Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þegar fara á betur en
vel fer oft verr en illa
Ípistlum sínum hefur um-sjónarmaður alloft vikið aðþví að ofvöndun geti leittút í ógöngur einkum ef
ekki er tekið tillit til málvenju.
Með forsetningunum á og í er
ýmist notað þolfall (hreyfing) eða
þágufall (kyrrstaða) og ef atviks-
orð eru notuð með þeim er ýmist
notuð styttri myndin (inn, út, upp,
fram) eða sú lengri (inni, úti,
uppi, frammi), t.d. fara upp í
skóla en vera uppi í skóla og
sigla út á vatnið en sigla úti á
vatninu. Þessi ‘regla’ virðist vera
mjög traust í íslensku, fjölmörg
dæmi frá elstu heimildum og
fram til nútímans staðfesta hana.
Í nútímamáli gætir þess nokk-
uð að framangreind ‘regla’ sé
einnig notuð með forsetningunni
við, þ.e. niður við > niðri við; inn
við > inni við; út við > úti við
o.s.frv. Umsjónarmann grunar að
það feli í sér ofvöndun er sagt er:
Búist er við rigningu úti við [þ.e.
út við] ströndina; Prikið stendur
uppi við [þ.e. upp við] vegginn
eða Strákurinn er besta skinn
inni við [þ.e. inn við] beinið. Svo
mikið er víst að engar traustar
heimildir eru fyrir slíkri málbeit-
ingu og í eðlilegu máli talar fólk
ekki svona.
Það er vitaskuld enginn vegur
að gera grein fyrir notkun atviks-
orða með forsetningunni við í
stuttu máli en á það skal bent að í
flestum tilvikum er vísað til
stefnu en ekki kyrrstöðu, t.d.:
Bærinn stendur þarna / niður við
sjóinn. – Hér sem endranær fer
best á því að málvenja og mál-
kennd ráði.
Frekur er hver
til fjörsins
Í málshættinum Frekur er
hver til fjörsins merkir fjör ‘líf’
og vísar hann til þess að öllum er
lífið kærast. Hann er víða að
finna í fornu máli, einnig í öðrum
myndum. Í Laxdæla sögu (61.k.)
segir t.d.: Þykir mér og sem svo
verður flestum gefið að allt láti
fjörvi fyrri og í Njáls sögu (83.k.)
stendur: Fé er fjörvi firra (‘fé er
minna vert en lífið’). Það á sér því
enga stoð að nota orðasambandið
vera frekur til fjörsins í merking-
unni ‘vera fyrirferðarmikill; vilja
láta til sín taka’ eins og í eftirfar-
andi dæmi: Hann [forseti Íslands]
hafi verið frekur til fjörsins sem
pólitíkus og hann sé frekur til
fjörsins sem forseti (30.1.07).
Auðlærð er ill danska
Á það hefur
verið bent að
málshættir feli
í sér skírskotun
til almennra
sanninda, vísi
til reynslu
genginna kynslóða, og geymi
þannig með nokkrum hætti það
sem kalla má heimspeki alþýðu.
Málsháttinn Auðlærð er ill
danska má rekja aftur til 17. ald-
ar. Hann vísar vitaskuld ekki til
þess að danska sé ill heldur til
þess að auðvelt sé að slá um sig
með lélegri dönsku. Málshátt-
urinn er barn síns tíma, sýnir af-
stöðu manna til dönskuskotins
málfars. En nú er öldin önnur, nú
er það enska sem sækir á en ekki
danska. En ætli sú enska sem nú
sækir á sé ekki ‘ill’ í sama skiln-
ingi og ‘ill danska’? Það getur
naumast talist vandað mál að
‘skreyta’ framsetningu sína með
hráum þýðingum. Þessa gætir þó
talsvert í fjölmiðlum, sbr. eftirfar-
andi dæmi:
Áður hafði Levin bætt við að
leggja þyrfti aukinn þrýsting á
Íraksstjórn (13.11.06) [e. put a
pressure on]; á fundum bak við
luktar dyr (‘fyrir luktum dyrum’)
(4.12.06) [e. behind closed/locked
doors]; sagði stóráfall að svona
hlutir gætu gerst undir nefinu á
Alþingi og eftirlitskerfi þess
(20.1.07) [e. under the nose of];
stór mistök [e. big mistake]; Mér
finnst við eiga rétt á stórri afsök-
unarbeiðni [fyrir mistökin í Írak]
(22.1.07); frá þeim leik [tapleik
fyrir Dönum] höfum við ekki náð
að frelsa okkur (5.2.07) [e. free
oneself from sth.]; Sigurður Tóm-
as Magnússon settur saksóknari
átti gólfið einn í gær og spurði
Tryggva Jónsson spjörunum úr
(20.2.07) [e. have the floor]; Hann
hafði ekki lokaorðið um myndina
(6.2.07) [e. have the last word]
‘átti ekki síðasta orðið’ (sbr. d. få
sidste ordet) og Forstjóri stígur
af vagninum ‘lætur af störfum’ .
