Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
Eftir Gunnar Hallsson
Bolungarvík | Bolvíkingar minntust
þess á dögunum að 30 ár eru liðin frá
því að sundlaug Bolungarvíkur var
formlega vígð og tekin í notkun. Bol-
víkingar fjölmenntu í sundlaugina
sína á afmælisdeginum til að taka þátt
í afmælisdagskrá af þessu tilefni.
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi
bæjarstjóri Bolungarvíkur, rakti að-
dragandann að byggingu sundlaugar-
innar og rifjaði upp byggingarsöguna.
Nemendur Tónskóla Bolungarvíkur
léku nokkur lög fyrir viðstadda og
Grímur Atlason bæjarstjóri og Einar
Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri,
kepptu um titilinn besti bæjarstjóra-
sundkappinn. Einar sigraði enda með
það forskot á Grím að hafa notið
sundþjálfunar í sundlaug Bolungar-
víkur á sínum mótunarárum.
Þá var sérstaklega þakkað þeim
einstaklingum, fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum sem á undanförnum
árum hafa stutt við starfsemi íþrótta-
miðstöðvarinnar með myndarlegum
peninga- og tækjagjöfum.
Í tilefni af þessum tímamótum
færðu fiskvinnslan Bakkavík í Bol-
ungarvík og Sjálfsbjörg í Bolungarvík
sundlauginni góðar peningagjafir til
kaupa á þjálfunartækjum.
Strax mikið notuð
Ákvörðun um byggingu íþrótta-
mannvirkis í Bolungarvík var upphaf-
lega tekin í hreppsnefnd Hólshrepps í
byrjun árs 1969. Sundlaug Bolungar-
víkur var fullbúin og vígð 30. janúar
1977. Annar áfangi íþróttamannvirk-
isins var íþróttahús sem tekið var í
notkun 1984.
Strax frá upphafi var sundlaugin
mikið sótt og sundiðkun almennings
mikil. Ungir sem aldnir hófu sund-
nám af miklu kappi og dæmi voru um
fólk á áttræðisaldri að læra sín fyrstu
sundtök, fólk sem gerði sundiðkun
upp frá því að lífsstíl. Sundæfingar
barna og unglinga voru mjög vinsæl-
ar og fljótlega hófst sundþjálfun á
vegum Ungmennafélags Bolungar-
víkur. Upp úr því fóru sundkappar á
vegum sunddeildarinnar að láta æ
meira að sér kveða á sundmótum
bæði í héraði sem annars staðar.
Aðeins tíu árum eftir að sundlaugin
var tekin í notkun í Bolungarvík sigr-
uðu bolvískir sundkappar á aldurs-
flokkameistaramóti Íslands sem hald-
ið var í Vestmannaeyjum 1987.
Aðsókn að sundlaug Bolungarvíkur
hefur allaf verið vel viðunandi þó að
sannarlega sjáist breytingar í takt við
breytt samfélagsmunstur og tísku-
bylgjur.
Sundið lífsstíll í 30 ár
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Þakkir Sundlaugin þakkaði stuðning, f.v. Matthildur Guðmundsdóttir for-
maður kvennadeildar slysavarnafélagsins, Anna Torfadóttir formaður
Sjálfsbjargar, Flosi Jakobsson, Jakob Flosason, Sólveig Sigurðardóttir for-
maður Kvenfélagsins Brautarinnar og Ásgeir Sólbergsson sparisjóðsstjóri.
Í HNOTSKURN
»Það kostaði mikla baráttuað byggja sundlaug í Bol-
ungarvík.
»Bolvíkingar hófu sund-kennslu og sundiðkun af
miklu kappi þegar sundlaugin
var tekin í notkun.
»Þegar ákvörðun var tekinum byggingu íþrótta-
mannvirkis í Bolungarvík árið
1969 voru íbúarnir níu hundr-
uð, líkt og í dag, en flestir
urðu þeir árið 1982, tæplega
þrettán hundruð.
Árborg | Leikskólagjöld hækkuðu
verulega í Sveitarfélaginu Árborg
1. febrúar, samkvæmt upplýsingum
leikskólafulltrúa tólf sveitarfélaga.
Leikskólagjöld í Árborg voru yfir
meðaltali sveitarfélaga samkvæmt
töflu um gjöldin í janúar sem birtist
sl. laugardag. Samkvæmt meðfylgj-
andi töflu, sem er fyrir febrúar, er
Árborg komin í hóp þeirra sveitar-
félaga sem innheimta allra hæstu
gjöldin, sérstaklega þegar tvö eða
fleiri systkini eru á leikskóla. Minni
breytingar urðu hjá Ísafjarðarbæ.
