Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 23
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum,
breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri
fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
Hernaðaríhlutun Íslendinga í
Írak hefir margsinnis verið lýst af
undirrituðum. Frá upphafi hefir
sú skoðun hans ver-
ið bjargföst að með
henni hafi nafn Ís-
lands verið svívirt á
óafmáanlegan hátt.
Sökudólgarnir í
málinu hafa að vísu
báðir hrökklast frá
völdum, en eftir sit-
ur þjóðin með vanvirðuna. Von-
andi rennur sá dagur, að Íslend-
ingum takist að deyfa þá illvígu
ímynd, sem á þjóðina var klínt líka
með öllu á ólögmætan hátt.
Tilvitnun í stefnuræðu forsætis-
ráðherra Íslands á Alþingi hinn 2.
október 2003:
„Sú ákvörðun sem tekin var í
vor um að skipa Íslandi í sveit
með rúmlega þrjátíu öðrum ríkj-
um í bandalag hinna staðföstu
þjóða í Íraksstríðinu átti sér skýr-
ar forsendur. Stjórn Saddams
Husseins var ógn við frið og stöð-
ugleika í heiminum og hafði í
meira en áratug hunsað ályktanir
og kröfur Sameinuðu þjóðanna um
afvopnun. Ekki mátti bíða eftir að
henni yxi ásmegin og yrði enn
hættulegri en áður. Íraksstríðið,
sem þannig var löghelgað af sam-
þykktum Sameinuðu þjóðanna,
kom í veg fyrir það og frelsaði
írösku þjóðina undan Saddam
Hussein og böðlum hans. Nú er
unnið að því að koma landinu á
réttan kjöl eftir hremmingar harð-
stjórnarinnar. Þá stefnu hljóta all-
ir, sem vilja frið í þessum heims-
hluta, að styðja af heilum hug.
Ísland hefur þegar lagt sitt af
mörkum til uppbyggingarstarfsins
í Írak og mun halda því áfram.“
Að slíku tali þarf engum orðum
að eyða, en minna má á að þáver-
andi framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna marglýsti því yfir,
að innrásin í Írak hafi verið
ólögmæt. Okkar maður tilkynnti
hinsvegar hinu háa alþingi að
Íraksstríðið hafi verið „löghelg-
að“ af samþykktum SÞ.
Það er óþarft að rekja fyrir
almenningi hinar ægilegu afleið-
ingar stríðsins. Nær 700 þúsund
Írakar drepnir; tvær milljónir á
flótta í landi sínu og aðrar tvær
flúnar úr landi.
Og svo er haldið áfram á Ís-
landi að skjóta skjöldum fyrir
afglöpin af stjórnarherrum.
Fyrir skemmstu sjónvarpaði
RÚV fundi stjórnmálamanna á
Selfossi. Annað aðalefni þess
fundar var kynnt sem utanrík-
ismál. Skemmst er frá því að
segja að aðalefni þess þáttar var
þjark um innflytjendamál, upp-
spunnið vandamál af lærisvein-
um Carls Hagen í Noregi, sem
láta sér lynda að plægja þann at-
kvæðaakur með þeim hætti að
vekur andstyggð manna.
Ekki eitt orð um Íraks-málið.
Raunar ekkert um viðkvæm ut-
anríkismál yfirleitt. Skyldu
menn þó halda, að af ýmsu væri
að taka í þeim gríðarlega mála-
flokki. T.d. óhemjulega aukinn
fjáraustur til þjónustunnar, sem
tekur út yfir allan þjófabálk.
Um það þarf hinsvegar engum
blöðum að fletta hverra erinda
RÚV gengur með slíku hátterni.
Hið óhlutdræga RÚV ætlar
greinilega að ganga þegjandi
framhjá stærstu afglöpum í
endilangri sögu íslenzkra utan-
ríkismála. Ráðamenn RÚV hafa
augljóslega ákveðið að Íraks-
málið skuli a.m.k. ekki verða
kosningamál á skjá þess.
