Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STEFÁN Ólafsson
prófessor vandar mér lítt
kveðjur í Stúdentablað-
inu, sem dreift var með
Morgunblaðinu 6. febr-
úar 2007. Hann segir:
„Hans framlag hefur ekki
verið fræðilegt, enda hef-
ur hann ekki lagt sig eftir
talnalegum staðreyndum
gegnum tíðina. Hans
vettvangur hefur meira
verið stjórnmálaheim-
speki og stjórnmálabar-
átta. Einnig hefur mér
fundist hann fara með
mikið af rangfærslum um
það, sem ég hef gert, og
það, sem fyrir mér vakir.“
Stefán Ólafsson skrif-
aði grein hér í blaðið 31.
ágúst sl. þar sem hann sagði, að tekju-
skiptingin væri orðin hér miklu ójafn-
ari en áður. Gini-stuðull fyrir Ísland,
sem mælir, hversu ójöfn tekjuskipting
er, væri 2004 orðinn 0,35, en hefði áður
verið svipaður og annars staðar á
Norðurlöndum, um 0,20–0,25. Þetta
varð tilefni mikilla blaðaskrifa. En töl-
ur Stefáns voru rangar, eins og sést í
nýrri skýrslu Evrópusambandsins,
sem hagstofan hefur nú birt á heima-
síðu sinni. Þar kemur fram tvennt um
árin 2003–2004, sem máli skiptir.
Í fyrsta lagi er fátækt næstminnst á
Íslandi í öllum Evrópuríkjum, eins og
Evrópusambandið skilgreinir fátækt.
Svíþjóð mælist ein með minni fátækt
en Ísland. Í öðru lagi
er tekjuskipting einna
jöfnust á Íslandi af öll-
um Evrópuríkjum.
Hún er aðeins jafnari í
Slóveníu, Svíþjóð og
Danmörku, en ójafnari
í 28 Evrópulöndum.
Gini-stuðullinn fyrir Ís-
land 2004 er 0,25. Allt
tal um, að tekjuskipt-
ingin á Íslandi væri
orðin miklu ójafnari, er
út í bláinn, ef alþjóð-
legar reikningsaðferðir
eru notaðar.
Skýringin á þessu er
einföld, og benti ég á
hana í fyrirlestri mín-
um í Háskóla Íslands
31. janúar síðast liðinn.
Hann er, að Stefán
notaði tölur frá Íslandi
með söluhagnaði af
hlutabréfum, en alls
staðar annars staðar er
honum sleppt, þar sem
þetta eru óreglulegar fjármagns-
tekjur. Hefur yfirmaður hagdeildar
Efnahags- og framfarastofnunarinnar
í París staðfest þetta í bréfi til mín, auk
þess sem þetta kemur fram í skýrslu
Evrópusambandsins. Tölurnar, sem
Stefán bar saman í grein sinni hér í
blaðinu 31. ágúst á síðasta ári, voru því
ósambærilegar. Það er furðulegt, að
maður, sem gerir sig sekan um svo
augjósa villu, skuli veitast að öðrum
fyrir talnameðferð á þann hátt, sem
Stefán gerir í viðtalinu við Stúd-
entablaðið.
Blekkingar Stefáns
Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson svarar
ásökunum Stefáns
Ólafssonar um talna-
meðferð
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
»… tölur Stef-áns voru
rangar, eins og
sést í nýrri
skýrslu Evrópu-
sambands-
ins …
UM áramót varð mikil og merki-
leg breyting á lögregluumdæmum
landsins. Markmiðið er að stórefla
starf lögreglunnar, ekki síst getu
hennar til rannsóknar
mála með aukinni sér-
hæfingu lögreglu-
manna. Í langstærsta
umdæminu, á höf-
uðborgarsvæðinu, hafa
svo sérstök skref verið
stigin og má nefna, að
þar hefur nú verið
stofnuð sérstök deild
sem eingöngu sinnir
rannsókn kynferð-
isbrota.
Lögreglan vinnur nú
að samvinnu við net-
þjónustufyrirtæki um
að takmarka aðgang
að síðum sem geyma
barnaklám. Þá er inn-
an lögreglunnar unnið
að því að auka sér-
þekkingu rannsókn-
armanna á net- og
tölvumálum og þar á
bæ er nú hugað að
uppbyggingu á upplýs-
ingabanka um fólk
sem hneigist til af-
brigðilegrar kynhegð-
unar og þá aðallega
um einstaklinga sem leita á börn.
Við uppbyggingu þess verður horft
til þeirra kerfa sem hönnuð hafa
verið í Bandaríkjunum og í Evrópu,
en vitaskuld verður að stíga varlega
til jarðar þegar slíkir upplýsinga-
bankar eru annars vegar og haft
verður samráð við Persónuvernd
um þessa vinnu.
