Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
H
vers vegna er orðið
kommúnisti alltaf
notað sem skamm-
aryrði?“ spurði
vinkona mín um
daginn. „Mér finnst svo skrítið að
láta eins og allir sem vildu koma
þessu þjóðfélagsskipulagi á hafi
verið vont fólk og viljað heim-
inum allt illt,“ bætti hún við.
Ég velti þessu fyrir mér og
greip til almenna svarsins um að
sigurvegarinn skrifaði söguna.
Kapítalisminn hefði „unnið“ og
þess vegna væru allir kapítalistar
góðir en kommúnistar vondir.
Vinkona mín samsinnti og við
ræddum fram og aftur tengsl nú-
verandi stjórnmálamanna við
kommúnisma og kapítalisma
kalda stríðsins. Ber fólk sem vill
að gosdrykkir séu dýrari en
ávaxtasafi á Íslandi í dag á ein-
hvern hátt ábyrgð á voðaverkum
Stalíns í Sovétríkjunum á sínum
tíma?
Nú hugsa eflaust einhverjir að
þarna hafi verið tveir litlir komm-
únistar að spjalla um stór-
hættulega framtíðarsýn sína. Að
sama skapi hefðu gamlir vinstri
menn (hvort sem þeir kölluðu sig
kommúnista eða ekki) sem hefðu
hlýtt á áframhald umræðna okk-
ar eflaust andvarpað þungt yfir
því hvernig kapítalisminn hefur
náð föstum tökum á hinni ungu
kynslóð.
Í framhaldi af þessari samræðu
rifjaðist upp fyrir mér fé-
lagsfræðatími í Kvennó, sem við
vinkonurnar sátum einmitt báðar,
þar sem við fengum í hendurnar
kubba í mismunandi litum og
ólíkir hópar áttu að reyna að
kubba einlit eða marglit hagkerfi
eftir því hvort þeim var úthlutað
hinni kommúnísku hugsjón, kap-
ítalisma eða ósk um blandað hag-
kerfi. Ég var kapítalisti og lenti
m.a. í deilu við kommúnista sem
vildi endilega græða sem mest á
kubbaskiptum við mig. Ég sagði
henni að lesa kennslubókina. Hún
væri kommúnisti núna og ætti
ekki að reyna að græða á mér,
saklausum kapítalistanum.
Þetta var sá árgangur Kvenna-
skólans sem útskrifaðist árið
2000. Við vorum 8, 9 og 10 ára
þegar Berlínarmúrinn féll. Ég
man eftir að hafa horft á fréttir í
sjónvarpi heima hjá hálfþýskum
vini mínum þar sem vel var fylgst
með gangi mála. Sjálf var ég
meira að spá í hvort þau ætluðu
ekki að fara að fá sér lita-
sjónvarp, það væri algjört rugl að
horfa á teiknimyndir í svarthvítu.
Í umræddum félagsfræðatíma
þekktu sum okkar muninn á kap-
ítalisma og kommúnisma. Í hug-
um annarra voru þessi hugtök
merkingarlaus, kannski vegna
áhugaleysis á pólitík, kannski
vegna áhugaleysis á því að vera
dregin í dilka sem aðrir bjuggu
til.
Það var líka sérstakt fyrir okk-
ur sem ekki ólumst upp á þræl-
pólitískum heimilum að velta
stefnunum fyrir okkur í fé-
lagsfræðatíma ári eða tveimur
áður en við fræddumst um sögu
kalda stríðsins og spennuna sem
var á milli „liðanna tveggja“.
Frá því að ég talaði máli kapít-
alismans í Kvennó fyrir tíu árum
hafa verið gerðar margar til-
raunir til að skipa mér í annað
liðið. Ég hef verið kölluð komm-
únisti og marxisti, já og jafnvel
bláeygur kommúnisti en þess má
geta að ég er með grænbrún
augu, (sem hefði þó varla sést í
svart-hvíta sjónvarpinu sem ég
hafði áhyggjur af þegar Berl-
ínarmúrinn féll).
„Það er eins og aldrei sé reynt
að komast að kjarnanum í nein-
um málum. Fólk skiptir sér frek-
ar í flokka og vill svo gera allt til
að klekkja hvert á öðru,“ sagði
vinkonan sem ég nefndi í upphafi.