Við lestur greinar Davíðs
Loga Sigurðssonar í Morg-
unblaðinu 15. þ.m. um Íraks-
stríðið féll undirrituðum allur
ketill í eld.
Svívirðan mesta
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er fv. alþingismaður.
Eins og fleiri varð ég fyrir mikl-
um vonbrigðum við lestur skrifa
Hjörleifs Guttormssonar í Frétta-
blaðinu 12. apríl s.l.
þar sem hann hvet-
ur Ómar Ragn-
arsson til þess að
draga til baka
framboð Íslands-
hreyfingarinnar –
lifandi lands.
Þetta eru því
miður ekki ný viðhorf hjá starf-
andi stjórnmálaflokkum um ný
framboð, en mér vitanlega hafa
þessi viðhorf um Íslandshreyf-
inguna ekki verið sett fram op-
inberlega áður. Ég vil helst ekki
trúa því að lýðræðisvitund Hjör-
leifs standi á svo veikum grunni að
hann líti svo á að með nýju fram-
boði, sem hefur umhverfismál í
fyrirrúmi, sé vegið að baráttu-
málum og hagsmunum Vinstri
grænna og þar með tilvonandi
þingmönnum þeirra.
Náttúruvernd og umhverfismál
almennt varða þjóðina alla. Þau
eru ekki einkamál Vinstri grænna
og í raun er ekki gott að þetta
mikla baráttumál tengist fyrst og
fremst einum stjórnmálaflokki.
Það verður hins vegar að segja
Vinstri grænum til hróss að sá
flokkur hefur undanfarin ár staðið
sig vel í náttúruverndarbaráttunni.
Jafn ljóst er að fylgi við Vinstri
græna einskorðast við hug-
myndafræði sem aðeins hluti þjóð-
arinnar getur hugsað sér að styðja.
Meðal annars af þessum ástæðum
fór Íslandshreyfingin – lifandi land
af stað og ætlar sér stórt hlutverk.
Enginn ætti að fara í grafgötur
með að á bak við hið nýja framboð
ríkir mikil hugsjón og óeigingjarnt
starf. Að breikka hóp grænna
þingmanna ætti miklu frekar að
vera fagnaðarefni fyrir Vinstri
græna en ógnun við starf þeirra.
Þeir ættu að geta treyst því áfram
að fá atkvæði vinstri sinnaðs fólks
og ekki mun skemma fyrir hjá
þeim að halda vel á spöðunum í
umhverfismálunum.
Að loknum landsfundum
Okkur hjá Íslandshreyfingunni er
ljóst að gríðarleg vakning hefur
orðið meðal þjóðarinnar í umhverf-
ismálum og fólk hefur komið auga
á að tækifærin liggja víðar en í
stóriðju. Sem betur fer hefur þessi
bylgja náð inn í raðir allra stjórn-
málaflokka, en dæmin sanna, svo
ekki verður um villst, að stór-
iðjublindan er ekki læknuð.
Grænn bakgrunnur á sviði lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins hefur
vaflaust átt að gefa kjósendum og
landsfundarfulltrúum hugmynd
um breytt og betra viðhorf til nátt-
úruverndar innan flokksins, en í
samþykktum fundarins er ekkert
sem bendir til þess að á Sjálfstæð-
isflokkinn sé að treysta í þessum
efnum. Stóriðjustefnan hefur ekki
verið gefin upp á bátinn á þeim
bæ, mörgum þar innanbúðar til
mikilla vonbrigða.
Mikil og sannfærandi vinna ligg-
ur að baki breyttum áherslum inn-
an Samfylkingarinnar varðandi
umhverfismál. Um þessa stefnu-
breytingu má lesa í bæklingi um
Fagra Ísland og um þessi mál eru
fagrar ályktanir í samþykktum
landsfundar. Þessari viðhorfs-
breytingu ber að fagna, en eftir
stendur þó að forystumenn flokks-
ins fá í hnén og standast ekki til-
boð um álver í einstökum byggð-
arlögum. Engu er því að treysta á
þeim bæ í þessum efnum frekar en
fyrri daginn.
