Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 61
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Kirkjustarf
Boðunarkirkjan | Verið hjartanlega velkomin í
Boðunarkirkjuna alla laugardaga kl. 11 á hvíld-
ardegi Drottins. Börn fá fræðslu við sitt hæfi.
Magnea Sturludóttir prédikar. Vinalegur söfn-
uður þar sem áhersla er lögð á Biblíuþekkingu,
komdu og fáðu uppörvun í Orði Guðs. Boð-
unarkirkjan, Hlíðarsmára 9, 3. hæð, Kópavogi.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Handverksýning verður í Fé-
lagmiðstöðinni Árskógum 4. Opið frá 13–16.30.
Kaffi og gott meðlæti kl 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK verður
með OPIÐ HÚS í félagsheimilinu Gjábakka
laugardaginn 14. apríl kl. 14. Samkór Kópavogs
tekur lagið. Stjórnandi er Björn Thoroddsen.
Upplestur. Tískusýning: Fatnaður frá Dalakof-
anum í Hafnarfirði og Dressmann í Smáralind.
Kaffi og meðlæti. Félagar fjölmennið.
Skemmtinefndin.
Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og
skemmtifundur í Ásgarði í Stangarhyl 4 hefst
kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9
og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Föstudagur
13. apríl: kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10
ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádeg-
isverður, kl. 14 Bingó FEBK.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir í fé-
lagsstarfið. Farið í gönguferð kl. 10 alla laug-
ardagsmorgna „Út í bláinn“. Alla virka daga
gengið kl. 9. Laus sæti í ferðina að Hala í Suð-
ursveit. Leiðbeiningar á tölvu á þriðjudögum.
Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við í kaffi. S.
568-3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is
60ára afmæli. TómasÞórir Jónsson á Flúð-
um verður sextugur á morgun,
sunnudaginn 15. apríl. Af því
tilefni mun hann taka á móti
vinum og vandamönnum þann
sama dag milli klukkan 10 og
14 á Útlaganum á Flúðum.
60ára afmæli. SoffíaRögnvaldsdóttir,
Gljúfraborg í Breiðdal, fyllir í
dag, 14. apríl, sjötta tuginn.
Hún verður með heitt á könn-
unni á Gljúfraborg milli klukk-
an 15 og 18.
Afmæli Kvískerjabræðra
| Í tilefni af afmælum
Kvískerjabræðra, þeirra
Sigurðar Björnssonar 90
ára, 24. apríl, Helga
Björnssonar 82ja ára, 2.
febrúar og Hálfdáns
Björnssonar 80 ára, 14.
mars, ætla sveitungar og
vinir að halda þeim kaffi-
samsæti í Hofgarði í Öræf-
um laugardaginn 21. apríl
næstkomandi frá kl. 15-18.
Að ósk bræðranna eru
gjafir afþakkaðar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar má
nálgast hjá Halldóru í síma
478-1727, Pálínu í síma
478-1760 og Laufeyju í
síma 478-1074.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Hægt er að
hringja í síma 569 1100, senda
tilkynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins, www.mbl.is, með því að
velja þar liðinn „Senda inn
efni“. Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og mynd
í pósti. Bréfið skal stíla á:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er laugardagur 14. apríl, 104. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum. (Mark. 10,52.)
Ítilefni af ári jarðarinnar 2008hefur raunvísindadeild HáskólaÍslands staðið fyrir fyr-irlestraröð á vormisseri undir
yfirskriftinni Undur veraldar.
Í dag, laugardag, flytur Brynhildur
Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og
auðlindafræði við HÍ fimmta fyr-
irlestur fyrirlestraraðarinnar: „Sjálf-
bær þróun – Er íslenskt orkuumhverfi
á leið til sjálfbærni?“ Fyrirlesturinn er
haldinn í Öskju kl. 14 og er aðgangur
öllum heimill og ókeypis.
