Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF >@ 2 >@ 3   $% & % A A >@ 4 5 B@   & % &% A A ?!C <! "D  &% $% A A 5EF ?#@ $% $% A A >@ 63+ >@ 7,1  & % & % A A +" (2!  $    & (2! %& 345 & 6 )7 .  ,,0 89: ;!   : .4+ :7 #G  H ! I :7 #$7G :7 # $ G J !$  J5 # !  H ! I :7 B  H ! I :7 5* H ! I :7 H$  %  :7 K7 F I7;$ 6$  I %  :7 *%  6$ :7  $ :7 !G 5:! :7    B   5 7 % :7 L :7 < !0!9%=  FM  :7 5$  H ! I :7 NG$ H ! I K!$ :7 NG$G H ! I :7 "&:  :7 >@ #B E :7 E     :7 ($   :7 >0  ! ! $ 7;$   $ 7 8! 7 ! -=? * KB H  :7 KI :7 @  A ,!   % %  %   % % %   %  %  %  %  % % % %                                          K$  I   E$%!  $!   I $ + ..+ 111 /34 1.0 ,2- + +4, -11 ,./ -.+ 3/, 314 203 314 4.- 002 // 313 /,1 .-+ -.+ 4-- 4+ .0+ 2-2 3 42. /24 +4/ 3 1-. 122 2/2 .0 344 2// ,,3 .,. ,.1 2+ 100 +,+ 4/ 32. 421 ,/ 40- ,.1 0/ ,14 1.4 .3/ 2+4 2,1 .)+- -4)21 ,)-/ -2.)11 -)11 40)+1 20)11 24)01 ./)/1 31/4)11 .+)0+ -1).1 34),1 21)31 310)+1 .3)41 2)2, 2/)11 4)4+ 3/)41 ,)03 ./)0+ -).1 4)-1 .)41 -4),1 ,)0, -.1)11 -)12 40)41 20)1+ 2/)11 ./)0+ 31-1)11 .4)21 -3),1 3/)3+ 21)21 331)+1 .3)-+ 2)2/ 2/)21 4)/. 30)/1 ,)0+ .-).1 2)3+ /).1 ( I   #EK O # :  $  5$  I  . 2/ 2 0 .- 0 3/ ,1 21 +- ,2 3/ 2. 0 2/ 33 ,+ 3 ?     3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 33 + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 3, + 211/ 33 + 211/ 3, + 211/ 31 + 211/ 33 + 211/ 33 + 211/ 3, + 211/ 0 + 211/ 33 + 211/ 2 . 211/ 31 + 211/ - + 211/ ÞETTA HELST ... ● KAUPÞING banki hefur eignast 20% hlut, tæplega 50 milljón hluti, í norska fjármálafyrirtækinu Store- brand, samkvæmt tilkynningu til kauphallar OMX á Íslandi í gær. Hefur Kaupþing nú náð því hámarki sem norska fjármálaeftirlitið heimilar. Einnig kemur fram að ákveðið hafi verið að Storebrand verði fært sem hlutdeildarfélag í reikningum Kaup- þings, frá og með 14. maí 2007. Það þýðir að afkoma Storebrand verði bókuð hlutfallslega í rekstrarreikningi bankans en áður var eignarhluturinn færður á gangvirði og á breytingin að draga úr markaðsáhættu bankans. Gengi hlutabréfa Storebrand við lokun kauphallarinnar í Ósló í gær var 100,75 norskar krónur/hlut og er markaðsvirði hlutar Kaupþings í bankanum því ríflega 5 milljarðar norskra króna, sem jafngildir 53 millj- örðum íslenskra króna. Kaupþing með 20% í Storebrand ● Úrvalsvísitala OMX á Íslandi, náði sögulegu hámarki í Kauphöll Íslands í gær og endaði í 7.932 stigum. Vísi- talan hækkaði um 0,96%, fór því yfir 7.900 stiga markið. Verð hlutabréfa í Atorku tók stökk og hækkaði um 8,4%, Teymi um 5,3% og Eimskip um 4,4%. Almennt hækkaði verð úrvalsvísi- tölufélaganna fyrir utan þrjú sem lækkuðu lítils háttar. Straumur Burðarás lækkaði um tæplega 0,3%, gengi FL Group um tæp 0,3% og gengi Actavis um 0,1%. Úrvalsvísitalan setur met í 7.932 stigum Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is „TÚLKUN markaðarins er klárlega sú að það sé jákvætt að þessi stjórn haldi áfram þó enn sé ekki víst að hún haldi. Við gætum því séð frekari við- brögð þegar það er komið á hreint,“ segir Ingólfur Bender hjá greining- ardeild Glitnis Í fljótu bragði virðist markaðurinn vera sáttur við að núverandi ríkis- stjórn haldi áfram en bæði krónan og úrvalsvísitalan hækkuðu aftur í gær eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir, menn sáu að stjórnin hélt naumum meirihluta og virðist ætla að halda áfram samstarfinu. Krónan og úrvals- vísitalan höfðu lækkað á föstudag daginn fyrir kosningar og líklegt að sjá hefði mátt enn sterkari viðbrögð á markaði í gær ef stjórnin hefði fallið. Björn Rúnar Guðmundsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Lands- bankans, segir enda líklegt að menn hafi túlkað niðurstöðurnar þannig að það hafi virkað róandi, sérstaklega á gjaldeyrismarkaðinn og menn telji engar stórar breytingar í gangi. Öllum fjármálamörkuðum er illa við óvissu og breytingar eins og Ás- geir Jónsson hjá greiningardeild Kaupþings bendir á. „Eins og staðan er núna er ekki lengur deilt um helstu atriði í fyrir- tækjaumhverfinu. Hér eru lágir skattar sem skila ótrúlega miklu til ríkisins og mörg félög sem eru enn skráð í Kauphöllinni væru farin og skráð annars staðar ef það væri hreyft við þessu.“ Stjórnendur vilja stöðugleika Þegar rætt er við ýmsa stjórnend- ur í íslensku viðskiptalífi virðist fólk almennt sammála um að óskastaðan sé áframhaldandi stöðugleiki. Ríkis- stjórn sem vinnur að því að ná stöð- ugleika bæði hvað varðar verðbólgu og vexti og heldur áfram með einka- væðingu. Má lesa úr þeim viðræðum að núverandi ríkisstjórn sé sú sem best sé treyst til að ná þessum mark- miðum. Stjórnin virkar ró- andi á markaðinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kosningarnar Það fer vel á með Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni en markaðurinn virðist sáttur við áframhaldandi stjórnarsamstarf þeirra. Óskastaðan sögð áframhaldandi stöðugleiki Í HNOTSKURN »Það virkar róandi á mark-aðinn að stjórnin er líkleg til að halda áfram samstarfi. »Krónan veiktist á föstu-dag, daginn fyrir kosn- ingar, en náði sér til baka í gær þegar niðurstöður kosn- inga lágu fyrir. GREINT var frá því í sænska við- skiptablaðinu Affärsvärlden að Ci- tigroup, stærsti banki heims, væri ásamt fjárfestingasjóðnum Ko- hlberg Kravis Roberts að velta fyrir sér kaupum á hlut sænska ríkisins í Nordea, stærsta banka Norður- landa. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á stóran hlut í, er meðal stórra hluthafa í Nordea. Mun Citigroup hafa sett sig í samband við sænska viðskiptaráðuneytið til að fá upplýsingar um þennan eignarhlut ríkisins og er Citigroup sagt hafa haft uppi áform um aukin umsvif á sænskum bankamarkaði. Citigroup að kaupa Nordea? ÞÝSKA bílaframleiðandanum Daim- lerChrysler verður skipt upp eftir að stjórnendur fyrirtækisins ákváðu að selja 80,1% hlutafjár í Chrysler til bandaríska framtaksfjárfestingar- sjóðsins Cerberus Capital. Söluverðið er 7,4 milljarðar Bandaríkjadala, jafngildi um 475 milljarða króna. DaimlerChrysler varð til árið 1997 þegar þýska fyrirtækið Daimler, sem framleiðir Mercedes Benz, keypti bandarískan keppinaut sinn. Kaup- verðið var 36 milljarðar dala og hefur Daimler því tapað 28,6 milljörðum dala, jafngildi 1.825 milljarða króna, á bröltinu. Þess má geta að samruninn vakti mikla athygli á sínum tíma enda einn sá stærsti í sögunni – til þess tím- a.Nær alla tíð síðan hefur Chrysler- hluti fyrirtækisins átt í rekstrarerf- iðleikum og fyrir nokkru var tilkynnt að fyrirtækið væri til sölu. Á síðasta ári tapaði Chrysler 500 milljónum evra, jafngildi 43,2 millj- arða króna, og tapaði markaðshlut- deild á Bandaríkjamarkaði til allra keppinauta sinna. Fyrirtækið er nú í fjórða sæti yfir selda bíla í landinu, á eftir General Motors, Ford og Toyota. Tapaði 1.825 milljörðum króna Stórtap John Snow, stjórn- arformaður Cerberus og Dieter Zetsche, forstjóri DaimlerChrysler, tilkynna kaup Cerberus á Chrysler. FYR IR FRAMSÝNA NÝTT RIT SA ÍSLAND 2050 Náðu þér í rafrænt eintak á www.sa.is eða pantaðu eintak í síma 591-0000 ELDRI ÞJÓÐ NÝ VIÐFANGSEFNI Aldurssamsetning íslensku þjóðar- innar árið 2050 verður mjög frá- brugðin því sem nú er samkvæmt spá SA. Einstaklingar á eftirlauna- aldri, 65 ára og eldri, verða 27% íbúanna í stað 12% nú og munu telja 109 þúsund manns. Fjöldi Íslendinga 80 ára og eldri mun fimmfaldast fram til 2050, úr 9 þúsund í 45 þúsund. BAUGUR Group hf. er að kaupa safn einkarekinna sjúkrahúsa víðs- vegar um Bretland ásamt Sir Tom Hunter’s West Coast Capital, Bank of Scotland og fasteignafjárfestinum Nick Leslau. Í Sunday Times kemur fram að seljandinn Capio hafi sam- þykkt yfirtökutilboð á síðasta ári og nú sé komið samþykki frá sam- keppnisyfirvöldum. Kaupverðið er um 1,2 milljarðar punda, jafngildi ríflega 150 milljarða íslenskra króna. Fjármögnun er í gegnum sjóðinn Prestbury sem er í eigu Leslau. Morgan Stanley sér um ráðgjöf. Baugur að fjárfesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.