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um stefnu Framsóknarflokks-
ins í þessum málum og mér kæmi
ekki á óvart að fylgishrun þar ætti
m.a. rætur að rekja til stór-
iðjustefnunnar.
Ný framtíðarsýn
Augu margra, fyrir nýrri og bjart-
ari framtíðarsýn án mengandi
stóriðju, opnuðust meðal þjóð-
arinnar eftir þrotlausa baráttu
margra og ábendinga um tækifæri
sem hægt er að nýta án þess að
stórskaða landið okkar. Þessari
baráttu er þó ekki lokið. Íslands-
hreyfingin – lifandi land var stofn-
uð til að fylgja eftir þessari bylgju
og koma til móts við það fólk sem
ekki finnur skoðunum sínum far-
veg í öðrum stjórnmálaflokkum.
Íslandshreyfingin hefur komið
sér upp heimasíðu islandshreyfing-
in.is þar sem helstu áhersluatriði
og upplýsingar um hreyfinguna er
að finna. Í stefnuyfirlýsingu og í
aðgerðaáætlun er tekið á helstu
málum sem þjóðina varða. Sérstök
áhersla er lögð á frelsi til athafna
og jöfnun búsetuskilyrða þar sem
sjálfbær nýting lands og sjávar er
höfð að leiðarljósi.
Framboðið er nýtt og stuttur
tími til kynningar, en ég leyfi mér
hér að hvetja alla til að kynna sér
stefnu okkar og taka málefnalega
afstöðu fyrir uppgjörið á kjördag.
Vafasöm heilræði úr óvæntri átt
Eftir Snorra Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi og skip-
ar 5. sæti á framboðslista Íslands-
hreyfingarinnar – lifandi lands í
Reykjavíkurkjördæmi suður
Morgunblaðið birtir á baksíðu á
föstudag stórmerkilegar nið-
urstöður skoð-
anakönnunar sem
Capacent Gallup
gerði fyrir blaðið.
Samkvæmt könn-
uninni telja 52,6%
10% fjármagns-
tekjuskatt vera
hæfilegan. 27,9%
töldu hann of lágan og 19,5% of há-
an. Þegar spurt var um afstöðu
fólks varðandi tekjuskatt fyr-
irtækja töldu 58,2% svarenda að
18% tekjuskattur væri hæfilegur.
22,7% töldu hann of lágan, en
19,1% of lágan. Þessar niðurstöður
fela í sér vísbendingu um að lands-
menn séu ánægðir með þá stefnu
sem við höfum framfylgt á síðustu
árum hvað varðar tekjuskatt fyr-
irtækja og fjármagnstekjuskatt.
Stóra fréttin í könnuninni og það
athyglisverðasta við hana er að
samkvæmt henni telja hvorki meira
né minna en 74,1% landsmanna
35,72% tekjuskatt einstaklinga of
háan! 24,4% telja þetta skatthlutfall
hæfilegt en einungis 1,5% telja
tekjuskattinn of lágan og vilja því
væntanlega hækka hann. Það vek-
ur athygli í niðurstöðum könnunar-
innar að 69,8% karla telja tekju-
skatt of háan, en hvorki meira né
minna en 78,2% kvenna.
Á síðasta kjörtímabili réðst rík-
isstjórnin, undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins, í mestu skattalækkanir
á lýðveldistíma. Tekjuskattur ein-
staklinga var lækkaður um 3% og
skattleysismörk hækkuð, há-
tekjuskattur afnuminn, virð-
isaukaskattur á nauðsynjavörur
var lækkaður úr 24,5% og 14% í 7%,
elsti skattur Íslandssögunnar,
eignaskatturinn, var afnuminn og
erfðafjárskattur lækkaður stór-
kostlega. Áður hafði tekjuskattur
fyrirtækja verið lækkaður, fyrst úr
50% í 30% og síðar úr 30% og niður
í 18%.
