Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
miðvikudagur 7. 2. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Kristján Örn Sigurðsson bíður eftir nýju tilboði frá Brann >> 2
GULLDROTTNING
FIMMTI GULLIÐ HJÁ ÖNJU PÄRSON Á HEIMSMEISTARA-
MÓTI Á SKÍÐUM ER HÚN VANN RISASVIG >> 2
Morgunblaðið/ÞÖK
Ég skal! Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu er hörð í horn að taka á línunni og hér fer hún framhjá Ágústu Eddu Björnsdóttur. »3
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
KEFLVÍKINGAR eiga von á tilboði
frá norska úrvalsdeildarliðinu
Sandefjord í Jónas Guðna Sævars-
son.
Jónas Guðni
var til reynslu
hjá Sandefjord í
síðustu viku og
lék með liðinu
æfingaleik gegn
Ham-Kam sem
endaði 2:2. Í kjöl-
farið settu for-
ráðamenn
norska liðsins sig
í samband við Keflvíkinga þar sem
þeir óskuðu eftir viðræðum um
kaup á leikmanninum.
,,Mér skilst að tilboð sé á leiðinni
og ef það verður spennandi og Kefl-
víkingar leyfa mér að fara kemur
vel til greina að fara til liðsins. Ég
veit hvað þjálfarinn er að hugsa.
Það er spennandi uppbygging í
gangi hjá félaginu og nýr völlur í
smíðum. Mér gekk mjög vel í æf-
ingaleiknum sem ég spilaði með lið-
inu. Ég lék í 70 mínútur í stöðu
hægri bakvarðar og þegar ég kom
út af sagði þjálfarinn að hann væri
búinn að sjá nóg og væri ánægður,“
sagði Jónas Guðni við Morg-
unblaðið í gær.
Jónas, sem er 24 ára gamall, er
samningsbundinn Keflavíkurliðinu
út tímabilið 2008 en hann hefur ver-
ið lykilmaður í Suðurnesjaliðinu
undanfarin ár. Hann lék alla 18
leiki liðsins í Landsbankadeildinni
síðastliðið sumar og var í fyrsta
skipti valinn í A-landsliðið en hann
sat á bekknum í leik Íslendinga og
Svía í undankeppni EM sem fram
fór á Laugardalsvellinum í október.
Tilboð frá
Sandefjord í
Jónas Guðna
væntanlegt
Jónas Guðni
LÍKLEGT er talið að ítalskir knatt-
spyrnumenn hefji leik á ný á sunnu-
daginn, en eftir ólæti á knatt-
spyrnuvelli á föstudaginn, þar sem
lögregluþjónn lést, tók íþrótta-
málaráðherra landsins þá ákvörðun
að fresta öllum leikjum, meðal ann-
ars æfingaleik landsliðsins sem
fram átti að fara í dag.
Luca Pancalli, formaður ítalska
knattspyrnusambandsins, sagði í
gær að líklega hæfist keppni á nýj-
an leik um helgina, en sambandið
hefur fundað stíft síðustu daga.
Ítalir byrja
á nýjan leik
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Ég ætla að reyna kortleggja Spán-
verjana og sjá hvað þeir eru að gera
og hvernig þeir leggja upp með sinn
leik. Mér sýnist að þetta sé það lið
sem við komum til með að mæta,“
sagði Eyjólfur við Morgunblaðið.
Spánverjar mæta til leiks á Old
Trafford með sína sterkustu sveit og
er Fernando Torres, framherji Atle-
tico Madrid, aftur kominn í hópinn
en líkt og í síðustu leikjum er ekkert
pláss fyrir gulldrenginn Raúl hjá
Real Madrid.
Hópur valinn í mars
Eyjólfur reiknar með að velja
landsliðshópinn fyrir Spánarleikinn
upp úr miðjum mars en fram að því
ætlar að hann skoða leikmenn hér
heima eins og hann hefur gert í æf-
ingaleikjum liðanna og Reykjavíkur-
mótinu og í deildabikarkeppninni
sem fer senn að stað og þá hyggst
hann skoða hluta þeirra leikmanna
sem spila erlendis.
Landsliðið kemur saman á Spáni
laugardaginn 25. mars en þann sama
dag taka Spánverjar á móti Dönum í
undankeppninni í Madríd og þar ætl-
ar Eyjólfur að vera og kortleggja
Spánverjanna enn frekar.
