Morgunblaðið - 07.02.2007, Síða 19
|miðvikudagur|7. 2. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Það er algengt að fólk með syk-
ursýki missi stjórn á blóðsykr-
inum og þá fara afleiðingarnar
að láta á sér kræla. »20
heilsa
Nýleg bandarísk rannsókn gef-
ur til kynna að ofdrykkja sé
meira vandamál en áfengisfíkn
er. »21
vín
Það er hollt að gráta enda er
grátur hluti af ósjálfráðum við-
brögðum líkamans við missi
eða vanlíðan. »20
tilfinningar
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Þetta er draumastarf,“ segir Gunnarhúsvörður Eyjólfsson í Mennta-setrinu við Lækinn í Hafnarfirði. „Íþví dyttar maður bæði að húsum og
fólki. Húsvörður þarf að vera handlaginn en auk
þess góður í mannlegum samskiptum. Andleg
og líkamleg heilsa þeirra sem eru í húsinu skipt-
ir ekki minna máli en húsið sjálft,“ segir Gunnar
og brosir en hann ætlar nú í febrúar að halda
námskeið við Námsflokka Hafnarfjarðar, í hús-
inu sem hann gætir, sem hann hefur nefnt Al-
mennar viðgerðir á heimilinu.
– Hvernig kviknaði hugmyndin?
„Það hringdi í mig kona fyrr í vetur þegar
kuldaboli fór að gera sig heimakominn og kvart-
aði undan því að það væri svo kalt í íbúðinni hjá
sér. Ég ráðlagði henni að finna iðnaðarmann og
hún reyndi að finna einn slíkan en það var eng-
inn á lausu. Þau hjónin brugðu þá á það ráð að
fara í byggingarvöruverslun og kaupa sér raf-
magnsofn og settu hann í eldhúskrókinn til þess
að halda á sér hita í kuldakastinu. Því linnti hins
vegar ekkert og aftur hringdi konan í mig og
spurði hvort það væri nokkur möguleiki á að ég
kíkt til þeirra og litið á ískalda ofnana sem ég og
gerði. Það tók mig nákvæmlega fimmtán mín-
útur að setja hita á íbúðina.“
– Hvað gerðirðu eiginlega?
„Ég losaði stífluna í krönunum á ofnunum
þannig að vatnið gat óhindrað runnið í gegnum
þá. Það var fljótgert. Á sumrin skrúfar fólk nið-
ur í ofnunum en á haustin hækkar það hitann
aftur. Í millitíðinni myndast oft kísill í ofn-
krananum sem stíflar hann og þessa stíflu þarf
að losa á haustin. Það er ósköp einfalt þegar
maður veit það og kann það.“
Ekki hræðast heimilið
Þetta er eitt af því sem húsvörðurinn ætlar að
kenna fólki á námskeiðinu sínu en á námskránni
er líka að skipta um skrár og klær. ,,Fólk hefur
komið með ýmsar fyrirspurnir og ég ætla að
taka svolítið mið af hópnum. En fyrst og fremst
vil ég að fólk öðlist meiri kunnáttu og sjálfs-
traust til þess að gera minniháttar viðvik og
framkvæmdir sjálft heima hjá sér. Fólk á ekki
að vera hrætt við heimili sín. Það þarf ekki sér-
fræðinga í alla hluti. Það er mun auðveldara að
dytta að heimilinu en að gera til dæmis við bíla,
sem í dag eru mjög tölvuvæddir. Það er líka svo
skemmtilegt.“
Gunnar, sem hefur verið húsvörður í 12 ár, er
sjálfmenntaður. „Ég tók allt í sundur þegar ég
var lítill strákur en var svo lengi til sjós og við
ýmis störf í landi. Húsvarðarstarfið er mjög
skemmtilegt og gefandi. Umburðarlyndi er
hverjum húsverði nauðsynlegt því fólk er oft til-
ætlunarsamt. Það er eins og allir telji sig hafa
veiðileyfi á húsvörðinn. Þau eru ófá skiptin sem
húsverðir fá að heyra setninguna: „Hva, ertu
ekki húsvörður hérna?““
Gunnar er alnafni hins kunna leikara Eyjólfs-
sonar. „Jú, jú, okkur er oft ruglað saman. Mér
hafa nokkrum sinnum verið boðin hlutverk og
stundum send heillaóskaskeyti,“ segir Gunnar
húsvörður og hlær.
