Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Mig langar til að
minnast í örfáum orð-
um góðs félaga og
samferðamanns um
árabil, Þráins Guð-
mundssonar, fyrrverandi skóla-
stjóra, sem lést 20. mars sl. á 74. ald-
ursári. Þegar horft er til baka til fyrri
ára – til hinna viðburðaríku ára í ís-
lensku skáklífi á 8. áratug aldarinnar,
þar sem hæst ber að sjálfsögðu
heimsmeistaraeinvígið milli Fischers
og Spasskys 1972, fer ekki hjá því að
nafn Þráins hafi þá þegar verið orðið
mjög áberandi í félagsmálum ís-
lenskrar skákhreyfingar. Áhugi hans
á skákinni var einlægur og lifandi,
það lýsti sér í öllu hans atferli.
Þráinn var kosinn í stjórn Skák-
sambandsins 1969 og í hinu stór-
merkilega riti hans um sögu Skák-
sambandsins 1925–1995 er að finna
afar fróðlega og skemmtilega frá-
sögn af því hvernig honum hlotnaðist
þessi „upphefð“ – sjálfum honum al-
gjörlega að óvörum. En þeir sem
stóðu að kjöri hans hafa greinilega
gert sér grein fyrir því að þörf var
fyrir slíkan mann og það fer ekkert á
milli mála að skákhreyfingunni var
mikill fengur í því að Þráinn helgaði
henni krafta sína. Hann var einn
helsti forvígismaður hennar um
langt árabil og m.a. forseti Skáksam-
bandsins á árunum 1986–1989. Skák-
hreyfingin á honum miklar þakkir að
gjalda fyrir það mikla og óeigin-
gjarna starf sem hann leysti af hendi
í hennar þágu á þessu tímabili. Slík
störf eru tímafrek og krefjast fórn-
fýsi og oftast fá þeir lítið þakklæti
sem verkin vinna – það er gömul og
ný saga. Oft urðu mikil átök um leið-
ir, áform – og ekki síst um ákvarð-
anir. Þráinn forðaðist deilur en
reyndi að koma málum fram með
lagni og lipurð. Hann sparaði orðin
en lét verkin tala. Hann var einstakt
ljúfmenni og mannasættir og ég man
ekki eftir að hafa heyrt hann fara
með hnjóðsyrði um nokkurn mann.
Víst er að enginn þekkti betur en
Þráinn til upphafs og sögu íslenskrar
skákhreyfingar. Fyrir framan mig,
þegar ég rita þessar línur, liggur
veglegt tveggja binda ritverk:
„Skáksamband Íslands í 70 ár“ sem
kom út á árunum 1996 og 1999 og lýs-
ir sögu Skáksambandsins á tíma-
bilinu 1925–1995. Það þótti sjálfsagt
og eðlilegt, þegar ákveðið var að ráð-
ast í að rita sögu Skáksambandsins
að Þráinn væri fenginn til að takast
þetta verk á hendur og er ekki nein-
um blöðum um það að fletta að Þrá-
inn vann hér stórvirki, sem mun
halda minningu hans á loft um ókom-
in ár.
Það er mikil eftirsjá að mönnum
eins og Þráni. Við Auður sendum
Margréti og ástvinum öllum einlæg-
ar samúðarkveðjur okkar.
Friðrik Ólafsson.
Kynni okkar Þráins Guðmunds-
sonar hófust, er við tókum báðir sæti
í stjórn Skáksambands Íslands árið
1969. Verkefnin voru hefðbundin
fyrstu árin en 1972 ákváðum við að
bjóða í framkvæmd einvígis á Ís-
landi, milli skákmeistara úr austri og
vestri, Rússans Borís Spasskís og
Bandaríkjamannsins Roberts Fisc-
hers, um heimsmeistaratitilinn í
skák.
Það ár varð einstakt og ógleym-
anlegt. Allur heimurinn fylgdist með.
