Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 34

Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 34
34 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIK- STJÓRA "TRAINING DAY" Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Aðei ns ön nur bíóm yndi n frá upp hafi sem er bö nnuð inna n 18 á ra! Þeir heppnu deyja hratt The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 5.50, 8, og 10.10 Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 5, 7 og 9 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 3.40 M A R K W A H L B E R G Magnaður spennutryllir með súper- stjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Stranglega bönnuð innan 18 ára! Ein Svakalegasta hrollvekja til þessa. Enn meira brútal en fyrri myndin. Alls ekki fyrir viðkvæma. eeee “Magnþrunginn spen- nutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T. Rás2 eeee - Empire SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Playstation 2 God of War 2  SCEA EFTIR að hafa sigrað allt og alla í fyrsta God of War leiknum hefur hetjan okkar Kratos pirrað Guð- ina á Ólympus-fjalli enn á ný og aftur hefur honum verið refsað illilega fyrir vikið. Nú þarf hann að ferðast til hofs örlagasystranna til að hafa áhrif á sín eigin örlög og koma þar með í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi af Seifi sjálfum. Þetta er eins og gera má ráð fyrir, ekki auðvelt verkefni og Kratos mun áður en yfir líkur hafa vaðið blóð og iður sem aldrei fyrr. Framleiðendum God of War 2 hefur tekist að toppa fyrri leikinn í stærð, fegurð og hrottaskap. Fátt hef- ur breyst í sambandi við stjórnun sem getur verið helst einfeldningsleg til lengdar en þeir bæta það upp með stórkostlega fallega hönnuðum borðum og skemmtilegum gátum sem spilarinn þarf að leysa. Allt er miklu stærra en áður, grafíkin miklu betri og sýnir hversu öflug Playstation 2 getur verið ef metn- aðurinn er settur í botn. Hljóðmyndin er stórkostleg og hentar vel í heimabíó-græjur ef maður býr svo vel að eiga eitt stykki. Sem sagt frábær leikur og ákaflega vanabindandi þrátt fyrir að innihaldið hafi ekki mikið breyst frá þeim fyrri. Ómar Örn Hauksson Guðunum blæðir Stríðsguð God of War er „frábær leikur og ákaflega vanabindandi.“ Resistance: Fall of Man  Playstation 3 – Insomniac Games EF Resistance: Fall of Man er dæmi um hvernig leikir verða á Pla- ystation 3 í framtíðinni þá erum við leikjaáhugamenn í góðum málum. Framleiðendur leiksins hafa moðað saman það besta úr nýlegum fyrstu persónu skotleikjum og sett á markað frábæran leik. Maður sér glitta í hluti úr leikjum eins og Half Life 2, Halo og Medal of Honor og útkoman er virkilega skemmtileg. Leikurinn gerist í ímynduðum heimi þar sem skelfileg ógn úr austri hefur lagt allan heiminn nán- ast í rúst. Maður spilar sem banda- rískur hermaður sem er sendur til Bretlands til þess að berjast við Kí- mera-veiruna sem breytir þeim sem smitast í ófreskjur. Borðin eru mjög vel hönnuð, stór og full af krókum og kimum sem hægt er að skoða betur ef tækifæri gefst. Óvinurinn er nógu greindur til þess að leita sér skjóls og lokka þig út úr greni þínu með ýmsum aðferðum. Nokkr- um sinnum er fyrstu persónu form- ið brotið upp með því að leyfa manni að keyra um á skriðdreka eða jeppa, sem lyktar mjög af fyrr- nefndum Halo og er það hressandi tilbreytni. Leikurinn rennur ljúflega í gegn og er nógu erfiður til þess að halda manni við efnið og hvetur mann til þess að reyna aftur. Eini gallinn er að borðin eru stundum of stutt og eru stundum hönnuð á þann veg að maður veit nákvæmlega hvað gerist næst. Hljóðvinnsla er til fyr- irmyndar. Stjórnun er auðveld og góð og ekkert til að flækja fyrir leikmanninum. Resistance: Fall of Man er frá- bær byrjun fyrir frábæra leikja- tölvu. Ómar Örn Hauksson Rauða hættan Góður „Resistance: Fall of Man er frábær byrjun fyrir frábæra leikjatölvu.“ Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is AÐDÁENDUR Resident Evil-leikjabálks- ins hafa nú loksins ærna ástæðu til að punga út fyrir einni Nintendo Wii. Ástæðan er sú að leikjafyrirtækið Capcom hyggst á næstunni gefa út tvo Resident Evil-leiki, sérhannaða fyrir Wii-vélina; Resident Evil 4 og Resident Evil: Umbrella Chronicles. Sá síðarnefndi moðar saman sögubrotum úr fyrri leikjum og notfærir sér hreyfitækni stýripinnans til þess að miða skotvopnum á óvininn, hrista hann af sér, komi hann of nálægt og þá er einnig hægt að nota hann til þess að framkvæma ýmsar bardaga- hreyfingar. Resident Evil: Umbrella Chronicles fjallar um sögu fyrirtækisins sem hratt at- burðarásinni af stað. Farið er í gegnum söguna með því að nota brot úr fyrri leikj- um og hafa framleiðendur endurbyggt um- hverfi sem aðdáendur ættu að þekkja vel, eins og óðalssetrið úr fyrsta leiknum og bæjarhluta Racoon-borgar úr öðrum og þriðja leiknum. Leikurinn verður byssu- leikur þar sem leikmaðurinn velur sér leið í gegnum borðin og skýtur allt sem hreyfist en hefur annars ekki mikla stjórn hreyf- ingum persónunnar. Capcom hefur reyndar ekki tekist sérstaklega vel að framleiða slíka leiki en þeir sem undirritaður hefur prófað hafa verið arfaslakir. Það er bara að vona að þeir læri af mistökum sínum og galdri fram sæmilegan leik sem nýtir þá tækni sem Wii býður upp á til hins ýtrasta. Resident Evil 4 er væntanlegur í búðir í sumar en ekki er enn vitað hvenær Um- brella Chronicles kemur, það er þó búist við að hann komi út seinni partinn á þessu ári. Capcom beinir sjónum sínum að Wii Á leiðinni Resident Evil 4 er væntanlegur í búðir í sumar. HIN yfirgefna herstöð í Keflavík var um helgina notuð til þess að taka upp myndband fyrir leiksýn- inguna Partíland sem er loka- viðburður Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin, sem er í formi alþýðu- skemmtunar, er brotin upp með leiknum atriðum á myndbandi og nú um helgina var fyrsta atriðið tekið upp í herstöðinni. Þetta er, eftir því sem við best er vitað, í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur at- hafnar sig innan girðingar á her- stöðinni eftir að henni var lokað. Upptökurnar fóru fram víðs veg- ar á herstöðvarsvæðinu, meðal annars í gamla liðsforingjaklúbbn- um. Að sögn Jóns Atla Jónassonar, höfundar verksins, gengu tökurnar vel þótt bílferðir pólskra verka- manna um svæðið hafi verið tíðar, en margir erlendir verkamenn búa nú í herstöðinni. Verkið verður frumsýnt 26. maí, en það er unnið í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Gilligogg og Mindgroup. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Partí Friðgeir Einarsson og Jón Páll Eyjólfsson við tökur. Partíland á herstöðinni TÖLVULEIKIR »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.