Úr handraðanum
Nýlega urðu talsverðar umræð-
ur um banka og bankastarfsemi á
Íslandi og sýndist sitt hverjum.
Ónefndur bankamaður taldi að
bankarnir greiddu með húsnæð-
islánum en á Alþingi var talað um
okur bankanna. Það er reyndar
ekki nýtt.
Af einhverjum ástæðum var
Jóni Ólafssyni frá Grunnavík, að-
stoðarmanni Árna Magnússonar,
mjög uppsigað við banka. Hann
velur þeim hin herfilegustu heiti
sem sum hver eru svo svæsin að
umsjónarmaður treystir sér ekki
til að hafa þau eftir. Önnur eru
meinlausari, t.d. okursbrunnur
eigi grunnur, fjárgróðastofn og
ágóðauppspretta. – Umræðan um
bankana nú á dögum og afstaða
Jóns Grunnvíkings staðfestir orð
Predikarans: Ekkert er nýtt und-
ir sólunni.
Í textavarpinu var vikið að út-
þenslu bankanna og þar var ritað:
Þrír bankar séu með 90% mark-
aðshlutdeild. Þeir hafi hins vegar
breytt [þ.e. breitt] úr sér til
Skandinavíu og Bretlands
(22.2.07). Það er naumast nokkr-
um vafa undirorpið að íslenskir
bankar hafa aukið umsvif sín eða
fært út kvíarnar en hvernig í
ósköpunum má það vera að þeir
hafi breitt úr sér? Það kemur á
óvart að sjá orðalag sem þetta í
textavarpinu.
Málsháttinn
Auðlærð er ill
danska má
rekja aftur til
17. aldar.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 100. þáttur
ÉG ER starfsmaður æfinga- og
keppnissvæðis Vélhjólaíþrótta-
klúbbsins í nágrenni við Litlu Kaffi-
stofuna við Svínahraun. Á síðasta ári
komu u.þ.b. 5.000 manns á svæðið til
að keyra torfærumót-
orhjól og fjórhjól.
Flestir þeir sem á
svæðið koma nota allan
þann mögulega örygg-
isútbúnað sem fáan-
legur er, s.s. brynju,
hálskraga, stígvél, oln-
boga- og hnjáhlífar
ásamt sérstökum bux-
um og jökkum sem
ætlaður er fyrir akstur
torfæruhjóla.
Af þessum fimm
þúsund einstaklingum
sem heimsóttu svæðið í
fyrra slösuðust aðeins tveir gestir,
og annar þeirra vegna þess að hann
notaði ekki allan öryggisbúnaðinn
sem hann var þó með.
Í haust var ég ráðinn sem lausa-
maður á skíðasvæðið í Bláfjöllum.
Þá daga sem opið hefur verið í Blá-
fjöllum hef ég verið við lyftuvörslu í
brekku sem skíðakeppnisfólk notar
mikið og er á svokölluðu suðursvæði.
Á þessu svæði eru yngri flokkar
skíðafólks í kennslu og við æfingar.
Það verður að segja skíðafólki til
hróss að flestir nota góðan örygg-
isklæðnað. Því miður hef ég þó séð
bæði börn og þjálfara án hjálms.
Ástæða þess að ég skrifa þetta bréf
er að ótrúlega margir skíðaiðkendur
eru með vitlausa stærð af hjálmi.
Versta dæmið sem ég hef séð var
þegar lítil stelpa var með hjálm
mömmu sinnar og mun hjálmurinn
hafa verið u.þ.b. 4–5 númerum of
stór.
Það að vera með of
stóran hjálm, getur
verið hættulegt og í
dæmi litlu stúlkunnar
má líkja því við að hún
hefði verið í skíðaskóm
mömmu sinnar. Stund-
um hef ég bent fólki á
þetta og flestir taka
ábendingum mínum
vel.
Hjálmar eiga aldrei
að vera einhver tísku-
bóla, þeir eru öryggis-
útbúnaður sem verður
að passa á höfuð viðkomandi. Hjálm-
ar hafa númer, rétt eins og skór, og
til að mæla hvaða númer maður þarf
af hjálmi er notuð eftirfarandi að-
ferð: Takið málband og mælið fyrir
ofan augabrúnir, eyru og aftur fyrir
hnakka og númerið sem mælist í
sentimetrum er undantekning-
arlaust númerið sem viðkomandi á
að nota. Hjá flestum karlmönnum er
þessi mæling á bilinu 57–60 sm, en
hjá konum 55–58 sm. Nýr hjálmur á
að vera það þröngur að rétt sé hægt
að troða honum á hausinn á sér.
