Morgunblaðið - 07.02.2007, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FARSÆLL ferill
rithöfundarins
Clive Cussler var
næstum því eyði-
lagður vegna
kvikmyndaaðlög-
unar á bók hans
Sahara. Cussler
hefur stefnt
framleiðslufyr-
irtækinu Crusa-
der Entertain-
ment fyrir að eyðileggja
kvikmyndina með því að breyta sög-
unni, segir á fréttasíðu BBC.
Lögfræðingur hans, Bert Fields,
segir að vegna þessa fái Cussler ekki
kvikmyndasamninga lengur.
Crusader Entertainment hefur
stefnt rithöfundinum á móti og segir
hann hafa greint þeim rangt frá því
hversu mörg eintök af Sahara hann
hefði selt.
Vonast var til að Sahara yrði byrj-
unin á kvikmyndaröð um persónuna
Dirk Pitt, sem Matthew McConaug-
hey lék, en Pitt kemur fram í 19 af 32
skáldsögum Cussler. En á myndinni,
sem Penelope Cruz lék einnig í, varð
um 70 milljóna dollara tap.
Fields sagði Crusader Entertain-
ment hafa fjarlægt ákveðna atburða-
rás úr sögunni og horft framhjá til-
lögum rithöfundarins um úrbætur.
„Þeir slitu hjartað úr sögunni og
því varð myndin ekki sama grípandi
sagan og Clive Cussler skrifaði,“
sagði Field réttinum.
Í opnunarræðu lögfræðings
Crusader Entertainment sagði hann
að réttur Cussler til að samþykkja
handritið hefði breyst þegar leik-
stjóri var ráðinn.
„Hann hafði ekki lokaorðið um
myndina og þær kvartanir sem
Cussler lagði fram um handritið
komu fram eftir að leikstjórinn var
ráðinn,“ sagði lögfræðingurinn.
Draum-
urinn úti?
Rithöfundarferill
Clive Cussler í hættu
Matthew
McConaughey.
YFIRGRIPSMESTA sýning á verk-
um listmálarans William Hogarth í
yfir þrjátíu ár verður opnuð í dag í
Tate Britain galleríinu á Millbank í
London.
Sýning á verk-
um Hogarth er
talin einn mesti
stórviðburður í
myndlistarheim-
inum á þessu ári,
með yfir tvö-
hundruð verk,
segir á vefsíðu
Guardian.
Sýning af þess-
ari stærðargráðu á verkum Hog-
arth, eins af þekktustu 18. aldar
listamönnum Bretlands, hefur ekki
verið sett upp síðan á Tate safninu
árið 1971. Sýningin er stærri gerðin
af sýningu sem var sett upp á verk-
um Hogarth í Louvre safninu í
Frakklandi á seinasta ári.
Á sýningunni í London verður m.a
sería með fjórum málverkum, frá Sir
John Soane safninu í London, sem
var talin of brothætt í fyrra til að
ferðast yfir Ermasundið. Í mynda-
röðinni er gert grín að því fjármagni
sem stuðningsmenn tveggja stjórn-
málafla eyddu til að vinna kosningar.
Á einni myndinni er brotinn far-
þegavagn sem táknaði brotið Bret-
land, en landið hafði verið svikið af
mörgum kynslóðum stjórn-
málaleiðtoga, að mati Hogarth.
Hogarth, sem lést 1764, er oft tal-
inn einn af frumkvöðlum vestrænnar
myndasögulistar. Mörg verka hans
drógu dár að stjórnmálum og sið-
venjum samtíma hans og drógu upp
mynd af skuggahliðum tilverunnar.
Sýningin í Tate Britain stendur til
29. apríl 2007.
Hogarth
í London
Brot af verki
eftir Hogarth.
ROKKSVEITIN Mínus mun
hita upp fyrir bandarísku rokk-
arana í Incubus á tónleikum í
Laugardalshöll hinn 3. mars
nk. Um er að ræða fyrstu tón-
leika Mínuss á Íslandi frá því
sveitin kom fram á Iceland Air-
waives-hátíðinni sl. haust.
Á tónleikunum í Laugardals-
höll mun hljómsveitin kynna
efni af væntanlegri breiðskífu
sem tekin var upp í Los Angel-
es fyrir skömmu en um er að ræða fjórðu breið-
skífu sveitarinnar og þá fyrstu í þrjú ár.
Uppselt er í stúku á tónleika Incubus en enn
eru til miðar í stæði.
