Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Damien Peyret Opið virka daga frá kl. 12-19 og um helg- ar frá kl. 13-17 . Sýningu lýkur 26. maí. Aðgangur ókeypis. Í LJÓSMYNDASAFNI Reykjavíkur sýnir franski listamaðurinn Damien Peyret myndröð sem hann kallar Sund og gufa. Myndirnar sýna fólk á öllum aldri í laugunum, ýmist á sundi eða í slökun. Eru myndirnar teknar á Sx-70 Polaroid vél, stækkaðar upp og eins og venjan er með polaroid mynd- ir, þá liggur einhver húðslikja yfir myndunum sem fletur þær út en dregur um leið fram einn ráðandi lit, sem í þessu tilfelli er blár. Í þessu gufukennda polaroid- umhverfi skapast einkennileg dul- ræna og maður er ekki viss um hver af fyrirsætunum sé lífs eða liðin, fólk eða huldufólk. Hvarflaði að mér að þessi dularfulla polaroidvél hefði skyggnast yfir í aðrar víddir og sýndi sjötta skilningarvitið í mynd. Þótti mér huggun að sjá hve mikil ró liggur yfir hulduheimi sundlauganna. Í stuttmynd sem Peyret sýnir sam- hliða ljósmyndunum er greint frá ís- lenskum ungmennum á fylleríi í leigubíl og endar gamanið í þessum dularfullu laugum. Tökuvélin er ekki gædd þessum ófresku eiginleikum polaroidvélarinnar og notar listamað- urinn hana frekar til að poppa sýn- inguna upp með tilheyrandi hrökk- klippingum og popptíví stemmningu. Ljósmyndirnar sjá svo um að leiða ímyndunaraflið lengra. Jón B.K. Ransu Hulduheimar sundlauganna Í sundi „Í þessu gufukennda pol- aroid umhverfinu skapast ein- kennileg dulræna og maður er ekki viss um hver af fyrirsætunum sé lífs eða liðin, fólk eða huldufólk.“ MYNDLIST ANIMA gallerí, Lækjargötu 2b, IÐU-húsi, 2. hæð. Bjarni Sigurbjörnsson. Málverk Sýningin stendur til 15. apríl. Opið alla daga kl. 10–22. Aðgangur ókeypis. HIN RISASTÓRU málverk Bjarna Sigurbjörnssonar eru gerð þannig að þunnri málningu er hellt í grunnan plexíglerkassa eftir kúnstarinnar reglum. Liturinn er misþunnur og látinn leka í ýmsar áttir, stundum eru það eingöngu tónar í einum lit eins og bláum eða rauðum en stundum leika margir litir hlutverk í einu verki. Það sem er heillandi við verkin er mismunandi gegnsæið í litunum, efnahvörf sem verða þegar vatni og olíu er blandað saman og skuggaspil sem myndast á veggn- um fyrir aftan málverkin. Þar sem Bjarni lætur litinn gjarnan flæða frá miðju út á jaðrana þá minna málverkin oft á landslag sem tekin hefur verið mynd af úr lofti. Það er ekki frá því að manni finnist maður kannist við einhver eldfjöll, jökla, streymandi eða storkið hraun eða ár sem kvíslast í allar áttir á öræfasöndum. Verkin eru ákaflega litrík og fara vel í húsnæði IÐU-hússins þar sem ANIMA galleríið hefur komið sér fyrir í. Verk af þessu tagi eru hvalreki fyrir fólk sem les heilu skáldsögurnar í landslagi eða erótískar myndir á kvistóttum krossviði. Þóra Þórisdóttir Sköpunarferlið „Það er ekki frá því að manni finn- ist maður kannist við einhver eld- fjöll, jökla, streymandi eða storkið hraun eða ár sem kvíslast í allar áttir á öræfasöndum.“ TÓNLEIKAR Litlar freistingar Píanótónleikar: Þórarinn Stefánsson á pí- anó Á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 6. apríl sl. kl. 12.15. Á dagskrá: Næturljóð op. 55 í f eftir Chopin og Sónata í C KV 330 eftir Moz- art. ÉG er mjög ánægður með að Tón- listarfélagið á Akureyri skuli bjóða upp á tónleikaröð í föstudagshádegi og búa þannig til nýjan valkost í að neyta tónlistar og njóta um leið ágætra rétta. Nú var tónlistarrétturinn borinn fram af Þórarni Stefánssyni píanó- leikara. Þórarinn hefur verið mjög atkvæðamikill í tónlistarlífi við Eyjafjörð og mikilvirkur sem tón- leikahaldari í Laugarborg, jafn- framt því að leika á mörgum tón- leikum og kenna á píanó. Þessir tónleikar fóru mjög vel af stað og túlkaði Þór- arinn Næturljóð Chopins af næmi og innsæi. Dró fallegar lín- ur í hendingum og kröftugum andstæðum í styrkleika. Ef til vill hefði mátt draga úr pedalnotkun. Mozart varð honum eins og svo mörgum viss hindrun, en eins og flestir vita eru verk Mozarts svo tær að minnsta gára á yfirborði vatnsins getur gruggað. Þannig hefði Þórarinn sloppið ef hann hefði sleppt því að leika utanað. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hljóðfæraleik- arar eigi ekki að hika við að hafa nótur ef það þjónar vandaðri flutn- ingi og öfugt. Eftir að hafa ruglast í utanbókarleik í byrjun náði Þór- arinn í nóturnar og við það varð leikur hans öruggur og túlkun oft sannfærandi. Þórarinn leikur með syngjandi og músíkölskum tón, en þyrfti stundum að gefa sér betri tíma. Jón Hlöðver Áskelsson Chopin og Mozart í Ketilhúsinu Þórarinn Stefánsson TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikar. Verk eftir Mendels- sohn, Berlioz og Schumann. Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Vla- dimirs Ashkenazy. Einleikari: Gülsin Onay. Fimmtudagur 12. apríl. EINHVERN tímann í kringum árið 1975 var tekið stórkostlega skemmtilegt útvarpsviðtal við Al- freð heitinn Flóka myndlist- armann. Í myndum Flóka tókust gjarnan á öfl ljóss og myrkurs og ekki var alltaf á hreinu hvor sigr- aði. Það var því viðeigandi að á meðan rætt var við Flóka mátti heyra Draumórasinfóníuna eftir Hector Berlioz í bakgrunni. Hún fjallar um mann sem er svo hel- tekinn af vonlausri ást til konu nokkurrar að hann reynir að stytta sér aldur með ópíumi. Skammturinn dugir þó ekki til annars en að skapa martröð um nornamessu, og það er hin ægileg- asta samkoma. Þetta frábæra verk var á dag- skrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Vladimir Ashkenazy stjórnaði hljómsveit- inni af dæmigerðu öryggi og inn- lifun, enda lætur honum einkar að túlka djöfulgang, hvort heldur sem er á píanóið eða í gegnum hljómsveit. Fæstir hafa túlkað hinar öfgakenndu etýður Franz Liszt með viðlíka tilþrifum, og sami andi sveif yfir vötnunum á tónleikum Sinfóníunnar. Útkoman var með því magnaðasta sem ég hef heyrt lengi, enda æpti fólk af hrifningu. Hljómsveitin spilaði líka af tæknilegum yfirburðum; tré- blásararnir voru t.d. frábærir og hvorki meira né minna en fjórir hörpuleikarar voru nánast búnir að toga mig upp til himna. Ægi- legur undirheimablástur frá tveimur túbuleikurum togaði þó í hinn endann og það hlýtur að vera einhver mesti gauragangur sem heyrst hefur á Sinfóníutónleikum frá upphafi! Samt voru öll fínlegu blæbrigðin einnig til staðar í mús- íkinni. Það er einfaldlega ekki hægt að biðja um meira. Melúsína hin fagra eftir Mend- elssohn var líka frábærlega flutt, en því miður var ekki sama uppi á teningnum í píanókonsert Schu- manns, þar sem hin tyrkneska Gülsin Onay var í einleiks- hlutverkinu. Onay spilaði vissu- lega afar fagmannlega; allar nótur voru á sínum stað, hendingar fal- lega mótaðar og samspilið við hljómsveitina yfirleitt nákvæmt. Það dugði bara engan veginn til. Hvar voru tilfinningarnar sem ein- kenna tónlist Schumanns? Spila- mennskan var fyrirsjáanleg og lit- laus, Onay tók aldrei áhættu og var útkoman andlaus og leiðinleg. Óneitanlega var Berlioz skemmti- legri. Jónas Sen Ópíumvíma á Sinfón- íutónleikum Morgunblaðið/Ásdís Stjórnandinn Vladimír Ashkenazy Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Uppsetning LA og Leiklistardeildar LHÍ Sýnt í Rýminu Rýmið er samstarfsverkefni LA og Einróma lof! Tryggðu þér miða í tíma! Fös. 20. apríl kl. 21.30 Örfá sæti laus Lau. 21. apríl kl. 19 UPPSELT Lau. 21. apríl kl. 21.30 Aukasýning Fös. 27. apríl kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 28. apríl kl. 19 Laus sæti Fim. 3. maí kl. 20 Í sölu núna Fös. 4. maí kl. 19 Í sölu núna Fös. 13. apríl kl. 19 UPPSELT Fös. 13. apríl kl. 21.30 UPPSELT Lau. 14. apríl kl. 19 UPPSELT Lau. 14. apríl kl. 21.30 Örfá sæti laus Fim. 19. apríl kl. 20 UPPSELT Fös. 20. apríl kl. 19 UPPSELT Næstu sýningar F í t o n / S Í A Sýningum lýkur í maí „Óvenjuleg og áhrifamikil sýning... sem hefur mikið að segja” ÞT, Mbl „Forvitnileg og manneskjuleg sýning sem skilur mikið eftir sig... skondin og hrífandi sýning með frábærri músík...” KHH, Fréttablaðið „Mjög ánægjuleg upplifun... hvergi dauður punktur... ég mæli eindregið með þessari heillandi sýningu“ HÁ, RÚV „Tekst vel að skapa hlýlega og innilega stemningu... einfaldlega æðisleg” ÞES, Víðsjá, RÚV „Ástúðlegt og lokkandi, hættulegt og spennandi” IS, Kistan „loksins, loksins! …tímamótaleikhús” HH, Dagur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.