Gjöldin hækka í Árborg
(#
9 -
!
8: ##
9 -
!
8: )##
9 -
!
8: *
+$# & ' !
'7 $;7
'' &)7
'' &';
'' ;77
'& ("7
'$ )'7
'% $'*
'* ;"7
'" ;7&
'" "(7
&) 7%7
&& *&;
9!<:
2 :
!<
436
9!<: ! =
/ ! =
:3
-!: !
> 8 =
! !<:
: =
)
'
&
$
;
%
(
*
"
)7
))
)'
'% *'7
&* (*$
&* "$7
&" '*7
&" ;'*
&" %"'
$% %%*
$( )$7
$" **7
;) %77
;& $77
;" &)'
9!<:
436
9!<: ! =
/ ! =
!<
2 :
:3
8 =
! !<:
-!: !
> : =
)
'
&
$
;
%
(
*
"
)7
))
)'
&& )"7
$; $;7
$* %*$
$" "%7
;) %)&
;' )*%
;% (**
;( ")7
%7 7"$
%; *";
%* (77
() %"'
9!<:
9!<: ! =
436
/ ! =
!<
2 :
:3
8 =
: =
-!: !
! !<:
> )
'
&
$
;
%
(
*
"
)7
))
)'
*
! =
#! : Húsavík | Jón Helgi Björnsson hef-
ur verið skipaður framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra skipaði í
stöðuna til fimm ára, frá 1. mars nk.
Níu einstaklingar sóttu um starf
framkvæmdastjóra. Sex þóttu upp-
fylla hæfnisskilyrði um menntun,
segir í fréttatilkynningu.
Jón Helgi er fertugur, líffræðing-
ur og rekstrarhagfræðingur, og býr
á Laxamýri þar sem hann ólst upp.
Hann var framkvæmdastjóri Hér-
aðsnefndar Þingeyinga til síðustu
áramóta en vann
áður hjá Norð-
lenska.
„Ég hlakka til
að vinna með
góðu fólki,“ segir
Jón Helgi um
nýja starfið.
Hann segir að
verkefnin séu
ekki ólík þeim
sem hann fékkst
við hjá héraðsnefndinni sem annað-
ist félagsþjónustu og málefni fatl-
aðra í Þingeyjarsýslum.
Skipaður framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunar
Jón Helgi
Björnsson
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Mér finnst þetta mjög
skemmtilegt verkefni og gaman að við skulum
fá að taka þátt í því. Mér finnst mikilvægt að
Rúnar hafi góðan aðgang að bókum,“ sagði
Guðný Kristjánsdóttir, móðir leikskólanemand-
ans Rúnars Júlíussonar á Heiðarseli, en þau
ýttu úr vör verkefninu Koffort í leikskólum
Reykjanesbæjar. Guðný er jafnframt fulltrúi í
menningarráði bæjarins og eini fulltrúinn með
barn í leikskóla.
Koffortin eru farandbókasöfn í trékistlum og
eru á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar í sam-
vinnu við leikskóla bæjarins. Koffortin eru full
af bókum sem sniðnar eru fyrir leikskólaald-
urinn og virka því eins og útibú frá bókasafninu.
Eitt koffort fer í hvern leikskóla, sem síðan
mun flakka á milli deilda svo allir njóti góðs af
verkefninu.
Koffortin eru að norrænni fyrirmynd og hef-
ur Borgarbókasafn Reykjavíkur verið með
samskonar verkefni í gangi um nokkurt skeið
við mikinn fögnuð foreldra, að sögn Þorbjargar
Karlsdóttur verkefnisstjóra.
Lesi fyrir börnin sín
Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður
Bókasafns Reykjanesbæjar, sagði markmiðið
með verkefninu að auka aðgengi foreldra og
barna að bókum og hvetja foreldra til að lesa
fyrir börn sín. „Með verkefninu viljum við líka
minna á bókasafnið og hversu mikilvægt það er
að lesa fyrir börn frá unga aldri. Það getur
skipt sköpum fyrir barnið um alla framtíð, bæði
hvað varðar leik, nám og starf síðar meir,“ sagði
Hulda Björk.
Hvert barn getur fengið eina til tvær bækur
að láni í einu í allt að viku. Foreldrar sjá sjálfir
um að kvitta í þar til gerða stílabók en leikskól-
arnir munu sjá um að halda koffortunum til
haga og hvetja foreldra til að fá bækur að láni.