Samfylkingin og Vinstri grænir
börðust með oddi og egg gegn
þessum skattalækkunum á fólkið í
landinu. Fyrir það geta þeir ekki
þrætt.
Niðurstaða skoðanakönnunar
Capacent Gallup er rothögg fyrir
skattastefnu vinstriflokkanna. Að
minnsta kosti hljóta talsmenn
þeirra að hafa vankast duglega
þegar þeir lásu niðurstöður hennar
á baksíðu Morgunblaðsins, enda
sýna þær að skattastefna Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna hef-
ur ekki átt upp á pallborðið hjá al-
menningi í landinu.
Niðurstöðurnar eru hins vegar
ánægjulegar fyrir okkur Sjálfstæð-
ismenn. Við höfum verið í far-
arbroddi fyrir skattalækkunum á
fólk og fyrirtæki í landinu og ætl-
um okkur að halda áfram á sömu
braut og gera betur á næsta kjör-
tímabili. Stuðningur almennings í
könnun Capacent Gallup við stefnu
okkar í skattamálum styrkir okkur
í þeirri trú að við séum á réttri leið.
71,4% sammála
Sjálfstæðisflokknum
Eftir Sigurð Kára Kristjánsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
GREIN, sem Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, ritar og birtist á þessum vettvangi sl. laugardag, kallar
á svar. Hann heldur því fram að ég hafi með skammarlegri fram-
komu vanvirt stúdenta og stúdentaráð á fundi sem
þessir aðilar gengust fyrir sl. þriðjudag. Stóryrði
Guðjóns Ólafs virðist mega rekja til þess sem kalla
mætti „skapandi heyrn“ og er notað yfir það fyr-
irbæri þegar menn heyra það sem þeir vilja heyra
en ekki það sem sagt er.
Á fundinum var fjallað um stefnumörkun Stúd-
entaráðs HÍ í málefnum stúdenta og þau atriði sem
stúdentar leggja mesta áherslu á í baráttu sinni fyr-
ir bættum kjörum. Þar á meðal eru húsnæðismál. Ég gerði þar
grein fyrir stefnu VG, sem felst í því að fjölga félagslegum búsetu-
úrræðum, ekki síst fyrir stúdenta. En til að sýna fram á hvernig
pólitísk umræða um búsetuúrræði getur þróast út á óvæntar og
skapandi brautir, þá sagði ég fundarmönnum frá hugmynd sem
ættuð er frá Suðurnesjum og tengist atvinnuuppbyggingu á svæð-
inu og framtíðaráformum Hitaveitu Suðurnesja um Orkuháskóla á
Suðurnesjum.
Þarna suðurfrá leita menn nú leiða til að nýta mannvirki þau og
aðstöðu sem herinn skildi eftir sig. Þar á meðal eru íbúðir fyrir
rúmlega 900 fjölskyldur og 1400 einstaklingsíbúðir. Þar sjá menn
fyrir sér möguleika á að nýta íbúðirnar sem stúdentaíbúðir eða
„campus“ fyrir væntanlegan orkuháskóla en vegna umfangsins
hafa menn spurt sig hvort ekki sé hugsanlegt að íbúðirnar gætu
líka nýst húsnæðislausum stúdentum á höfuðborgarsvæðinu. Sam-
göngur milli svæðanna eru orðnar greiðari en áður var og hægur
vandi að koma á tíðum strætóferðum þarna á milli. Væntanleg
göng undir Öskjuhlíðina myndu svo gera þennan kost enn væn-
legri. Loks má nefna framtíðarsýn þá, sem kann að vera nær okkur
í tíma en ætla mætti, þ.e. raflest milli Keflavíkurflugvallar og mið-
borgar Reykjavíkur. Frá þessum hugmyndum suðurnesjamanna
sagði ég á fundi Stúdentaráðs HÍ.
