Morgunblaðið - 07.02.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 13
ÚR VERINU
Við erum leiðandi í
framleiðslu stjórn- og
gæslubúnaðar fyrir kæli-
og frystikerfi
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn-
arfirði afgreiddi nú á dögunum nýj-
an Cleopatra-bát til Havøysund,
nyrst í Finnmörku í Noregi.
Kaupandi bátsins er Fiskenes
Nord AS. Eigendur Fiskenes Nord
AS eru Jørn-Oddvar Majala og Kjell
Olav Larsen sem jafnframt verður
skipstjóri á bátnum.
Báturinn hefur hlotið nafnið Fisk-
enes. Báturinn mælist 15 brúttó-
tonn. Fiskenes er af gerðinni Cleo-
patra 38.
Aðalvél bátsins er af gerðinni
Volvo Penta D12 715 hestöfl tengd
ZF V-gír. Báturinn er útbúinn full-
komnum siglingatækjum af gerðinni
Furuno frá Brimrúnu í Reykjavík.
Báturinn er einnig útbúinn með
vökvadrifinni hliðarskrúfu sem
tengd er sjálfstýringu bátsins. Bát-
urinn er útbúinn til línu- og neta-
veiða en mun auk þess stunda veiðar
á kóngakrabba hluta úr ári.
Búnaður til línuveiða kemur frá
Beiti í Vogum og búnaður til neta-
veiða frá Rapp-Hydema. Örygg-
isbúnaður bátsins er frá Viking-
björgunarbúnaði.
Rými er fyrir ellefu 660 lítra kör í
lest. Í bátnum er upphituð stakka-
geymsla og sturtuklefi. Borðsalur er
í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og
háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í
lúkar auk eldunaraðstöðu með elda-
vél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji
veiðar nú í lok janúar. Fyrst á netum
fram til vors og skipti svo yfir á línu.
Ný Cleopatra 38
til Finnmerkur
LANDSSAMBAND smábátaeig-
enda hefur unnið að gerð umhverf-
ismerkis sem ætlað er að marka sér-
stöðu smábáta innan
fiskveiðistjórnunarkerfisins og
aflans frá þeim. Þessi vinna var
kynnt á aðalfundi Samtaka strand-
veiðimanna við Norður-Atlantshaf
(ACFNA) Fulltrúar hinna þjóðanna
lýstu ánægju sinni með frumkvæði
LS að þessum málum.
Aðalfundurinn var haldinn í
Barcelona sl. fimmtudag 1. febrúar.
Fundinn sóttu fulltrúar allra þjóð-
anna sem eiga aðild að samtökunum.
Frá Íslandi komu frá LS Arthúr
Bogason og Örn Pálsson, frá Meg-
infjelagi útróðramanna í Færeyjum
kom Auðunn Konráðsson, frá sam-
tökum sjó- og verkamanna á Ný-
fundnalandi, FFAW, komu til fund-
arins Bill Broderick og David
Decker, frá Noregi kom fulltrúi Nor-
ges Kystfiskarlag, Håvard Jacobsen,
og frá KNAPK, samtökum veiði- og
fiskimanna á Grænlandi, sat fundinn
John Biilmann.
Meðal þeirra málefna sem rædd
voru á aðalfundinum voru tilfærsla
veiðiheimilda og sú staða sem upp
kemur í smáum samfélögum þegar
enginn innan þeirra á lengur rétt til
að nýta aðlæg fiskimið öðru vísi en
leigja veiðiheimildir af einkaaðilum.
Tilhneigingar gætir til þessa á Ný-
fundnalandi, Noregi og kunnugleg
er staða mála hér á landi. Fiskveiði-
stjórnunarkerfi Færeyinga byggist
hins vegar á sóknardögum, en vegna
takmarkana á flutningi daga milli út-
gerðarflokka er tilfærsla daga þar
nánast óþekkt.
Sellafield
Aðalfundurinn mótmælti harðlega
ábyrgðarlausri ákvörðun Breta um
„að hefja aftur losun á kjarnorku-
úrgangi í hafið við Sellafield. Sjáv-
arútvegsráðherra þeirra ætti fremur
að snúa sér gegn þessari vá heldur
en að eyða þeim tíma í sjö langreyð-
ar“.
Á aðalfundinum lýsti formaður
samtakanna sl. 3 ár, Auðunn Kon-
ráðsson, því yfir að hann gæfi ekki
kost á sér til endurkjörs. Nýr for-
maður var kosinn Bill Broderick frá
Nýfundnalandi.
Marka sér sérstöðu
með umhverfismerki
Skagaströnd – Mikil og stöðug aukn-
ing hefur verið á lönduðum afla
smábáta á Skagaströnd und-
angengin ár. Þannig var árið 2006
enn eitt metár hvað þetta varðar
því þá lönduðu þeir um 6.000 tonn-
um af fiski í Skagastrandarhöfn.
Löndunum í höfninni hefur líka
fjölgað mjög á síðustu árum eða úr
1.299 árið 2004 upp í 1.720 á síð-
asta ári.
