Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VORILMURINN leikur um Vesturbæ Reykjavíkur og börnin flykkjast út til að dunda sér í bolta- leik á meðan hugprýðir svart-hvítir riddarar Vesturbæjarstórveldisins gera sig kláran í slaginn fyrir átök knattspyrnusumarsins. Væntanlega vonast þeir til að heyra sem oftast í Bubba kyrja ,,Við erum KR, KR, og berum höfuðið hátt“ þar sem það er staðfesting þess að þeir hafa komið tuðrunni í mark andstæð- ingana. Lífið er hinsvegar ekki bara fótbolti í Vesturbænum þar sem í tæpan áratug hefur verið starfrækt Skákdeild KR. Kristján Stefánsson, formaður deildarinnar frá upphafi, rifjar það upp með greinarhöfundi að forsaga skákstarfs í KR er löng þar sem um a.m.k. hálfrar aldar skeið hafi verið virkt skákstarf á milli þess sem það hafi lognast út af. Upp úr 1990 hafi Jóhann Þórir Jónsson ásamt hópi lækna haft reglulegar skákæfingar í KR-heimilinu en það hafi verið svo fyrir frumkvæði Björns Lárussonar og fleiri góðra manna sem Skákdeild KR var stofnuð í nóvember 1999. Skákdeild KR er ekki formlega hluti af íþróttafélaginu KR en æfingar deildarinnar fara hinsvegar að sjálf- sögðu fram í KR-heimilinu í hverri viku á mánudögum kl. 19.30. Mæt- ing á æfingarnar hefur að jafnaði verið prýðileg enda hefur harðsnú- inn kjarni ávallt borið hitann og þungann af starfi deildarinnar en í stjórn með Kristjáni formanni sitja nú Guðfinnur Kjartansson, Sigurð- ur Herlufsen, Finnbogi Guðmunds- son og Jósteinn Elíasson. Fyrir utan að félagsmenn deild- arinnar taki þátt í Íslandsmóti Skákfélaga hafa þeir verið í sam- starfi við aðra áhugamenn um skák. Áður en hið rómaða Óttó-mót hóf göngu sína í Ólafsvík fyrir nokkrum árum höfðu liðsmenn skákdeildar- innar heimsótt heimamenn og tekið við þá ófáar bröndóttar. Árið 2004 fóru hvorki færri né fleiri en 18 skákmenn úr deildinni til Þórshafn- ar í Færeyjum og tóku heimamenn þar í bakaríið. Um einkar ánægju- lega för var um að ræða enda frændir vorir Færeyingar gleði- menn þó að þeir ættu fá svör við leikfléttum gestanna. Reyndar var skarð fyrir skildi í liði heimamanna þar sem flestir sterkustu skákmenn þeirra sátu á sama tíma að tafli á Ólympíuskákmóti. Árni Þór Árnason, fyrrverandi eigandi Austurbakka, hefur tekið virkan þátt í starfi deildarinnar undanfarin ár og að hans frum- kvæði tók a.m.k. tylft liðsmanna deildarinnar hús á einum elsta skákklúbbi í heimi, í Edinborg í Skotlandi. Íslenska liðið keppti þar við heimamenn og knúði fram sigur með minnsta mun. Samkvæmt Kristjáni formanni fór þessi ósigur illa í Skotana þar sem engar spurn- ir hafa borist af þeim síðan. Íslend- ingarnir dóu hinsvegar ekki ráða- lausir þar sem þeir heimsóttu hina kunnu Glenfiddich verksmiðju þar sem haldið var veglegt innanfélags- mót en í verðlaun voru viskíflöskur sem voru áratuga gamlar. Á æfingum félagsins hefur sú hefð skapast að tónlistarmaðurinn Vilhjálmur Guðjónsson er stiga- vörður en hann er einnig eitilharð- ur hraðskákmaður líkt og skáldið í Skerjafirði, Kristján Hreinsson. Þegar greinarhöfund bar að garði eitt mánudagskvöldið fyrir skömmu var ljóst að keppendum skorti ekki baráttuandann. Þessi ágæti hópur skákáhugamanna lætur það ekki nægja sér heldur hefur hann einnig fengið Skólastjóra Skákskóla Ís- lands, Helga Ólafsson stórmeistara, til að halda fyrirlestra svo að þeir gætu lært meira um töfra skáklist- arinnar. Fyrirlestrarnir voru ágæt- lega sóttir og góður rómur gerður að þeim. Ekki er óhugsandi að fleiri miðvikudagskvöld verði notuð