Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 109. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TIL FRAMTÍÐAR MEÐ MENNTASJÓÐ AÐ VOPNI RÆTAST DRAUMAR BARNANNA >> DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐS- SKEIFAN Í HÁLFA ÖLD Á HVANNEYRI TEMUR NEMENDUR >> 21 ORRA Vigfússyni for- manni NASF, Vernd- arsjóðs villtra laxa, verða í kvöld veitt Goldman-umhverfis- verðlaunin í San Franc- isco. Hlýtur hann verð- launin fyrir baráttu sína fyrir verndun lax- ins í Norður-Atlants- hafi. Goldman- verðlaunin eru árlega veitt sex ein- staklingum fyrir framúrskarandi árangur við að vernda umhverfið og eru talin helsta viðurkenning sem baráttufólk í grasrótarhreyfingum umhverfissinna getur hlotið. Hafa þau verið nefnd „Nób- elsverðlaun fyrir umhverfisvernd.“ Orri er fyrsti fulltrúi viðskiptalífsins sem hlýt- ur verðlaunin, en verðlaunaféð er 125.000 dalir, hátt á níundu milljón króna. Í samtali við Morgunblaðið fagnaði Orri verðlaununum og sagði þau vera viðurkenningu á því að hugmyndafræði sín í baráttunni fyrir verndun laxins væri góð. Frá árinu 1989 hafa samtök Orra safnað meira en tveimur milljörðum króna og notað féð til að kaupa upp net fiskimanna sem veitt hafa laxinn í hafinu. Talið er að á þessum tíma hafi dregið úr netaveiðunum um meira en 75%. „Ég hef alltaf sagt að það verði að standa þannig að þessu að allir græði – netaveiðimennirnir eiga líka að græða. Ef laxastofnarnir hverfa tapa allir,“ sagði Orri. Hann sagði að framtíð Atlantshafslax- ins yrði bjartari með hverjum mánuð- inum sem liði. „Í mínum huga er enginn efi um að við höfum svörin við vanda- málum laxins. Við þurfum einungis að hrinda þeim í framkvæmd.“ | 20 „Ef laxa- stofnarnir hverfa tapa allir“ Orri Vigfússon hlýtur Goldman-verðlaunin Orri Vigfússon Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VINNULAGI við kröfugerð ríkisins vegna þjóðlendna verður breytt. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra mun í dag eiga fund með stjórn Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Þar mun hann að kynna niðurstöður fjármála- ráðuneytisins, hvernig hugmyndin er að standa að málum á næsta svæði sem óbyggðanefnd tek- ur fyrir. „Með því að rannsókn fari á undan kröfulýs- ingu getur fjármálaráðuneytið notað rann- sóknagögnin við kröfulýsingar sínar,“ sagði Árni. Hann taldi að því gætu kröfur ríkisins orð- ið í betra samræmi við endanlega niðurstöðu óbyggðanefndar en ella hefði orðið. Þá taldi Árni þetta auka líkur á að þjóðlendumál færu í samkomulagsferli, eins og lögin gerðu ráð fyrir. Næðist samkomulag þyrfti ekki að lýsa þjóð- lendukröfum, en þeim er þinglýst á jarðirnar. Nú er byrjað á að þinglýsa kröfum á jarðirnar, en við það að bíða með það, telur Árni meiri möguleika á að komast að sameiginlegri nið- urstöðu landeigenda og ríkisins. Þá sagði Árni að óbyggðanefnd hefði ákveðið að láta vita með lengri fyrirvara en áður hvaða landsvæði hún hygðist taka fyrir. Með því gæfist lengri frestur til athugasemda vegna kröfulýsinga. Breytt verklag mun ekki hafa áhrif á andmælarétt landeigenda. Árni sagði að þeir hefðu sama rétt og ríkið til að skoða gögn mála og sömu möguleika og áður að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Árni kvaðst telja að þessar breytingar gætu stýrt þjóðlendumálunum úr farvegi krafna og í þann farveg að aðilar reyndu að leita sameiginlega réttrar niðurstöðu. „Með- an rannsókn óbyggðanefndar fer fram geta bæði ríkið og landeigendur komið með ábend- ingar um hvað eigi að rannsaka,“ sagði Árni. „Yfirbragðið á frekar að vera að menn séu að leita réttrar niðurstöðu en að verið sé að flytja mál fyrir dómi. Ef aðilar komast ekki að sameiginlegri niðurstöðu verða málin flutt fyrir óbyggðanefnd.