Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það var mikið líf og fjör íReykjavík um helgina oggóð stemning sveif yfir vötn- um. Fernt kom til: kosningar, Evr- óvisjón, Listahátíð í Reykjavík og síðast en ekki síst gott veður.    Listahátíð fór sérstaklega vel afstað með franska götuleikhús- inu Royal de Luxe. Þar var um að ræða listform sem virtist höfða til allra, hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna, „menning- arvita“ eða aðra. Risessurnar voru skemmtilegar og þannig gerðar að maður var jafnvel tilbúinn að gleyma því um tíma að þarna var um að ræða brúður en ekki raun- verulega risa.    Það sem vakti þó engu minni at-hygli voru bílhræin sem reiði risinn hafði skilið eftir sig á víð og dreif í miðbænum. Alls höfðu níu bílar, auk strætisvagns í Lækjar- götunni, orðið illilega fyrir barðinu á risanum sem fann sífellt frum- legri leiðir til þess að taka reiði sína út á ökutækjunum. Sem dæmi má nefna að svo virð- ist sem hann hafi hent gömlum skrjóð ofan á stöðumæli við Amt- mannsstíg þannig að stöðumælirinn stendur upp úr honum. Fregnir hafa borist af fólki sem átti þarna leið um og skildi ekkert í því hvern- ig viðkomandi tókst að bakka ofan á stöðumælinn með þessum hætti.    Mestu athyglina hefur Skodinná Skólavörðuholtinu þó vak- ið. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er engu líkara en að stærð- arinnar ösp vaxi upp úr bílnum miðjum. Nokkrar kenningar hafa verið uppi um hvernig trénu og bílnum var komið saman með þessum hætti. Einhverjir halda að gat hafi verið gert í gegnum bílinn, hann svo hífður upp og látinn síga yfir tréð. Sumir segja að tréð hafi verið rifið upp með rótum og því svo troðið í gegnum bílinn. Enn aðrir halda að tréð hafi verið sagað í sundur og svo sett aftur saman, í gegnum bílinn. Ævintýralegasta kenningin, og um leið sú skemmti- legasta, er svo auðvitað sú að bíll- inn hafi staðið þarna svo lengi að tréð hafi hreinlega vaxið í gegnum hann.    Að sögn Óla Jóns Hertervig,deildarstjóra hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar, er engin þessara kenninga þó rétt. „Þetta tók átta menn sex til sjö klukkustundir um miðja nótt,“ seg- ir hann. „Hluti úr bílnum var sag- aður úr, hann svo borinn upp að trénu og settur utan um það, og svo var hlutinn soðinn aftur í og bíllinn loks sprautaður,“ segir Óli, en þess má geta að svo vel hefur verið að verki staðið að engin merki um þessa aðgerð sjást á bílnum. Óli Jón segir að undirbúningur hafi staðið yfir í um það bil mánuð, en mestur tími hafi þó farið í umræddan bíl á Skólavörðuholtinu. Þá vill hann leggja sérstaka áherslu á að mikil vinna hafi verið lögð í að vernda tréð og var það vafið í bak og fyrir á meðan á aðgerðinni stóð.    Halda mætti að gjörónýtir bílarværu notaðir í gjörning sem þennan, en Óli Jón segir það mik- inn misskilning. Bílarnir voru fengnir hjá Vöku og eru (eða voru) margir þeirra í ökuhæfu standi og sumir hverjir ekki eknir nema 60 til 70 þúsund kílómetra. Óprúttnir að- ilar virðast hafa áttað sig á því að þarna er um einhver verðmæti að ræða því búið er að stela útvarps- tæki úr Volkswagen-bifreið sem stendur á Sæbrautinni með stóran gaffal upp úr þakinu.    En hvað sem því líður á hinnskrautlegi Jean Luc Courco- ult og götuleikhús hans hrós skilið fyrir skemmtilega byrjun á Listahátíð. Skondinn Skodi á Skólavörðuholti Morgunblaðið/G.Rúnar Sérstakt Nokkrar ungar stúlkur virða fyrir sér hið undarlega listaverk sem stendur á horni Skólavörðustígs og Njarðargötu. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson »Ævintýralegastakenningin, og um leið sú skemmtilegasta, er svo auðvitað sú að bíll- inn hafi staðið þarna svo lengi að tréð hafi hrein- lega vaxið í gegnum hann. jbk@mbl.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EINS og fram hefur komið náðu þjóðir frá Austur-Evrópu góðum ár- angri í Evróvisjón söngvakeppninni um síðustu helgi. Þannig voru níu af þeim tíu löndum sem komust upp úr undankeppninni í þeim hluta álfunnar og mörg austur-evrópsk lönd röðuðu sér svo í efstu sætin í keppninni sjálfri, þar á meðal sigurlagið sjálft sem kom frá Serbíu. Háværar óánægjuraddir hafa heyrst vegna þessarar þróunar og kalla margir á breytingar á fyr- irkomulagi keppninnar. Til dæmis sagði Eiríkur Hauksson, fulltrúi Ís- lands í keppninni, að við Íslendingar ættum ekki „séns í svona mafíu.“ Í þessu sambandi er merkilegt að skoða hverjar niðurstöðurnar hefðu orðið á laugardaginn ef þjóðir í Aust- ur-Evrópu hefðu ekki fengið að greiða atkvæði. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hefði niðurstaðan orðið mjög svipuð og sigurlagið hefði samt sem áður komið frá Serbíu. Mesti munurinn hefði orðið á gengi Svía sem hefðu lent í 11. sætinu í stað þess 18. og Hvít-Rússa sem hefðu lent í 15. sæti en ekki í 6. sætinu. Austur- Evrópa breytti litlu  % P  E $ Q$ BQ$   8  $ #  H  $ Q B! K R  !$ 5$ & $ K Q$ H!  I * $ B  $ * : $   5  $ 6 $ C! =   BD!'A  * " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " *      # F I  Q      $    # F I 3 2 , . + 0 - / 3. 33 3- 31 3/ 30 4 32 21 34 2. 23 3+ 3, 22 2,                         GOAL 2 kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára THE REAPING kl. 8:10 - 10:20 B.i. 16 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 B.i. 12 ára 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI THE REAPING kl. 5:50 - 8 -10:10 B.i.16.ára SPIDER MAN 3 kl. 3:30 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10.ára SPIDER MAN 3 VIP kl. 6 - 9 BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 8 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA eee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS M A R K W A H L B E R G eee MMJ, Kvikmyndir.com eeee SV, MBL BECAUSE I SAID SO Diane Keaton Mandy Moore FRÁ FRAMLEIÐANDA MATRIX, DIE HARD OG LETHALWEAPON SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM STÓRSTJÖRNUR ÚR Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? HILARY SWANK REAL MADRID...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.