Framvindan þetta ótrúlega sumar
verður ekki rakin hér en í öllum þeim
atgangi einvígisins sem stjórnin
þurfti að fást við reyndist Þráinn
ákaflega traustur, réttsýnn og ráða-
góður. Fjár þurfti að afla til einvíg-
isins. Reyndist margvísleg minja-
gripasala drjúg tekjulind. Þegar upp
var staðið skilaði skákeinvígið um-
Þráinn Guðmundsson
✝ Þráinn Skag-fjörð Guð-
mundsson fæddist á
Siglufirði 24. apríl
1933. Hann lést á
Kanaríeyjum 20.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 4. apríl.
talsverðum hagnaði án
nokkurs beins ríkis-
framlags. Þráinn átti
stóran þátt í þessum
árangri því hann og
Guðlaugur Guðmunds-
son höfðu að mestu
umsjón með rekstri
minjagripaverslunar
Skáksambandsins í
Laugardalshöll.
Einvígisvikurnar
reyndu á fjölskyldulíf-
ið. Verkefnin voru ær-
in, kom daglega til
kasta eiginkvenna
okkar. Margrét hans Þráins var þá
betri en enginn. Ekki leið sá dagur að
konurnar tækju ekki að sér hin ólík-
legustu erindi, smá og stór. Eftir
standa góðar minningar og stolt.
Árið 1973 flutti ég út á land og
urðu samverustundirnar þá stopulli
en þó hélt hópurinn frá því 1972
ávallt góðu sambandi og fór t.d.
nokkrar minnisstæðar hálendisferðir
næstu sumur.
Í rekstri æskulýðs- og íþróttasam-
banda er ómetanlegt að fá að njóta
starfskrafta reyndra félagsmála-
manna en þau störf eru á stundum
erfið og vanþakklát og oftast unnin í
sjálfboðavinnu. Þráinn hélt áfram
margvíslegum störfum fyrir skák-
hreyfinguna alla tíð og naut hún þar
reynslu hans sem skólamanns, ekki
síst þegar kom að gagnkvæmum
heimsóknum ungra skákmanna á er-
lenda grund.
Ég þakka góða vináttu Þráins, alla
tíð og votta Margréti, börnum þeirra
og fjölskyldum innilega samúð.
Guðjón Ingvi Stefánsson.
Ég rifja upp löngu liðið haust er
ég, smávaxin 10 ára telpa af Lauf-
ásveginum, kom fyrst í Miðbæjar-
skólann í 11 ára E. Það hlýtur að hafa
verið árið 1957. Ég kom þangað eftir
verndaða veru í Laugarnesskólanum
þar sem Jón Sigurðsson stjúpafi
minn réð ríkjum sem skólastjóri.
Samt hafði Miðbæjarskólinn alltaf
verið hverfisskólinn minn þótt ég
kæmi þangað ekki fyrr og talsvert
áfall var að upplifa agaleysi það sem
við blasti á skólalóðinni og var ólíkt
Laugarnesskólanum þar sem allt var
í röð og reglu.
Bekkurinn var fyrir nokkuð vel
samstilltur, flest höfðu börnin verið
saman frá upphafi skólagöngu, þótt
nokkur hefðu bætzt við síðan. Hann
kallaðist bezti 11 ára bekkurinn því
þá var raðað í bekki eftir námsár-
angri. Nemendur voru upp til hópa
áhugasamir, hæfileikaríkir og metn-
aðarfullir krakkar, nokkuð fyrirferð-
armiklir sumir, án efa meira en 30
saman. Kennari okkar næstu tvö árin
var Þráinn Guðmundsson sem þá
hefur ekki verið nema rúmlega tví-
tugur, þótt okkur fyndist hann á
þeim tíma kominn nokkuð til ára
sinna. Í mínum huga mynda þeir eins
konar tríó, Þráinn, Þorvaldur Ósk-
arsson og Svavar Guðmundsson, sem
kenndu hver sínum bekk í sama ár-
gangi. Þeir voru áhugasamir ungir
kennarar og bjuggu yfir þeim ein-
læga ásetningi að koma þessum
börnum til nokkurs þroska. Þeir voru
samhentir við að leiða börnin utan og
innan skólans, kenndu allar greinar,
fóru með í skólaferðalög og sáu um
félagslíf það sem skólinn bauð upp á.
