirsku hveitikökurnar góðar og
átti það oft til að mæta með sendingu
handa mér þegar ég var á Íslandi.
Mikið þykir mér vænt um að ég
skyldi hafa farið til hennar tvisvar í
jólafríinu mínu og geta kvatt hana
þremur dögum fyrir andlátið.
Þó hún hafi verið orðin þetta mikið
veik átti ég ekki von á símtali svona
fljótt til að tilkynna mér að hún væri
búin að fá hvíldina.
Hugur minn er hjá Arnóri, Guð-
rúnu, Þorsteini og Guðbjörgu sem
nú þurfa að takast á við sorgina og
það sem framundan er.
Guð geymi þig, elsku Helga mín,
og takk fyrir allt.
Þín verður sárt saknað.
Kristveig.
Í mörg ár var ég svekkt út í
Helgu. Ég velti því fyrir mér af
hverju hún hefði ekki átt þriðja
barnið á mínum aldri. Guðrún og
Þorsteinn eru jafnaldrar systkina
minna og vinir frá leikskólaaldri. Á
þessum yngri árum voru þau systk-
ini heimalningar á mínu heimili og
við á þeirra. Dag nokkurn ræddi ég
við Helgu um þetta óréttlæti gagn-
vart mér, hvers átti ég að gjalda, ör-
verpið í Dúfnahólum 6. Helga var
ávallt með svörin á hreinu og svar-
aði: „Ásta mín, ég skal vera vinkona
þín.“ Upp frá því mætti ég í „kaffi“
til Helgu vinkonu eftir leikskóla og
síðar grunnskóla. Við sátum í eld-
húsinu og spjölluðum og spiluðum
tímunum saman. Hún var sennilega
besta vinkona mín á þessum árum
því mig vantaði jafnaldra til að leika
við. Enn þann dag í dag hugsa ég til
hennar þegar ég spila blindra spil,
ólsen ólsen eða veiðimann. Vináttan
milli Guðrúnar og Þorsteins og
systkina minna hefur haldist öll
þessi ár og ég hef fengið að njóta
hennar líka. Foreldrar okkar voru
einnig góðir vinir og þó að samgang-
ur hafi minnkað þegar fjölskyldan
Dúfnahólum 2 flutti úr hverfinu eru
tengslin alltaf til staðar. Ég var mjög
ung þegar Helga veiktist, ég vissi
bara að hún þyrfti að vera heima-
vinnandi húsmóðir sem mér fannst
skemmtilegasta og mest heillandi
starf í heimi, ekki hafði mamma mín
tíma til að spila við mig á daginn, hún
var útivinnandi, ekki eins spennandi.
Með árunum fór ég að skilja veikindi
hennar og þann baráttukarakter
sem hún hafði að geyma. Mamma
sagði mér stundum frá Helgu og
hæfileikum hennar sem altmulig-
konu, fyrir og eftir að veikindin
komu til sögunnar. Ég veit að hún
komst þetta langt á þrjóskunni, bar-
áttuviljanum og ekki síst lunderni
sínu, ég man ekki eftir henni öðru-
vísi en brosandi og hlæjandi. Ég veit
að nýliðið ár var mjög erfitt hjá ykk-
ur og ég hugsaði mikið til ykkar á
meðan ég var úti. Ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa fengið að hitta
Helgu aftur fyrir aðeins tveimur vik-
um og kveð vinkonu mína með þess-
um orðum.
Ég veit að þú ert tilbúin
ég veit að búkurinn er flúinn
og fögur sálin lúin.
Þú veist að hliðin eru opin í hálfa gátt
þú veist hvenær þú hefur ei mátt
til að þrauka lengur og ferð sátt.
Hann veit að von er á þér.
Hann veit hvar nýja samastað þinn má setja
„og það er hér hjá Mér
á himnum meðal hetja“.
Ég vona að þið hjálpist að við að
hugsa vel um hvort annað, kæru
Arnór, Guðrún Ósk og Þorsteinn
stóri brósi.