Hefði kosið að fá æfingaleiki
Eyjólfur segir það hefði verið
heppilegra að fá undirbúningsleiki
fyrir leikinn gegn Spánverjum en
ekki tókst að útvega leik fyrir lands-
liðið á alþjóðlegum leikdegi sem er
til að mynda í kvöld.
,,Við hefðum þurft að fá nokkra
leiki. Það er ýmislegt sem maður vill
prófa því það er erfitt að þreifa sig
áfram í alvöruleikjum en því miður
er þetta svona og ekkert við því að
gera,“ sagði Eyjólfur.
Eyjólfur skoðar Spán-
verjana á Old Trafford
EYJÓLFUR Sverrisson, þjálfari karlandsliðsins í knattspyrnu, verður á
meðal áhorfenda á leik Englendinga og Spánverja sem háður verður á Old
Trafford í Manchester í kvöld en Spánverjar eru næstu mótherjar Íslend-
inga í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar mætast á sólareyjunni Mal-
lorca miðvikudaginn 28. mars og þar ætla Íslendingar að freista þess að fá
stig en eftir góðan útisigur á N-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppninni
töpuðu Íslendingar fyrir Dönum, Lettum og Svíum og hafa 3 stig eins og
Spánverjar sem hafa leikið einum leik færra. Liechtensteinbúar sitja hins
vegar á botninum án stiga.
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 24/25
Staksteinar 8 Bréf 25
Veður 8 Minningar 26/29
Viðskipti 12 Brids 30
Úr Verinu 13 Menning 32/35
Erlent 14/15 Leikhús 34
Menning 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dægradvöl 37
Akureyri 17 Bíó 38/41
Suðurnes 18 Staður og stund 38
Landið 18 Víkverji 40
Daglegt líf 19/21 Velvakandi 40
Forystugrein 22 Ljósvakamiðlar 42
* * *
Innlent
Samkomulag um kaup Avion
Aircraft Trading (ATT) á sex nýjum
Airbus A330-200F-fraktvélum var
undirritað í höfuðstöðvum Airbus í
Toulouse í Frakklandi í gær og er
það í fyrsta skipti sem íslenskt
fyrirtæki kaupir nýjar vélar af Air-
bus-verksmiðjunum. Listaverð vél-
anna er samtals 6,7 milljarðar en
forsvarsmenn ATT segja kaupverðið
umtalsvert lægra. Kaupverðið er
trúnaðarmál að sögn Hafþórs
Hafsteinssonar, stjórnarformanns
ATT. »11
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra segir íslensk yfirvöld vera
að reyna að átta sig á eðli og um-
fangi þeirra atburða sem fjöldi
manna hefur greint frá að hafi átt
sér stað á upptökuheimilinu að
Breiðavík, þ.e. kynferðismisnotkun
og ofbeldi gegn skjólstæðingum
heimilisins. Borgarstjóri hefur þá
óskað eftir upplýsingum um börn
sem voru send á vegum borgarinnar
í Breiðavík 1953–1970. »10 og
baksíða
Niðurstöður rannsókna sem
gerðar hafa verið á síðari árum á
tíðni mistaka á sjúkrastofnunum í
nokkrum löndum gefa til kynna að
sé tíðnin svipuð hérlendis verði um
225 manns fyrir langvinnum örkuml-
um vegna mistaka og álíka fjöldi lát-
ist af sömu orsökum á hverju ári á
Landspítalanum. Um 30 þúsund
manns leggjast inn á spítalann ár
hvert, að því er kemur fram í gögn-
um landlæknisembættisins. » For-
síða
Viðskipti
Moody’s hefur lækkað einkunn
Glitnis fyrir fjárhagslegan styrk-
leika úr C+ í C. Matsfyrirtækið seg-
ir horfur bankans nú vera stöðugar,
en í apríl 2006 breytti Moody’s horf-
um um fjárhagslegan styrkleika
Glitnis í neikvæðar. Langtíma-
einkunn bankans er staðfest A1 og
sömuleiðis skammtímaeinkunn sem
er áfram P-1. Í tilkynningu Moody’s
er staðfesting lánshæfismatsins
sögð endurspegla þá skoðun félags-
ins að íslenska ríkið muni hlaupa
undir bagga með bankanum ef hann
lendi í erfiðleikum. »12
Erlent
Forseti Palestínumanna, Mahmo-
ud Abbas, hélt í gær til Sádi-Arabíu
til fundar við æðsta yfirmann Ha-
mas-samtakanna, Khaled Meshaal,
til að leggja grunn að neyðarfundi í
dag þar sem vonir standa til að lausn
finnist á hörðum deilum. » 14
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Jesus Sainz, fyrrver-
andi starfsmann Íslenskrar erfða-
greiningar, í tveggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að hafa
afritað gögn frá ÍE án samþykkis.