Djarfar hugmyndir eru í eðli sínu skapandi og í þeim eru fólgin
óvænt sjónarhorn sem leitt geta til nýstárlegra lausna á vanda-
málum og opnað sýn til litríkrar framtíðar. Og það sýndi sig á fund-
inum að ungt fólk er opið fyrir því að ræða slíkar hugmyndir, því
fátt annað nýstárlegt bar til tíðinda á fundinum og ekkert kallaði
fram jafn ferska vinda í umræðunni. Svona var nú það … en ekki
eins og Guðjón Ólafur lýsir í greinarkorni sínu. Í því afbakar hann
málflutning minn og skrumskælir á þann hátt sem framsókn-
armönnum hættir til að skrumskæla hlutina. Eða hverjir leyfa sér
að tala um „sjálfbær álver“ aðrir en framsóknarmenn … ?
Skapandi heyrn
Guðjóns Ólafs
Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur
Höfundur er alþingismaður VG í Reykjavík.
ÁRNI Mathiesen fjallar í grein hér í
blaðinu 8. apríl um ummæli mín um finnska
undrið sem byggðist á því að í stað vatns-
aflsvirkjana og verksmiðja
hefðu Finnar byggt upp
efnahagsundur í kringum
hátækni á síðustu árum.
Árni bendir á að til þess að
knýja finnska undrið þurfi
að reisa 1600 MW kjarn-
orkuver og spyr hvort þetta
sé sú umhverfisvæna leið
sem fara eigi og hvar eigi að reisa kjarn-
orkuver. Því er til að svara að Finnar eru
17 sinnum fleiri en Íslendingar svo að hér á
landi þyrfti aðeins 100 MW virkjun fyrir
hlutfallslega orkuþörf. Þekkingar- og há-
tækniiðnaðurinn er mengunarlaus og skap-
ar margfalt fleiri störf á orkueiningu en ál-
verin. Ef menn vilja er hægt að hanna
húsakynnin þannig að þau skapi litla sem
enga sjónmengun. Meira að segja orku-
frekustu tölvufyrirtækin, sem starfrækja
gagnageymslur og gagnaúrvinnslu, þurfa
mun minni orku á hvert starf en álver. Í
samtali mínu við einn af forsvarsmönnum
slíks tölvufyrirtækis nýlega kom fram að
orkunotkunin í byrjun yrði allt að 200 MW
og að starfsmenn yrðu á þriðja hundrað.
Samkvæmt því skapar hvert MW hjá slíku
orkufreku tölvufyrirtæki rúmlega eitt starf
eða meira en tvöfalt fleiri störf á orkuein-
ingu en hjá álveri. Svona fyrirtæki þarf
útibú úti á landi. Ef það er heppilegra að
reisa álver, hvers vegna nota Finnar þá
ekki 1600 megavöttin sín til stóriðju? Páll
Magnússon bendir í sinni grein á að stjórn-
völd hafi með heppilegri löggjöf þegar
skapað gott rekstarumhverfi fyrir þekk-
ingar- og hátækniiðnað og útrás hans. En
um þetta gildir eins og fleira hjá Fram-
sókn, – þetta lítur ágætlega út í orði en
ekki á borði. Forráðamenn fyrirtækjanna
sem eiga að njóta löggjafarinnar kvarta
sáran yfir ruðningsáhrifum stóriðju- og
virkjanaframkvæmdanna sem birtast m.a. í
þenslu, verðbólgu, okurvöxtum og geng-
issveiflum.
Af hverju taka
Finnar hátækni
fram yfir álver?
Eftir Ómar Ragnarsson
Höfundur er formaður Íslandshreyfing-
arinnar – lifandi lands.