Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AF HVERJU LEYFIR EIGANDI ÞINN ÞÉR EKKI AÐ VERA LAUS? ÉG LIMLESTI KETTI FRELSI ER OFMETIÐ SJÁIÐ MIG... ÉG ER „ÖSKU- SVEINNINN“ ÉG RÍS UPP ÚR ÖSKUHAUGUNUM TIL ÞESS AÐ GEFA BÖRNUM LEIKFÖNG! SÆLL LALLI! HVAÐ KOM ÉG MEÐ MÖRG LEIKFÖNG HANDA ÞÉR?!? ÉG FÉKK RANGAR UPPLÝSINGAR... ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÉG MUNDI EFTIR AÐ TAKA MEÐ MÉR UMBREYTIBYSSUNA ÞAÐ EINA SEM ÉG ÞARF AÐ GERA ER AÐ SKJÓTA MIG OG ÞÁ VERÐ ÉG ÖRUGGUR ÆÆII... ÉG ER FÖST Í ÞESSU HÚSI ALLAN DAGINN MIG LANGAR SVO AÐ KYNNAST NÝJU FÓLKI HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! ÉG KOM MEÐ ÞRJÁ FÉLAGA MÍNA FRÁ BARNUM SEM ÆTLA AÐ BORÐA MEÐ OKKUR FRÁBÆRT Æ, NEI! MAMMA ER AÐ HORFA! HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ AÐ BÖRNIN OKKAR HAFI EKKI KOMIST INN Í SKÓLANN? Í BRÉFINU SEGIR AÐ ÞAU HAFI VERIÐ ÁNÆGÐ MEÐ UMSÓKN ÞEIRRA... ...EN ÞAR SEM EINUNGIS ER HÆGT AÐ TAKA INN TAKMARKAÐAN FJÖLDA BAR- NANNA, ÁKVÁÐU ÞAU AÐ TAKA INN BÖRN SEM FÆRÐU SKÓLANUM MEIRA ÁTTU VIÐ ÞAU SEM FÆRÐU ÞEIM MEIRI PENING? EF VIÐ GEFUM ÞEIM LEIKFIMIS- SAL, ÞÁ SKIPTA ÞAU EF TIL VILL UM SKOÐUN M.J. ER AÐ LEIKA Í KVIKMYND MEÐ ROD RAYMOND SEM ER STÓR STJARNA OG ÞAÐ SEM STENDUR UPP ÚR HJÁ MÉR Í DAG ER AÐ LÁTA TAKA ÚR MÉR BLÓÐ ÉG VERÐ AÐ GERA EITTHVAÐ TIL ÞESS AÐ HRESSA MIG VIÐ... OG ÞETTA ER EKKI SLÆM BYRJUN! Ámorgun, fimmtudag,stendur Landlæknisemb-ættið fyrir málþingi umöryggi sjúklinga. Matthías Halldórsson er sitjandi landlæknir: „Umfangsmiklar rannsóknir sem unnar hafa verið úti í heimi á síðustu árum og áratugum benda til þess að verulegur öryggisvandi kunni að vera til staðar á sjúkrahúsum. Ár- ið1984 vann heilbrigðisrannsókn- ardeild Harvard-háskóla rannsókn á sjúkrahúsum New York þar sem kom í ljós að dauðsföll á sjúkra- húsum af völdum mannlegra mistaka við sjúkdómsmeðferð voru mun tíð- ari en menn höfðu áður talið, og áætl- uðu aðstandendur rannsóknarinnar að allt að 44.000 dauðsföll yrðu hvert ár á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum vegna slíkra mistaka,“ segir Matt- hías. „Samskonar rannsókn sem var unnin í Colorado og Utah árið 1992 áætlaði að talan gæti verið enn hærri, eða allt að 98.000 dauðsföll ár- lega. Ef þessar niðurstöður ættu við á Íslandi myndi það jafngilda 44 til 98 dauðsföllum árlega, sem við eig- um erfitt með að trúa að óreyndu.“ Matthías segir mörgum hafa þótt þessar niðurstöður ótrúlega sláandi: „Síðan þá hafa verið framkvæmdar samskonar rannsóknir í öðrum lönd- um, m.a. á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada og nú síðast í Danmörku, þar sem niðurstöður sýna jafnvel fram á enn hærri tölur, og er mikill áhugi fyrir að gera svipaða rannsókn hér á landi fáist fjármunir til þess.“ Meðal óvæntra atvika sem leitt geta til dauða nefnir Matthías ranga lyfjagjöf og sýkingar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir: „Orsökin er hins vegar sjaldan vanþekking eða vanhæfni starfsmanna, heldur mis- tök í kerfinu,“ segir Matthías. „Nú- tímaheilbrigðisþjónusta er mjög flókin og stólar á samspil margra að- ila. Ef veikur hlekkur er í keðjunni getur það haft alvarlegar afleiðingar. Má oft kenna um að ekki er til skýrt vinnuferli eða að verkferlum er ekki vandlega fylgt, mönnun er of lítil, starfsfólk ekki nægilega þjálfað eða skorti á upplýsingagjöf.“ Aðstandendur ráðstefnunnar hafa fengið hingað til lands Sir Liam Do- naldsson, landlækni Bretlands, sem er aðalfyrirlesari málþingsins: „Hann er jafnframt formaður starfs- hóps Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar um öryggi sjúklinga. Liam mun fjalla almennt um öryggi sjúk- linga og gera sérstaklega grein fyrir verkefninu Hreinlæti og örugg heil- brigðisþjónusta haldast í hendur.“ Aðrir fyrirlesarar eru Leifur Bárðarson, yfirlæknir á deild gæða- mála við LSH, og Laura Sch. Thor- steinsson, lektor við HÍ og verkefn- isstjóri hjá Landlæknisembætti, en þau munu fjalla um öryggi sjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi, og Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýk- ingavarnad. LSH, sem flytur erindið „Sýkingavarnir á sjúkrahúsum“. Í lok málþingsins mun Siv Frið- leifsdóttir undirrita samkomulag um þátttöku Íslands í verkefninu Hrein- læti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur. Fundarstjóri er Davíð Á. Gunn- arsson ráðuneytisstjóri og fer mál- þingið fram á ensku. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis, en senda þarf skrán- ingu á hrefna@landlaeknir.is. Heilsa | Málþing um öryggi sjúklinga á fimmtudag frá 8.30 til 11.30 á Hótel Nordica Er öryggi sjúk- linga í hættu?  Matthías Hall- dórsson fæddist í Reykjavík 1948. Hann lauk læknaprófi frá HÍ, sérfræðinámi í heimilisl. frá Háskólanum í Lundi, stundaði framhaldsnám í lýðheilsufr. við Norræna Heilsu- verndarháskólann, lauk meist- arapr. í skipulagningu og fjár- málum heilbrigðisþj. frá LSE og framhaldsprófi í heilbrigðisþjón- usturanns. við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Matthías starfaði sem heilsugæslulæknir í 10 ár. Hann var skipaður aðastoðarlandlæknir 1990 og er nú starfandi landlæknir í fjar- veru Sigurðar Guðmundssonar. Matthías er kvæntur Theódóru Gísladóttur lífeindafr. og eiga þau eina dóttur. GEISLAR morgunsólarinnar skína nánast lárétt niður stræti New York- borgar þessa dagana. Hitastigið í borginni og nærsveitum fór niður fyrir tíu stiga frost í gær og útlit er fyrir að kuldakastið vari fram yfir helgi. Vetrarsól í New York

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.