„Ég byrja á að skoða uppruna hug-
taksins „sjálfbær þróun“, og kynni til
sögunnar hinar þrjár víddir sjálf-
bærrar þróunar: hagrænu, félagslegu
og umhverfislegu víddina,“ segir Bryn-
hildur. „Í framhaldinu fjalla ég um
sjálfbæra orkuþróun, sem margir telja
forsendu þess að færast í átt til sjálf-
bærrar þróunar. Við skoðum hvað
sjálfbær orkuþróun þýðir í raun, eink-
um með tilliti til hinna þriggja vídda
sjálfbærrar þróunar, og hvort íslenskt
orkuumhverfi hafi færst í átt til sjálf-
bærni.“
Brynhildur segir íslenskan orku-
iðnað umhverfisvænan þegar hann er
borinn saman við önnur lönd: „En sjálf-
bær orkuþróun er víðtækara hugtak og
felst ekki í samanburði við frammi-
stöðu annarra landa, heldur er mæld
með eigin frammistöðu og framförum í
átt að sjálfbærni frá ári til árs,“ segir
Brynhildur. „Til að nálgast sjálfbærni
þarf að ná markmiðum innan allra
þriggja vídda sjálfbærrar þróunar sem
oft getur reynst flókið viðfangsefni og
kostnaðarsöm fjárfesting en mun
borga sig þegar litið er til lengri tíma.
Sjálfbær orkuþróun felur þannig í sér
að auka skilvirkni og hagkvæmni í
orkunotkun jafnt sem orkuframleiðslu,
og einnig að auka orkuöryggi. Jafn-
framt þarf að fylgjast grannt með
hvort aukning verður á orkuinnflutn-
ingi annars staðar frá en sjálfbær
orkuþróun felst í að nota í meira mæli
innlenda og endurnýjanlega orku.“
Brynhildur mun fjalla um framtíð-
armöguleika í sjálfbærri orkuþróun á
Íslandi og hvort Ísland geti stuðlað að
sjálfbærri orkuþróun erlendis: „Að lok-
um sýni ég fram á að sjálfbær þróun og
sjálfbær orkuþróun eru ekki and-
stæður hagvaxtar, heldur þvert á móti
forsendur áframhaldandi velmegunar.“
Umhverfi | Fyrirlestur í Öskju í dag kl. 14 á vegum raunvísindadeildar HÍ
Sjálfbær orkuþróun
Brynhildur Dav-
íðsdóttir fæddist á
Akranesi 1968.
Hún lauk BS-gráðu
í líffræði frá HÍ
1991, meistara-
gráðum í alþjóða-
samsk. og um-
hverfis- og orkufr.
frá Boston-háskóla
1995 og dokt-
orsprófi frá sama skóla 2001. Bryn-
hildur var lektor við Boston-háskóla
2001–2004, starfrækti eigið ráðgjaf-
arfyrirtæki og var ráðgjafi hjá ABT
associates. Hún hefur verið dósent við
HÍ frá 2006. Brynhildur er gift Einari
Erni Sigurdórssyni auglýsingamanni
og eiga þau tvær dætur.
Tónlist
Salurinn, Kópavogi | Laugardag-
inn 14. apríl kl. 13: Seinustu tón-
leikar í tónleikaröð kennara Tón-
listarskóla Kópavogs. Á
efnisskránni eru verk eftir S. Pro-
koffief, Ó. Kentish, R. Gliere og W.
Sydeman. Miðaverð: 1500 kr. í s.
5700400 og á salurinn.is
Myndlist
Listasafn ASÍ | Nú stendur yfir í
Listasafni ASÍ sýning Borghildar
Óskarsdóttur „Opnur“. Uppi-
staðan í sýningunni er ættar- og
fjölskyldusaga sem tengist hinum
ýmsu stöðum á sunnanverðu
landinu, náttúrunni þar og hús-
um. Sýningin stendur til 29. apríl.
Opið 13-17. Aðgangur ókeypis.
Leiklist
Halaleikhópurinn | Nýtt íslenskt
leikrit eftir Ármann Guðmunds-
son. Þetta er ýkjukennt raunsæ-
isverk með kaldhæðnum ádeilu-
broddi, sem fjallar á
ábyrgðarfullan og fordómalausan
hátt, bæði um fordóma gagnvart
öryrkjum og fordóma gagnvart
þeim sem hafa fordóma gagnvart
öryrkjum. Allt þó á gamansömum
nótum.
Dans
Breiðfirðingabúð | Vorball Átt-
hagafélags Strandamanna verð-
ur haldið í Breiðfirðingabúð Faxa-
feni, laugardaginn 14. apríl.
Hljómsveitin KLASSÍK leikur fyrir
dansi. Húsið opnar kl. 22.