Ykkar
Ásta.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 41
✝ Bjarney Hall-dóra Alexand-
ersdóttir fæddist á
Dynjanda í Leir-
ufirði í Grunnavík-
urhreppi hinn 18.
mars 1921. Hún lést
á elliheimilinu
Grund hinn 21. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjón á Dynj-
anda, þau Alexand-
er Einarsson, f. 5.
ágúst 1891 d. 30.
nóv. 1964 og Jóna
Sigríður Bjarnadóttir, f. 10. apríl
1894, d. 15. mars 1975. Systkini
Bjarneyjar eru Bjarni Þórarinn,
f. 1914, d. 1998, Kristín Sigríður
Daðína, f. 1917, d. 2003, Einar
Jóhann, f. 1924, d. 1998; Jóhanna
Engilráð, f. 1925; Einhildur, f.
1929; Benedikt Kristján, f. 1931;
Guðjóna, f. 1933; og Dóra Páls, f.
1933, d. 1939. Alexander var
maður fróður um orðnotkun um
gamla búskaparhætti og hefðir
og kom fram í nokkrum útvarps-
þáttum þar sem fjallað var um
búskaparhætti liðins tíma. Alex-
ander og Jóna bjuggu lengst af í
Grunnavík en fluttust síðar til
Ísafjarðar.
Bjarney giftist árið 1943 Sig-
valda Hjálmarssyni rithöfundi og
forseta Guðspeki-
félagsins, f. 6. októ-
ber 1921, d. 17.
apríl 1985. For-
eldrar hans voru
Hjálmar Jónsson, f.
1876, d. 1943, og
Ólöf Sigvaldadóttir,
f. 1888, d. 1925, bú-
sett á Skeggstöðum
í Skagafirði.
Dóttir Bjarneyjar
og Sigvalda er Ólöf
Elfa Sigvaldadóttir,
gift Jóni Agli Unn-
dórssyni verkfræð-
ingi. Börn þeirra eru Unndór
Egill, nemi í Listaháskóla Ís-
lands, f. 1978, Sara Bjarney,
læknanemi í Óðinsvéum, f. 1980
og Hjálmar Melstað, nemi í Iðn-
skólanum í Reykjavík, f. 1986.
Fyrir átti Ólöf þau: Þórdísi Nad-
íru Jónsdóttur læknaritara, f.
1971, sambýlismaður Bjarki Unn-
ar Kristjánsson, synir Máni, f.
2005 og Sigvaldi Hjálmar Al-
bertsson, f. 1993 og Sigvalda Jón
Kárason kvikmyndaframleið-
anda, f. 1973, sambýliskona Mar-
grét Ólafsdóttir, börn þeirra eru
Tindur Tor, f. 2003 og Elísa, f.
2006.
Útför Bjarneyjar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Ég kom fyrst inn á heimili Bjarn-
eyjar árið 1974 þegar ég kynntist
einkadóttur hennar. Bjarney kom
mér þá strax fyrir sjónir sem ákaf-
lega smekkleg kona, hvort sem litið
var til klæðaburðar hennar og fram-
komu, matreiðslu eða heimilisins í
heild, sem var hennar vinnustaður
og hún réði ríkjum. Öllu var hagan-
lega fyrirkomið á heimilinu og aldrei
boðið upp á kaffi öðru vísi en fram
væri boðið ríkulegt meðlæti og
gjarnan margar sortir. Hún var
einkar glaðvær og kurteis og milli
hennar og eiginmanns hennar ríkti
bæði virðing og kærleikur. Gesta-
gangur var mikill á heimilinu, enda
var þar m.a. rekinn hugræktarskóli
og þau hjónin samstíga í að annast
vel gesti sína.
Þau hjón voru mjóg ólíkir einstak-
lingar og áhugamálin mismunandi.
