Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 17 MENNING GUÐRÚN Benedikta Elías- dóttir, sýnir nú í Hotel Parc Beaux-Arts, í hjarta Lúx- emborgar. Þetta er 11. einka- sýning Guðrúnar. Sýningin hefur vakið verð- skuldaða athygli og hafa Ís- lendingar búsettir í Lúxem- borg sem og aðrir notið verka hennar. Tvö málverk eftir Gurúnu Benediktu hafa verið valin til sýningar á KiC Inter- national Art Exhibition Nord Art 2007 í Büdels- dorf, Þýskalandi, frá 9. júní til 30. september 2007. Valdi dómnefnd 200 listamenn frá 35 löndum úr hópi 892 umsækjenda frá 57 löndum. Myndlist Íslensk myndlist í Lúxemborg Guðrún Benedikta ÓVENJULEGIR líkamar: Ímyndir fatlaðra í bók- menntum, listum og dægur- menningu verða viðfangsefni Rosemarie Garland-Thomson í fyrirlestri á vegum Rann- sóknaseturs í fötlunarfræðum í Norræna húsinu í dag kl. 15. Rosemarie er dósent í kvenna- fræðum við Emory University í Atlanta. Hún hefur tekið virk- an þátt í að þróa fötlunarfræði sem sér fræðasvið innan hugvísinda og kvenna- og kynjafræða. Eitt af rannsóknarsviðum hennar er greining á orðræðu og ímyndum um fatlað fólk í bókmenntum, listum og dægurmenningu. Fræði Óvenjulegir líkamar í listum Rosemarie Garland-Thomson RITIÐ, tímarit Hugvísinda- stofnunar 2/2006 er komið út, og þema þess er: Líkingar. Þar eru sex frumsamdar greinar, tvær þýddar fræði- greinar, ljóðaþýðingar og myndverk. Frumsömdu grein- arnar tengjast þemanu, en að venju birtir Ritið einnig þýdd- ar greinar sem tengjast því. Meðal skrifara eru Bergljót Kristjánsdóttir, Guð- rún Lára Pétursdóttir, Ingi Björn Guðnason og Úlfhildur Dagsdóttir. Fjölmargt fleira má skoða í Ritinu nú, þar á meðal tvö ljóð eftir Michael Onda- atje og myndverk Hrafnkels Sigurðssonar, Spegl- að sorp. Hugvísindi Líkingar eru þema nýjasta Ritsins Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „BRAVÓ! Bravó!“ hrópuðu gestir á Bessastöðum í gær þegar forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Helga Tómasson, stjórnanda San Fransisco-ballettsins, stór- krossinum sem er æðsta heið- ursmerki fálkaorðunnar. Helgi var afar hrærður þegar hann tók við verðlaununum að viðstaddri fjöl- skyldu sinni, dönsurum úr San Francisco-ballettinum og ýmsum forystumönnum úr íslensku menn- ingarlífi .„Ég er gífurlega stoltur að fá þetta frá minni eigin þjóð, lands- mönnum mínum. Þegar ég lít í kringum mig í dag, sé fjöllin og sjó- inn, sé ég sjálfan mig,“ sagði Helgi þegar forsetinn hafði sæmt hann krossinum. „Þetta land hefur skapað mig á þann hátt sem ég er og ég er stoltur yfir því.“ Stórkrossinn fá oftast nær þjóð- höfðingjar og stjórnmálaleiðtogar en hálf öld er liðin frá því Íslendingur fékk stórkrossinn fyrir afrek sín á sviði listar og menningar. Það var Halldór Laxness árið 1957. Einstakt afrek Ólafur sagði listrænan frama Helga dæmi um það að draumar gætu ræst. Hann sagði ekki hægt að átta sig á afrekum Helga án þess að líta til þess hvaðan hann væri, frá litlu íslensku sjávarþorpi suður á landi, og frá landi þar sem engin hefð hefði verið fyrir ballett. Ólafur sagði Helga hafa sýnt að það væri hægt að fæðast á Íslandi og verða fremstur meðal allra í nánast hvaða listgrein sem væri. „Það er einstakt afrek og