Þráni tókst að hjálpa nemendum
að rækta hæfileika sína og lét hvern
og einn finna að hann væri einhvers
virði. Sem við vorum öll að sjálf-
sögðu, þótt okkur flest vantaði sjálfs-
öryggi. Við vorum uppfull af þroska-
leysi þeirra sem eru á þröskuldi
unglingsáranna, leitandi mannverur
og mótanlegar. Í tímum hjá honum
var ekki skvaldrað eða masað, heldur
unnið, hlustað, lesið og lært.
Þráni hlotnaðist frekari frami í
starfi, hann tók við Laugalækjaskóla
og var þar farsæll skólastjóri í mörg
ár. Ég hitti hann á hinum pólitíska
vettvangi löngu seinna þegar ég sem
borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í
Reykjavík átti samskipti við skóla-
stjórana í bænum og ekki síður þegar
hann var í hlutverki sem framámað-
ur í skákhreyfingunni.
Reyndar höfðu nemendur fyrr-
nefnds bekkjar í nokkur skipti hóað í
Þráin gegnum árin þegar til stóð að
hittast og hann lét sig hafa það marg-
oft að verja með okkur kvöldstund í
heimahúsi, börnum sínum frá löngu
liðnum dögum. Vissi alltaf við hvað
við vorum að fást, syrgði með okkur
þá sem féllu frá, og gladdist með
glöðum. Síðast hittum við hann í
gamla Iðnó þegar nokkur okkar buðu
honum og Margréti konu hans í kaffi
og gáfum honum mynd í afmælisgjöf,
sjötugum. Ég er ekki frá því að hon-
um hafi þótt nokkuð vænt um það.
Þegar Þóra Marteinsdóttir skóla-
systir okkar féll frá langt fyrir aldur
fram árið 1997 ákváðum við nokkrar
stallsystur að frumkvæði einnar úr
hópnum að rifja upp gömul kynni og
höfum síðan hitzt reglulega. Það er
því fyrir mína hönd og skólasystr-
anna Lóu Lilju, Siggu Sig, Laufeyjar
Barða, Ellu Páls og Önnu Jóhönnu
sem ég votta Margréti og börnum
þeirra Þráins okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Við dáðum Þráin Guð-
mundsson. Fyrir mér er hann minn-
isstæðasti kennari á vegferð minni,
áhrifavaldur umfram aðra og ég er
honum eilíflega þakklát fyrir sam-
fylgdina.
Katrín Fjeldsted.
Vinur okkar Þráinn Guðmundsson
er allur. Við fráfall hans rifjast upp
minningar sem spanna nokkra ára-
tugi. Annað okkar kynntist Þráni
sem nemandi í Laugalækjarskóla en
hitt sem kennari við sama skóla.
Bæði kenndum við undir handarjaðri
hans í kvöldskólanum sem tengdist
Námsflokkum Reykjavíkur. Hann
vildi meina að hann ætti stóran þátt í
samdrætti okkar og síðar hjónabandi
og gat sagt söguna af því í ýmsum út-
gáfum á sinn kankvísa hátt.
Sem skólastjórnandi fylgdist hann
vel með því starfi sem fram fór í skól-
anum hans, kom oft inn í bekki og
settist á borðshorn einhvers, fylgdist
með kennslunni, spjallaði um náms-
efnið og átti til að spyrja nemendur
um álit þeirra á kennaranum á sinn
létta og þægilega hátt. Og alltaf tók
hann manni vel ef leita þurfti til hans.