Innan refsiréttarnefndar er nú
unnið að endurskoðun ákvæða al-
mennra hegningarlaga um örygg-
isráðstafanir og við þá vinnu eink-
um horft til breytinga á því sviði í
Danmörku og Noregi.
Ríkislögreglustjóri á samstarf við
Barnaheill, en þau reka ábend-
ingalínu á netinu þar sem borg-
ararnir geta tilkynnt um vefsíður
sem innihalda barnaklám. Barna-
heill eiga í alþjóðlegu samstarfi um
slíkar ábendingalínur
og í gegnum það sam-
starf berast upplýs-
ingar til lögreglu-
yfirvalda í viðkomandi
ríki. Ef Barnaheill hér
heima fá upplýsingar
um erlenda síðu með
barnaklámi sér al-
þjóðadeild ríkislög-
reglustjórans um að
koma þeim upplýs-
ingum tafarlaust rétta
leið í gegnum alþjóða-
lögregluna Interpol.
Þá fær embættið upp-
lýsingar beint frá Int-
erpol ef erlendis frá
kemst upp að verið sé
að hlaða niður slíku
efni frá Íslandi. Rík-
islögreglustjóri rann-
sakar þá hver á í hlut
og kemur málinu því
næst til viðeigandi
lögreglustjóra til með-
ferðar.
Lögregla og fang-
elsisyfirvöld stefna nú
að aukinni samvinnu,
einkanlega að því er varðar afplán-
unarfanga sem leyfi fá til að ljúka
afplánun utan fangelsisveggja.
Skipst verður á upplýsingum og
metið í hverju tilviki hvernig unnt
er að líta sem öruggast og best eft-
ir þeim sem eru að ljúka afplánun.
Mikið eftirlit með föngum sem
ljúka afplánun í tengslum við
áfangaheimili Verndar, starfsmenn
heimilisins fylgjast með föngum og
fangaverðir fylgjast með vinnustöð-
um. Þótt við fyrstu heyrn geti
hljómað undarlega í eyrum að
dæmdur fangi ljúki afplánun sinni
annars staðar en í fangelsinu, verð-
ur að hafa í huga að hverri fanga-
vist er ætlað að ljúka einhvern dag-
inn með því að hinn dæmdi fái fullt
frelsi að nýju. Í mörgum tilvikum
má ætla að það væri hvorki honum
né þjóðfélaginu til góðs að hann
kæmi til baka rakleitt úr fangels-
inu. Áfangaheimili Verndar hefur
gefið mjög góða raun við aðlögun
refsifanga að lífinu utan múranna
og illt ef í framtíðinni yrði að
hverfa frá því fyrirkomulagi. En
hér verður reynslan að ráða. Það
er minnsta kosti alveg ljóst að í
framtíðinni munu fangelsisyfirvöld
leggja enn meiri vinnu en áður í að
meta hvort hættanlegt sé á að
fangi, sem framið hefur brot gegn
börnum, fái að ljúka afplánun sinni
utan fangelsis. Í þeim tilvikum
verður að hafa sérstakan vara á.
Af og til berst tal að notkun svo-
nefndra tálbeitna. Þar verður þó að
fara með mikilli gát enda ekkert
gamanmál að reyna að blekkja ein-
stakling til að fremja afbrot og
reyna svo að fá hann dæmdan fyrir
tilraunina. Dómstólar hafa hins
vegar staðfest að lögreglu geti ver-
ið heimilt að beita tálbeitu við
rannsókn mála, og brot, þar sem
væntanlegur brotamaður leggur
snörur fyrir sér ókunnug börn, sem
eiga sér einskis ills von, hljóta að
sjálfsögðu að koma þar sérstaklega
til álita. Það væri auðvitað strax
mikið unnið ef tækist að fæla menn
frá því að reyna að nálgast saklaus
börn um netið.
Notkun tálbeitna hlýtur fyrst og
fremst að helgast af tilraunum til
að hafa hendur í hári grunaðra
manna. Þegar tálbeita er notuð til
að lokka slíka menn úr skúma-
skotum sínum er af augljósum
ástæðum ekki hægt að halda leikn-
um svo lengi áfram að maðurinn
fullfremji brotið, eins og á hinn
bóginn er hægt í sviðsettum fíkni-
efnaviðskiptum, svo dæmi sé tekið.
Það atriði hlyti að hafa áhrif á
hugsanlegar ákærur vegna mála
sem yrðu til með þeim hætti.