þjóðin metur það mikils og líka hollustu þína og vin- áttu við Íslendinga, þó að þú hafir farið héðan ungur og hafir átt allan þinn frama á erlendri grundu,“ sagði Ólafur. Hann þakkaði Helga fyrir hönd íslensku þjóðarinnar fyrir ein- stakt framlag hans á heimsvísu til ballettsins og til menningar og lista. Forsetinn sagði tvo íslenska lista- menn hafa náð viðlíka viðurkenn- ingu og frama í alþjóðlegum list- heimi á liðinni öld: nóbelsskáldið Halldór Laxness og Björk. Halldór, Helgi og Björk hefðu sigrað heiminn með hæfileikum sínum og metnaði. „Hugsum okkur ákveðnina, hina óbilandi sjálfstrú og auðvitað ótrú- lega hæfileika og snilligáfu, sem Helgi í hógværð sinni flíkar ekki á hverjum degi, sem þarf til að ná svona langt,“ sagði Ólafur. Forsetinn sagði að það væri stór- viðburður í íslenskri menningarsögu að fá Helga hingað til lands. Ólafur sagði alla heiðra Helga, jafnvel gæs- irnar úti á túni Bessastaða, sem hefðu flogið sérstaklega frá Skot- landi til að vera viðstaddar, og hlógu þá viðstaddir dátt. Fékk dansáhuga fimm ára Dansáhugi Helga kviknaði þegar fjórir dansarar frá Konunglega danska dansháskólanum sýndu dans í Vestmannaeyjum þegar Helgi var aðeins fimm ára. „Móðir mín og tvíburasystir henn- ar fóru á sýninguna og höfðu gaman af henni. Í hléinu ákváðu þær að sækja mig, ég var heima og við bjuggum rétt hjá leikhúsinu. Ég var þá fimm ára gamall. Mamma sagði mér síðar að í hvert skipti sem ég heyrði tónlist í útvarpinu eftir þetta hefði ég reynt að líkja eftir því sem ég sá dansarana gera á sviðinu, stökk og snúninga og þess háttar,“ sagði Helgi í gær. Sýningin hefði því haft mikil áhrif á hann. Helgi fæddist í Reykjavík en flutt- ist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni. Fjölskyldan sneri aftur til Reykjavíkur þegar hann var sjö ára. Þar fór Helgi í listdansskóla og naut leiðsagnar Sigríðar Ármann og Sifjar Þórz, en Sigríður var viðstödd athöfnina á Bessastöðum í gær. Þá tók við nám í Listdansskólaskóla Þjóðleikhússins þar sem Erik Bids- ted kenndi honum. „Bidsted var harður kennari, mér skildist oft á honum að þetta væri aldrei nógu gott sem ég var að gera. Svo uppgötvaði ég það að þetta var ekkert svo slæmt, ég stóð mig bara mjög vel,“ sagði Helgi hlæjandi. Helgi efast um að hann hafi verið fullkominn dansari, slíkur dansari sé sjálfsagt ekki til. En hvað er fram- undan hjá Helga og San Fransisco- ballettinum? „Ég stefni aðallega að því að fá ný verkefni, nýja balletta í nútímaklassískum stíl. Við dönsum líka þá gömlu og höldum þeim við, en ég er alltaf að leita að ungum danshöfundum og sem líka sjálfur,“ sagði Helgi. Við tók fögnuður á Bessastöðum og allir vildu ræða við Helga. Helgi Tómasson sæmdur stórkrossinum, æðsta heiðursmerki fálkaorðunnar „Þetta land hefur skapað mig“ Í HNOTSKURN » Helgi Tómasson fæddist íReykjavík 1942. » Hann hóf ungur nám viðListdansskólaskóla Þjóðleik- hússins, þar sem ballettmeist- arinn Erik Bidsted kom fljótt auga á hæfileika hans. » Fyrir tilstilli Jerome Robb-ins fékk Helgi námsstyrk til dvalar í New York árið 1959. » Helgi starfaði í New York íaldarfjórðung, m.a. með Joff- rey-ballettinum, Harkness- ballettflokknum, og loks New York City-ballettinum þar sem hann