Alla tíð höfum við mætt mikilli hlýju
af hans hálfu, hann fylgdist með okk-
ur í gegnum tíðina og það urðu alltaf
fagnaðarfundir þegar við hittumst.
Síðustu árin urðu samskiptin meiri
gegnum samstarf á sviði grunnskóla-
mála og reyndist hann Borgaskóla
einstaklega vel. Fyrir það skal nú
þakkað. Eftir að hann hætti störfum
átti hann það til að kíkja inn í kaffi og
fylgjast með skólastarfinu. Aldrei
kom hann svo við að aðstoðarskóla-
stjórinn fengi ekki faðmlag. Í amstri
dagsins voru þessar heimsóknir dýr-
mætar.
Við þökkum umhyggju og hlýju í
okkar garð í gegnum árin. Eiginkonu
hans, börnum og fjölskyldum þeirra
sendum við okkar innilegustu sam-
úðaróskir. Minningin um góðan
dreng mun lifa.
Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Guðmundur Ingi Kristjánsson
og Árdís Ívarsdóttir.
Með nokkrum línum vil ég kveðja
og minnast gamals félaga og vinar.
Fyrir rúmri hálfri öld hófu kennslu
við Miðbæjarskólann í Reykjavík
nokkrir ungir menn. Meirihluti
kennara við skólann var þá mun eldri
og gátum við þessir ungu margt af
þeim lært. Pálmi Jósefsson skóla-
stjóri, sá góði maður, var okkur góð-
ur leiðbeinandi og einkar laginn við
að skapa góðan starfsanda. Metnað-
ur okkar ungu kennaranna var mikill
og vildum við hlut okkar nemenda
sem mestan og nutu nemendur Þrá-
ins þar góðs og kappsfulls kennara.
Sett voru upp leikrit, skákmót og far-
ið í ferðalög svo eitthvað sé nefnt.
Meðal kennara skólans var skákin
mikið iðkuð og þegar „Skákkeppni
stofnana“ var komið á, þá átti Mið-
bæjarskólinn þar keppnissveit í
nokkur ár. Þráinn var þar fremstur í
flokki enda átti hann eftir að starfa
mikið að skákíþróttinni. Þráinn varð
yfirkennari við Laugalækjarskóla
1963 og síðar skólastjóri. Samskipti
fjölskyldna okkar Þráins voru lengi
mikil og meðal annars var ferðast hér
heima og erlendis. En fundir okkar
voru færri síðustu árin. Það var því
mikið áfall að hitta Margréti og tvö
börn þeirra hjóna á Kanarí stuttu
eftir að Þráinn veiktist og fylgjast
með baráttunni síðustu daga hans.
Við hjónin vottum Margréti, börnum
þeirra og barnabörnum dýpstu sam-
úð í sorg þeirra um leið og við kveðj-
um góðan dreng.
Þorvaldur og Karen.
Skarð er fyrir skildi við ótímabært
fráfall Þráins Guðmundssonar.
Góður vinur, skákfélagi og sam-
starfsmaður hefur verið hrifinn á
braut af skákborði lífsins fyrirvara-
laust rétt eins og títt gerist á hvítum
reitum og svörtum.
Það er mikill og sár sjónarsviptir
að svo mætum og minnisstæðum
manni sem Þráinn var. Hann skilur
eftir sig stórt tómarúm og söknuð í
traustum fjölskyldu- og vinahópi.
En enginn má sköpum renna.
Við fráfall Þráins hefur skákhreyf-
ingin misst einn sinn ötulasta liðs-
mann og mikinn fræðaþul. Þráinn
átti lengri samfellda setu í stjórn
Skáksambandsins en nokkur annar
og lagði sína gjörvu hönd að málefn-
um skákhreyfingarinnar um ára-
tugaskeið. Ritun hans á sögu Skák-
sambandsins var stórvirki á sínum
tíma og ritstjórn hans á tímaritinu
Skák nú hin síðustu árin lofs- og
þakkarverð eins og öll önnur störf
sem hann tókst á hendur af mikilli
ósérhlífni í þágu síns hugðarefnis og
hins þarfa málstaðar.
