Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  SA 10–15 m/s, fer að rigna um hádegi, fyrst SV til. Mun hægari S- átt og þurrt í öðrum lands- hlutum fram eftir degi. » 8 Heitast Kaldast 7°C 0°C HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur boðað til mótmælatónleika vegna framkvæmda við tengibraut úr Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Sveitin á hljóðver á svæðinu og Orri Páll Dýrason, trommuleikari sveitarinnar, segir ljóst að ef af framkvæmdum verður verði þeir að flytja hljóðverið. „Við getum ekki unnið þarna ef þessi vegur kemur. Það er gert ráð fyrir 50 desibela hljóðmengun allan daginn. Við fluttum þangað út af rónni, og það yrði engin ró ef vegurinn kæmi.“ Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, segir að lögð hafi verið inn kæra vegna fram- kvæmdanna til úrskurðar- og skipulagsnefndar. Tónleikar Sigur Rósar fara fram í Verinu hinn 18. febrúar. | 6, 18 Morgunblaðið/Golli Sigur Rós heldur mótmæla- tónleika EINKUNNIR í samræmdum próf- um í 4. og 7. bekk grunnskóla eru svipaðar í ár og síðastliðin ár en meðaltalseinkunnin er 6,7 hjá báð- um bekkjum. Þegar árangur kynja er skoð- aður kemur í ljós að munur á frammistöðu kynjanna er mjög sambærilegur við síðastliðin ár, stúlkum í vil. Í 4. bekk eru 28% stúlkna með háa einkunn í íslensku en einungis tæp 19% drengja, að því er segir í vefriti menntamálaráðu- neytisins. Meiri munur er á kynj- unum í 7. bekk, eða við 13 ára ald- ur. 28,6% stúlkna raða sér í flokk nemenda með háa einkunn í ís- lensku en 15,8% stráka. Svipaðar einkunnir VINIR hins landskunna vélhjóla- manns Heiðars Jóhannssonar frá Akureyri hafa ákveðið að koma á fót safni með vélhjólum til minn- ingar um hann. Það verður hugs- anlega á safnasvæðinu við Krókeyri á Akureyri. Heiðar, sem lést í umferðarslysi í fyrrasumar, 52 ára að aldri, safnaði vélhjólum og átti hátt í 30 slík þegar hann lést – sum mikla dýrgripi, að sögn bróður hans. „Þetta er gamall draumur Heið- ars. Hann vildi ólmur koma upp svona safni og var farinn að leita að húsnæði áður en hann dó,“ segir bróðir hans, Jón Dan Jóhannsson, í samtali við Morgunblaðið í dag. | 20 Safn í minn- ingu Heiðars á Akureyri UMFANGSMIKLU eftirliti verður komið á fót sem á að tryggja sem kostur er að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til lækkunar á matvælaverði 1. mars skili sér í vasa neytenda. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í gær samkomulag við Al- þýðusamband Íslands, Neytenda- samtökin og Neytendastofu um eft- irfylgni þessara aðila með aðgerðunum á matvörumarkaði. Jafnframt hvetja ráðuneytið og samtökin almenning til að fylgjast mjög vel með verðlagi á vörum og þjónustu og að láta vita ef óeðlilegar verðbreytingar eiga sér stað. ASÍ vinnur að víðtækari verð- mælingum en samtökin hafa nokkru sinni áður ráðist í og taka verðkann- anir ASÍ til yfir 90 matvöruversl- ana. Neytendastofa hefur opnað sérstaka vefgátt á heimasíðu þar sem neytendur geta sent inn nafn- lausar verðlagsábendingar og Neyt- endasamtökin safna upplýsingum og birta á vefsíðu sinni. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, segist ekki hafa tölu yfir þann fjölda erinda og ábendinga sem borist hafi frá almenningi um verðbreytingar eftir að samtökin birtu lista yfir birgja matvöruverslana sem hafa hækkað verð að undanförnu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í gær að verðlagseftirlit alls almennings væri það verðlagseftirlit sem langmestu máli skipti. Saka Samkeppniseftirlitið um að hvetja til njósnastarfsemi Samkeppniseftirlitið hefur hvatt fyrirtæki og einstaklinga sem starfa við framleiðslu, dreifingu eða sölu á matvörum að senda því ábendingar um hugsanleg brot á samkeppnis- lögum og heitir nafnleynd. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Samtök verslunar og þjón- ustu (SVÞ) gagnrýna Samkeppnis- eftirlitið harðlega vegna þessa. „Með því að hvetja jafnvel starfs- fólk fyrirtækja til að stunda njósna- starfsemi innan fyrirtækjanna er verið að innleiða rannsóknaraðferðir svipaðar þeim sem tíðkast í lög- regluríkjum,“ segir í yfirlýsingu FÍS í gær. „Við viljum ekki að slíkar aðferðir séu viðhafðar á Íslandi og því mótmælir FÍS því að Sam- keppniseftirlitið sé að hvetja fólk til að stunda slíkt.“ SVÞ segjast í yfirlýsingu undrast mjög málflutning forstjóra Sam- keppniseftirlitsins varðandi mat- vörumarkaðinn „og telja að með honum sé hann að hvetja starfs- menn í matvöruversluninni til að bregðast trúnaðarskyldu við at- vinnuveitendur sína. Eftirlit hins opinbera sé með því komið út fyrir þau mörk sem hægt sé að sam- þykkja.“ Segir ennfremur að SVÞ og aðild- arfyrirtæki þeirra hafi ætíð verið samvinnufús við eftirlitsstofnanir hins opinbera og fyrirtækin hafi lagt í mikla vinnu og kostnað við að láta þeim í té hver þau gögn sem óskað hafi verið eftir. „Það vill enginn Íslendingur að þjóðfélag okkar þróist yfir í það gleðilausa ógnarsamfélag sem finna má dæmi um í Austur-Evrópu, Afríku og víð- ar þar sem allir óttast að um þá sé njósnað, jafnvel af sínum nánustu, og ávirðingar, ímyndaðar eða raun- verulegar, verði tilkynntar til yfir- valda.“ | Miðopna Hvatt til víðtæks eftirlits á matvörumarkaðinum Í HNOTSKURN » ASÍ gerir verðkannanirbæði fyrir og eftir 1. mars í yfir 90 fyrirtækjum sem ná til 6–800 vörutegunda. » Neytendastofa vill virkjaalmenning til eftirlits og koma ábendingum á framfæri á vefgáttinni, „Verðlags- ábendingar – Láttu vita!“. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EINS og vegfarendur við Ána- naust í Reykjavík hafa tekið eftir hafa grjóthnullungar og möl bor- ist upp á land þar sem að öllu jöfnu er grasbali. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, er um að ræða þann stað í borg- arlandinu sem er hvað viðkvæm- astur fyrir stórstraumsflóði í ákveðinni vindátt. „Svona flóð verða á um það bil fimm ára fresti,“ segir Hrólfur. „Grjótið sem nú er uppi á landi hefur borist með flóðinu nýverið, þegar sjórinn berst inn fyrir flóð- vörnina. Við hjá Reykjavíkurborg höfum unnið að því að brjóta öld- una á þessum stað, sem yrði vænt- anlega gert með því að hækka sker sem eru þar fyrir utan. Þetta er þó spurning um kostnað og hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að ráðast í slíkar framkvæmdir.“Morgunblaðið/Ásdís Grjót á land við Ánanaust Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MARGAR nýlega skipulagðar sumarhúsalóðir fóru undir vatn í flóðunum í Árnessýslu skömmu fyrir jól og ljóst er að ekki verður byggt á þeim öllum. Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsstjóri í uppsveitum Árnessýslu, segir að einhverjar tilfærslur verði á lóðum en ekk- ert liggi fyrir í því efni fyrr en Orkustofnun hafi kortlagt útbreiðslu flóðsins. Eftirsóttar lóðir í uppsveitum Árnessýslu Mikil ásókn hefur verið í byggingalóðir í upp- sveitum Árnessýslu. Hilmar Einarsson, bygg- ingafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir að 774 teikningar hafi verið samþykktar í fyrra og það sé met. Í nóvember sem leið tók gildi skipulag 88 sumarhúsalóða á 100 hektara landi úr landi Kíl- hrauns. Pétur Ingi Haraldsson segir að sumar þeirra hafi farið undir vatn en einhverjar þeirra verði samt sem áður í lagi. Búið hafi ver- ið að selja nokkrar þessara lóða en bygginga- framkvæmdir hafi ekki verið hafnar þegar vatnavextirnir urðu. Stór hluti svæðisins hafi alveg sloppið og nú liggi fyrir tillaga um að breyta skipulaginu. Hugsanlega detti einhverj- ar lóðir út, aðrar færist til og í öðrum tilvikum sé rætt um að gólf bústaða megi ekki fara niður fyrir ákveðna hæð. Ekkert hafi þó verið ákveð- ið í þessu efni. Rétt hjá þessu svæði var búið að skipuleggja nýtt lögbýli og fór landið að hluta til í kaf. Sömu sögu er að segja af landi Árhrauns á Skeiðum, þar sem hugmyndir voru um skipulag 10 til 20 lóða. Þá var nýlega auglýst land fyrir um 10 lóðir í Grímsnesi og fór það einnig undir vatn. Margar nýjar lóðir undir vatn Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.