var einn aðalkarldansara til ársins 1985. » Árið 1969 var hann fulltrúiBandaríkjanna í fyrstu al- þjóðlegu ballettsamkeppninni í Moskvu og hlaut þá silfurverð- laun. » Í New York City-ballettinumdansaði Helgi undir listrænni stjórn Georges Balanchine, eins mesta stórmennis listdansins á 20. öld. » Árið 1985 lagði Helgi dans-skónum, réð sig sem listræn- an stjórnanda San Francisco- ballettsins og hóf að semja dansa í ríkara mæli en áður. » Undir stjórn Helga hefurSan Francisco-ballettinn orð- ið einn besti og virtasti dans- flokkur heims. Fagnaðarfundir Helgi ræðir við Þórunni Sigurð- ardóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Klökkur Helgi Tómasson tekur í höndina á forsetanum eftir athöfnina og var augljóslega hrærður yfir þessum virðingarvotti. Ballettdansarar Nokkrar dansmeyjar úr San Francisco balletnum fögnuðu á Bessastöðum í gær. BANDARÍSKUR hermaður, ný- kominn heim frá Írak, hreppti Blooker-verðlaunin fyrir bók byggða á bloggi, í gær, en verð- launin eru um 650 þúsund krónur. Hermaðurinn heitir Colby Buzzel og bókin: Stríðið mitt: Drápstíð í Írak. 110 bloggbækur frá 15 lönd- um kepptu um verðlaunin. Colby bloggaði í átta vikur úr stríðinu áð- ur en herinn krafðist þess að hann hætti því. Það var um seinan, því út- gefendur höfðu þegar komist á snoðir um bloggið og falast eftir því til útgáfu. Penguin gefur út en bók- in hefur þegar verið þýdd á sjö tungumál. Stríðsblogg á bók Hvað er það við þessa gjörn-inga Spencer Tunicks semdregur fólk í þúsundatali út á götur nakið fyrir framan mynda- vél listamannsins? Og hvað er það við myndirnar af þessum gjörningum sem dregur fólk inn í listasöfnin?    Tunick rýfur bannhelgi ograunar stóð hann í málaferl- um við borgaryfirvöld um langt skeið vegna gjörninga sinna og stóð uppi sem sigurvegari en í ljós kom að það var engin stoð fyrir því í stjórnarskrá Banda- ríkjanna að banna fólki að safnast saman nakið til þess að láta mynda sig.    Tunick virðist því höfða til þarfarfólks fyrir andóf en kannski liggja þræðir úr þessum verkum hans víðar og dýpra í menningu okkar.    Hann býður upp á einhvers kon-ar afturhvarf til náttúrunnar og til frumstæðrar tjáningar. Þátt- taka almennings í sköpuninni skipt- ir þar kannski einhverju máli en líka það að þessi frumstæða tjáning er jafnframt fágæt opinberun, tæki- færi til sjálfsuppgötvunar en líka til útþurrkunar á sjálfsímynd.    Eru gjörningar Tunicks hugs-anlega gróft afturhvarf? Eða eru þeir afhjúpun á ríkjandi ástandi, firringu samtímamannsins, siðleysi?    Og hvað með myndræn tengslþessara nöktu líkama í hrúgum við útrýmingarbúðir síðustu aldar og fjöldamorð?    Mælt er með því að fólk fari íGallerí i8 og kynni sér áhrifa- mikil verk Tunicks. Spurningar um nekt MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason vitinn.blogg.is  Tyrkjaránsins minnst Opnun sýningar í Vélasalnum, Vest- mannaeyjum, kl. 17.  Tónleikar af sama tilefni í Gömlu höllinni kl. 18.  Cymbeline eftir William Shakespeare 1. sýning leikhópsins Cheek by Jowl í Þjóðleikhúsinu kl. 20. Í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ....................................... www.listahatid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.