Lögmaður mannsins segir málinu
verða áfrýjað til Hæstaréttar.
Í ágúst sl. kærði ÍE manninn sem
hafði afritað um 45 þúsund skrár
fyrirtækisins yfir á harðan disk
ásamt álíka magni af persónulegum
skrám. Ákært var fyrir afritun 28
skráa. Samkvæmt upplýsingum frá
Erlu Svanhvíti Árnadóttur, lög-
manni Jesus, mun hann hafa ætlað
að vinna með gögnin heima fyrir.
Kom fram að ekki hefði verið átt við
gögnin og þau ekki kynnt öðrum né
afhent. Erla Svanhvít segir ekki
liggja fyrir að afritunin hafi verið
heimildarlaus, m.a. þar sem honum
hafi ekki verið kynnt að ekki mætti
afrita gögn til að vinna með þau
heima. „Af einhverjum ástæðum
voru hins vegar tekin upp atriði úr
vitnisburði starfsmanna deCode og
þau notuð til þess að fullyrða að
ákærði hefði haft ásetning um að
miðla upplýsingum til þriðja aðila.
Þetta eru í raun og veru getgátur,“
segir Erla Svanhvít en dómurinn
fjallar hins vegar ekkert um vitn-
isburði sem staðfestu frásögn
ákærða um meðferð á gögnum hjá
fyrirtækinu.
Brot mannsins varðar við 50.
grein höfundalaga, ákvæði sem
verndar gagnagrunna með sértækri
vernd. Vernd gagnagrunna er nú
með tvennum hætti skv. lögunum.
Annars vegar er skipulag gagna-
grunnsins verndað og hins vegar
innihald. Erla segir að dómurinn
byggist á því að meint brot Jesus
varði við fyrrnefnt ákvæði 50. gr.
sem verndar innihald gagnagrunns,
en dómurinn noti hins vegar sem
rökstuðning sjónarmið sem miði að
því að vernda skipulag gagna-
grunnsins með höfundaréttarvernd
sem lögfest er í 6. gr. laganna. Hið
mikilvæga sé þó að 50. gr. miði ekki
að því að vernda fjárfestingu í rann-
sóknum heldur fjárfestingu í gagna-
grunnskerfum og ekki sé um slíka
fjárfestingu að ræða í þessu tilviki.
Dæmdur fyrir afritun gagna
Morgunblaðið/Sverrir
Afritaði gögn Íslensk erfðagreining kærði Jesus Sainz, fyrrverandi starfs-
mann ÍE, fyrir að afrita þúsundir skráa yfir á harðan disk.
Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á höfundarréttarlögum
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
VERÐI nýr Kjalvegur lagður er
hugsanlegt að áherslur í vegamálum
breytist og „við fáum ekki sama
stuðning við uppbyggingu á þjóð-
vegi 1 og annars hefði orðið,“ segir
Páll S. Brynjólfsson, sveitarstjóri í
Borgarbyggð. Norðurvegur ehf. vill
leggja nýjan veg yfir Kjöl í einka-
framkvæmd og yrði hann tekinn í
notkun árið 2010. Páll segir yfirvöld
í Borgarbyggð telja mikilvægara að
fara í endurbætur á þjóðvegi 1 en að
byggja hálendisveg. Máli skipti að
þéttbýlisstaðir séu tengdir við þjóð-
vegakerfið. Nauðsynlegt sé að tvö-
falda þjóðveg 1 eins og fyrirætlanir
séu um, bæði frá Reykjavík til
Borgarness og frá höfuðborginni
austur á Selfoss.
Hann bendir á að verði af bygg-
ingu Kjalvegar muni að líkindum
þurfa að fara í töluverða uppbygg-
ingu á vegum við rætur hálend-
isvegarins. Þá muni Kjalvegur
liggja hátt yfir sjávarmáli, þar geti
orðið erfitt að fara um á vetrum og
töluverðrar þjónustu verði þörf.
Betri en aðrir kostir
Valgarður Hilmarsson, forseti
bæjarstjórnar Blönduóss, segir bæj-
aryfirvöld þar ekki hafa tekið form-
lega afstöðu vegna hugmyndanna.