til að þjálfa liðsmenn deildarinnar. Skákklúbbastemmningin er eins og vorið, angurvær og hlýleg. Það þarf ekki Bubba eða leiknar knatt- spyrnustjörnur til að ylja sálinni, það er hægt að setjast niður á mánudagskvöldum og taka nokkrar léttar skákir hjá Skákdeild KR. Ef þú ert ekki KR-ingur geturðu huggað þig við það að deildin er ekki hluti af KR. Hún er sjálfstæð líkt og mennirnir sem taka þátt í starfi hennar. Skákæfing Liðsmenn Skákdeildar KR á æfingu. Skák í Vesturbænum SKÁK Um skákdeild KR Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Atvinnuauglýsingar 569 1100 Starfskraftur óskast hjá Suðaustanátta í fullt eða hlutastarf. Tölvukunnátta nauðsynleg. Uppl. í síma 895 6609. SUÐAUSTANÁTTA landslagsarkitektúr Skrifstofustarf Vantar vanan starfskraft á skrifstofu okkar í sumar. Þarf að færa bókhald og önnur tilfall- andi störf. Upplýsingar gefur Guðrún í símum 567 1478 og 693 2600. Alhliða Pípulagnir sf. Hárgreiðslu- meistari vön lagninum, óskast í hlutastarf. Upplýsingar í síma 898 8400. Nordre Vestfold DPS – avdeling Holmestrand og Tønsberg NVDPS ble fra nyttår ett stort DPS som består av tidligere Tønsberg DPS og Nordre Vestfold DPS. Målsettingen med sammenslåingen er å videreutvikle et DPS med robuste fagmiljøer og et godt, differensiert tjenestetilbud for halvparten av Vestfolds befolkning. Sammenslåingen er godt forankret i egne fagmiljøer. Det skal gjennomgående være diagnoserelaterte avsnitt innenfor allmennpsykiatri, psykose / rehabilitering og rus- avhengighetsbehandling. En av stillingene er tiltenkt et overordnet faglig og klinisk ansvar for ett av avsnittene (hvilket, kan drøftes med søker) og vedkom- mende inngår i avdelingssjefens ledergruppe. Foretaket er godkjent som utdanningsinstitusjon, og vi har til enhver tid assistentleger under spesialisering. Her er flere gode grunner for å søke deg til oss: • Vi er et foretak som har realisert intensjonene i psykiatrireformen, og tilbyr spesialisert utredning og behandling på høyt faglig DPS- nivå. • Vårt foretak stimulerer til forskning, og stiller til rådighet forskningsmidler og stipendiatstillinger. Vi har en egen forskningsenhet med 5 ansatte. • Vi tilbyr permisjon med lønn og dekker utgifter til relevante kurs og videreutdanninger. • Vi vil, så langt det er mulig, imøtekomme søkers preferanse om arbeidssted / avsnitt. • Vi har et stort og kompetent legemiljø med dyktige og hyggelige kollegaer • Vår arbeidsplass legger vekt på ivaretakelse og trivsel, og får gode tilbakemeldinger på at vi får det til Vi inviterer gjerne til et besøk med en uforpliktende prat, omvisning og en presentasjon av foretaket og avdelingen. Spørsmål om stillingene kan rettes til avdelingssjef Grethe Reizer, tlf + 47 932 18 622. Søknad sendestil Psykiatrien i Vestfold HF, Postboks 2267, 3103 Tønsberg eller post@piv.no innen 10. juni 2007 www.piv.no C IC E R O ab Psykiatrien i Vestfold HF er landets eneste psykiatriforetak og består av 3 fylkesdekkende avdelinger: Barne- og Ungdomspsykiatrisk avdeling, Psykiatrisk fylkesavdeling og Vestfoldklinikken (spesialisert rus- og avhengighetsbehandling) og 2 DPSer: Søndre Vestfold DPS og Nordre Vestfold DPS (NVDPS). NVDPS yter psykiatriske tjenester til 9 kommuner, totalt et befolkningsgrunnlag på ca. 120 000 innbyggere. Avdelingen er geografisk plassert i Holmestrand, Horten og Tønsberg og yter spesialisttjenester i samarbeid med de fylkesdekkende avdelingene og kommunenes helse- og sosialtjenester. NVDPS har i dag 10 spesialiserte enheter: 4 døgnenheter, 5 poliklinikker og en dag- enhet, herunder ambulante tjenester. Til sammen er vi ca. 240 ansatte og har 10 psykiaterstillinger og 28 psykologstillinger. Ledige overlegestillinger - Id nr. 2684, Id nr. 6226 og Id nr. 9271 Tilkynningar Tapað – Stolið Þessum járnskúlptúr, 35 cm í þvermál, merkt höfundi var stolið af vegg í fjölbýlishúsi í Breið- holti sl. föstudag. Þeir sem kunna að hafa rekist á verk þetta góðfúslega hafi samband í síma 587 1820 eða 861 1820. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Eiðsvallagata 32, íb. 01-0201, Akureyri (214-5780), þingl. eig. Eigna- blandan ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstu- daginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Einholt 24, Akureyri (228-2210), þingl. eig. Sigurgeir Bragason, gerð- arbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Hafnarstræti 67, gistihús, 01-0101, Akureyri (214-6918), þingl. eig. Hótel Sól ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstu- daginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Haukur EA-76, skipaskr. nr. 0236, þingl. eig. Stakkar ehf., gerðar- beiðendur Olíuverslun Íslands hf. og Tryggingamiðstöðin hf., föstu- daginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Lundargata 13 B, Akureyri (214-8935), þingl. eig. Eiríkur Jónsson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Óseyri 4, 01-0106, atvinnuhúsnæði, Akureyri (227-3461), þingl. eig. Depill ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Skíðabraut 3, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-5169), þingl. eig. Gísli Steinar Jóhannesson, gerðarbeiðandi S24, föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Strandgata 53, skemmtistaður, Akureyri (215-1016), þingl. eig. Rocco ehf., gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Frjálsi fjárfestingarbank- inn hf. og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Vaðlatún 1, íb. 01-0201, og bílskúr, Akureyri (226-7018), þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., Sportís ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Þingvallastræti 8b, íb. 01-0101, Akureyri (215-1843), þingl. eig. Eigna- blandan ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 18. maí 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. maí 2007. Eyþór Þorbergsson, ftr. Á 38. AÐALFUNDI Hundarækt- arfélags Íslands (HRFÍ), sem haldinn var laugardaginn 5. maí sl. voru tvær nýjar ræktunardeildir samþykktar. Annars vegar er um að ræða Mjóhundadeild en til þeirrar deildar teljast m.a. afghan hound, whippet og írskur úlfhund- ur í tegundahópi 10, og hins vegar Papillondeild fyrir smáhunda, sem ýmist ganga undir erlenda heitinu Papillon eða því íslenska, fiðrildi, þeir eru í tegundahópi 9. Mikil gróska er í allri starfsemi Hunda- ræktarfélagins og eru deildir nú orðnar 20 talsins. Félagið heldur utan um ættbók rúmlega 10.000 hreinræktaðra hunda af 101 tegund, starfrækir Hundaskóla og stendur fyrir öfl- ugu starfi fyrir börn og unglinga auk fyrirlestra og námskeiða fyrir félagsmenn. Félagið hefur nýlega fest kaup á húsnæði að Síðumúla 15 í Reykjavík, þar sem skrifstofa félagsins er til húsa.. Stjórn HRFÍ er skipuð sjö stjórnarmönnum. Formaður er Jóna Th. Viðarsdóttir, sem var endurkjörin á aðalfundinum til tveggja ára. Upplýsingar um skrifstofutíma og starfsemi félagsins er hægt að nálgast á heimasíðunni; www.hrfi- .is. Nýjar rækt- unardeildir samþykktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.