Fóðringin gefur eftir og eftir 15 mín-
útna notkun er nýr hjálmur oftast
búinn að aðlagast höfði eiganda síns.
Reyndir akstursíþróttamenn
reyna jafnvel að troða á höfuðið
hjálmi sem er einu númeri of lítill til
þess að vera öruggir um að hann sé
ekki laus á höfðinu á þeim og fylgi
hverri hreyfingu höfuðsins. Sé
hjálmurinn of rúmur á höfðinu veld-
ur það óþægindum og aukaorkutapi
við notkun í keppni. Hjálmar eru
hannaðir til að lagast að höfði eig-
anda síns og því á maður aldrei að
lána hjálminn sinn.
Í verslunum víða erlendis, þar
sem öryggishjálmar eru seldir, er
þess krafist að sölumaðurinn hafi
sérstök hjálmasöluréttindi. Skyn-
samlegt væri að setja svipaðar regl-
ur hérlendis. Persónulega tel ég
meiri þörf á að hjálmasölumenn séu
með réttindi og kunnáttu til að leið-
beina um notkun hjálma en t.d. sá
sem selur bíla eða fasteignir, því
bílar og fasteignir eru jú í flestum
tilfellum bara steypa og járn, en
hjálmurinn er fyrir lífið sjálft.
Hlífðarhjálmar verða
að vera mátulega stórir
Hjörtur L. Jónsson skrifar um
gildi þess að nota rétta stærð af
öryggishjálmum
»Hjálmur er gagns-laus nema hann
passi á hausinn á
manni.
Hjörtur L. Jónsson
Höfundur er akstursíþróttamaður og
hefur unnið við skipulagningu akst-
ursíþróttamóta.
LÍKLEGA hefur stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokks og þess
flokks sem er lengst
til vinstri á þingi
sjaldan þótt jafn-
líklegt og um þessar
mundir. Ekki er þar
með sagt að þær lík-
ur séu miklar enda
yrði slík samvinna
eftir þingkosning-
arnar í vor afar sögu-
leg. Yfir 60 ár eru
liðin síðan sjálfstæð-
ismenn sátu í Ný-
sköpunarstjórninni
með alþýðuflokks-
mönnum og sósíal-
istum og þótt for-
ingjar
Sjálfstæðisflokks og
Sósíalistaflokks og
síðar Alþýðu-
bandalags hafi ekki
útilokað samstarf
með öllu eftir það fór
aldrei svo. Hægri og
vinstri unnu aldrei
aftur saman.
Rúmur aldarfjórð-
ungur er nú liðinn frá
því að samvinna af
því tagi var síðast
rædd af nokkurri alvöru. Eftir
stjórnarslit og alþingiskosningar
síðla árs 1979 geisaði stjórn-
arkreppa í landinu. Tveggja flokka
stjórn yrði ekki mynduð án þátt-
töku Sjálfstæðisflokks en leiðtogar
Alþýðuflokks og Framsókn-
arflokks virtust hvorir um sig al-
gerlega á móti slíku samstarfi.
Þriggja flokka stjórn Framsókn-
arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags var nýbúin að hrökklast
frá völdum og yrði örugglega ekki
endurreist. Hvaða kostir voru þá í
stöðunni?
Þriðjudaginn 11. desember 1979
skrifaði Björn Bjarnason, þá
blaðamaður á Morgunblaðinu,
grein í blaðið sem nefndist „List
hins mögulega“. Björn vitnaði í
þau orð Þjóðviljans að stjórn-
málamenn yrðu að vinna að lausn
landsmálanna með opnum huga og
spurði: „Hvernig væri að kanna í
þeim anda möguleika á samstarfi
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags?“ Níu dögum síðar tók
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, í sama streng í
blaðinu og sagði aðstæður í þjóð-
málum á þann veg að þær krefð-
ust „sögulegra sátta“.
Skrif Björns og Styrmis vöktu
mikla athygli enda saga til næsta
bæjar að áhrifamenn í Sjálfstæð-
isflokknum mæltust til samstarfs
við „kommana“ í Alþýðubandalag-
inu. Næstu vikur var mikið skraf-
að um hinar „sögulegu sættir“
manna á meðal og þreifingar áttu
sér einnig stað á bak við tjöldin.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ræddi við Lúðvík
Jósepsson, formann Alþýðu-
bandalagsins, og Svavar Gestsson,
annan áhrifamann innan þess. Þótt
þeir tveir útilokuðu ekki með öllu
hugsanlegt samstarf dugði það
ekki til. Andúðin á „íhaldinu“ var
enn of mikil í Alþýðubandalaginu.