– Þú hefur ekki tekið að þér nein hlutverk?
„Nei, en ég hef nú reyndar leikið í einni
mynd, víkingamynd eftir Kára Schram. Ég lék
nú reyndar bara almennan bardagamann og var
drepinn fimm sinnum. En ég á heiðurssæti hjá
Leikfélagi Hafnarfjarðar þar sem ég er hús-
vörður. Það er með aðstöðu hér í gamla Lækjar-
skólanum.“
Og hinn fjölhæfi húsvörður ætlar nú að
bregða sér í kennarahlutverkið og hjálpa fólki
að hjálpa sér sjálft með það einfaldasta á heim-
ilinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Bjargvættur Gunnar húsvörður ætlar að
kenna fólki að gera við og framkvæma ým-
islegt sjálft á heimilum sínum.
Morgunblaðið/Ásdís
Gagnlegur Húsvörðurinn reyndist þegar til kastanna kom jafn gagnlegur og iðnaðarmaðurinn
sem ekki reyndist hægt að ná í og fékk hita á ofnana á 15 mínútum.
Húsvörður bjargar heimilum
ÞEGAR sólin tekur að hækka á lofti á
nýjan leik leiðir allur þorri almenn-
ings hugann að komandi sumri, sum-
arfríum, veðrinu og já jafnvel sum-
arfatnaðinum. Fatahönnuðir eru hins
vegar á þessum tíma þegar horfnir í
huganum langt inn í næsta haust
enda ekki seinna vænna að leggja
straumana fyrir komandi vetur.
Á tískuvikunni sem nú stendur yfir
í New York kennir margra grasa,
þótt heildaryfirbragð hönnunarinnar
einkennist að venju af nokkurri
íhaldssemi. Max Azria er einn þeirra
sem sýna hönnun sína í New York og
það er ekki laust við að andi þriðja
áratugarins svífi yfir vötnum í fötum
hans. Pils í hnésídd, lauslega að-
sniðnar línur og penir hattar eru að
minnsta kosti fljót að kalla þann tíð-
aranda upp í hugann, þótt nýstárleg
efnisnotkun og skemmtileg sam-
tvinnun ólíkra efna veiti nútímalegra
yfirbragð.
Jarðlitir með
fortíðarþrá
Fortíð Hnésíður kjóll sem víkkar út
að neðan í anda fyrri tíma.
Logandi Eldrauður kjóll sem varla
fer framhjá neinum.
Reuters
Glitrandi Glansandi pallíetturnar
skapa gott mótvægi við ullina.
Vetrarleg Rúmgóð og hlýleg peysa
hentar vel fyrir veturinn.
tíska
EÐALSTEINAR og eðalmálmar njóta oft vissrar
upphafningar í huga okkar og eru fyrir vikið ekki
alltaf látnir taka á sig hvaða form sem er.
Það er til að mynda óalgengt á Vestur-
löndum að sjá fígúrur, sem mest minna á
teiknimyndapersónur, mótaðar úr gulli í
hæsta mögulega hreinleika. Slíkar fígúr-
ur njóta hins vegar mikilla vinsælda víða í
Asíu og skartgripasalar í Hong Kong sjá
þannig ekkert að því að móta fígúrur á
borð við þetta svín úr skíragulli. Svínið
kemur enda til með að setja svip sinn á
Hong Kong og Kína á næstunni enda ár
svínsins að ganga í garð.
Svín úr skíragulli