„Ég er sannfærð um að það getur
verið meiri samvinna innan
stjórnmálanna. Af hverju er
svona miklum tíma eytt í að reisa
múra og nálgast hlutina á nei-
kvæðan hátt?“ spurði hún og
þvertók fyrir að hægt væri að
skipta Íslandi í rautt og blátt, eða
í tvo hópa yfirleitt.
Þegar upphrópanir ráða ríkjum
í pólitík er um leið verið að gera
lítið úr pólitískri umræðu. Hinn
almenni kjósandi verður smám
saman stressaður yfir að átta sig
ekki á hvað er allra mikilvægast
fyrir land og þjóð og leyfir mál-
efnum nærumhverfisins að víkja
fyrir óljósum hugmyndum um
þenslu og samdrátt, hagstjórn og
óstjórn. Skipulagsmál verða þá
að stórpólitískum málaflokki þar
sem 2+1 eða 2+2 er allt í einu
ekki lengur fyrsta bekkjar reikn-
ingur heldur tilefni til að skipta
öllum í tvo hópa, úthrópa stjórn-
völd fyrir svik og pretti og saka
stjórnarandstöðuna um upphlaup.
En er 2+1 eða 2+2 pólitík? Eða
öllu heldur praktískt skipulags-
atriði?
Í málaflokkum á borð við
menntamál, velferðarmál og jafn-
réttismál eru miklu meiri pólitísk
átök sem skipta allt fólk í landinu
gríðarlega miklu máli. Á að leyfa
upptöku skólagjalda? Hvernig á
að búa að öldruðum? Gjaldfrjáls
leikskóli? Sænska leiðin?
Úlfur úlfur! gala pólitíkusar.
Er nema von að almenningur
missi traust á stjórnmálamönnum
og áhuga á stjórnmálum? Það er
nefnilega þannig að það getur vel
verið að það sé úlfur á leiðinni, en
það getur líka verið að allir úlfar
séu víðs fjarri. Og hverju á fólk
að trúa?
Ekki bætir úr skák þegar
stjórnmálamenn missa tíma-
skynið og vara fólk með látum við
fjarlægri ógn liðinna tíma, eins
og að ætla að hræða göngugarpa
um hálendi Íslands við mikilli og
síaukinni umferð kyrkislangna
um svæðið. Og þrátt fyrir alla
skynsemi og vitneskju um að
kyrkislöngur eigi almennt ekki
leið um hálendi Íslands sitjum við
eftir með örlítinn ótta við drama-
tískan dauðdaga með slöngu um
hálsinn. Og innan við helmingur
þjóðarinnar ber traust til Alþing-
is.
Úlfur úlfur!
Kommúnisti!
»Ég var kapítalisti og lenti m.a. í deilu viðkommúnista sem vildi endilega græða sem
mest á kubbaskiptum við mig. Ég sagði henni að
lesa kennslubókina. Hún væri kommúnisti núna
og ætti ekki að reyna að græða á mér, saklausum
kapítalistanum.
halla@mbl.is
VIÐHORF
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
NÚ LIGGUR fyrir úrskurður
umhverfisráðherra vegna fyrirhug-
aðra vegabóta á Vestfjarðavegi um
Gufudalasveit. Í úrskurði sínum
fellst ráðherra á svonefnda leið B
en með umtalsverðum skilyrðum,
sem er eðlilegt vegna þeirra gríð-
arlegu neikvæðu um-
hverfisáhrifa sem leið-
arvalið hefur. Meðal
skilyrða er að vega-
lagning verði þröng í
Teigsskógi, þar er
ekki heimiluð nein
efnistaka, ekki má
skerða möguleika á
þangskurði né koma
nálægt arnarsetrum.
Þetta merkir einfald-
lega að kostnaðar-
aukning við leið B,
verður svo mikil að
göng verða ódýrasti kosturinn.
Svo miklu munar að jafnvel er
hægt að bæta við göngum undir
Gufudalaháls fyrir mismuninn.
Kostir jarðganga
Áður hefur verið bent á að göng
undir hálsana eru besti kosturinn
m.t.t. náttúrufars, umferðarör-
yggis, kostnaðar og arðsemi, auk
þess að stytta leiðina úr Bjarka-
lundi í Kollafjörð um hátt í 30
kílómetra. Gangaleiðin var ekki
valkostur í mati á umhverfisáhrif-
um og því gat ráðherra ekki úr-
skurðað m.t.t gangaleiðar. Hvers
vegna Vegagerðin lagði ekki mat á
gangaleið er ráðgáta. Þó má öllum
vera ljóst að göng undir Hjallaháls
og Gufudalsháls myndu:
Bæta öryggi og stytta Vest-
fjarðaveg umtalsvert.