Sigvaldi var þekktur fyrir sínar
guðspekilegu esóterísku pælingar
og hugleiðslu en Bjarney var með
öllu veraldlegri áhugamál. Hún
fékkst við hannyrðir, sérstaklega á
sínum yngri árum og hafði m.a. gam-
an af söng og dansi. Einnig hafði hún
gaman af að skrifa stuttar sögur sem
hún las upp fyrir valinn áheyrenda-
hóp. Þrátt fyrir að þau hjón væru
mjög ólík þá gátu þau vel umborið
hvort annað og t.a.m. hélt hún sinni
kristnu trú enda þótt Sigvaldi væri
ekki kristinn. Það var áberandi að
hún bar mikla virðingu fyrir áhuga-
málum Sigvalda og tók þátt í mörgu
sem voru fyrst og fremst hans
áhugamál. Hún fór á fundi í Guð-
spekifélaginu sem hann veitti for-
stöðu til margra ára og hún ferðaðist
með honum þrívegis alla leið til Ind-
lands, en þangað þurfti hann að fara
til að sækja fundi heimssamtaka
guðspekifélaga í Adiar í Madras og
jafnframt sækja fræðslu og þjálfun í
jógafræðum en aðalleiðbeinandi
hans var háandlegur indverskur
maður sem m.a. gegndi stöðu vara-
rektors Háskólans í Madras. Þrátt
fyrir að hún væri mjög flughrædd og
ferðamátinn væri þar af leiðandi að-
allega siglingar og lestar þá fór hún
með manni sínum og veitti honum
félagsskap á löngum ferðalögum.
Bjarney átti við veikindi að stríða
síðustu tvo áratugi ævi sinnar. Eftir
lát eiginmanns hennar bjó hún ein
með Þórdísi dótturdóttur sinni í
rúman áratug. Þegar veikindi henn-
ar ágerðust flutist hún á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar en síð-
ustu fjögur ár var hún vistmaður á
elliheimilinu Grund. Hún þótt þar
afar skapgóð og auðveld í umgengni
og er hennar nú sárt saknað af þeim
sem hana þekktu og áttu við hana
samskipti. Guð blessi minningu
Bjarneyjar Halldóru Alexand-
ersdóttur.
Jón Egill Unndórsson.
Frænka mín og vinkona Bjarney
H. Alexandersdóttir er látin. Hún
fæddist í Neðribænum á Dynjanda í
Jökulfjörðum og var þriðja í röð níu
barna hjónanna Jónu S. Bjarnadótt-
ur og Alexanders Einarssonar. Auk
þeirra systkina voru frændsystkini
hennar átta á sama bænum. Í
Fremribænum var líka barnmargt,
þar voru þau níu. Það var því engin
lognmolla hjá Baddý minni í upp-
vextinum. Allur þessi hópur hefur
haldið saman eins og systkini og
fagnaðarfundir þegar þau hittast.
Hún var glæsileg stúlka með afar
fallegt rautt hár, og mannkostakona.
Hún fór ung að heiman, fór til
Reykjavíkur í vistir og vann lengst
af á saumastofum, var smekkvís og
vandvirk. Þær eru ófáar flíkurnar
sem hún saumaði á okkur frænkur.
Hún kynntist ungum manni, Sig-
valda Hjálmarssyni rithöfundi og
blaðamanni frá Skeggsstöðum. Þau
giftust 17. júlí 1943. Einkadóttir
þeirra er Ólöf Elfa. Þau hófu búskap
í Hveragerði þar sem Sigvaldi var
kennari í eitt ár. Þau áttu lengst af
heimili í Gnoðarvogi 84 í Reykjavík.
Baddý og Sigvaldi voru afar sam-
hent hjón, ferðuðust mikið og bjuggu
um tíma á Indlandi. Það fannst
Baddý ævintýri líkast að búa þar,
allt með öðru sniði en annars staðar.
Það urðu mikil umskipti hjá
Baddý þegar maður hennar féll frá,
langt um aldur fram. En hún naut
Elfu dóttur sinnar og manns hennar
Jóns Unndórssonar, og barnabörnin
voru yndi hennar og ánægja.