Fiskmarkaðurinn Örvi hefur
selt megnið af fiskinum
Bróðurparturinn af þessum afla
var seldur gegnum fiskmarkað
Örva ehf. á staðnum eða 5.160
tonn. Til samanburðar, sagði Lárus
Ægir Guðmundsson, eigandi Örva,
seldi markaðurinn 4.500 tonn árið
2005 og 3.000 tonn árið 2004 þann-
ig að aukningin hefur verið mikil
og stöðug undanfarin ár. Telur
Lárus að ástæða þessa sé fyrst og
fremst sú mikla aflaaukning sem
orðið hefur úr Húnaflóa og af nær-
liggjandi miðum. Nú má segja að
góð línuveiði sé allt árið um kring
frá Skagaströnd sem áður var
bundin við vetrarmánuðina. Einnig
er eftirtektarvert að hlutfall ýsu í
seldum afla, gegnum fiskmark-
aðinn, hefur á nokkrum árum farið
úr 20% í 53% en ef tekið er mið af
lönduðum afla er þetta hlutfall hins
vegar 45%.
Það eru bátar víðs vegar að af
landinu sem landa þessum mikla
afla á Skagaströnd auk heimabát-
anna. Hefur þróunin verið sú að
aðkomubátarnir koma gjarnan í
apríl maí og stunda sjósókn frá
Skagaströnd fram í nóvember þótt
sumir þeirra rói héðan allt árið.
90% af fiskinum fer suður
Fiskmarkaður Örva ehf. annast
alla löndun og þjónustu í Skaga-
strandarhöfn og sér einnig um af-
greiðslu stærri báta, togara og
flutningaskipa. Þá er markaðurinn
líka með slægingarþjónustu en að
sögn Lárusar Ægis er um helm-
ingur aflans sem kemur á land
slægður á staðnum. Það er þó á
valdi kaupanda hvort það er gert
eða ekki. Um 90% af aflanum sem
seldur er gegnum markaðinn fer
til kaupenda í Reykjavík og á Suð-
urnesjum.
Fiskmarkaðurinn tók á síðasta
ári í gagnið nýtt og gott húsnæði
við höfnina fyrir starfsemi sína.
Batnaði aðstaðan til meðhöndlunar
og geymslu á fiski til mikilla muna
með tilkomu nýja húsnæðisins og
má segja að aðstaðan sé nú komin í
mjög gott horf.
Mikil aflaaukning smá-
báta frá Skagaströnd
Fiskveiðar Fiskmarkaðurinn Örvi hefur selt megnið af þeim fiski, sem
komið hefur á land á Skagaströnd.
MIKILL meirihluti brottfluttra Ís-
firðinga telur að aðrir þættir en
kvótakerfið hafi átt mestan þátt í
brottflutningi þeirra. Þeir nefna
skort á atvinnutækifærum, skort á
möguleikum í framhaldsmenntun,
betri möguleika á tekjuöflun og um-
hverfi og veðurfar.
Þetta eru niðurstöður BA-ritgerð-
ar Annasar Sigmundssonar í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands. Rit-
gerðin ber heitið Rannsókn á
byggðaþróun á Ísafirði, þáttur
kvótakerfisins í byggðaröskun. Rit-
gerðin byggist á spurningalista, sem
sendur var 1.000 brottfluttum Ísfirð-
ingum á árunum 1990 til 2004. 80,8%
aðspurðra nefndu aðrar ástæður fyr-
ir brottflutningi, 41,4% nefndu skort
á atvinnutækifærum og 26% skort á
möguleikum í framhaldsnámi.
Niðurstaða Annasar er að ekki sé
hægt að kenna kvótakerfinu um
vanda smærri byggðarlaga á síðustu
árum. Hann bendir á að samstjórn
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Samtaka frjálslyndra sem
stofnuð var árið 1971 hafi ætlað að
stuðla að jafnvægi í byggðum lands-
ins með eflingu atvinnufyrirtækja í
dreifbýli. Þetta var gert með því að
flest smærri byggðarlögin fengu
skuttogara, þeim fjölgaði um 86 á ár-
unum 1971 til 1979, og uppbygging á
opinberri þjónustu var mikil. Annas
segir að flest þessara byggðarlaga
hafi ekki haft burði til að reka svo
stórar útgerðir, þrátt fyrir að út-
gerðarfélögin hafi fengið kvótann
gjaldfrjálsan árið 1984. Vegna sam-
einingar smærri sveitarfélaga við
hin stærri, hafi þau síðarnefndu
þurft að taka á sig miklar uppsafn-
aðar skuldir hinna smærri, sem þau
hafi safnað upp vegna slæmrar
byggðastefnu frá árinu 1971.
Í ritgerðinni kemur Annas með til-
lögur til að sporna við fólksflótta frá
Ísafirði og byggjast þær á uppbygg-
ingu tækniklasa og tækniháskóla á
svæðinu.
Kvótinn ekki orsökin
Morgunblaðið/Sverrir
Fundir Annas Sigmundsson, lengst til hægri, kynnir niðurstöður sínar. Við
borðið sitja þingmennirnir Sigurjón Þórðarson, Anna Kristín Gunnars-
dóttir og sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson. Fundarstjóri var
Örn Arnarson stjórnmálafræðingur.
Í HNOTSKURN
»80,8% aðspurðra nefnduaðrar ástæður en kvóta-
kerfið fyrir brottflutningi.
»Skuttogurum fjölgaði um86 á árunum 1971 til 1979
og togarar komu í flest
smærri byggðarlögin.