Rokktónleikar
Mínus hitar upp
fyrir Incubus
Krummi
í Mínus
SÝNING á málverkum Hrafn-
hildar Ingu Sigurðardóttur
verður opnuð á morgun,
fimmtudag, klukkan 17 í Hafn-
arborg í Hafnarfirði. Á sýning-
unni verða tæplega 40 olíu-
málverk sem eru máluð á
þessu ári og því síðasta. Mál-
verk Hrafnhildar Ingu eru
gjarnan úr íslenskri náttúru og
eru fossar, lækir og lænur, álar
og vötn og aurar einkennandi
fyrir sýninguna sem ber heitið Landbrot.
Landbrot stendur til 4. mars og er opin alla
daga nema þriðjudaga, frá klukkan 11 til 17 og
fimmtudaga til klukkan 21. Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Landbrot
Hrafnhildar Ingu
Hrafnhildur Inga
Sigurðardóttir
TÓNSKÁLDIÐ Hallvarður
Ásgeirsson heldur útgáfu-
tónleika vegna nýútgefinnar
plötu sinnar, Lífsblómsins, í
Norræna húsinu á morgun,
fimmtudag. Lífsblómið er
frumraun Hallvarðs og hefur
að geyma átta verk sem hann
samdi er hann var við tónsmíð-
anám við Listaháskóla Íslands.
Platan er gefin út hjá útgáfu-
fyrirtækinu Paradigms Recor-
dings í London.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og eru flytj-
endur að stærstum hluta þeir hinir sömu og á
Lífsblóminu.
Útgáfutónleikar
Hallvarður leikur
verk af Lífsblóminu
Hallvarður
Ásgeirsson
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ er yfirstaðið
og áður hefur verið greint frá því
hvaða bækur seldust best að þessu
sinni.
Það sem kannski færri vita er að
um mánaðamótin janúar–febrúar
er bóksala síðasta árs endanlega
gerð upp og flest eintök af þeim
bókum sem eftir liggja í bókabúð-
um send aftur til útgefenda.
Eins og gefur að skilja er það
kapp útgefenda að sem minnstu sé
skilað í byrjun nýs árs, enda stórir
staflar af innbundnum bókum sem
fljótlega koma út í kilju ekki verð-
mætir.
Kristján B. Jónasson, formaður
félags bókaútgefenda, sagði skila-
tölurnar sjaldnast ef nokkurn tíma
breyta stöðu tíu mest seldu bóka
landsins.
„Prósentuhlutfall bóka sem ekki
seljast verður sífellt minna eftir
því sem bók selst betur,“ segir
Kristján og útskýrir:
„Ef Konungsbók Arnaldar Indr-
iðasonar selst í 20 þúsund eintök-
um og 1.500 eintökum af henni er
skilað er það lítil prósenta af
heildareintakafjölda.“
Kristján segir megnið af óseld-
um eintökum enda hjá útgefendum
að lokinni vertíð og að það geti
vissulega verið áfall að fá mikinn
fjölda bóka aftur í hausinn.
Morgunblaðið hafði samband við
tvær stærstu bókaútgáfurnar,
Eddu útgáfu og JPV útgáfu, til að
grennslast fyrir um hvernig þessi
mál horfðu við þeim.
Endurprentun
dýrustu mistökin
Egill Örn Jóhannsson er fram-
kvæmdastjóri JPV-forlags.
Hann segir skilin hafa verið
minni til forlagsins í ár en á sama
tíma í fyrra en engu að síður sé of
miklu skilað.
„Að hluta til er þetta okkur
sjálfum, útgefendum, að kenna.
Við dreifum bókunum í, má segja,
ótæpilegu magni til ótal sölustaða,
því þeim fer fjölgandi þó að bóka-
búðum fari fækkandi,“ segir Egill
og nefnir þátttöku stórmarkaða í
bóksölu fyrir jól sem ástæðu fjölg-
unar sölustaða.
„Fjölgun sölustaða auðveldar
aðgengi að bókinni en ég er ekki
sannfærður um að það þýði endi-
lega aukna sölu. Allavega er ekk-
ert í tölunum sem sýnir það.“
Egill segir jólavertíð JPV-
forlagsins þó hafa verið vel heppn-
aða að þessu sinni og lausa við
vonbrigði. Enda læri menn á
reynslunni með árunum eða hvað?
„Já, það má segja að þetta sé
mesta áhættan í starfi bókaútgef-
andans, að veðja á rétt upplög,
bæði í fyrstu prentun og endur-
prentun,“ segir hann.
