Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 40
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 113. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Sarkozy og Royal takast á um forsetaembættið  Metþátttaka hefur verið í frönsku forsetakosningunum, en fyrri um- ferð þeirra fór fram í gær. Til- tölulega jafnt hefur verið með þeim Nicolas Sarkozy frambjóðanda hægrimanna, sem stendur ívið betur að vígi, og Ségolène Royal frambjóð- anda sósíalista. »Forsíða Nýtt í þjóðlendukröfum  Óbyggðanefnd mun rannsaka landamerki og málsskjöl við upphaf kröfugerða um þjóðlendur. Áður hófst kröfuferlið á lýsingu fjár- málaráðherra. Þetta er nýtt vinnu- lag, sem Árni Mathiesen fjár- málaráðherra gerir frekari grein fyrir í viðtali í dag. »Forsíða Annað líf Wilson Muuga  Wilson Muuga stefnir í kjölfar verslunarflota hinna fornu Fönikíu- manna, en skipið, sem strandaði við Hvalsnes 19. desember, verður selt til Líbanons, þar sem gert verður við það og því siglt að nýju. Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður Nesskipa segir þetta bestu lausnina úr því sem komið var og fagnar því að skipið skuli eiga annað líf í vændum. »2 Meðgöngumóðir óskast  Reynir Tómas Geirsson prófessor telur að til greina komi að leyfa stað- göngumæðrun hér á landi, en í gær auglýsti par eftir konu til að bera og fæða barn. Íslensk lög banna slíkt nú og því þarf fólkið að fara í slíka aðgerð erlendis. »6 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Spennandi mánudagar Staksteinar: Öreigar okkar tíma? Forystugreinar: Vandi stjórnar- andstöðunnar | Reisum múr UMRÆÐAN» Skapandi heyrn Guðjóns Ólafs Auðlindir og arður Eldri borgarar og atvinnulífið Svívirðan mesta Breytt lánaumhverfi Íslandsmót iðnnema Samið við verktaka Smíða ný hús eftir pöntun FASTEIGNIR» Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C  Vaxandi A-átt, 10– 18 m/s, með rigningu, fyrst sunnan til. Þurrt NA-lands til kvölds. »10 Arnar Eggert Thor- oddsen fjallar um tónlistarhátíðina AME sem fram fór í Færeyjum um síð- ustu helgi. »36 TÓNLIST» Fjör í Þórshöfn KVIKMYNDIR» Stórmyndin Stardust var að hluta tekin hér. »36 Í samtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson sagði Egill Sæ- björnsson frá sýn- ingu í New York og nýrri plötu. »15 MYNDLIST» Egill í New York FÓLK» Britney Spears er ekki sátt við pabba sinn. »33 FÓLK» Ný prinsessa er fædd í Danmörku. »33 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Yfirlýsing frá Háskólanum í Rvk. 2. Spears segir karlmenn… 3. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig 4. Danska prinsessan fer heim… Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er ekki eiginlegt uppboð, en fólk má bjóða í myndina,“ segir Guðmundur Jónsson í Listamönnum – Innrömmun, en þar er olíu- málverk eftir Þórarin B. Þorláksson til sölu. Myndin sýnir Saurbæ, Rauðasand og Snæfells- jökul. „Það fylgdi ekki sögunni að myndin bæri nafn. En svona mynd fer örugglega á tólf millj- ónir, og ekkert meira um það að segja.“ Heim- ildir Morgunblaðsins herma að 15 milljónir hafi þegar verið boðnar í verkið, en Guðmundur kveðst ekki geta staðfest það, þótt hann viti að nokkrir aðilar séu enn að hugsa sig um. „Hún gæti farið þangað, og það kæmi mér ekki á óvart. Ég get ekki staðfest neitt nema með leyfi frá þeim sem bjóða,“ segir hann. Spurður hvort 15 milljónir séu ekki hátt verð fyrir verk íslensks málara telur Guðmundur svo ekki vera. „Miðað við stærð myndar held ég að Ás- grímur hafi farið á hærra verði í vatnslitamynd en þetta. Þetta er olíumálverk.“ Spurður um þessa aðferð við sölu verksins, og hvernig áhugasamir geti verið vissir um að um raunveruleg tilboð sé að ræða, en ekki að- ferð við að trekkja upp verð segir Guðmundur viðskipti af þessu tagi byggjast á trausti. „Traustið verður að liggja á okkur.“ Þess má geta að málverk Kjarvals, Hvíta- sunnudagur, seldist á 15,2 milljónir á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í febrúarlok, en talið er að það sé hæsta verð sem fengist hafi fyrir íslenskt málverk. Því gæti það met verið í hættu ef verk Þórarins fer yfir 15 millj- ónir. Vel boðið í Þórarin  Hugsanlegt að olíumálverk frá Rauðasandi eftir Þórarin B. Þorláksson seljist fyrir metupphæð  Staðfest boð í myndina upp á 12 milljónir hefur borist Morgunblaðið/Árni Sæberg Landslag „Fer örugglega á tólf milljónir.“ Í HNOTSKURN »Þórarinn B. Þorláksson fæddist árið1867 og er í fremstu röð listamanna þjóðarinnar. »Verð á listaverkum hefur verið aðhækka og í vetur var málverk Kjar- vals, Hvítasunnudagur, selt á 15,2 millj- ónir á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku. PLATA Garðars Thórs Cortes, sem nefnist einfaldlega Cortes, er mest selda klassíska platan í Bretlandi um þessar mund- ir. Platan kom út þar í landi á mánudaginn fyr- ir viku og að sögn Einars Bárðarsonar fékk hún mjög góða dreifingu um landið Á heildar- sölulista yfir mest seldu plötur Bretlands, „TOP40“, fer Cortes beint í 27. sæti sem er einn besti ár- angur Íslendings á þeim lista. Ár- angurinn er framar björtustu von- um útgefanda Garðars í Bretlandi, Believer Music. Töluverða athygli vakti þegar Garðar söng fyrir leik West Ham og Chelsea í síðustu viku, en í þessari viku mun hann meðal annars koma fram á galakvöldi hjá Mont Blanc skartgripaframleiðandanum. Á fimmtudag verður Garðar svo gest- ur í þættinum This Morning á ITV, en að jafnaði horfa milljónir manna á þáttinn. Númer eitt í Bretlandi Plata Garðars Thórs Cortes selst vel Garðar Thór Cortes LITLA-JÖRP með lipran fót kann vel að meta atlot Ísabellu Maríu í vorinu í Mosfellsdalnum. Hvort brauðmoli fylgdi með úr lófa telp- unnar er óvíst. Alltént styttist í að ilmandi, fagurgrænt vorgresið verði efst á matseðli íslenskra hrossa, þegar vetrarmatseðillinn verður lagður til hliðar í bili. Svo kemur sumarið og heyannir og risavaxnir, mjallhvítir sykurpúðar birtast á tún- um um allt land. Þótt Ísabellu litist sennilega betur á alvöru sykurpúða vill Litla-Jörp áreiðanlega miklu frekar plasthúðaða töðuna. Morgunblaðið/ÞÖK Vorkoma ÍSABELLA MARÍA Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.