Um leið og ég kveð hugumkæran
vin um árafjöld vil ég þakka ljúfar
samverustundir og gefandi minning-
ar honum tengdar. Margréti og ást-
vinum hans öllum eru færðar inni-
legar samúðarkveðjur frá
skákklúbbnum.
Blessuð sé hans fagra minning.
Einar S. Einarsson.
Kær vinur okkar og vinnufélagi er
látinn langt um aldur fram. Þráinn
var vinnufélagi okkar til margra ára
á breytilegum vettvangi framan af.
Árið 1994 erum við „Hrútarnir“ sam-
einaðir á Skólaskrifstofu Reykjavík-
ur í gömlu Slökkvistöðinni við Tjarn-
argötu, komnir hver úr sinni áttinni,
skólastjóri, kennarar og smiðir, til að
sinna fjölbreytilegum störfum í þágu
skólastarfs í borginni. Einn var í
þessum hópi sem var sameiningarafl
ólíkra starfa og ólíkra manna, hann
Þráinn. Hann var einstakur öðlingur
og lagnastur allra við að gefa ólíkum
hópi manna sameiginlega sýn á menn
og málefni og fylgja málum til enda
með farsælli niðurstöðu.
Þessir einstöku eiginleikar Þráins
urðu þess valdandi að hann mótaði
jákvæða afstöðu í starfsmannahópn-
um til þeirra róttæku breytinga sem
urðu á stjórnskipan sveitarfélaganna
við yfirtöku á málefnum grunnskól-
anna. Hann sagði: „Strákar, nú tök-
um við af skarið og tökum forystu í að
gera Fræðslumiðstöð að góðum
vinnustað.“ Eftir það fylgdum við
andlegum foringja okkar og lögðum
allt okkar af mörkum af fullum heil-
indum.
Við þessar aðstæður nutu sín vel
saman góð greind, fjölbreytt mennt-
un og mikil reynsla í mannlegum
samskiptum og það eðli hans að
mikla ekki fyrir sér verkefnin sem
þurfti að leysa. Þráinn var einstakt
ljúfmenni og mikill „faðir“ heima og
heiman og einstaklega umhyggju-
samur og mátti hvergi aumt sjá nema
koma þar að til lausnar. Farsælt
skólastarf hans mótaðist ekki af asa
og bægslagangi heldur af ró og virð-
ingu fyrir verkefninu og metnaði fyr-
ir því að einstaklingunum sem í hlut
áttu farnaðist vel. Á starfsævi sinni
hefur Þráinn lagt ómetanleg lóð á
vogarskálar mennta og þroska ótal
ungmenna í Reykjavík sem kennari,
skólastjóri, fræðslustjóri og síðast
starfsmaður á Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur þar sem hann lauk sín-
um farsæla og árangursríka starfs-
ferli. Áhugamál Þráins voru mörg,
má þar nefna bókmenntir, íslenska
tungu, ferðalög og síðast en ekki síst
skáklist. Að öllum öðrum ólöstuðum
hafa ekki margir lagt sig eins fram í
þágu skáklistarinnar hér á landi, sem
hann, á öllum sviðum, stórum og
smáum, ekki síst í þáttum er sneru að
ungmennum.
Við „Hrútarnir“ höfum misst góð-
an vin, félaga og foringja en mestur
er missir fjölskyldunnar.
Margréti og allri fjölskyldunni
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hrútarnir: Óskar, Jens,
Halldór, Stefán og Júlíus.
Leiðir okkar Þráins Guðmunds-
sonar lágu saman um nokkurra ára
skeið í Laugalækjarskólanum í
Reykjavík. Hann var settur skóla-
stjóri veturinn 1963–1964 í fjarveru
minni við nám í Bandaríkjunum.