Vernda Teigsskóg sem er á
náttúruminjaskrá.
Koma í veg fyrir að gjöfulum
arnarhreiðrum sé ógnað.
Vernda leirurnar í Djúpafirði
sem eru mikilvægur viðkomu-
staður farfugla.
Varðveita sjáv-
arfitjar og strend-
ur, forsendu fæðu-
öflunar vaðfugla.
Tryggja áfram-
haldandi þang-
skurð í fjörðunum.
Viðhalda bæjum í
Gufudalasveit í
byggð og auka at-
vinnumöguleika.
Með gangaleið
verður langþráður
draumur íbúanna um
láglendisveg um
Gufudalasveit að veruleika.
Einstök tækifæri
Gangaleiðin er ekki bara um-
talsverð vegabót heldur opnast ný-
ir og áður vannýttir möguleikar í
atvinnuþróun. Mikil verðmæti eru
fólgin í náttúru Reykhólahrepps
og Barðastrandar allrar. Svo mikil
er sérstaðan að sérstök lög hafa
verið sett til að stuðla að verndun
Breiðafjarðar, einkum landslags,
jarðmyndana, lífríkis og menning-
arminja. Einmitt í þessari sér-
stöðu eru fólgin einstök tækifæri í
náttúru-, menningar- og útivist-
artengdri ferðaþjónustu.
Ernir skapa atvinnu
Verði gangaleiðin farin gerir
það Reykhólahrepp kleift að reisa
Arnarskoðunarsetur sem á sér
vart sinn líka í heiminum og mun
draga að fólk frá öllum heims-
hlutum, jafnt vísindamenn til
rannsókna, fuglaskoðara og skóla-
börn. Undirrituð skoðaði síðasta
sumar ránfuglastöðvar í Skotlandi,
sér til mikillar ánægju. Áhrif
slíkra ránfuglasetra á afskekktar
byggðir, svo sem eyjuna Mull, eru
gríðarleg. Á örfáum árum hafa
tekjur af arnarskoðun á Mull
greitt fyrir nýtt íþróttahús í þorp-
inu og jaðaráhrifa gætir hvar-
vetna. Arnarskoðunarsetur getur
skapað mikla möguleika í Reyk-
hólahreppi. Með réttu getur
Barðaströnd, frá Reykhólasveit að
Bjargtöngum, hæglega orðið þjóð-
garður með hefðbundnum nytjum.
Á eftirtöldum vefslóðum má
m.a.sjá hvernig Skotar nýta sér
villta fugla í atvinnuskyni:
http://www.rspb.org.uk/reserves/
guide/l/lochgarten/index.asp
http://www.mullbirds.com/
Stóri borinn hans föður míns
Nú er svo sannarlega kominn
tími á „stóra borinn hans föður
míns“ á sunnanverðum Vest-
fjörðum, ef þar á að haldast
byggð. Að bæta samgöngur á
Vestfjörðum er forgangsmál. Það
sætir furðu að ekki sé fyrir löngu
búið að bora göng milli Hrafnseyr-
arheiði og Dynjandisheiði, að enn
sé fólk sem fer um Óshlíð í lífs-
hættu en eigi ekki annarra vega
völ. Jarðgangagerð sem tryggir
samgöngur innan Vestfjarða allan
ársins hring verður að setja í for-
gang. Allt annað er óforsvar-
anlegt.
Vegagerð um sunnanverða Vest-
firði er vandasöm og gæta þarf
hófs gagnvart viðkvæmri náttúru.
Það er ekki fjarlæg framtíðarsýn
að bora göng undir Hálsana, held-
ur eina skynsamlega lausnin. Með
göngum verða samgöngur tryggar,
verðmæti einstakrar náttúru varð-
veitt og möguleikar náttúru-
tengdrar ferðaþjónustu ekki skert-
ir.
Hér með er skorað á samgöngu-
ráðherra að setja gangaleið strax í
umhverfismat, svo hægt sé að
hefjast handa hið fyrsta.