Leikskólastjórarnir voru frá upphafi mjög já-
kvæðir í garð verkefnisins sem skiptir sköpum
þar sem nokkur vinna fellur í hendur leikskól-
anna. Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi
Reykjanesbæjar, fagnaði verkefninu þegar því
var hleypt af stokkunum.
Í sama streng tók Guðný Kristjánsdóttir,
móðir og fulltrúi í menningarráði, sem hóf verk-
efnið ásamt syni sínum, Rúnari Júlíussyni. Hún
sagði skemmtilegt að fá að taka þátt í því, enda
sagði hún þau foreldrana leggja mikla áherslu á
að Rúnar hefði góðan aðgang að bókum. „Í her-
bergi hans er bókahilla í hans hæð þannig að
hann æfist í að umgangast bækur, fletta og
skoða. Svo býr hann svo vel að eiga tvær eldri
systur þannig að hann hefur notið góðs af bóka-
eign þeirra.“
Biður um lestur
Guðný sagði að hún og eiginmaður sinn, Júl-
íus Guðmundsson, hefðu alla tíð verið dugleg að
lesa fyrir börn sín og gert það að daglegri
venju. „Lesturinn hefur svo sannarlega skilað
sér, það sáum við strax þegar stelpurnar byrj-
uðu í skóla.“ Guðný sagði Rúnar duglegan að
biðja um sögustund á öllum tímum dags en
kvöldlesturinn væri alltaf í föstum skorðum.
„Tvær bækur og einn söngur og það eru ekki
bara við foreldrarnir sem sjáum um lesturinn
heldur skiptist fjölskyldan á. Stundum lesa
systur hans fyrir hann.“
Guðný sagðist telja að þau ættu eftir að nota
koffortið mikið. „Vonandi verður hann sér með-
vitandi um það og hefur frumvæði að því að
taka bækur að láni,“ sagði Guðný í samtali við
blaðamann.
„Mikilvægt er að hafa
góðan aðgang að bókum“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Farandbókasafn Rúnar Júlíusson var ekki
lengi að velja sér bækur. Móðir hans, Guðný
Kristjánsdóttir, skrifar útlánin í stílabók.
Í HNOTSKURN
»Koffortin eru farandbókasöfn í tré-kistlum, á vegum Bókasafns Reykja-
nesbæjar í samvinnu við leikskólana.
»Þau eru látin ganga á milli deildaleikskólanna og geta börnin valið sér
bækur til að fara með heim.
»Markmiðið er að auka aðgengi for-eldra og barna að bókum og hvetja
foreldra til að lesa fyrir börn sín. Reykjanesbær | Unnið er að endurskoðun
fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Fjöl-
skylduþing sem fjölskyldu- og félagsþjón-
usta Reykjanesbæjar stóð fyrir um helgina
var liður í þeirri vinnu.
Á þinginu kynnti Árni Sigfússon bæj-
arstjóri fjölskyldutengd verkefni úr sam-
þykktri framtíðarsýn Reykjanesbæjar,
Hera Ósk Einarsdóttir verkefnisstjóri
kynnti forvarnarverkefni á vegum bæjarins
og Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri
sagði frá fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.
Síðan störfuðu vinnuhópar um endur-
skoðun fjölskyldustefnunnar.
Hjördís segist ánægð með þingið. Mikil
orka hafi verið í hópnum sem tók þátt í því,
þótt hann hafi ekki verið fjölmennur.
Hún segir að ekki sé ástæða til að breyta
miklu í fjölskyldustefnunni, hún standi fyrir
sínu. Fram kom að kannski væri ástæða til
að halda slík fjölskylduþing árlega, í
tengslum við endurskoðun fjölskyldustefn-
unnar, og gefa bæjarbúum þannig kost á að
taka þátt í þeim.
Fjölskyldu- og félagsþjónustan veitir ár-
lega viðurkenningu til fjölskylduvænna fyr-
irtækja og hefur það verið gert á Ljósanæt-
urhátíðinni. Segir Hjördís að fram hafi
komið hugmyndir um að veita þessar við-
urkenningar framvegis á fjölskylduþingi.
Fjölskyldustefna
endurskoðuð
Syfjuð Ása Böðvarsdóttir, dóttir Böðvars
Jónssonar bæjarfulltrúa, var á þinginu.
Ljósmynd/Dagný
LANDIÐ