„Dýrustu mistök bókaútgefand-
ans eru að endurprenta bók sem
nóg er til af í búðum.“
Mikil vinna
Hjá Eddu útgáfu var minna um
skil í ár en búist var við, að sögn
Heiðars Inga Svanssonar, sölu-
stjóra fyrirtækisins.
„Við áætluðum talsvert minni
skil en í fyrra og það reyndist
nokkuð nærri lagi,“ segir hann.
„Þetta er þekking og reynsla
sem maður viðar að sér með ár-
unum. Einnig vinnum við með tals-
verðri fyrirhyggjusemi fyrir hver
jól til að reyna að koma í veg fyrir
mikil skil. Við reynum að stýra
sölunni frá okkur í samvinnu við
verslanirnar.“
Heiðar segir hluta af þeirri stýr-
ingu vera eftirlit með því að bæk-
ur bíði ekki í stöflum í einni búð-
inni en séu svo uppseldar í
annarri.
„Þetta er mikil vinna en á móti
byggist afkoma okkur að miklu
leyti á því hvernig tekst til við inn-
kaup og sölu,“ segir Heiðar.
„Kostnaðurinn við hvert prósent
bóka í endursendingu hleypur á
milljónum. Bág sala bitnar því allt-
af á útgefandanum.“
En hvað er til ráða þegar bækur
skila sér í miklu magni aftur til út-
gefenda?
„Þá verður að lækka verðið,“
segir Heiðar og nefnir árlegan
bókamarkað í Perlunni sem hefst í
mars.
Bóksala er gerð upp í byrjun nýs árs og afgangsbókum skilað aftur til útgefenda
Bág sala bitnar á útgefandanum
EITT vandasamasta verk útgefanda fyrir hver jól er að áætla í hversu
stóru upplagi prenta eigi hverja bók fyrir sig. Þeim eintökum sem ekki
seljast er flestum skilað aftur til útgefenda á nýju ári og erfitt getur verið
að losna við innbundnar bækur sem komnar eru út í kilju.
Vandaverk útgefenda
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
FRANSKA útvarpsstöðin Radio France Int-
ernationale, RFI, hóf útsendingar hér á landi í
fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan
sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni
FM 89,0.
Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Andra-
syni, fjölmiðlafulltrúa franska sendiráðsins, er
um að ræða tilraunaútsendingu í eitt ár, en vel
er hugsanlegt að útsendingum verði haldið
áfram að þeim tíma liðnum. Fyrst um sinn
munu útsendingar aðeins nást á höfuðborg-
arsvæðinu.
RFI fer í loftið hér á landi samhliða hinni um-
fangsmiklu frönsku menningarhátíð, Pourquoi-
Pas? – franskt vor á Íslandi, sem íslensk og
frönsk stjórnvöld standa að og hefst 22. febrúar.
Radio France Internationale var stofnuð árið
1975. RFI er opinber útvarpsrás sem rekin er
af utanríkisráðuneyti Frakklands og er útvarp-
að á um það bil 20 mismunandi tungumálum,
þar á meðal ensku, pólsku, portúgölsku, rúm-
ensku, rússnesku, kínversku og spænsku. Hér á
landi verður henni hins vegar útvarpað á
frönsku. Fjöldi áheyrenda stöðvarinnar er um
44 milljónum á heimsvísu, en þar af eru 25
milljónir í Afríku. Rásin er með 150 senda víða
um heim og er í samstarfi við 340 mismunandi
útvarpsrásir, sem útvarpa dagskrá RFI í heild
sinni eða að hluta. Rásin flytur fréttir á hálftíma
fresti með áherslu á alþjóðamál, en á stöðinni er
einnig töluvert af fræðsluþáttum af ýmsu tagi,
auk þess sem eitthvað er leikið af tónlist.
Frakkaútvarpið komið til Íslands
Reuters
Sarkozy Þeir sem skilja frönsku geta fylgst með
forsetakosningum í Frakklandi á FM 89,0.
www.pourquoipas.is
www.rfi.fr
♦♦♦
Morgunblaðið/Þorkell
Í HNOTSKURN
»Í byrjun árs er bóksala síð-asta árs gerð upp með til-
liti til skila á bókum.
»Afgangsbirgðum af bókumí verslunum er skilað aftur
til útgefanda.
»Kostnaður við hvert pró-sent bóka í endursendingu
getur hlaupið á milljónum.
»Útgefendur bregða gjarn-an á það ráð að selja af-
gangsbækur með afslætti.