Samgöngur í sátt
við náttúruna
Ásta Þorleifsdóttir fjallar
um samgöngumál »Hér með er skorað ásamgönguráðherra
að setja gangaleið strax
í umhverfismat svo
hægt sé að hefjast
handa hið fyrsta.
Ásta Þorleifsdóttir
Höfundur er jarðfræðingur
og áhugakona um útivist.
FRÓÐLEGT var að fylgjast
með umræðum flokksformanna í
sjónvarpssal sl.
mánudagskvöld. Þar
fór kosningabaráttan
loks af stað hjá Rík-
issjónvarpinu. Upp-
legg þáttarins var
samt nokkuð und-
arlegt því einungis
mátti tala um örfáa
málaflokka og frétta-
mennirnir tveir sátu
eins og pinnstífar
kennslukonur sem
hlýddu mönnum yfir
námsefni og refsuðu
með „já eða nei“-
spurningum ef þurfti.
Ekki var minnst á utanríkismál
þetta kvöld og spurningin óþægi-
lega um stuðning okkar við
Íraksstríðið kom því aldrei upp.
Þættinum lauk með þeim orðum
kennslukvenna að formennirnir
myndu sameinast í sjónvarpssal á
ný kvöldið fyrir kjördag. Kannski
yrði óþægilega spurningin þá
loks borin upp en heldur yrði það
nú seint, hugsuðu margir áhorf-
endur.
Von um annað kviknaði þó
daginn eftir þegar RÚV blés til
„opins kosningafundar“ á Selfossi
þar sem verja átti heilum hálf-
tíma í að ræða utanríkismál við
fulltrúa allra flokka. Fyrir
stjórnarflokkana mættu tvær
fagrar konur, utanríkis- og
menntamálaráðherra. Þær þurftu
þó lítið að óttast því aðeins tvö
„utanríkismál“ voru á nám-
skránni þetta kvöld:
hugsanleg Evrópu-
aðild og innflytjenda-
málið mikla. Hvernig
fréttastofu Sjónvarps
datt í hug að telja
innflytjendamál til
utanríkismála hlýtur
að vera rannsókn-
arefni. Um allan
heim eru þau mál á
hendi ráðuneyta sem
heita innanríkis. Því
vaknaði víða sá grun-
ur að nýbúaumræð-
unni væri ætlað að
koma í veg fyrir aðra
erfiðari. Árni Þór Sigurðsson,
fulltrúi Vinstri grænna, minnti
reyndar á að hér þyrfti einnig að
ræða „stóru málin eins og Íraks-
málið“ en kennslukona kvöldsins
gaf engin færi á breytingum á
námskrá. Varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir, gat því brosað
allt til enda, sæl í sínu sæti.
Ætlum við virkilega að fara í
gegnum aðrar alþingiskosning-
arnar í röð án þess að ræða
stuðning okkar við Íraksstríðið?
Eiga ráðamenn okkar enn og aft-
ur að sleppa við óþægilegu
spurninguna? Ætlar ríkisrekni
hluti fjórða valdsins virkilega að
hlífa Jóni og Geir við eldinn sem
þeir sjálfir kveiktu? Í hverskonar
landi búum við? Hverskonar þjóð
erum við? Erum við bara molbúar
sem lítum á nýbúann í næsta húsi
sem brýnasta utanríkismálið á
meðan saklausir Írakar halda
áfram að falla á hverjum degi í
okkar nafni? Um allan heim hafa
staðfastir stuðningsherrar þurft
að svara fyrir innrásina í Írak
þegar að kosningum hefur komið.
Um allan heim hefur Íraksmálið
orðið kosningamál. Nema hér á
litla saklausa Íslandi þar sem
ónýtir fréttamenn vanga við hug-
lausa ráðamenn, dansatriði sem
seint verður talið boðlegt sjón-
varpsefni.
Framganga Ríkissjónvarpsins í
upphafi kosningabaráttu neyðir
okkur óneitanlega til að rifja upp
hver það var sem skipaði nýjan
útvarpsstjóra.
Óþægilega spurningin
Hallgrímur Helgason kallar
eftir umræðum um stuðning
ríkisstjórnar Íslands við innrás-
ina í Írak
»Ætlum við virkilegaað fara í gegnum
aðrar alþingiskosning-
arnar í röð án þess að
ræða stuðning okkar við
Íraksstríðið?
Hallgrímur
Helgason
Höfundur er rithöfundur
og myndlistarmaður.