Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Keppnismenn eru
eitt og stuðningsmenn
þeirra eru annað og
saman geta þessir hóp-
ar myndað ótrúlega
heild. KR-ingar urðu
fyrst Íslandsmeistarar í
körfubolta í gamla Há-
logalandsbragganum
1965 og eftir sigurinn á
ÍR-ingum var sem þak-
ið ætlaði að rifna af
bragganum. Stuðnings-
menn KR-inga lögðu þá
sitt af mörkum en
stuðningur þeirra var
samt ekkert í líkingu
við stuðninginn, sem
KR-liðið fékk í nýaf-
staðinni úrslitakeppni og náði há-
marki í leiknum á mánudag. Fram-
ganga áhangendanna minnir einna
helst á stuðningsmenn Liverpool á
Anfield og stemninguna á KR-
vellinum síðsumars 1999.
Í vesturbænum hefur verið sagt að
þegar titill er í höfn sé það hefð og
þar með orðinn rótgróinn siður.
Einnig hefur verið bent á að þegar
körfuboltalið KR hefur orðið Ís-
landsmeistari sé það vísbending á Ís-
landsmeistaratitil félagsins í fótbolta.
Í því samhengi hefur verið vísað til
áranna 1965, 1968 og 2000. Sumir eru
þegar farnir að tala um árið 2007 í
þessu sambandi.
Keppnisíþrótta-menn, sem taka
íþróttina alvarlega,
eiga sér einn og aðeins
einn draum, að sigra og
verða meistarar. Til-
finningin að upplifa það
að vera bestur er ein-
stök, ólýsanleg. Þessa
tilfinningu þekkja
margir og gera má því
skóna að flestir þeirra,
ef ekki allir, vilja ekki
skipta á henni og ein-
hverju öðru, eins og til
dæmis öðru sæti. Samt
sem áður verður að
halda því til haga að
sannur sigurvegari,
sem reynir alltaf að gera sitt besta,
kann líka að tapa og getur því borið
höfuðið hátt, þó hann nái ekki alltaf
takmarkinu. Í því sambandi er nær-
tækt að benda á körfuboltalið Njarð-
víkinga, sem hefur verið í fremstu
röð í meira en aldarfjórðung, en sá á
eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR
fyrir viku. Auðvitað voru Njarðvík-
ingar sárir en þeir tóku tapinu sem
sannir íþróttamenn og sögðu að gam-
an hefði verið að leika við aðstæður
eins og voru í DHL-höll KR-inga. Að
sama skapi voru KR-ingar í skýj-
unum og þökkuðu leikmönnum,
þjálfara og ekki síst áhorfendum ár-
angurinn.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Íslensk alþýða og nú millistétt-arfólk hefur á síðustu áratug-um stundum fengið örlitla inn-sýn í fjármál bandarískra
fjölskyldna í gegnum kvikmyndir og
vinsæla sjónvarpsþætti. Þar hefur
eitt og annað vægast sagt komið
spánskt fyrir sjónir á Fróni, eins og
þessar sífelldu áhyggjur bandarískra
foreldra af menntun barna sinna, þ.e.
fjármögnun hennar. Hér á landi var
lengi vel aðeins einn skóli sem bauð
upp á nám háskólastigi, Háskóli Ís-
lands, sem rekinn var og er enn af ís-
lenska ríkinu. Skólagjöld voru þar
engin og innritunargjöld lengi vel
nokkrar þúsund krónur en hafa
reyndar hækkað síðustu ár upp í
nokkra tugi þúsunda. Frá því
skömmu eftir seinna stríð hefur sú
sátt ríkt í íslensku samfélagi að jafn-
rétti skuli ríkja til náms, án tillits til
efnahags. Lánasjóður íslenskra
námsmanna var stofnaður árið 1961
en hlutverk hans í dag er að veita öll-
um tækifæri til náms án tillits til
efnahags, bæði til skólagjalda og
framfærslu
Fjármögnun náms
og skólagjalda
Á síðustu 15 árum hafa orðið gíf-
urlegar breytingar á íslensku sam-
félagi og þær breytingar hafa einnig
átt sér stað í menntakerfinu. Árið
1998 var fyrsti háskólinn sem rekinn
var af einkaaðilum stofnaður, Há-
skólinn í Reykjavík. Hann fær sama
styrk til reksturs síns frá ríkinu og
aðrir háskólar en jafnframt greiða
nemendur árlega skólagjöld sem er
nýlunda hér á landi. Háskólar á Ís-
landi eru nú átta talsins og hefur
fjölgað um sjö frá árinu 1987 er Há-
skólinn á Akureyri var settur á lagg-
irnar. Af þeim eru þrír háskólar sem
innheimta skólagjöld, allir reknir af
einkaaðilum, áðurnefndur Háskólinn
í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og
Listaháskóli Íslands. Hinir ríkis-
reknu nefna gjald sitt innritunar-
gjald og nemur það oftast 45.000 kr.
fyrir skólaárið.
Nú er það sennilega jafnmisjafnt
og Íslendingar eru margir hvernig
þeir hafa fjármagnað nám sitt. Lang-
flestir sem nú eru á miðjum aldri og
yngri hafa sennilega tekið lán hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna,
hvort sem er vegna náms hérlendis
eða erlendis og unnið líka með námi.
Einstaka hefur ef til vill verið styrkt-
ur af foreldrum sínum eða fjár-
sterkum ættingjum.
Ungt fólk er oft að koma úr námi á
sama tíma og það er að stofna fjöl-
skyldu og kaupa jafnvel sína fyrstu
íbúð. Nám er misarðbært. Skulda-
byrði margra fyrsta áratuginn eftir
að námi lýkur og jafnvel lengur er oft
mikil. Námslánin eru ekki, þótt
margir álíti það, ókeypis, þótt vissu-
lega séu þau hagstæðari en mörg
önnur langtímalán. Þau þarf að
greiða til baka eins og önnur lán og
það sama gildir um lán sem tekin eru
fyrir skólagjöldum.