Og ekki var andstaðan minni í
Sjálfstæðisflokknum. „Þarna kem-
ur einn komminn,“ sagði mætur
sjálfstæðismaður við annan þegar
grein Björns Bjarnasonar hafði
birst í Morgunblaðinu. Síðar í des-
ember 1979 urðu einnig þau ótíð-
indi að Sovétmenn réðust inn í
Afganistan. Kalda stríðið setti því
strik í reikninginn á Íslandi, rétt
eins og deilur um varnar- og ör-
yggismál höfðu sprengt Nýsköp-
unarstjórnina á sínum tíma. Að
vísu vildu ýmsir sjálfstæðismenn
ekki að atburðir
eystra byndu hendur
flokksforystunnar hér
heima og þingmað-
urinn Matthías
Bjarnason orðaði það
manna best þegar
hann spurði: „Nú,
voru það alþýðu-
bandalagsmenn sem
réðust inn í Afganist-
an?“ En ekkert varð
úr hinum sögulegum
sáttum. Gunnar Thor-
oddsen, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins,
tók aftur á móti til
sinna ráða og myndaði
ásamt nokkrum
flokksbræðrum á þingi
stjórn með Framsókn-
arflokki og Alþýðu-
bandalagi.
Þannig leystist ein
lengsta stjórn-
arkreppa Íslandssög-
unnar. Kristján Eld-
járn forseti varpaði
öndinni léttar en þótt-
ist sjá, einkum eftir
viðræður við Stein-
grím Hermannsson, formann
Framsóknarflokksins, sem sagði
honum frá fundum sínum með
Geir Hallgrímssyni, að Geir hefði
liðið fyrir það að eigin flokksmenn
hefðu bundið hendur hans. Í byrj-
un febrúar 1980, þegar lokamynd
var að komast á væntanlega rík-
isstjórn Gunnars Thoroddsens,
sagði forseti við sjálfan sig: „Það
hafa verið menn, harðlínumenn
einhverjir í flokknum, sem hafa
bara lamið í borðið og sagt: „Við
förum aldrei í stjórn með komm-
unum“.“
Þess er vart að vænta að vorið
2007 verði barið í borð í Valhöll
eins og gert var veturinn fræga
1979–80; „býsnavetur í íslenskri
pólitík“ eins og honum var lýst þá
dagana. Aðstæður eru allar aðrar
nú. Kalda stríðinu er lokið og
ástand efnahagsmála er ekki í
þeim voða sem það var þegar hin-
ar „sögulegu sættir“ þóttu koma
til álita. Þar að auki ætti rás við-
burða í stjórnarkreppunni löngu
1979–80 að vera víti til varnaðar
og sýna hve erfitt það getur
reynst stjórnmálaflokki, jafnvel
þeim stærsta í landinu, að útiloka
nær alveg eitt eða fleiri stjórn-
armynstur. Styrmir Gunnarsson
sagði einmitt síðar að skrif þeirra
Björns Bjarnasonar hefðu einkum
verið til þess ætluð að „auka oln-
bogarými Sjálfstæðisflokksins í
stjórnarmyndunarviðræðum“.
Framsóknarmenn þóttust líka sjá
að með talinu um „sögulegar sætt-
ir“ vekti það fyrst og fremst fyrir
sjálfstæðismönnum að færa for-
ystusveit Alþýðuflokksins heim
sanninn um það að þeir gætu leit-
að til fleiri en krata um stjórn-
arsamstarf (að því ógleymdu að
stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæð-
isflokks hefði ekki haft meirihluta
í efri deild Alþingis sem þá var
tvískipt); en í raun ætlaði „íhaldið“
ekkert í stjórn með „kommunum“.
Og hver veit? Kannski er það helst
þetta sem hefur ekki breyst svo
mikið þann rúma aldarfjórðung
sem er liðinn frá „býsnavetrinum“.
Sögulegar
sættir um síðir?
Guðni Th. Jóhannesson rifjar
upp hið pólitíska landslag fyrir
tæpum þremur áratugum
Guðni Th. Jóhannesson
» Sjálfstæð-isflokkurinn
sat aðeins einu
sinni í rík-
isstjórn með
Sósíalista-
flokknum. Sögu-
legar sættir af
því tagi komu þó
til álita síðar.
Höfundur er sagnfræðingur.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn