Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
FJARNÁM Í
TÖLVUNARFRÆÐI
OG IÐNFRÆÐI
OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKA 9 • KRINGLAN 1
SÍMI: 599 6200 www.hr.is
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
Nánari upplýsingar má
finna á www.hr.is eða
hjá Birni Þór Jónssyni
bjorn@ru.is
Tölvunarfræðisvið Háskólans í Reykjavík býður upp á tveggja
ára (60 eininga) alþjóðlegt framhaldsnám til MSc-gráðu.
Reynsla hefur sýnt að tölvunarfræðinám er góður almennur
grunnur fyrir starfsferil á mörgum sviðum og að undanförnu
hefur atvinnumarkaðurinn kallað á sífellt fleiri einstaklinga
með framhaldsnám í tölvunarfræði. Hægt er að stunda námið
samhliða vinnu.
Almennur kynningarfundur verður haldinn í Háskólanum í
Reykjavík, Kringlunni 1, miðvikudaginn 25. apríl kl. 17:00.
Umsóknarfrestur um meistaranám
í tölvunarfræði er til 31. mai.
Miðvikudaginn 25. apríl kl. 17:00
KYNNINGARFUNDUR
UM MEISTARANÁM
Í TÖLVU A FRÆÐI
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
7
M O R G U N V E R Ð A R F U N D U R
S A M TA K A AT V I N N U L Í F S I N S Á G R A N D H Ó T E L
G Ó Ð I R
Í S L E N D I N G A R
- erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði
Miðvikudaginn 25.apríl 2007
kl. 8:00-10:00
Framsögur:
Rannveig Sigurðardóttir
forstöðumaður greiningardeildar
Seðlabanka Íslands
Ragnar Árnason
forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA
Sólveig Jónasdóttir
verkefnastjóri, Alþjóðahúsi
Umræður
Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóri SA
Þátttökugjald kr. 1.500
með morgunverði
Skráning á www.sa.is
ÞETTA HELST ...
● UMRÆÐA um samruna banka er
ofarlega á baugi, ekki síst vegna
mögulegs samruna Barclays og ABN
Amro. Þá komu fyrir helgi upp vanga-
veltur þess efnis að franski bankinn
Societe Generale og ítalski bankinn
UniCredit væru að renna saman. Var
þeim sögusögnum staðfastlega neit-
að en meiri athygli vakti fréttin á vef
Bloomberg um að Citigroup, heims-
ins stærsti banki, og Deutsche
Bank væru í samrunahugleiðingum.
Við þennan orðróm ruku bréfin í
Deutsche Bank upp um 5,3%, sem
er mesta hækkun á bréfum bankans
í þrjú ár. Forsvarsmenn bankanna
hafa ekkert gefið út á þessar vanga-
veltur.
Bankasamrunar
● ATVINNULEYSI
mældist 2% á
fyrsta ársfjórð-
ungi, samanborið
við 2,5% á sama
tímabili árið
2006. Frá þessu
er greint í Hálf-
fimmfréttum
Kaupþings og
vitnað í vinnu-
markaðs-
rannsókn Hagstofunnar. Greining
Kaupþings segir þessar tölur benda
til mikillar þenslu á vinnumark-
aðnum. Er sérstaklega bent á aldurs-
hópinn 16 til 24 ára, sem stöðu
sinnar vegna sé líklegri til að missa
vinnuna eða setjast á skólabekk
þegar kreppir að á markaðnum. Í
langan tíma hafi ekki jafn margir í
þessum hópi verið starfandi, fjölg-
unin milli ára sé 11,3%. Ljóst sé að
mikill hiti sé enn til staðar á íslensk-
um vinnumarkaði og það ýtir undir
frekara launaskrið.
Mikil atvinnuþátttaka
hjá unga fólkinu
Þensla Atvinnu-
leysi er nú lítið. Verslunin í Hillerød er að sögn
Kristjáns sú stærsta sinnar teg-
undar í Danmörku. Helsti markhóp-
urinn eru auðugir Danir en meðal
fjölmargra sem litið hafa inn til
pottakóngsins er knattspyrnukapp-
inn fornfrægi, Michael Laudrup.