Sín afstaða sé þó sú að heils-
ársvegur um Kjöl sé betri kostur en
aðrar hugmyndir sem verið hafi
uppi um vegamál á svæðinu. Fyrir
nokkrum árum hafi verið rætt um
að leggja veg yfir Stórasand, sem sé
í 800-900 metra hæð yfir sjávarmáli,
en fallið hafi verið frá því.
„Það er vegur yfir Kjöl sem er
vondur og það er umferð yfir Kjöl
og kemur til með að verða áfram.
Það er vilji hjá fólki til að komast yf-
ir hálendið um sumartímann,“ segir
Valgarður.
Kjalvegur muni hafa áhrif á þá
umferð sem í dag fer í gegnum
Blönduós um hringveginn. Þunga-
flutningar á þjóðveginum muni
minnka en ferðamenn muni áfram
fara um hann. Valgarður kveðst
ekki hafa áhyggjur af því að end-
urnýjun hringvegarins verði látin
mæta afgangi verði Kjalvegur lagð-
ur. „En það verður kannski minni
áhersla lögð á að breikka hann frek-
ar sem væri þörf á miðað við þá um-
ferð sem er á honum í dag.“
Margeir Ingólfsson, sveitarstjóri í
Bláskógabyggð, segir hugmynd-
irnar leggjast vel í fólk. „Þetta er í
okkar huga framtíðartenging yfir
hálendið og ég held að þetta muni
koma sér vel fyrir samfélagið hér
eins og annars staðar á þessari
leið,“ segir Margeir. Uppbyggður
vegur yfir Kjöl muni auka ferða-
mennsku í Bláskógabyggð en hún sé
einn stærsti atvinnuvegurinn í sveit-
arfélaginu. „Við búum nú það vel að
vera með marga af helstu náttúru-
og sögustöðum landsins innan seil-
ingar,“ segir Margeir. Hann bætir
við að vegurinn muni jafnframt auð-
velda aðgengi íbúa Bláskógabyggð-
ar að Norðurlandi.
Sveitarfélagið leggi höfuðáherslu
á að leiðin frá Gullfossi og alla leið
til Reykjavíkur verði hugsuð frá
upphafi. „Það liggur fyrir að það er
ekki hægt að skilja við þá umferð
sem kemur að norðan uppi við Gull-
foss. Hún á eftir að koma sér í bæ-
inn. Vegakerfið í dag ber náttúrlega
engan veginn þessa aukningu og þá
sérstaklega aukningu í þungaflutn-
ingum, þannig að þetta er nokkuð
sem forsvarsmenn þessara fram-
kvæmda þurfa að huga að nú þeg-
ar.“
Óttast minni áherslu
á bætur á þjóðvegi 1
Í HNOTSKURN
» Norðurvegur vill að und-irbúningur að nýjum Kjal-
vegi hefjist sem fyrst.
»Með lagningu vegarinsmyndi leiðin milli Reykja-
víkur og Akureyrar styttast
um 47 kílómetra.
»Skiptar skoðanir eru umágæti þess að leggja mal-
bikaðan veg um hálendi Ís-
lands.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ósammála Skiptar skoðanir eru um það meðal bæjarstjóra hvort rétt sé að
byggja upp Kjalveg sem m.a. liggur framhjá Hveravöllum.
Sveitarstjórinn í
Bláskógabyggð:
Hugmyndin góð
ALMENNIR lögreglumenn á
vakt eru jafnmargir á Akureyri
nú og fyrir 30 árum. Daníel Guð-
jónsson yfirlögregluþjónn segir að
nauðsynlegt sé að fjölga í lög-
regluliði bæjarins frá því sem nú
er.
Daníel segir að sérstaklega
vanti mann til þess að sjá um
fíkniefnahund, en það sé töluverð
vinna, og einn rannsóknarlög-
reglumann til viðbótar til þess að
vinna að fíkniefnamálum. Flest
innbrot í bænum tengjast orðið
fíkniefnanotkun.
Daníel Guðjónsson segir lög-
regluna á Akureyri ekki geta
sinnt öllu sem hún vildi. „En auð-
vitað má alltaf deila um það hvað
er þörf á að gera. Kannski finnst
þeim sem ráða yfir fjármagninu
þetta bara vera í góðu lagi,“ segir
hann. | 17
Of fáir lög-
reglumenn
á Akureyri