Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helgarferð til Barcelona 27. apríl frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Vegna forfalla bjóðum við frábært tilboð á örfáum sætum um næstu helgi til Barcelona. Frábær helgarferð, föstudagur til mánudags og frídagur daginn eftir heimkomu (1. maí). Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjölbreyttra verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri strax! Verð kr.29.990 Netverð á mann. Flug báðar leiðir með sköttum, út 27. og til baka 30. apríl. Örfá sæti - vegna forfalla ÚTBLÁSTUR frá strætisvögnum hefur minnkað um 13% en losun frá fólksbílum hefur aukist um 30% á þessari öld að því er fram kemur í skýrslu Hjalta J. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Stefnumörkunar og þróunar á umhverfissviði Reykja- víkurborgar. Hann hefur nú lokið við fjórðu skýrsluna um umhverfisvísa borgarinnar og þar kemur m.a. fram að góður árangur hefur náðst á öll- um sviðum nema tveimur. Þau atriði snúa bæði að notkun samgöngu- tækja sem brenna jarðefnaeldsneyti. „Þetta staðfestir það sem við höfum vitað í nokkuð langan tíma. Þeir mælikvarðar sem lúta að samgöngu- málum okkar Reykvíkinga þarfnast úrbóta,“ segir Hjalti. Hann segir það þó jákvætt að útblástur frá stræt- isvögnum hafi minnkað. „Það er vegna þess að dísilvélarnar í vögn- unum eru betri,“ segir hann og það sé m.a. vegna þess að framfylgt hafi verið kröfum frá Evrópusamband- inu. Svifryksmengun hefur verið í jafn- vægi undanfarin ár og frá árinu 2000 hafa svifryksgildi aldrei farið yfir heilsuverndarmörk. „Það helgast að- allega af veðurfari, úrkoma hefur aukist. Um leið og úrkoma fellur binst nefnilega svifrykið eins og skot,“ segir Hjalti og bendir á að Reykjavíkurborg hafi jafnframt gert ráðstafanir í vetur til að minnka svif- ryksmengun og það hafi líka skilað sér í mælingum. „Nagladekkjanotk- un hefur líka minnkað og allt telur þetta.“ Hjalti er að öðru leyti ánægður með niðurstöður skýrslunnar og bendir sérstaklega á að vatnsgæði í Reykjavík séu mjög mikil og ástand strandsjávar hafi farið mjög batn- andi vegna hreinsunar skólps. 13% minni útblástur frá strætisvögnum Svifryksmengun hefur verið í jafnvægi sl. ár Í HNOTSKURN »Umhverfisvísar Reykja-víkurborgar felast í mæl- ingum á gróðurhúsaáhrifum, auðlindanotkun, vatnsgæðum, samgöngum, líffræðilegum fjölbreytileika og gæðum ytra umhverfis. »Árið 2006 voru árs-heilsuverndarmörk vegna svifryks 28 míkrógrömm á rúmmetra en verða árið 2010 lækkuð í 20. TILLAGA Varmársamtakanna að nýrri leið milli Helgafellshverfis og Vesturlandsvegar hefur ekki verið kynnt bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ formlega, að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæj- arstjóra Mosfellsbæjar. Hug- myndin var kynnt á íbúaþingi Varmársamtakanna á laugardag- inn var í Mosfellsbæ. Ragnheiður kvaðst ekki vita hvaða forsendur Varmársamtökin gæfu sér, sérstaklega varðandi til- lögu um leið inn í hverfið að norð- anverðu. Þar sé mjög bratt og eins er fyrirhugað hringtorg við Þing- vallaafleggjara í samvinnu við Vegagerðina. Þá nefndi Ragnheið- ur einnig hugmynd samtakanna um vegtengingu hverfisins að aust- anverðu með því að setja brú yfir Varmá. „Mér finnst einhvern veg- inn eins og að þessar leiðir sem þau leggja til hafi enn frekari um- hverfisáhrif í för með sér en nokkru sinni leiðin inn í Helgafell eins og hún er fyrir- huguð á deili- skipulagi sveit- arfélagsins,“ sagði Ragnheið- ur. Mosfellsbær er að láta vinna umhverfisskýrslu um tengiveg inn í Helgafellshverfi. Ragnheiður sagði að bæjarstjórnin hafi ákveðið að láta gera skýrsluna og auglýsa hana síðan og deili- skipulag með tengiveginum. „Þá geta allir gert sínar athugasemdir, Varmársamtökin og aðrir. Þau geta þá komið með þessar tillögur sínar sem athugasemdir við það sem sveitarfélagið setur fram,“ sagði Ragnheiður. Ný leið ekki kynnt bæjaryfirvöldum Ragnheiður Ríkharðsdóttir Umhverfisskýrsla um Helgafellsleið TÆPLEGA 400 fleiri kjósendur eru í