Kristján telur mikil tækifæri vera í
sölu heitra potta í Danmörku, að-
allega sé um rafmagnspotta að ræða
sem hiti upp kalt vatn. Þar hafi álíka
margir pottar verið seldir og á Ís-
landi þótt danski markaðurinn sé
margfalt stærri. Íslendingar eigi að
sjálfsögðu heimsmet í pottaeign
miðað við höfðatölu!
Fiskikóngurinn
kominn í heitu pottana
Spakongen opnar þrjár verslanir í Danmörku og á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Pottar Áki Pétursson, verslunarstjóri Spakongen í Hafnarfirði, og Krist-
ján Berg, eigandi Spakongen, í nuddpotti er var til sýnis í Fífunni.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
KRISTJÁN Berg, sem til margra
ára rak fiskbúðina Vör og gekk
gjarnan undir viðurnefninu fiski-
kóngurinn, hefur haslað sér völl á
nýjum vettvangi með sölu á heitum
pottum og fleiri afþreyingarvörum.
Það er því ekki lengur fiskikóngur-
inn á ferð heldur pottakóngurinn.
Á dögunum opnaði Kristján versl-
unina Spakongen Danmark í bænum
Hillerød, sem er 30 km norður af
Kaupmannahöfn, og í dag verður
verslun undir þeim merkjum opnuð
að Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.
Sambærileg verslun verður svo
opnuð í Árósum í sumar. Var Krist-
ján mættur á sumarsýninguna í Fíf-
unni um helgina ásamt Áka Péturs-
syni, verslunarstjóra Spakongen í
Hafnarfirði. Áki er meðeigandi að
20% hlut í versluninni hér á landi og
sama eignarhald er á versluninni í
Hillerød þar sem Guðmundur Þor-
kelsson er verslunarstjóri og með-
eigandi. Verslunarstjóri í Árósum
verður Kristinn Gunnarsson.
Fimm verslanir á tveimur árum
Þrjú ár eru liðin síðan Kristján
hætti sem fisksali og flutti til Dan-
merkur ásamt fjölskyldu sinni.
Hann hafði þá rekið fiskbúðina Vör í
tvo áratugi, allt frá 16 ára aldri.
Fljótlega fengu Kristján og kona
hans, Sólveig Lilja Guðmundsdóttir,
hugmynd um að fara að selja Dönum
heita potta. Þau náðu sér í umboð frá
kanadíska pottaframleiðandanum
Arctic Spa fyrir sölu á þeirra vörum
í Danmörku og á Íslandi. Þau setja
markið hátt, ætla að opna fimm
verslanir á næstu tveimur árum.
Kristján segir undirbúning að
opnun verslunarinnar í Danmörku
hafa gengið mjög vel, svo vel að áður
en þau voru búin að opna hafði Arc-
tic Spa veitt þeim þrenn verðlaun.
Vilja eigendur keðjunnar fá Kristján
í hluthafahópinn en hann vill koma
sínum verslunum fyrst af stað. Vöxt-
ur Arctic Spa hefur verið mikill og
veltan aukist um 700% á fimm árum.
BRITISH Airways var nýverið kos-
ið besta flugfélag ársins af þátttak-
endum í könnun sem tímaritið Off-
icial Airline Guide (OAG) lét gera
meðal farþega flugfélaga í Evrópu,
Asíu og Ástalíu. Er þetta í fimmta
sinn sem British Airways fær þessa
útnefningu hjá OAG.
Verðlaunin voru kynnt í London í
liðinni viku og var félagið við sama
tækifæri verðlaunað fyrir besta við-
skiptafarrýmið og besta fyrsta far-
rýmið.
British Air-
ways flug-
félag ársins
Best Fulltrúar British Airways
taka við verðlaunum í síðustu viku.
● AMR, móðurfélag bandaríska flug-
félagsins American Airlines, sem FL
Group á vænan hlut í, hagnaðist um
81 milljón dollara á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs (um 0,3 dollara
á hlut), eða 5,3 milljarða króna.
Þetta er öllu betri afkoma en eftir
sama tímabil í fyrra þegar tap varð af
rekstrinum. Batinn er m.a. rakinn til
betri sætanýtingar og minni elds-
neytiskostnaðar. Eftir að tilkynnt var
um uppgjörið í síðustu viku hækkuðu
bréf AMR en hafa síðan lækkað,
komin niður fyrir 30 dollara á hlut.
Hagnaður hjá AMR