Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 23 Gylfi Þ. Gíslason var einnþeirra manna sem mest-an svip settu á síðarihelming tuttugustu ald- ar. Gylfi fæddist í Reykjavík 7. febr- úar 1917. Hann andaðist 18. ágúst 2004. Nú þegar liðnir eru níu tugir ára frá fæðingu hans er vert að minnast hans. Gylfi var atkvæða- mikill sem háskóla- kennari, alþingismaður og ráðherra á sinni löngu starfsævi. Hann kom kornungur heim til starfa að loknu há- skólanámi sumarið 1939 og réðst þá þegar sem kennari við Við- skiptaháskóla Íslands, en Viðskiptaháskólinn var undanfari við- skipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands er tók til starfa árið 1940. Gylfi var þá fyrstur manna ráðinn fastur kennari í við- skipta- og hagfræði við Háskólann sem dósent, en síðar prófessor frá árinu 1946. Dokt- orsprófi lauk hann frá háskólanum í Frank- furt árið 1954. Gylfi lét snemma til sín taka á vettvangi landsmála. Hann var kos- inn á þing fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík 1946 og sat á þingi sam- fleytt í 32 ár. Gylfi var forseti sam- einaðs Alþingis þjóðhátíðarárið 1974. Menntamálaráðherra var hann samfellt í fimmtán ár, 1956– 1971, og af þeim tíma jafnframt við- skiptaráðherra í þrettán ár, 1958– 1971, en óslitinn árafjöldi þessa ráð- herradóms mun reyndar vera eins- dæmi í báðum ráðuneytum. Þegar Gylfi lét af ráðherrastörfum sneri hann sér aftur að háskólakennslu og rannsóknum samhliða þingstörfum. Hann tók á ný við prófessorsemb- ætti 1972 og gegndi því til ársins 1987, en fræðaiðkun og ritstörfum hélt hann áfram til æviloka. Þessi þurra upptalning um glæst- an starfs- og stjórnmálaferil Gylfa sýnir hversu fjölbreytt og verka- drjúg starfsævi hans var. Hann var hugsjónamaður um efl- ingu mennta og menningar á Ís- landi. Háskóli Íslands naut í ríkum mæli verka hans, bæði sem háskóla- kennara í aldarþriðjung og mennta- málaráðherra í hálfan annan áratug. Nemendur Gylfa minnast hans sem afburðakennara. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að hann hafi verið kennari af Guðs náð. Þetta dirfist ég að segja þótt ég hafi aldrei verið nemandi hans í þeim formlega skilningi að ég hafi sótt námskeið hans og fyrirlestra í Háskóla Ís- lands eða öðrum skólum. En sem lærisveinn hans í skóla lífs og starfs um margra ára skeið get ég hiklaust tekið undir einróma vitnisburð þeirra sem voru nemendur hans í Háskólanum eða Menntaskólanum í Reykjavík. Honum tókst sann- arlega að glæða hin ‘döpru vísindi’, sem hagfræðin er stundum nefnd, lífi – gera þau áhugaverð og spenn- andi. Viðhorfi Gylfa til kenn- arastarfsins verður kannski best lýst með orðum hans sjálfs. Hann sagði í einni af mörgum listrænum tækifærisræðum sínum: „Góður kennari þarf ekki aðeins að kunna vel sjálfur, hann þarf að geta hjálpað öðrum til þess að skilja, og hann þarf að gera miklu meira: Glæða áhuga nemandans, hvessa vilja hans, þroska smekk hans, efla góðvild hans, auka umburðarlyndi hans, styrkja réttsýni hans. Góður kennari verður að vera góður mað- ur.“ Mér er til efs að þessi lýsing eigi betur við nokkurn kennara en Gylfa sjálfan. Hann var einn helsti brautryðj- andi í hagfræðikennslu og rann- sóknum hér á landi og lét sér alla tíð annt um innra skipulag og starfsemi viðskipta- og hagfræðideildar. Í ráðherratíð Gylfa fór vegur Há- skóla Íslands vaxandi á öllum svið- um. Námsframboð og fjölbreytni háskólanáms jókst, háskólastúd- entum fjölgaði til muna, aðstaða til rannsókna tók framförum. Fjár- hagur Háskólans var efldur. Vís- indasjóði var komið á fót og Rannsóknaráð ríkisins gert að sjálf- stæðri stofnun. Raunvísindastofnun Háskólans tók til starfa og skipuleg há- skólakennsla í raun- vísindum var hafin við hlið verk- fræðikennslunnar. Félagsvísindadeild var stofnuð við