Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 73 Stærsta opnun á fjölskyldu- mynd í Bandaríkjunum í Ár s.v. mbl WILD HOGS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SparBíó* — 450kr ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! MR BEAN KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KLUKKAN 2 Á AKUREYRI BRIDGE TO TERABITHIA KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 6 Á AKUREYRI SPARbíó laugardag og sunnudag MR BEAN KL. 1 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Á AKUREYRI OG KL. 2 Í KEFLAVÍK / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! eee S.V. MBL SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 11 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ HOT FUZZ kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1 - 1:30 - 3 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára 300 kl. 5:30 B.i.16.ára MUSIC & LYRICS kl. 3:40 LEYFÐ THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 1:30 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL 3D BECAUSE I SAID SO kl. 1:40 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 1:50 - 3:50 LEYFÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee H.J. MBL G.B.G. Kvikmyndir.com V.I.J. Blaðið eeee LIB Topp5.is FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS eeee VJV, TOPP5.IS eee Ó.H.T. RÁS2 EINS og allir vita er Silvía Nótt ein- stakt fyrirbæri sem bendir með írónískum og ýktum hætti á ým- islegt sem aflaga hefur farið í sam- félagi okkar. Hún er tákngervingur peningahyggju og klámvæð- ingar. Allt útlit og öll framganga Sil- víu til þessa hefur styrkt þessa ímynd og umslag Goldmine er engin undantekning þar á. Silvía er á hnjánum, fáklædd við sundlaug í fjarlægu og heitara landi. Tungan er úti, afturendinn stendur út í loftið og um hendur hennar og háls eru gullhringir, háls- men, gimsteinar og glingur ým- iskonar. Hún er gjörspillt, rík og hlutgerð; fullkomin paródía Parísar Hilton. Ímyndir af þessu tagi tröllríða popptónlistarheiminum og því ekki nema eðlilegt að Silvía láti að sér kveða þar líka (Paris Hilton gerði slíkt hið sama). Stúlkurnar, og tón- listin sem þær flytja, eru ansi mis- jafnar að gæðum, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að vera fram- leiddar, vörur sem eru settar saman af hugmyndafræðingum ýmiskonar; markaðsfólki, stílistum, rýnihópum og svona mætti áfram telja. Ég ætla mér ekki að fordæma slíka fram- leiðslu, hún er einfaldlega hluti af menningarlandslagi nútímans og gjaldgeng í því eins og hvað annað. Margar afurðirnar eru vel heppn- aðar, það þarf t.d. ansi kalt hjarta og stirða fætur til þess að njóta ekki bestu laga Britney Spears. Á Goldmine er ekkert sem stenst bestu lögum Britney Spears snúning né bestu verkum annarra söng- kvenna af svipuðum meiði. Það þýðir hins vegar ekki að Goldmine sé vond plata. Birgir Örn Steinarsson, áður í Maus, og Sölvi Blöndal, áður í Quar- ashi, eru heilarnir á bak við lögin á þessari plötu, og í félagi við Silvíu tekst þeim að mörgu leyti prýðilega upp. Silvía er fín söngkona, rám í upphafi setninga á la Britney (sjá sérstaklega „Right Now“), hún dregur andann á kynþokkafullan máta milli setninga og stynur með sannfærandi hætti þar sem það á við. Útsetningar Sölva hafa fag- mannlega áferð á yfirborðinu, en við nákvæmari hlustun finnst mér þó eins og það skorti einhvern kraft, hljómurinn er fremur flatneskjuleg- ur og ég veit ekki hvort hann er nægilega feitur til að trylla dans- gólfin. Þessu tók ég strax eftir þegar fyrsta lagið af plötunni hóf að óma, „Thank You Baby.“ Það er langt frá því að vera með betri lögum skíf- unnar, viðlagið ekki nægilega gríp- andi, og að mínu mati fremur sér- kennilegt lag til kynningar á plötunni – hvílík vonbrigði eftir „Til hamingju Ísland.“ Sem betur fer kippir Silvía þessu í liðinn strax í fyrsta lagi plötunnar (og líklegast því besta), „Call- ing,“ diskóskotnu hipp- hopp-bíti með töffaralegri brú og sannkölluðu slag- araviðlagi. „Danger Love“ er einnig gott, lágstemmt hús með fönkuðum gít- urum og diskólegum strengjum. Þar er erfitt að leiða textann hjá sér: „Don’t you know / how to get me started / push my button of love / I know you want it / Don’t you know how to fill my body / come on hotty / let’s get a little naughty“ og „my body is petite / so open up my candy store“. Silvía fer skemmtilega með „Materi- al Girl“ Madonnu, setur það í nýstárlegan búning sem liggur einhvers staðar mitt á milli Kelis og Peaches og bætir vel í efnishyggj- una. „Tame the Horse“ og „Hara- juku“ skilja lítið eftir sig og þótt „Snowflake“ sé líklegasta fyndnasta (þ.e. klisjukenndasta) lag plötunnar þá væri glæpsamlegt að mæla bein- línis með því. Það er raunar einn helsti löstur plötunnar, Silvía hefur alltaf verið mjög fyndin, og þótt lögin séu mörg hver skemmtileg þá væri synd að kalla þau fyndin. Kannski er Silvía orðin of lík dívunum sem hún lagði upphaflega með að gera grín að og broddurinn úr paródíunni á burt. Kannski skiptir það engu máli – hér eru allavega sex eða sjö lög sem geta vel komið partíi af stað og því engin ástæða til að kvarta, þótt eitt „Holy night, Silvia Night“ hefði vafalaust farið vel í lokalaginu „The Gospel of Silvia Night.“ Engin ástæða til að kvarta TÓNLIST Silvia Night – Goldmine Díva Kannski er Silvía orðin of lík dív- unum sem hún lagði upphaflega með að gera grín að og broddurinn úr paródíunni á burt. Atli Bollason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.