Reykjavíkurkjör- dæmi norður en Reykjavíkurkjördæmi suður, sam- kvæmt ákvörðun landskjörstjórnar um mörk kjördæm- anna sem miðast við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru 43.398 kjósendur sem er 49,78% kjósenda á kjörskrá í Reykjavík og í Reykja- víkurkjördæmi norður eru 43.775 kjósendur sem eru 50,22% af kjósendum í borginni. Landskjörstjórn ber að skipta Reykjavík í tvö kjör- dæmi þannig að kjósendur að baki hverju þingsæti séu nokkurn veginn jafnmargir og að kjördæmin séu sem samfelldust heild. Eins og fram kemur á meðfylgjandi korti ákvað nefnd- in að hafa mörk Reykjavíkurkjördæmanna á línu sem dregin er um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ár- túnsbrekku og Vesturlandsvegar. Línan um Vestur- landsveg sveigir þó í austur frá veginum til móts við Sól- torg og skiptir Grafarholtshverfi í tvennt um Kristnibraut, Gvendargeisla og Biskupsgötu. Er þetta breyting frá síðustu kosningum þegar Grafarholtshverfi taldist allt til Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjalarnes tilheyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Samkvæmt lögum um kosningar gilda sérákvæði um íslenska ríkisborgara sem búsettir hafa verið lengi er- lendis en sótt hafa um að vera á kjörskrá í Reykjavík og einstaklinga sem skráðir eru óstaðsettir í hús í borginni. Þeim er skipt á milli kjördæma eftir því hvenær í mán- uðum þeir eru fæddir. Þeir sem fæddir eru 1. til 15. dag mánaðar eru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður en í Reykjavíkurkjördæmi norður koma þeir sem fæddir eru 16. dag hvers mánaðar eða síðar. Fleiri búa í Reykja- víkurkjördæmi norður                                                 !"#$ " %$&'( !) *+,-, $ ..    FJÓRIR fengu styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf en styrkirnir fara til verkefna í þágu barna. Alls bárust 22 umsóknir. Stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita fjóra styrki að þessu sinni, samtals að upp- hæð 2,3 milljónir króna. Styrkirnir voru af- hentir í Grænuborg í gær. Guðrún Bjarnadóttir aðjúnkt við KHÍ og Hrönn Pálmadóttir lektor við KHÍ fengu 500 þúsund króna styrk til rannsókna á gæðum í aðbúnaði og námsumhverfi yngstu barnanna á leikskólum hér á landi. Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir talmeinafræðingar fengu 600 þúsund króna styrk til að gefa út Lubba og hljóðaskjóðuna, sem samanstendur af bók, hljóðdiski, brúðu fyrir börn auk verkefnabókar með ítarefni fyrir kennara. Um er að ræða gagnvirkt efni sem annars vegar er hugsað sem leið til mál- örvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldr- inum 2-7 ára og hins vegar sem þjálfunar- efni fyrir börn með erfiðleika í framburði. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði kross Íslands fengu 600 þúsund króna styrk vegna vefleiksins „Against all Odds“ sem er fjölmenningarfræðsluefni, samstarfsverkefni á sviði mannréttinda- og fjölmenningar- kennslu fyrir unglinga. Leikurinn er ætlaður tólf til sextán ára ungmennum og hefur það að markmiði að kynna ungu fólki reynslu- heim flóttamannsins og hvað í því felst að vera á flótta. Skólakór Kársnesskóla og Sigþrúður Gunnarsdóttir útgáfustjóri fengu 600 þúsund króna styrk til útgáfu geisladisks með barnalögum í flutningi Skólakórs Kárs- nesskóla undir forystu Þórunnar Björns- dóttur. Geisladiskurinn mun fylgja barna- söngbók sem Ragnheiður Gestsdóttir mun taka saman og myndskreyta. Bókin hefur vinnuheitið Ef væri ég söngvari. Barnavina- félagið Sumargjöf var stofnað á sumardag- inn fyrsta vorið 1924 og er því liðlega 80 ára. Lengst af annaðist Sumargjöf rekstur dagheimila og leikskóla Reykjavíkurborgar eða allt fram til ársins 1978 þegar Reykja- víkurborg yfirtók reksturinn. Á undan- förnum árum hefur Sumargjöf haslað sér völl sem styrktaraðili ýmissa málefna sem varða heill barna. Fjórir fengu styrk frá Sumargjöf Morgunblaðið/Árni SæbergStyrkir Styrkþegarnir glöddust með forsvarsmönnum Barnavinafélagsins Sumargjafar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.