Há- skólann. Handrita- stofnun hóf störf og Árnagarður var tek- inn í notkun, hvort tveggja til undirbún- ings heimkomu hand- ritanna frá Kaup- mannahöfn 1971. En hlutur Gylfa í farsælli lausn handritamáls- ins var mikill og verð- ur seint ofmetinn. Á ráðherraárum Gylfa var unnið vel og skipulega að áætlun um framtíðarþróun háskóla- starfs á Íslandi. Þær hugmyndir sem þar komu fram hafa haft mikil áhrif á starfsemi Háskólans allar götur síðan. Hann beitti sér fyrir stofnun Lánasjóðs íslenskra náms- manna og stóreflingu framhalds- skólastigsins, meðal annars með fjölgun menntaskóla. Þetta tvennt var – og er – afar mikilvægt til þess að auka jafnrétti til náms hvernig sem búsetu eða efnahag náms- manna er háttað. Hann áleit að fjár- festing í menntun horfði í senn til jafnréttis í samfélaginu og framfara í efnahag þjóðarinnar. Listalíf í landinu á Gylfa mikið að þakka. Hann studdi dyggilega upp- byggingu tónlistarskólanna og kom á skipulagi fyrir fjárhag þeirra með hæfilegri blöndu framlaga frá hinu opinbera og einkaaðilum. Efling tónlistarmenntunar í ráðherratíð Gylfa er án efa forsenda þess fjöl- skrúðuga tónlistarlífs sem nú blómstrar á Íslandi. Með rökvísum og hrífandi málflutningi mótaði hann og fylgdi eftir stefnu um fram- gang menntunar, vísinda og lista með margvíslegum umbótum sem þjóðin býr enn að. Gylfi var um margt boðberi nýrra tíma í íslenskum stjórnmálum. Þetta átti jafnt við um form sem efni umræðunnar. Hann vildi hefja þjóð- málabaráttuna upp úr fari lágkúru- legrar þrætubókarlistar þar sem mikið fór fyrir persónulegum skæt- ingi, en minna skeytt um málefni. Hann gerðist snemma öflugur tals- maður nútímalegrar jafnaðarstefnu sem heldur fram kostum markaðs- búskapar í stað miðstýringar í efna- hagsmálum, en leggur jafnframt áherslu á að hagkerfið sé hluti af stærri samfélagsheild þar sem verkefni hins opinbera er að tryggja heilbrigt réttarfar, trausta stjórn fjármála og peningamála og síðast en ekki síst félagslegt öryggi og vel- ferð alls almennings, en það skiptir líka máli fyrir árangur efnahags- starfseminnar. Í þessari heild- armynd gegna menntun og menn- ing mikilvægu hlutverki til þess að hverjum einstaklingi veitist tæki- færi til þroska. Kjarninn í þessari sýn á samfélagið er að jafnrétti og hagkvæmni séu ekki endilega and- stæður og viðskiptafrelsi og opið þjóðfélag sé hvort tveggja forsenda jafnréttis. Gylfi beindi kröftum sín- um að framkvæmd þessarar stefnu á löngum og farsælum stjórn- málaferli. Hans verður lengi minnst sem forystumanns í Viðreisnarstjórninni 1959–1971. Viðreisnarstjórnin kippti íslensku hagkerfi upp úr fari haftabúskapar og millifærslna og felldi að mestu niður gjaldeyr- isskömmtun, fjölgengi gjaldmiðla og margvísleg höft á innflutning varnings. Hún lagði um leið niður flókið kerfi útflutningsbóta og inn- flutningsgjalda sem hafði að miklu leyti rofið samhengið milli erlends markaðsverðs og innlends verðlags. Gengisskráning krónunnar var ein- földuð og gengið fellt. Þessar rót- tæku ráðstafanir felldu íslensk efna- hagsmál að þeirri skipan sem algengust var á Vesturlöndum og lögðu grunn að blómlegu hagvaxt- arskeiði hér á landi. Gylfi hafði mótandi áhrif á þessar aðgerðir allar og naut þar hag- fræðiþekkingar sinnar. Starfa hans í Viðreisnarstjórninni verður líka minnst vegna forystu hans um gerð samningsins um inngöngu Íslands í EFTA. Ég var svo lánsamur að starfa sem ungur hagfræðingur að ýmsum verkefnum fyrir Gylfa Þ. Gíslason á síðari helmingi ráðherratíðar hans, bæði á sviði efnahags- og viðskipta- mála og menntamála. Það var góður skóli en dýrmætast var þó að kynn- ast manninum sjálfum, drenglyndi hans, trygglyndi og vináttu. Hann var einstakur mannkostamaður og varðveitti alla ævi sterka réttlæt- iskennd, samúð