Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 65
SÖNG- OG LEIKKONAN Courtney
Love er sögð eiga að leika Önnu Ni-
cole Smith í mynd sem verður gerð
um ævi hennar. Love er 42 ára og
ekkja Nirvana söngvarans Kurt
Cobain.
„Courtney er upp með sér að
verða fyrir valinu, hún bar mikla
virðingu fyrir Önnu og finnst hún
geta tengt sig við líf hennar,“ sagði
kvikmyndaframleiðandi við Daily
Star.
Mögulegt er að Owen Wilson
leiki fyrrverandi elskhuga Önnu og
barnsföður, Larry Birkhead.
Það virðast allir ætla að græða á
lífi Önnu Nicole því í næstu viku
hefjast tökur á annarri mynd um
ævi hennar, þar leikur söngkonan
Willa Ford Önnu en sögð eru mikil
líkindi með lífi Ford og Önnu sem
hafa báðar verið kosnar leikfélagi
ársins hjá Playboy.
Reuters
Anna Nicole Smith.
Reuters
Courtney Love.
Ævisaga
Önnu mynduð
SÖNGKEPPNI framhaldsskól-
anna fer fram í Íþróttahöllinni á
Akureyri í kvöld.
Keppnin, sem nú er haldin í átj-
ánda skipti, er einn stærsti við-
burður framhaldsskólanna ár
hvert. Það eru þrjátíu skólar sem
taka þátt í ár en keppendur eru
rúmlega fjörutíu.
Allir landsmenn geta fylgst með
Söngkeppninni því sjónvarpið sýn-
ir beint frá henni í kvöld, útsend-
ing hefst kl. 20:50. Kynnar á
keppninni eru leikararnir Helga
Braga Jónsdóttir og Steinn Ár-
mann Magnússon.
Í ár hefur verið lögð gífurleg
vinna í að gera þessa keppni þá
bestu sem haldin hefur verið. Sem
dæmi má nefna að blað tileinkað
keppninni kom út eftir páska, alls-
konar fríðindi á Akureyri fylgja
því að koma á keppnina fyrir
framhaldsskólanema og heimasíða
hefur verið sett á laggirnar. Eftir
keppnina verður sameiginlegt
framhaldsskólaball í Íþróttahöll-
inni þar sem DJ Páll Óskar og
hljómsveitin Buff skemmta nem-
endunum.
Í fyrra fór Helga Guðjónsdóttir,
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi með sigur af hólmi en
hún söng lagið „Ruby Tuesday“
með íslenskum texta. Í öðru sæti
varð Gréta Mjöll Samúelsdóttir,
Menntaskólanum í Kópavogi, með
nýja útgáfu af laginu „Ó María“
sem var spilað heilmikið í útvarpi
seinasta sumar, og þriðja sætið
hreppti Arndís Ósk Atladóttir,
Fjölbrautaskólanum í Vest-
mannaeyjum.
Margar stjörnur dagsins í dag
hafa stigið sín fyrstu skref á tón-
listarsviðinu í Söngkeppni fram-
haldsskólanna. Má þar nefna Pál
Óskar, Einar Bárðarson, Emiliönu
Torrini, Sverri Bergmann, Móeiði
Júlíusdóttur, Margréti Eir,
Ágústu Evu (Silvía Nótt), Helga
Val trúbador, Ölmu Guðmunds-
dóttur Nylon, Birgittu Haukdal,
Magna og Sönghópinn Brooklyn
Fæv og margir fleiri. Það verður
spennandi að sjá hvort ný stjarna
fæðist á Akureyri í kvöld.
Fæðist ný stjarna?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sigurvegarar Anna Katrín Guðbrandsdsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2003. Hér er hún
ásamt Birgittu Haukdal sem tók einnig þátt í keppninni fyrir mörgum árum.
www.songkeppni.is
musicI
Sony Ericsson W880i
Örþunnur Walkman tónlistarsími
Frábær 2 megapixla myndavél • Léttur og fjölhæfur
MP3 tónlistarspilari með tónlistargreini
Handfrjáls búnaður fylgir
Verð 39.980 kr.
Verð áður 49.900 kr.
Þú færð símann í vefversluninni á siminn.is
eða á næsta sölustað Símans.
Tilboðin gilda til 15. apríl
MDS-60 ferðahátalarar
Verð 3.980 kr.
Verð áður 4.980 kr.
®
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Terra Nova býður frábæran
sumarauka á Salou á einstöku
tilboði. Salou er vinsælasti
áfangastaður Costa Dorada
strandarinnar sunnan
Barcelona. Frábær aðstaða
fyrir ferðamenn, fjöldi veitinga-
og skemmtistaða og afþreying í miklu úrvali við allra hæfi.
Gisting á einu allra vinsælasta hóteli okkar á Salou, Hotel
Villa Romana, fjögurra stjörnu hóteli með frábærum
aðbúnaði fyrir farþega Terra Nova.
Verð Kr.49.990
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með hálfu fæði
á Hotel Villa Romana **** í 10 nætur, 7. maí.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.900.
Sumarauki á
Salou
7.-17. maí
frá kr. 49.990
10 nætur á glæsilegu hóteli m/hálfu fæði
- SPENNANDI VALKOSTUR
Ótrúlegt verð - Glæsileg gisting - hálft fæði
Hotel Villa Romana ****
með hálfu fæði