Lögreglan gegn
barnaníðingum
Björn Bjarnason skrifar
um aðgerðir lögreglunnar
gegn barnaníðingum
Höfundur er dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason
»Markmiðiðer að stór-
efla starf lög-
reglunnar, ekki
síst getu hennar
til rannsóknar
mála með auk-
inni sérhæfingu
lögreglumanna.
ÞEGAR ég dvaldi í Svíþjóð á 8.
áratug síðustu aldar bar þar mikið á
umræðu um stöðu kvenna í stjórn-
málum. Nær allir voru sammála um
að hana þyrfti að bæta. Bent var
m.a. á að ef kona væri jafn ákveðin
og harðskeytt í málflutningi sínum
og „sannir“ karlkyns stjórn-
málaskörungar, fengi hún á sig
frekjustimpil. Ef kona vildi komast
áfram í stjórnmálum, yrði hún að
vera blíð og deila ekki á karl.
Sænskir stjórnmálaflokkar lofuðu
hér bót og betrun.
Hér á Íslandi ríkti lengi vel svart-
nætti í þessum efnum og því var
Kvennaframboðið stofnað; síðar
Kvennalistinn. Ég var alla tíð ósátt-
ur við þessa kynjaskiptingu þótt ég
viðurkenndi illa nauðsyn hennar,
var þó ávallt smeykur við að kynja-
skiptingin í stjórnmálum hefði þau
slæmu hliðaráhrif að konur kæmu
alltaf fram sem mjúkar og fínlegar
meðan karlarnir fengju að þjösnast
áfram í persónuníði og taumlausri
árásargirni.
Ég valdi því þann kost að styðja
sem mest konur til áhrifa í þáver-
andi flokki mínum við val í trún-
aðarstöður, ég fylgi þessari stefnu
ennþá. Jafnframt hef ég hvatt kon-
ur til að sýna engu minni ákveðni
en karlar.
Ég studdi Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í stöðu formanns Sam-
fylkingarinnar árið 2005 af mörgum
ástæðum, meðal annars vegna
ákveðni hennar. Ég styð hana tví-
mælalaust áfram. Því fer þó fjarri
að ég telji að allt sem
hún gerir sé hafið yfir
gagnrýni enda væri
slík persónudýrkun
táknræn fyrir karl-
rembustjórnmál.
Andstaðan gegn
Samfylkingunni er
mikil og hefur upp-
runalega ekkert með
núverandi formann
flokksins að gera;
Samfylkingin ruglaði
gamla flokkakerfinu,
breytti mörgu sem er
óþægilegt í augum
margra, ógnar t.d.
gömlu valdakerfi. En
kjör Ingibjargar í
stöðu formanns stór-
jók andúðina. Það var
ekki nóg með að hún
væri kona; hún var
líka með skýlausar og
stundum nýstárlegar
skoðanir. Þetta fer í
taugarnar á mörgum.
Vorið 2003 flutti Ingibjörg ræðu í
Borgarnesi þar sem hún fjallaði um
nauðsyn þess að valdhafar mis-
munuðu ekki fyrirtækjum og minnt-
ist í því samhengi á afstöðu vald-
hafa gagnvart Baugi. Hver vill
segja það núna, eftir nýlegan
hæstaréttardóm, að hér hafi hún
haft rangt fyrir sér? En fyrir tæp-
um fjórum árum fordæmdu allir
andstæðingar Samfylkingarinnar
þessa ræðu Ingibjargar, m.a.
Vinstri grænir.
Um áramótin sl. taldi Ingibjörg
að þingflokkurinn hefði ekki staðið
sig nógu vel. Hún er í þingflokknum
þannig að hér var m.a.
um sjálfsgagnrýni að
ræða. En snúið var út
úr þessum orðum henn-
ar og hún var nefndur
„andstæðingur“ þing-
flokksins!
Á nýlegum fundi var
Ingibjörg að grínast
með viðhorf sem flestir
kannast við: „Ég hef nú
alltaf verið ópólitísk(ur)
og kýs þess vegna Sjálf-
stæðisflokkinn!“ Ingi-
björg sagði því að e.t.v.
hefði Samfylkingin ver-
ið of pólitísk! Þetta er
auðvitað kaldhæðni sem
konum leyfist ekki,
enda sleit RÚV ummæli
hennar úr samhengi í
fréttum sínum.
Nýlega var ég stadd-
ur í hópi kvenna sem
yfirleitt höfðu kosið
Samfylkinguna 2003 en
hugðust nú allar kjósa Vinstri
græna í næstu kosningum því að
„Steingrímur væri svo harður og
beinskeyttur í gagnrýni sinni“. Ég
spurði aðeins hvort það myndi
breyta einhverju ef Ingibjörg Sól-
rún væri eins hörð og beinskeytt og
hann. Þær litu hvor á aðra og sögðu
síðan glottandi: Nei, hún er kona og
yrði þá versta gribba!