með þeim sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni og óþreytandi áhuga á því að bæta íslenskt þjóðfélag. Það er gæfa að fá að kynnast slíkum manni. Gylfi var glöggskyggn á aðal- atriðin í íslenskum efnahagsmálum og skildi flestum fyrr og betur þær veilur í íslenskum þjóðarbúskap sem fólust í hömlulausri sókn í tak- markaða fiskstofna á Íslandsmiðum og landbúnaðarstefnu sem byggðist á umfangsmiklum framleiðslu- styrkjum og útflutningsbótum á landbúnaðarafurðir. Hann var for- spár um það að hvort tveggja hlyti að leiða til offjárfestingar og óhag- kvæmni í rekstri þessara frum- greina þjóðarbúsins. Um leið var í þessari stefnu fólgin hætta á því að gengið yrði of nærri gæðum náttúr- unnar til sjós og lands. Greining Gylfa á þessum vanda og hug- myndir hans um það hvernig við honum skyldi snúist voru – og eru – umdeildar, en enginn gat efast um heilindi hans í þessum málum frek- ar en í öðru. Og enn er verk að vinna á þessum vettvangi. Með árunum hefur komið betur í ljós að Gylfi var bæði framsýnn og heilráður um þessi efni. Hann var manna prúð- astur og kurteisastur í stjórnmála- umræðum, þótt hann gæti verið beittur kappræðumaður ef því var að skipta. Orð hans um hlutverk stjórnmálaflokka og framgöngu manna í stjórnmálum eiga fullt er- indi við okkur enn í dag er hann sagði: „Stjórnmálaflokkar eru innviðir lýðræðisþjóðfélags. Ef stjórn- málaflokkar eru ekki óspillt og þjóð- holl samtök fær lýðræði ekki staðizt til frambúðar. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á stjórnmálaflokkum og forystumönnum þeirra. Sam- skipti þeirra mega ekki mótast af óvild eða vantrausti … (A)llir flokk- ar og allir stjórnmálamenn (verða) að gæta hófs í skoðunum sínum og málflutningi. Ef hófsemi og heið- arleiki ásamt virðingu fyrir sann- leika og réttlæti eru hornsteinar stjórnmálalífs verður árangurinn gott þjóðfélag.“ Allt stjórnmálastarf Gylfa var í þessum anda. Tengdadóttir hans, Valgerður Bjarnadóttir, sagði í fal- legum minningarorðum um hann að hans yrði minnst sem eins mikilhæf- asta stjórnmálamanns og menning- arvita þjóðarinnar. Gylfi hefði verið „(m)enningarviti í mörgum skiln- ingi, hann unni listum og lagði til þeirra sjálfur með tónsmíðum sín- um og hann var kennari og fræði- maður.“ Fjölbreytni starfa og hugðarefna Gylfa var sannarlega mikil. Auk fjölda ritsmíða sem eftir hann liggja í fræðigrein hans lét hann sér fátt óviðkomandi sem varðar heill ís- lensku þjóðarinnar, afkomu hennar, menningu og sjálfstæði. Á þeim miklu umbrotatímum, sem yfir ver- öldina hafa gengið frá því hann kom heim til starfa í upphafi síðari heimsstyrjaldar, var honum jafnan efst í huga hvernig fámenn þjóð gæti best varðveitt hagsmuni sína og menningu og sótt um leið fram til betra og frjórra lífs. Hann skildi betur en flestir aðrir að náin sam- skipti við aðrar þjóðir samfara þróttmikilli þjóðlegri menningar- starfsemi er eina leið Íslendinga til þess að standa jafnfætis öðrum þjóðum. Þjóðin á þessum öndvegismanni íslenskra mennta margt að þakka. Ég hygg að mörgum muni fara líkt og mér að þeir viti ekki glöggt hver verka Gylfa beri að þakka mest eða hver standi hjarta þeirra næst – því að svo margt gerði hann vel. Gylfaminning – Stjórnmálaflokkar eru innviðir lýðræðisþjóðfélags Eftir Jón Sigurðsson » Þjóðin áþessum önd- vegismanni ís- lenskra mennta margt að þakka. Jón Sigurðsson Höfundur er fv. bankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans, alþing- ismaður og ráðherra. Morgunblaðið/RAX Málverk af Gylfa sem Vignir Jóhannsson hefur gert og nokkrir fyrrver- andi nemendur Gylfa og velunnarar færðu viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að gjöf. Málverkið prýðir húsakynni deildarinnar í Odda. ðsyn- ð læknir p, varið ra. Þá er ur þrisvar þótt ein nir eru rir sjúk- ég að þeg- na din mála- Þetta á m í Bret- er hægt efur. Upp- gja ekki á la sjálfa mbóta á arlamb í a átt við ka rætt starfs- a ábyrgð tur að tarfs- fyrir af þessu hliðina er ldrei lda öndum stoða og ð þurfum lum.“ t of marg- af hverj- ættu á hægt að m Evrópu- eið sam- lings? á. En það yggja askipti a við all- gar um ru að yf- r því að ð miðla rt er r hætt- unni á því að ekki sé samfella í umönnun.“ – Stundum er gert grín að því að ekki sé hægt að lesa skrift lækna. Er þetta raunverulega fyndið þegar hugað er að því hverjar afleiðing- arnar af lélegri skrift á lyfseðli geta verið? „Nei, það finnst mér ekki. Það eru til dæmi, að vísu ekki mörg, um að penninn geti valdið dauða. Þá hefur verið lesið ranglega úr skrift læknis og sjúklingur ekki fengið rétta lyfjaskammta eða jafnvel fengið röng lyf. Komið hefur í ljós að þar sem teknir hafa verið upp rafrænir lyfseðlar hefur tekist að draga mjög úr þessari hættu.“ – Hverjir eiga að meta færni og árangur lækna, aðeins starfssystkin þeirra sjálfra eða eiga notendur þjónustunnar að koma þar við sögu? „Við erum að huga að þessum málum í Bretlandi og við álítum að læknastéttin eigi sjálf að hafa þar mikil áhrif. Ef við lítum á flókna hluti eins og hjartaskurðlækningar eru aðrir hjartaskurðlæknar hæf- astir til að meta faglega færni lækna á því sviði. Best er að um sé að ræða lækni sem ekki starfar með umræddum lækni eða er nátengdur honum.“ Áður máttu læknar vera hryssingslegir „Varðandi aðrar hliðar læknisþjón- ustu, hvort læknir er hæfur í tjá- skiptum og meðhöndlar sjúklinga með virðingu, er um að ræða atriði sem áður fyrr hefði verið litið á sem „mýkri“ hliðar faglegrar kunnáttu, eins konar munað sem ekki skipti eins miklu máli og tæknilega færn- in. Ekki skipti máli þótt læknir væri svolítið hryssingslegur eða ætti erf- itt með samskipti ef hann sinnti vel tæknilegu hliðinni. Þessi afstaða hefur breyst. Hæfi- leikinn til að eiga góð samskipti við annað fólk er nú talinn grundvall- aratriði í starfi lækna og almennir notendur utan stéttarinnar eru sennilega hæfastir til að leggja mat á þessa eiginleika. Við höfum því lagt til að auk þess sem fólk úr röð- um starfssystkina umrædds læknis komi að matinu sé hlustað á álit al- mennra notenda þjónustunnar sem hann veitir.“ – Hvernig líkar læknum í Bret- landi við þessar hugmyndir? „Við gerðum könnun þegar við vorum að leggja drög að þessum til- lögum og meirihluti jafnt lækna sem almennings studdi hugmynd- ina um að hæfni lækna væri könnuð með reglubundnum hætti. En að sjálfsögðu er þetta dálítið ógnandi fyrir læknastéttina. Nú getur lækn- ir þess vegna verið við störf í 30 ár án þess að nokkurn tíma fari fram könnun á því hver færni hans sé, hvort hann fylgist almennilega með í faginu. Þetta er því ný aðferð en ég held að fólk sé búið að sætta sig við að við getum ekki látið trún- aðartraustið eitt duga. Læknar eiga vissulega traust skilið en við verð- um að rökstyðja það traust með hlutlægara mati en áður.“ – Er hægt að sjá fyrir sér að í raf- rænu heilsugæslukerfi verði eins konar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur sem láti í sér heyra ef eitthvað óeðli- legt er á ferðinni hjá lækni? „Ég get vel ímyndað mér kerfi sem gæfi til kynna að meðhöndlun af hálfu læknis væri í miklu ósam- ræmi við það sem gerðist hjá koll- egum hans. Slíkt eftirlitskerfi gæti fylgst reglulega með því hvort læknir útvegaði sjúklingum óeðli- lega mikið af lyfseðlum fyrir ákveðnum lyfjum. Þá mætti hafa samband við umræddan lækni og benda honum á að hann þyrfti að at- huga hvort rétt væri að huga að breytingum,“ sagði Sir Liam Don- aldson, landlæknir Bretlands. áherslu gum ið/Þorkell f í 30 ár sé, hvort kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.