“ Breytt ferli við gerð þjóðlendukrafna Í HNOTSKURN »Ferlið mun nú hefjast með rannsóknóbyggðanefndar á landamerkjum og málsskjölum. Liggi ekki fyrir sam- komulag milli landeigenda og ríkisins að henni lokinni mun fjármálaráðherra lýsa þjóðlendukröfu af hálfu ríkisins. »Hingað til hefur ferlið hafist á kröfu-lýsingu fjármálaráðherra sem síðan er fylgt eftir með rannsókn óbyggða- nefndar. VALSMENN urðu í gær Íslands- meistarar í handknattleik karla þegar þeir sigruðu Hauka, 33:31, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mikil spenna var fram á síðustu mín- útur því ef Valsmönnum hefði mistekist að sigra gat HK tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með því að sigra lið Akureyringa fyrir norðan. Þeim leik lauk með jafn- tefli, 27:27, og HK hlaut því silf- urverðlaunin. „Allir leikmennirnir eru vel upp aldir, bæði af foreldrum og félaginu. Þeim gengur vel í lífinu og ég lít á það sem forréttindi fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið. | ÍþróttirMorgunblaðið/Árni Sæberg Valur varð meistari FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Ásgeirsson í París agas@mbl.is NICOLAS Sarkozy verður kjörinn forseti Frakklands með 54% at- kvæða gegn 46% atkvæða Ségo- léne Royal í seinni umferð frönsku forsetakosninganna 6. maí næst- komandi, skv. könnun sem IPSOS- stofnunin gerði í gærkvöldi eftir að ljóst var, af niðurstöðum fyrri um- ferðarinnar, að kosið yrði milli hægrimannsins Sarkozy og sósíal- istans Ségoléne Royal. Allt benti til að Sarkozy fengi 30,4% atkvæða en Royal 24,7%. Betri kosningu en Sarkozy fékk hefur enginn frambjóðandi fengið í fyrri um- ferð frönsku for- setakosninganna frá 1988. Hægri hönd hans í inn- anríkisráðuneyt- inu, Brice Horte- feux, sagði árangurinn langt umfram væntingar UMP-flokksins og niðurstaðan væri vítamín- sprauta fyrir seinni umferðina. Í þriðja og fjórða sæti urðu miðju- maðurinn Francois Bayrou með 18,8% og öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen með 11,5%, en hann hlaut 17% atkvæða í kosningunum 2002. Að baki þeim stendur því tæpur þriðjungur kjósenda og sögðu stjórnmálaskýrendur að Sarkozy og Royal myndu reyna að höfða sem mest til þeirra. Í því sambandi sagði þó Francois Fillon, fyrrverandi ráðherra og hægri hönd Sarkozy í kosningabar- áttunni, að í þeirri lotu sem tæki við fram að seinni umferðinni, yrði ekki breytt um áherslur eða sett fram ný stefnuskrá af hálfu Sarkozy. Francois Hollande, sam- býlismaður Royal og formaður Sósíalistaflokksins, tók í sama streng og sagði enga samninga um forsetasáttmála Royal koma til greina. Hollande sagði það sigur fyrir vinstri öflin að Royal kæmist í seinni umferðina og minnti á að hún hefði fengið fjórðungi fleiri at- kvæði en Francois Mitterrand 1981 en hann var kosinn forseti hálfum mánuði seinna. Eric Besson styður Sarkozy Báðir sögðust Bayrou og Le Pen í gærkvöldi ætla að bíða með að tilkynna hvorn frambjóðandann þeir styddu í seinni umferðinni. Margir eru á því að kjósendur hafi ekki viljað skjóta sig aftur í fótinn eins og 2002 er Le Pen komst í seinni umferðina. Úrslitin í gærkvöldi og atkvæðasmæð ann- arra en þriggja efstu frambjóð- enda beri að skoða í því ljósi. Stjórnmálaskýrendur voru á því að Sarkozy stæði miklu mun betur að vígi en Royal fyrir seinni um- ferðina með því að hljóta 20% meira fylgi en hún í gær. Hún varð fyrir því áfalli í gærkvöldi, að fyrrverandi leiðtogi Sósíalista- flokksins, þingmaðurinn Eric Bes- son, sagði stefnu hennar óljósa og ómarkvissa og lýsti yfir stuðningi við Sarkozy. | 14 Valið stendur á milli Sarkozy og Royal Nicolas Sarkozy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.