Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 25 REYKJAVÍK er ljótasta (höfuð) borg í Evrópu. Það eru margar ástæður til þess. Í fyrsta lagi er hún með öllu óskipulögð. Ekki var farið að hyggja að heildarskipulagi borg- arinnar fyrr en 1924. Það verk sáu Guðmundur Hannesson læknir og Guðjón Samúelsson arkitekt að- allega um. 1927 var uppdrátturinn lagður fram sem opinbert skipulag Reykjavíkurbæjar. Borgin átti öll að rúmast innan Hringbrautar, þ.e. Hringbrautar, Snorrabrautar og Skúlagötu. Götur voru tiltölulega beinar eftir húsum og húsaröðum. Fátt eða nær ekkert var um bakhús enda voru þau eitur í beinum Guð- mundar Hannessonar læknis sem tengdi skipulag og húsnæði réttilega við almennt heilsufar almennings. Í borgarskipulaginu var því tekið tillit til gatnagerðar, húsbygginga og lýð- heilsu. Einstök hverfi og skipulag þeirra var ákveðið í bæjarstjórn og í skipulagsnefnd bæjarins. Þar höfðu ýmis öfl áhrif á þróunina; pólitík, eig- inhagsmunir, peningar og ekki síst hagsmunir byggingarverktaka. Næsta aðalborgarskipulag sást ekki fyrr en í tíð Geirs Hallgrímssonar sem lagt var fram árið 1960 og átti að gilda frá 1962 til 1983. Það var að- allega unnið af tveimur dönskum sérfræðingum. Þá hafði borgin löngu áður vaxið út úr Hringbrautinni og var farin að teygja sig í þrjár áttir, en einkum til austurs. Sérhagsmunir og tilviljanir héldu þó áfram að móta höfuðborgina. Ævintýralegar hug- myndir urðu aldrei að veruleika, eins og óskaplega ljót ráðhús. Rifist var í borgarstjórn um nær hverja einustu hugmynd að byggingu og flest mál dagaði uppi. Nokkur slys sluppu í gegn, eins og bygging Morgunblaðs- hússins, niðurrif Fjalakattarins og sífelld uppstokkun miðbæjarins sem í raun og veru dó með bílavæðingu borgarinnar á níunda áratugnum. R-listinn rauf valdatíma Sjálfstæð- isflokksins. Skipulagsmálin breytt- ust lítið. Slysin í skipulagi héldu áfram og oftast var kylfa látin ráða kasti. Fyrirhugað var að rífa söguleg hús á Laugaveginum, hugmyndir um að byggja húsamús kringum Kirkju- torgsreitinn, litið framhjá reið- hjólabrautum og göngustígum og þráast við nauðsynlegri gatnabreyt- ingu af pólitískum ástæðum. Stað- setning Reykjavíkurflugvallar lenti úti í skurði. Áfram hélt skipulagið að lullast áfram, mest eftir sérhags- munum, yfirleitt frá degi til dags. Áfram hélt þó aðalskipulag að sjást, flest ónýt en falin bak við íhlutun hverfafélaga sem ávallt var dautt fyrirkomulag sem leit vel út á prenti. Engin lausn fékkst á togstreitunni milli framhaldslífs gamalla húsa og uppbyggingar nýrra og nútímalegra húsa. Að lokum átti hvort tveggja sér stað og útkoman var ótrúlegur hrærigrautur eins og sjá má í Kvos- inni. Nýju hverfin austan Elliðaánna risu, flest óskipulögð og í eins konar hrúgum. Samhengi þeirra við heild- arskipulag höfuðborgarinnar var ekkert. Gömlu skipuleggjendurnir Guðmundur og Guðjón lögðu áherslu á lágreista byggð í Reykja- vík til að vernda hinn fallega sjón- deildarhring og útsýni til náttúrunn- ar. Það er búið að rústa þeirri hugmynd fyrir löngu. Nýjasta dæm- ið er óskapnaðurinn við Skúlagötu, þar sem háar blokkir skyggja á Esjuna. Hvers vegna voru blokkirnar ekki byggðar aftar, uppi í Skuggahverfinu? Búið er að ráðgera blokkir hjá Ána- naustum og með- fram vesturströnd- inni sem þýðir dauða útsýnis yfir hafið og hið fræga sólarlag og sýn til fjalla Snæfellsness er kom- ið í uppnám. Þar að auki eru hreinlætismál borgarinnar í molum. Strætin eru ekki hreinsuð og þvegin, mest vegna bifreiðaþungans meðfram flestum götum. Krassarar vaða uppi og úða á hvern húsvegg, skilti, staura eða ljósastaura sem á leið þeirra verða. Tyggjóslettur þekja göt- urnar. Og glerbrot. Mörg hús, einkum eftir Lauga- vegi, í Kvosinni og Vest- urbæ, glotta með brotnar rúður. Æ fleiri sjoppur með gosdrykkjarauglýs- ingum æpa framan í borg- arbúa og rusl fýkur um götur og gangstéttir. Reykjavík hefur dregið að sér allt hið versta í amer- ískri ómenningu. Reykjavík er ljót borg. Hún er allt að því ógeðsleg. Reykjavík er ljótasta (höfuð)borg í Evrópu Ingólfur Margeirsson er óánægður með skipulagsmál höfuðborgarinnar » Þar að auki eruhreinlætismál borg- arinnar í molum. Stræt- in eru ekki hreinsuð og þvegin … Krassarar vaða uppi … Tyggjó- slettur þekja göturnar. Ingólfur Margeirsson Höfundur er rithöfundur sem vinnur nú að mastersritgerð um borg- arskipulag í Reykjavík. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Umsóknarfrestur til 5. júní. Lagadeild Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- www.lagadeild.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.