Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 36
36 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 LEYFÐ 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK BECAUSE I SAID SO kl. 8 - 10:20 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eeee SUNDAY MIRROR BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HOT FUZZ kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR: KVIKMYND EFTIR GUÐMUND ERLINGSSON HERBERT SVEINBJÖRNSSON GUÐJÓN ÁRNASON SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STEINÞÓR EDVARDSSON Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! ÞAÐ STYTTIST í að kvikmyndin Stardust verði frumsýnd og búið er að opna vefsetur tengt myndinni, stardustmovie.com, á netinu. Það er meðal annars hægt að sjá kynn- ingarmyndband og í því bregður fyrir íslensku landslagi. Það er reyndar minna um mynd- efni frá Íslandi í myndinni en til stóð að sögn Helgu Margrétar Reykdal, framkvæmdastjóra True North sem hafði umsjón með tökum hér á landi, enda fengu aðstand- endur hennar ekki að flytja hesta með sér til landsins. „Þeir voru hér í örfáa daga og það komu nokkrir leikarar til landsins vegna þess,“ segir Helga Margrét og bætir við að aðstandendur myndarinnar hafi verið hæstánægðir með myndefnið sem þeir náðu hér, en frekari tökur fóru svo fram á hálendi Skotlands meðal annars, þar sem landslagi svipar til landslags hér. Myndin byggir á sögu eftir Neil Gaiman en í sögunni heitir ungur maður ástmey sinni að hann muni sækja fyrir hana stjörnu sem hrap- ar til jarðar skammt frá þar sem þau sitja. Til þess verður hann þó að stíga inn í álfaland og þar er ekkert sem það sýnist. Meðal leikara í myndinni eru Claire Danes, Robert De Niro, Si- enna Miller, Michelle Pfeiffer, Pet- er O’Toole og Ricky Gervais, en Ian McKellen er sögumaður. Myndin verður frumsýnd ytra í ágúst, en Samfilm hefur sýningarrétt á henni hér á landi. Íslenskt álfaland Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „VAR ég búinn að segja þér að við hittum Dr. Alban!?,“ segir Kjartan F. Ólafsson, hljómborðsleikari Am- pop, hlæjandi en sveitin var eini fulltrúi Íslands á færeysku farand- tónlistarhátíðinni AME (Atlantic Music Event) sem fram fór nú um síðustu helgi í höfuðstað Færeyja, Þórshöfn, dagana 13. og 14. apríl. „Við hittum hann á næt- urklúbbnum Eclipse og hann var eit- urhress, en hafði hins vegar ekki mikinn tíma fyrir myndatöku. Hann spilaði líka í Fuglafirði (sem hefur orð á sér fyrir að vera mikið „hnakkavígi“ í Færeyjum. Innsk. AET).“ Dr. Alban er mikill tákngervingur „næntís“ tónlistar og hefur svosem séð betri tíma og Kjartan segist velta því fyrir sér hvort þetta hafi átt að vera eitthvert grín. „En hann rúllaði þessu a.m.k. upp og stemn- ingin var gríðarleg!“ Grænland líka AME hátíðin er nú haldin á tveggja ára fresti í Færeyjum og hefur sniðið á henni verið að breyt- ast í gegnum tíðina. Eitt sinn var einungis um hljómsveitakeppni í anda Músíktilrauna að ræða (hét þá Prix Föroyar) en nú er um að ræða vettvang fyrir nýjar norrænar sveit- ir til að kynna sig og sína tónlist. Auk þess er kynning á færeyskum sveitum veigamikill þáttur og hefur samkoman verið að eflast sem slík. Í ár léku færeyskir listamenn eins og SIC, 200, Gestir, Deja Vu og Ei- vör en þátttakendur frá öðrum Norðurlöndum voru t.d. grænlenski listamaðurinn Angu, hinn sænski Jo- nas Molinder, Óðinsvéasveitin Ave og hin íslenska Ampop. Kjartan segist nú ekki hafa orðið fyrir gríðarlegu sjokki við það að koma til eyjanna, þetta hafi verið meira eins og að fara norður, en norðlenskan hafi reyndar verið að- eins skrítnari en venjulega. „Kannski var mesta áfallið að sjá Norðurlandahúsið þarna, það er al- veg ótrúlega flott og afskaplega hentugt fyrir tónleikahald. Allt í kringum tónleikana; ljós, hljóð og þjónusta við listamenn var þá tipp topp – eiginlega það besta sem ég hef kynnst. Þeir fara alla leið með þetta.“ Kjartan segir að tónleikarnir hafi náð hæstu hæðum er Eivör kom fram, en söngkonan hefur nánast verið tekin í guðatölu í eyjunum. Meiri samgangur Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli, var á hátíðinni fyrir hönd Rásar 2 en Ásgeir Eyþórsson og Óli voru Fær- eyingunum innan handar þegar AME var haldið í Reykjavík á dög- unum. „Það voru þarna blaðamenn og alls kyns mógúlar, bæði frá útgáfu- fyrirtækjum og tónlistarhátíðum. Það var skipulögð dagskrá og það farið með okkur í smá rúnt um eyj- arnar og heimsóttum við m.a. annars Götu. Þar söng Kári Sverrisson fyrir okkur í kirkjunni og fræddi okkur um kvæðasöng eyjaskeggja.“ Óli segir þetta hafa verið ferlega gaman, hann hafi t.d. verið að sjá pönkrokksveitina 200 í fyrsta skipti á tónleikum en á henni hefur hann mikið dálæti. „Færeyingarnir eru svona að byrja að setja kraft í þessi kynning- armál og þetta lítur afskaplega vel út. G! hátíðin í Götu hefur t.d. verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið þarna. Þeir líta mikið til Íslands og vilja sjá meiri samgang á milli eyjanna í þessum málum, að hljóm- sveitir héðan fari út að spila og öf- ugt.“ Fróði Vestergaard, fram- kvæmdastjóri AME, er vel sáttur við það hvernig til tókst. AME hátíð- in sé að styrkjast og vaxa og segist hann vera farinn að finna fyrir áþreifanlegum árangri. „Það var t.d. gaman að Boys in a Band, einni af okkar efnilegustu sveitum, var boðið á tvær tónlist- arhátíðir í kjölfarið þannig að þetta virkar. Hugmyndin að baki AME virðist vera að falla í góðan jarðveg og við ætlum að halda þessu verk- efni áfram ótrauð.“ „Meira svona eins og að fara norður“ Færeyska tónlistarhátíðin AME fór fram um síðustu helgi í Þórshöfn Frambærilegt Angu er Damien Rice þeirra Grænlendinga og vinsæll mjög þar í landi. Hann kom fram á AME-hátíðinni í Færeyjum. myspace.com/atlanticmusicevent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.