Skemmtanir
Barinn | Plötusnúðar eru Jonfri &
Mr.Cuellar en þeir hafa verið að
spila saman í mörg ár við frábær-
ar undirtektir. Strákarnir lofa frá-
bæru kvöldi með ferskustu dans-
tónlistinni. Ekki mun vanta
aðbúnaðinn þar sem bætt verður
við hljóðkerfi staðarins. Heineken
er styrktaraðili og verðum við
með tilboð á barnum.
Fyrirlestrar og fundir
Askja- Náttúrufræðihús Há-
skóla Íslands | Brynhildur Dav-
íðsdóttir, dósent við Háskóla Ís-
lands, heldur erindi um sjálfbæra
þróun í fyrirlestraröðinni Undur
veraldar, sem raunvísindadeild
Háskóla Íslands stendur fyrir. Fyr-
irlesturinn verður haldinn í Öskju,
náttúrufræðahúsi Háskóla Ís-
lands í sal 132 og hefst kl 14.
Norræna húsið | „Hin leitandi
manneskja – ég kraftur og nú-
tímatækni“ er yfirskrift fyrirlest-
urs sem Michaela Glöckler
dr.med. heldur í Norræna húsinu
sunnudaginn 15. apríl kl. 20. Hún
er mannspekilæknir og heldur
fyrirlestra um allan heim.
Frístundir og námskeið
Kvennakirkjan | Námskeið um
lífið eftir skilnað hefst í Kvenna-
kirkjunni mánudaginn 16. apríl kl.
18.30 – 20 og verður í fjóra
mánudaga. Leiðbeinendur verða
séra Guðný Hallgrímsdóttir og
séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Fjallað verður um reynslu kvenna
af því sem tekur við að loknum
hjónaskilnaði.
Morgunblaðið/Þorkell
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýn-
ingar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mann-
fagnaði
ÞRJÁR sýningar eru eftir í
vor á leikritinu Killer Joe á
litla sviði Borgarleikhússins,
en sýningar hefjast á ný í
haust.
Verkið verður sýnt í kvöld
og um næstu helgi, föstudag-
inn 20. apríl og laugardaginn
21. apríl. Killer Joe segir af
feðgum sem ráða leigumorð-
ingja til óþverraverks en ým-
islegt fer ekki eins og áætlað
var.
Björn Thors leikur leigumorðingjann og aðrir
leikarar í sýningunni eru Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Maríanna
Clara Lúthersdóttir og Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson og Pét-
ur Ben sér um tónlist.
LEIKLIST
Killer Joe
í sumarfrí
Þröstur Leó
Gunnarsson
MYNDLISTARKONAN
Rúrí veitir leiðsögn um sýn-
ingu sína
Tími – afstæði – gildi í
menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í dag kl. 13.
Sýningin hefur verið fram-
lengd til 6. maí en hún var
opnuð 3. febrúar í tengslum
við Sjónþing.
Yfirskrift sýningarinnar
vísar til viðfangsefna Rúrí-
ar á liðnum 33 árum, sí-
gildra og áríðandi á hverj-
um tíma, eins og segir á
vefsíðu Gerðubergs.
Á sýningunni má sjá þróunina í listsköpun
Rúríar frá því hún hóf sinn listamannsferil, sem
spannar nú 33 ár.
MYNDLIST
Rúrí með
leiðsögn
Rúrí
LEIKVERKIÐ Power of
Love – hið fullkomna deit,
eftir Halldóru Malin Pét-
ursdóttur, verður sýnt í
síðasta sinn á morgun í
Austurbæ.
Í febrúar síðastliðnum
var verkið sýnt á leiklist-
arhátíð í bænum Celje í
Slóveníu, sem bar nafnið
Dagar kómedíunnar.
Verkið var einnig sýnt í
Zagreb í Króatíu á ein-
leikjahátíð, við góðar
undirtektir. Eftir lokasýninguna á sunnudaginn
verður haldið út á land og verkið sýnt á Egils-
stöðum. Halldóra Malin leikur í verkinu og leik-
stýrir sjálfri sér, auk þess að hafa skrifað það
eins og fyrr segir.
LEIKLIST
Lokasýning í
Austurbæ
Halldóra Malin
Pétursdóttir