Ég held að það fari ekki milli
mála að konum er ennþá mismunað
í íslenskum stjórnmálum. Sorglegt
er að hér eiga ekki aðeins karlar
hlut að máli.
Þolum við að kona sé
formaður stjórnmálaflokks?
Gísli Gunnarsson skrifar
um konur í stjórnmálum
Gísli Gunnarsson
»Ég held aðþað fari ekki
milli mála að
konum er ennþá
mismunað í ís-
lenskum stjórn-
málum.
Höfundur er prófessor í sagnfræði.
FLESTIR þekkja söguna um
miskunnsama Samverjann sem vann
góðverk á ókunnugum samborgara
sínum. Víst er að ekki var hann sá
fyrsti sem lét gott af
sér leiða og alls ekki
sá síðasti. Hér á landi
sem annars staðar
gegna ýmiss konar
samtök og einstakl-
ingar góðgerðar-
starfsemi sem miðar
að því að leggja fólki
lið án þess að fá
nokkra aðra umbun
en að vita að þeir hafi
látið gott af sér leiða.
Heilbrigðisþjónusta
hér á landi hefði ekki
byggst upp sem
skyldi ef ekki hefði
komið óeigingjarnt
starf trúfélaga, kven-
félaga og karlaklúbba
sem hafa lagt sitt af
mörkum við uppbygg-
ingu stofnana og
margvíslegrar þjón-
ustu í heilbrigðiskerfinu í samráði
við heilbrigðisyfirvöld og fagfólk.
Enn í dag skiptir framlag þeirra
máli og vonandi búum við einnig að
því í framtíðinni.
Hjálparstarf Rauða krossins er
vel þekkt á heimsvísu og Íslend-
ingar hafa lagt sitt af mörkum til að
sinna ýmsum verkefnum sem miða
að því að bæta heilsu og stuðla að
velferð fólks. Hér á landi kemur
Rauði krossinn að mörgum þörfum
verkefnum. Sjálfboðaliðarnir sinna
heimsóknum til aldraðra, fanga og
annarra sem eiga um sárt að binda.
Rauði krossinn heldur m.a. utan um
bókasafnsþjónustu á sjúkrahúsum
og rekstur verslana. Hjálparsíminn
1717 er mannaður af sjálfboðaliðum
á vegum Rauða krossins og hefur
lagt verulagt af mörkum til að sinna
fólki sem á um sárt að binda vegna
sálrænna vandamála. Þá hefur
Rauði krossinn sinnt kennslu um
sálræna og líkamlega skyndihjálp
auk þess að veita ráðgjöf varðandi
sálrænan stuðning þeirra sem orðið
hafa fyrir áfalli.
Hér á Íslandi hefur
byggst upp öflugt kerfi
björgunarsveita sem
bjarga fólki í neyð og
að koma í veg fyrir eða
draga úr skemmdum
mannvirkja þegar t.d.
óveður herja. Þessi
sveit vaskra karla og
kvenna hefur í gegnum
tíðina unnið ómetanlegt
starf til bjarga lífi og
limum fólks sem lent
hefur í slysum og
hrakningum af ýmsum
toga. Oft taka útköllin
langan tíma, jafnvel
marga daga, og
björgunarsveitarmenn
starfa oft við erfiðar að-
stæður og undir miklu
álagi. Auk þess þurfa
björgunarsveitarfélagar
að þjálfa sig og útvega og halda ut-
an um búnað sem er gundvöllur ár-
angurs þeirra.
112-dagurinn verður haldinn á
vegum viðbragðsaðila í björgun og
almannavörnum sunnudaginn 11.
febrúar og er hann að þessu sinni
helgaður margvíslegum störfum
sjálfboðaliða. Framlag sjálfboðaliða
er ómetanlegur stuðningur við heil-
brigðisþjónustuna og verður seint
fullþakkað. Þeir gegna þýðingar-
miklu hlutverki í þágu okkar allra.
Það skiptir máli, nú sem áður fyrr,
að fagleg sjónarmið séu höfð að
leiðarljósi og að starfsfólk heilbrigð-
isþjónustu vinni með og leiðbeini
sjálfboðaliðum í starfi sínu.
Sjálfboðaliðar
skipta máli
Matthías Halldórsson
fjallar um heilbrigðismál
Matthías Halldórsson
» Framlagsjálfboða-
liða er ómetan-
legur stuðning-
ur við heilbrigð-
isþjónustuna...
Höfundur er settur landlæknir.