Strax við fyrstu kynni fann ég að hér
var kominn traustur maður og góður
félagi enda skilaði hann starfi sínu
um veturinn með prýði. Þráinn var
reyndur kennari eftir níu ára starf í
Miðbæjarskólanum (1954–1963), og
hann var vel menntaður til þess að
takast á við verkefni sem biðu hans
næstu árin í Laugalækjarskólanum.
Auk stúdents- og kennaraprófs lauk
hann prófi (fyrrihluta) í íslenskum
fræðum árið 1956 frá Háskóla Ís-
lands. En Þráni dugði þetta ekki.
Hann var sífellt að bæta við þekk-
ingu sína, bæði í kennslu og skóla-
stjórn og m.a. stundaði hann nám í
skólastjórn við University of Oregon
veturinn 1965–66. Við Þráinn unnum
svo saman við stjórn Laugalækjar-
skólans til vors 1969 en þá urðu
nokkur kaflaskipti í skólamálum
Reykjavíkur. Miðbæjarskólinn og
Gagnfræðaskóli Vesturbæjar voru
lagðir niður og Laugalækjarskólinn
gerður að gagnfræðaskóla. Niður-
staðan við þessar breytingar varð sú
að skólastjóri Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar, Óskar Magnússon, tók við
Laugalækjarskólanum og Þráinn
hélt áfram sem yfirkennari þar.
Skólastjóri varð hann svo árið 1975
er Óskar lét af störfum. Við áður
nefndar breytingar var undirritaður
skipaður skólastjóri Breiðholtsskól-
ans sem hóf starfsemi sína haustið
1969. Við fráfall vinar míns, Þráins
Guðmundssonar, rifjast upp góðar
minningar frá samstarfinu við hann.
Þráinn var góður kennari, ekki hvað
síst í íslensku, og áhuga hafði hann á
breyttum kennsluháttum. Í samráði
við kennarana gerðum við tilraun í
kennslu lesgreinanna gömlu (landa-
fræði, sögu og náttúrufræði). Í stað
þess að kenna þær allar í viku hverri
var ein tekin fyrir í einu, námstím-
anum skipt jafnt á milli greinanna,
tímum fjölgað, heimildavinna aukin
og miðsvetrar- og vorpróf lögð niður.
Í stað þeirra voru lögð fyrir próf í
kennslutímum, þegar kennarinn
taldi það tímabært og án þess að
nemendum væri tilkynnt það fyrir
fram.
Þau próf voru svo hluti af endan-
legri einkunn nemendanna. Breyt-
ingar þessar vöktu athygli og voru
m.a. kynntar á fundi Skólastjóra-
félags Íslands á Laugarvatni sumar-
ið 1966. En allt hefur sinn tíma. Með
nýrri námskrá og tilkomu samfélags-
fræðinnar breyttust forsendur í
kennslu lesgreinanna eins og kunn-
ugt er.
Þráinn hafði mikinn áhuga á fé-
lagsmálum, sat um tíma í stjórn
Stéttarfélags barnakennara í
Reykjavík og var formaður þess um
skeið og kunnur var hann fyrir störf
sín í Skáksambandi Íslands. Það rifj-
ast reyndar upp fyrir mér nú að á 6.
og 7. áratug síðustu aldar man ég
hann vel á skákmótum kennara og
það leyndi sér ekki að þar var góður
skákmaður á ferðinni. Þráinn var
fremur stór maður, dökkhærður með
glampa í augum, kom vel fyrir, glað-
sinna og gamansamur í daglegri um-
gengni og allra manna kurteisastur.
Að lokum þakka ég þessum vini
mínum samstarf og vináttu á liðnum
árum. Blessunar bið ég honum á
brautum eilífðarinnar. Eiginkonu
hans, Margréti Guðmundsdóttur, og