Ólík uppbygging menntakerfa
Þá erum við aftur komin að banda-
rískum kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum. Þar virðist sem foreldrarnir
beri ábyrgðina á því að barnið komist
í góða skóla en ekki ríkið. Þetta er
svo ríkt í bandarískri menningu að
það ratar inn í afþreyinguna sem eitt
af lífsins vandamálum sem þarf að
leysa.
Uppbygging háskólakerfisins í
Bandaríkjunum gerir ráð fyrir að
foreldrar greiði nám barna sinna en
ekki nemendurnir sjálfir. Foreldrar
sem safna fyrir námi barna sinna fá
sérstakar skattaívilnanir sem svipar
til þeirra sem þekkjast í lífeyris-
sparnaði hérlendis. Bandarískir
stúdentar þurfa því, þegar þeir
sækja um lán eða styrki til náms,
ekki aðeins að gefa upp fjárhags-
stöðu sína heldur einnig foreldra
sinna.
Undanfarið hefur sú spurning orð-
ið háværari hvort við Íslendingar
séum á svipaðri leið með okkar
menntakerfi, einkum á háskólastigi,
og Bandaríkjamenn. Svarið virðist
vera já en það gerist hægt og rólega.
Íslenskir háskólanemar munu þó í
nánustu framtíð sennilega ekki
treysta jafnmikið á stuðning foreldra
sinna og þeir bandarísku, einkum
þar sem þeir hefja háskólanámið
tveimur árum síðar eða 20 ára á með-
an hinir bandarísku eru 18 ára. Þar
þekkist heldur varla að stúdentar
stofni fjölskyldu, þ.e. eignist börn,
meðan á grunnháskólanámi stendur.
Öflugt að spara fyrir menntun
En Íslendingum er að verða ljóst,
hvort sem háskólar innheimta skóla-
gjöld eða ekki, að menntun er ekki
ókeypis. Og ef til vill er íslenskt sam-
félag að breytast og komið að þeim
tíma að íslenskir foreldrar kjósi ekki
lengur að henda börnunum sínum út
í skuldasúpu lífsins strax í upphafi
háskólagöngu þeirra. Nú hafa verið í
gangi miklar auglýsingaherferðir
bankanna um margvíslegan sparnað.
Það gæti verið skynsamlegt fyrir ís-
lenska foreldra, sem nú eignast færri
börn en áður, að stofna menntasjóð
fyrir börnin sín og leggja smátt og
smátt fyrir í hann. Höfuðstóll slíks
sjóðs, jafnvel þótt ekki væru lagðar
fyrir nema 5.000 kr. á mánuði frá
fyrstu andartökum barnsins, væri
orðinn að 1,2 milljónum króna þegar
barnið næði tvítugu og setti upp
stúdentshúfuna. Væru 10.000 kr.
lagðar fyrir yrði höfuðstóllinn orðinn
að 2,4 milljónum króna, allar tölur
fyrir utan ávöxtun.
Það er óhætt að segja að með slík-
um sjóði væri í orðsins fyllstu merk-
ingu verið að fjárfesta í framtíð
barnsins, auka valmöguleika þess og
aðstoða það við að láta drauma þess
rætast án þess að það festist í
skuldasúpu til framtíðar. Sé þetta
mögulegt fyrir íslenska foreldra,
ættu þeir ekki að láta kylfu ráða
kasti heldur hefja skipulegan sparn-
að – til að hjálpa barninu að ganga
menntaveginn.
Hefurðu hugleitt að safna í
menntasjóð fyrir barnið þitt?
Morgunblaðið/Kristinn
Nýstúdentar Það kostar óneitanlega alltaf sitt að ganga menntaveginn að loknu stúdentsprófi, jafnvel þó nem-
endur þurfi ekki að greiða skólagjöld í ríkisreknum háskólum hér á landi.
Mennt er máttur og í
þekkingarþjóðfélagi verð-
ur góð menntun alltaf
mikilvægari. En menntun
er ekki ókeypis. Unnur H.
Jóhannsdóttir veltir fyrir
sér hvort foreldrar þurfi
að huga að því að leggja í
sérstakan menntasjóð fyr-
ir börnin sín.
Morgunblaðið/Eyþór
! " #$ $ !% & #% ' % ( ) %"$ ) ) "$ ' "$* $ + #! ," $ $ ( %, ! ' -
!% % ( %! $ . '"!"% ( #% , ! ( "( !%" #% !%( . '"!" "- , /!% $, ,
, 01 $% " $* $ %% $ $( * #% .2 '" $ $ ( . , , /! 3 $%"
", /! .)* #! $ . , !% % ( , ' % (- 42, $ $!, ) ."$ ( , $ +",-
$/, $0
-
,1* %*&
"
",*,#(
2/,1*#(
..3 ..
5' 6!
7! ' (
5' ) 3 )
5' (
5' 8"3
5' 5' "$
' (
7 (+/ , ' (
' 5! % ( 992, % (
7%(: (
% $
,
%"
- 4 ..
4...
.4...
4...
4...
4...
4...
4...
- 4 .
4 ..
4
4 ..
4 ..
4 ..
4 ..
4 ..
Ungt fólk er oft að koma
úr námi á sama tíma og
það er að stofna fjöl-
skyldu og kaupa jafnvel
sína fyrstu íbúð.
Mennt er máttur Nám er misarðbært og skuldabyrði margra fyrsta ára-
tuginn eftir að námi lýkur og jafnvel lengur er oft mikil.
uhj@mbl.is