Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 30

Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÞURRKAÐI SOKKANA MÍNA Í ÖRBYLGJUOFNINUM... NÚNA LYKTA ÞEIR EINS OG ÖRBYLGJUPÍTSAN FRÁ ÞVÍ Í GÆR FLOTT MMMMM SVONA ER AÐ VERA PIPARSVEINN LÍSA SAGÐI AÐ HJARTAÐ VÆRI FULLT AF BÆÐI HATRI OG ÁST... OG HÚN SAGÐI AÐ HATRIÐ OG ÁSTIN VÆRU ALLTAF AÐ TAKAST Á INNRA MEÐ OKKUR... ALLTAF AÐ RÍFAST HÆTTIÐ ÞESSU! ÞAÐ ER KANNSKI EKKI MIKIÐ AÐ GERA HÉRNA, EN ÞAÐ MARS ER BETRI EN JÖRÐIN ÞAÐ HEFUR ENGINN KOMIÐ HINGAÐ ÁÐUR. ENGINN ER BÚINN AÐ SKEMMA MARS. HÉR ER ENGIN MENGUN... BARA ÓSNERT NÁTTÚRAN HVERT SEM AUGA ER LITIÐ ER ÞETTA EKKI BRÉFIÐ UTAN AF SÚKKULAÐINU ÞÍNU? ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ SKILJA ÞAÐ EFTIR !! HVERT FER ÉG TIL ÞESS AÐ KVARTA YFIR ÞVÍ HVERNIG FARIÐ ER MEÐ SKATTPENINGANA MÍNA?! HÉRNA INNAR Á GANGINUM... ÞÚ GETUR EKKI MISST AF ÞVÍ ÞAÐ ER INNFLUTTA EIKARHURÐIN SEM ER SKREYTT MEÐ GYLLINGUM, RÚBÍNUM OG DEMÖNTUM ER JÓLA- SVEINNINN BÚINN AÐ SENDA SVAR VIÐ BRÉFINU MÍNU? NEI ÞÚ SENDIR BRÉFIÐ Í GÆR, ÞAÐ ER EKKI EINU SINNI KOMIÐ TIL HANS LABBAÐU ÞÁ AÐEINS HRAÐAR! ÉG ÞOLI EKKI AÐ FARA MEÐ PÓSTINN HINGAÐ VIÐ FÓRUM OG TÖLUÐUM VIÐ RABBÍNANN VARÐANDI ÞAÐ AÐ ÞIG LANGAÐI EKKI AÐ FARA Í TRÚARBRAGASKÓLANN OKKUR FANNST ÓSANNGJARNT AÐ SENDA ÞIG ÞANGAÐ ÞEGAR PABBI ÞINN HAFÐI ALDREI FARIÐ SJÁLFUR ÞANNIG AÐ ÉG ÞARF EKKI AÐ FARA? NEI, PABBI ÞINN ÆTLAR LÍKA AÐ MÆTA Í TÍMA SJÁUMST Á SUNNU- DAGINN OOO! NÚNA, FYRST ÉG ER BÚINN AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ AÐ BLÓÐIÐ MITT GETUR LÆKNAÐ FÓLK... ÆTLAR ÞÚ AÐ GEFA BLÓÐ? AF HVERJU EKKI? ...ÆTLA ÉG AÐ LEYFA FÓLKI AÐ RANNSAKA Í MÉR BLÓÐIÐ ÁN ÞESS AÐ FÁ AÐ VITA AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN SÉ PETER PARKER dagbók|velvakandi Herkúles SAMGÖNGUR við Vestmannaeyjar hafa verið í brennidepli nú um nokk- urt skeið. Talað er um að gera ferju- höfn við Bakka í Landeyjum án þess að fullnægjandi rannsóknir á botn- skriði í Markarfljóti liggi fyrir. Mark- mið ferjusiglinga virðist vera að koma bílum og fólki upp á meginlandið á sem skemmstum tíma. Bíla og fólk er hægt að flytja með flugvélum. Ein slík er Lockheed Hercules sem er bú- in fjórum 5000 hestafla mótorum og getur borið 18 tonn. Farflughraði er 580 km/kl.st. Stysta vegalengd milli lands og Eyja er 10 km, sennileg flug- lengd gæti því verið u.þ.b. 15 km sem segir að heildarflugtími yrði 4 mín- útur. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu F.Í. er leiga fyrir Fokker F 50 250.000 krónur á klukkustund. Miðað við það gæti leiguverð fyrir Herkúles flugvél verið 500.000 kr á klukkustund eða 35.000 krónur ferðin aðra leiðina. Farmrými svona flug- vélar er 17 metra langt (lengri gerð), þriggja metra breitt og tveir og hálf- ur á hæðina. Getur þá rúmað þrjá til fjóra bíla ásamt farþegum. Við vöru- flutninga komast fyrir tveir 20 feta gámar og einn styttri. Nú fyrir nokkru skarst maður illa um borð í kolmunnaskipi sem var að veiðum 800 kílómetra suðaustur af landinu. Flugdrægi okkar þyrlna er 500 km. og dróst því u.þ.b. hálfan sólarhring að hægt væri að sækja manninn. Meðan þyrlusveit varnarliðsins var hér var alltaf send Herkúles-flugvél, búin eldsneytisáfyllingarbúnaði, með þyrlunum ef þurfti að fara langt út á sjó í björgun. Nú er það hernaðar- leyndarmál hver ganghraði varðskip- anna er, en ráðgert er að setja í þau áfyllingarbúnað fyrir þyrlurnar þannig að þær geti „tankað“ á flugi yfir skipunum. Miðað við lengd og vélarstærð er sennilegt að varðskipin geti siglt um 40 km á klukkustund. Ef óhapp verður á fjarlægum mið- um verður varðskipið með eldsneytið að leggja af stað fjórum til sex klukkutímum á undan þyrlunni. Ekki mikið gagn að því. Gestur Gunnarsson. Aukið íbúalýðræði SKOÐANAKANNANIR hafa sýnt að fólk vill aukið íbúalýðræði. Því er kjörið tækifæri þann 12. maí að gefa kjósendum tækifæri til þess að kjósa jafnframt um nokkur grundvallar- atriði varðandi skipan mála lýðveld- isins og kom mér þá í hug að leyfa kjósendum að tjá sig um það í þessum kosningum með samþykki eða synjun á eftirfarandi: 1. Aðskilnað ríkis og kirkju. 2. Að land verði eitt kjördæmi og þar með endanlega jafnað vægi at- kvæða og kjördæmapot úr sög- unni. 3. Aðskilnað löggjafar- og fram- kvæmdavalds þannig að ráðherrar geti ekki verið í lagasmíðum og set- ið sem ráðherrar á sama tíma. 4. Að auðlindir til lands og lagar verði þjóðareign og tekjur renni til þjóð- arinnar. 5. Að lausagangur búpenings sé af- lagður og grasbítar settir í beitar- hólf. Eflaust má setja fram mörg önnur brýn mál, en gott væri að fá fram vilja þjóðarinnar í t.d. þessum málum, sem myndi veita kjörnum fulltrúum að- hald og vísbendingu. Ég vonast til þess að þetta hljóti undirtektir og brautargengi því skv. skoðanakönn- unum vilja um 75% kjósenda fá tæki- færi til að hafa bein áhrif á lög og stefnu ríkisins. Sigurður Haraldsson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is JÓNAS Gunnarsson spjallar við Leó Óskarsson (til hægri) á bryggjunni. Morgunblaðið/Ásdís Bryggjuspjall Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.