Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 23 ERLENT Bagdad. AP. | Fulltrúar á íraska þjóð- þinginu héldu í gær sérstaka minn- ingarathöfn um þá sem biðu bana í sprengjutilræði á kaffistofu þingsins í fyrradag. Margir þingmenn voru fjarverandi vegna takmarkana sem gilda um ferðir bifreiða í Bagdad á föstudögum, en þær voru settar á til að fyrirbyggja sprengjuárásir á óbreytta borgara sem á föstudögum flykkjast í moskur. Hófst þingfund- urinn einni og hálfri klukkustund síðar en áætlað var vegna öryggis- ráðstafana og dræmrar mætingar. Sprengjutilræðið í fyrradag var talsvert áfall, enda kemur íraska þingið saman inni á græna svæðinu í miðborg Bagdad; en þar sér Banda- ríkjaher um öryggisviðbúnað og er hann umtalsverður. Velta menn fyrir sér hvernig ódæðismanninum tókst að komast alla leið inn í kaffistofu þingsins. Talið hafði verið að átta hefðu fall- ið í tilræðinu, en í gær sögðu Banda- ríkjamenn að aðeins einn hefði týnt lífi. Virðist hafa verið um þingmann- inn Mohammed Awad að ræða en Mahmoud al-Mashhadani þingfor- seti minntist hans sérstaklega við upphaf fundarins í gær. Þingheimur fordæmdi árásina og al-Mashhadani sagði neyðarfund þings skilaboð til hryðjuverkamannanna um að þeim yrði ekki leyft að stöðva pólitíska framþróun í Írak. Segja hryðjuverkamenn ekki fá að hafa betur Reuters Árás Öngþveiti ríkti í íraska þinginu í fyrradag þegar sprengjan sprakk. Moskvu. AP. | Rússneski auðjöf- urinn Borís Bere- zovskí hvetur til þess að valdi verði beitt til að steypa Vladímír Pútín Rússlands- forseta af stóli. Hann segir tals- verðan stuðning við þær hugmyndir sínar meðal póli- tískra frammámanna í Rússlandi. „Við þurfum að beita valdi til að skipta út þessari stjórn,“ sagði Bere- zovskí í viðtali sem birtist á vefsíðu The Guardian. Öðruvísi verði ekki komið á stjórn í Rússlandi sem standist stjórnarskrá landsins. Og Berezovskí sagðist hafa veitt fjár- magni til aðila innan Rússlands sem vinna að því að ná völdum í landinu. Berezovskí var áður innsti koppur í búri í Kreml en lenti upp á kant við Pútín og flúði til Bretlands, þar sem honum var veitt pólitískt hæli. Hann segir Pútín fara fyrir alræðisstjórn. Rússnesk stjórnvöld brugðust ókvæða við yfirlýsingum Berezovsk- ís og ítrekuðu óskir sínar um að bresk stjórnvöld framseldu hann til Rússlands. Augljóst væri að hann hefði gerst brotlegur við skilmála hælisleyfisins, sem Bretar veittu honum á sínum tíma, með því að æsa til uppreisnar í Rússlandi. Berezovskí hefur áður látið svipuð ummæli falla en orð hans nú koma í aðdraganda þingkosninga í Rúss- landi og í mars á næsta ári eiga síðan að fara fram forsetakosningar. Vill vopnaða byltingu Borís Berezovskí París. AFP. | Spænsku læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem reglu- lega bjarga lífum annars fólks í vinnunni breytast umsvifalaust í stórhættulega ökumenn er þau setj- ast undir stýri bíla sinna. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar Evrópukönnunar en þar kemur fram að Spánverjar eru gjarnastir allra Evrópuþjóða á að aka undir áhrifum áfengis, en rekja má 30–50% dauðaslysa á Spáni til þess að ökumaður hafi verið ölvaður. Sambærilegar tölur í Evrópu rokka frá því að vera 40% á Írlandi og niður í 14% í Bretlandi og Þýskalandi. Sérstaka athygli vekur hins vegar í niðurstöðunum að hlutfallið er hærra meðal spænsks heilbrigðis- starfsfólks en annarra íbúa Spánar. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru þannig tuttugu prósent líklegri til að aka bíl sínum eftir að hafa neytt áfengis en nokkur annar hópur há- skólamenntaðs fólks. Karlkyns hjúkrunarfræðingar teljast sérstaklega hættulegir, næst- um helmingur allra sem tóku þátt í könnuninni sögðust einhvern tímann hafa ekið bíl eftir að hafa neytt áfengis. Karlar eru næstum tvöfalt líklegri en konur til aka ölvaðir. Aka ölvuð eftir að hafa bjargað fólki ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.