Við áttum saman góðar og glaðar
stundir allt frá æskuárum til þessa
dags. Ég þakka henni þær allar og
bið henni Guðs blessunar. Baddý
mín varð fyrir heilsutapi og hvarf frá
okkur smátt og smátt. Hún bjó
áfram í Gnoðarvoginum hjá dóttur
sinni í nokkur ár, en að lokum á
Grund. Þar leið henni eins vel og
unnt var. Hún var alla tíð létt í lund
og hélt því þótt á móti blési. Þakk-
læti var efst í huga hennar til hinstu
stundar til hjúkrunarfólksins sem
annaðist hana. Hún bað Guð að
blessa það allt. Kærar þakkir til
þeirra sem önnuðust hana og léttu
henni lífið.
Ég kveð frænku mína með gamla
versinu, sem Jóhanna Einarsdóttir
frá Horni, langamma okkar beggja
kenndi börnum sínum og barnabörn-
um á Dynjanda og hefur gengið til
niðja hennar:
Jesú mér ljúfur lýsi
leið þú mig Jesú kær
Jesú mér veginn vísi
vertu mér Jesú kær.
Hafðu mig Jesú hýri
handanna á milli þín
Jesú mér stjórni og stýri
stoð Jesú vertu mín.
(Höf. ók.)
Hjartanlegar samúðarkveðjur til
Elfu og fjölskyldu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Steinunn M. Guðmundsdóttir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Mig langar að minnast á elskulegu
ömmu mína með fáeinum orðum. Ég
ólst upp að mestu hjá þér og afa. Ég
var 13 ára þegar elsku afi dó og eftir
það vorum við tvær þangað til Sig-
valdi Hjálmar sonur minn fæddist.
Þú varst mér alltaf kær og góð og
honum Sigvalda mínum sem steig
sín fyrstu spor hjá þér, amma mín.
Þú kenndir mér margt og sagðir mér
margar og skemmtilegar sögur frá
því í gamla daga, sem ég bý enn að í
dag. Við áttum svo ótrúlega margar
og góðar stundir saman við spil og
leiki. En nú eruð þið afi komin sam-
an á ný.
Láttu guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu:
Blessuð hans orð sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma mín, hafðu hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Hinsta kveðja,
Nadira, Bjarki Unnar,
Sigvaldi Hjálmar og Máni.
Bjarney Halldóra
Alexandersdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hjálp við andlát og útför okkar elskulega
GUÐMUNDAR EIÐS GUÐMUNDSSONAR,
Skólatúni 4,
Álftanesi.
Sérstakar þakkir til séra Friðriks Hjartar fyrir þann
stuðning og vináttu sem hann hefur veitt okkur.
Guð blessi ykkur.
Ásta Angela Grímsdóttir, Guðmundur Viggó Sverrisson,
Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir, Andrés Skúli Pétursson,
Fanney Elínrós Guðmundsdóttir, Gunnar Ellertsson,
Pálmi Grímur Guðmundsson, Bjarney Katrín Gunnarsdóttir
og frændsystkini hins látna.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
Hólmagrund 2,
Sauðárkróki.
Innilegar þakkir til þeirra sem studdu hann og
hjálpuðu í veikindum hans. Sérstakar þakkir til
starfsfólks deildar I á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fyrir góða
umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurlaug Rakel Rafnsdóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
JÓHANNS PÁLMASONAR,
Framnesvegi 26b,
Reykjavík.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem veitt hafa okkur
ómetanlegan stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Gísladóttir og fjölskylda.
✝
Hjartkær frænka okkar,
DÝRFINNA TÓMASDÓTTIR,
áður Gautlandi 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
5. febrúar nk. kl. 13:00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð augn-
deildar Landspítalans í síma 543 1159.
F.h. annarra aðstandenda,
Ólafía S. Hansdóttir, Hreiðar Sigurbjarnason,
Lára G. Hansdóttir, Guðmundur V. Sigurbjarnason,
Dýrfinna P. Hansdóttir, Sigurður T. Sigurbjarnason,
Hafsteinn Sigurbjarnason,
Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir,
Sigríður Sigurjónsdóttir og fjölskyldur.