Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 75 91 0 5/ 07 INNRITUN www.hi.is Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÝR þingflokkur Framsókn- arflokksins kom saman á löngum fundi í gærkvöldi. Auk þingmanna sátu á fund- inum Jón Sigurðsson, formað- ur flokksins, framkvæmda- stjóri þingflokksins og fráfarandi þingmenn Reykja- víkurkjördæmanna. Fund- urinn var sá fyrsti hjá þing- flokknum sem er nokkru minni en fyrir kosningar, sjö þingmenn í stað tólf áður. Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa verið góð- an og þingmenn hafi farið yfir úrslit kosninga og metið framtíðarmöguleika í stöð- unni. „Jón Sigurðsson er að vinna sína vinnu og lagði á borðið hver staðan væri. Þetta var fundur sem var mjög jákvæður.“ Guðni vildi ekki tjá sig efn- islega um hvað fram fór á fundinum en tók fram að þingflokkurinn bæri fullt traust til formannsins. „Rík- isstjórnin hélt velli og það er skylda okkar að fara yfir stöð- una. Jón og Geir munu halda áfram að ræða málin. Það var ekki lokað fyrir það í kvöld.“ Funduðu um stöðuna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Stöðumat Þingflokkur Framsóknarflokksins mat stöðu mála að kosningum loknum á fundi í gærkvöldi. Jón Sig- urðsson, formaður flokksins, greindi frá gangi viðræðna sinna við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugs- aldri til fjögurra mánaða fangels- isvistar fyrir líkamsárás en mað- urinn réðst á sambýliskonu sína á sameiginlegu heimili þar sem voru sofandi börn þeirra. Honum var að auki gert að greiða konunni 454 þúsund krónur í miskabætur. Árásin sem átti sér stað í lok júní á sl. ári var hrottafengin og sló maðurinn konuna nokkrum hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut 2½ cm skurð á höfði, 1 cm skurð fyrir of- an efri vör auk þess sem hún missti fjórar framtennur. Sam- kvæmt vottorði tannlæknis kostar viðgerð hátt í eina milljón krónur en kröfunni var vísað frá. Ákærði játaði að hafa slegið einu sinni í höfuð konunni og tvisvar í andlitið. Hann bar fyrir sig neyð- arvörn og sagði hana hafa ráðist tvívegis að sér með glerbroti og því hefði hann slegið hana í andlit- ið. Samkvæmt framburði konunnar og vitnis sem hún ræddi við í síma þegar ákærði kom að, þótti hins vegar ljóst að ákærði hefði fyrst greitt konunni högg í andlitið. Áverkar mannsins voru smáhrufl á handlegg og vinstri hnefa. Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa lent í orða- skaki við konuna eftir að hann hefði ætlað í heimabanka sinn en hún hefði þá verið búin að breyta lykilorðinu. Hann hefði spurt um lykilorðið og konan sagt honum það en hann hefði þó ekki enn komist í bankann. Konan var að tala í símann á meðan á þessu stóð og ákærði sagðist hafa tekið af henni símann á einhverjum tíma- punkti til að ná athygli hennar. Upp úr því hefðu átökin byrjað. Bæði höfðu þau drukkið áfengi, maðurinn sýnu meira. Þegar vitnið sem ræddi við kon- una heyrði hvað gekk á hringdi það á lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Héraðsdómarinn Ingveldur Ein- arsdóttir kvað upp dóminn. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu, og Brynjólfur Eyvindsson hdl. varði manninn. Missti fjórar tennur við högg sambýlismannsins Fjögurra mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás MIKIL sigurgleði ríkti á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna í Al- þingishúsinu í gærkvöldi. Fund- urinn er sá fyrsti sem þingmenn- irnir eiga eftir kosningarnar um liðna helgi. Tíu þingmenn setjast nýir á þing fyrir flokkinn og voru þeir boðnir velkomnir í þingflokkinn. Eins og sjá má gátu þær Ragnheiður Rík- harðsdóttir, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, Björk Guðjónsdóttir og Guð- finna S. Bjarnadóttir ekki leynt gleði sinni en þær eru allar að setj- ast á þing í fyrsta skipti. Geir H. Haarde forsætisráðherra var fagnað er hann gekk inn á fundinn og segir Arnbjörg Sveins- dóttir, starfandi formaður þing- flokksins, að þingmenn beri fullt traust til hans í viðræðum við Framsóknarflokkinn. Að sögn Arnbjargar var fund- urinn haldinn til þess að þingmenn gætu hist og áttað sig á stöðunni að kosningum loknum. Gleði á fyrsta þingflokksfundinum Morgunblaðið/Golli VERKTAKAR á vegum Mosfellsbæjar hófust á ný handa við að grafa við Álafoss- kvos seinni partinn í gær. Gunnlaugur B. Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir í Varmár- samtökunum eru ómyrk í máli um fram- kvæmdirnar og telja að bæjaryfirvöld hafi gengið á bak orða sinna um að stöðva framkvæmdir þang- að til umhverfismat áætlana liggur fyrir. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar, segir fulltrúa Varm- ársamtakanna tala gegn betri vitund, bréf hafi verið sent til þeirra þar sem sagt var frá að veitu- framkvæmdir myndu hefjast á ný. Sam- tökin fari með rangt mál. Gunnlaugur segir að bæjaryfirvöld séu að „gera veginn undir þeim formerkjum að unnið sé að lögnum sem eigi að vera undir götunni“. Hann leggur áherslu á að ekki sé til deiliskipulag og í dag verði lögð fram kæra þar að lútandi. „Okkur finnst að þeir séu að svíkja lof- orðin sem þeir gáfu okkur,“ segir Sigrún. „Þeir eru ekki bara að leggja þarna lagnir, það er alveg á hreinu.“ Séð verði til þess að hægt verði að kanna málið til hlítar áður en framhald verði á framkvæmdum. Karl segir Sigrúnu fara með alrangt mál. „Hún heldur því fram að bæjarfélagið sé að vinna við lagningu tengibrautarinnar inn í Helgafellsland. Þetta er rangt. Það er verið að vinna við veituframkvæmdir úr Helgafellslandi og slíkt er ekki fram- kvæmdaleyfisskylt,“ segir Karl. Hann segir samtökin hafa fengið bréf frá Finni Birgissyni, skipulagsfulltrúa bæjarins, á fimmtudaginn í sl. viku. „Það er þannig hreint með ólíkindum að samtökin skuli svo, leyfi ég mér að segja, setja upp slíkan skrípaleik sem þennan, vitandi hið rétta í málinu. Þetta er þessum samtökum ekki til framdráttar.“ Karl segir að samtökunum sé algjörlega óheimilt að ganga fram eins og þau gerðu í gær; ryðja niður girðingum og öðru á vinnusvæðinu. „Ef til slíks kem- ur verður gripið til ráðstafana,“ segir hann. „Samtökin fara með rangt mál“ Sigrún Pálsdóttir Gunnlaugur B. Ólafsson Karl Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.