Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það verður bara að skipa sendiherra í hvert krummaskuð þarna austur frá og sækja síðan um aðild að „blokkinni“, frú ráðherra, þetta gengur ekki lengur. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokk-anna, sérstaklega þó Samfylk- ingar og Vinstri grænna, leggja nú mikla áherzlu á að biðla til stjórn- arflokkanna beggja um samstarf í ríkisstjórn en þeim eru mislagðar hendur.     Steingrímur J.Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gerði a.m.k. tvisvar sinnum á einum sólarhring kröfu um það op- inberlega, að Jón Sigurðsson, for- maður Fram- sóknarflokks, bæði sig afsökunar á auglýsingu, sem Framsóknarflokkurinn birti í sjónvarpi fyrir kosningar.     Þessi krafa um afsökunarbeiðnifór ekki vel í framsóknarmenn. Hafi einhverjir í þeirra hópi haft áhuga á að mynda vinstri stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum fækkaði þeim mjög eftir þessa kröfu.     Innan Sjálfstæðisflokksins hefureinhver hópur haft áhuga á sam- starfi við Samfylkingu. En Ingibjörg Sólrún nálgaðist Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti, að það varð ekki til að auka áhugann á slíku samstarfi eins og fram kom í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í gær.     Það er ljóst, að báðum vinstriflokkunum er mjög í mun að komast í ríkisstjórn. Sennilega er það örvæntingin, sem veldur því, hvað þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. eru mislagðar hendur.     Það er hins vegar hægt að skiljaþá örvæntingu. Þetta er þeirra síðasta tækifæri.     Þau fá ekki annað. STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Mislagðar hendur                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -     !! "   !!  #! #       !!  #! #     !!  #! #     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     $                            !!  #! #   :  *$;< !!           !   " #$ %     *! $$ ; *! %& ' !  !& !  ( ) *) =2 =! =2 =! =2 %( ' !+ " ,!-).  >         =7  % ! '! ! ! /"")!    )!  " 0! ! ! ) ! " ! )&  # 1( # =   ?$$    @ 2) '! 0!$! , !  ! !  "!& !) ! "# 3 !. / !  #   2) '! 0!& !$! , ! "  !  ! )4!!& 4 " 0! !5) ! ! # 3 !! !! # 6/ !!)77 ) !!8 ) )!+ " 3'45 A4 A*=5B CD *E./D=5B CD ,5F0E ).D # # 0 0 # #   # #   # # #   #   # 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0            Helga Vala Helgadóttir | 14. maí 2007 Sigrar og ósigrar En stóri ósigurinn er þjóðin í heild. Af hverju. Jú vegna þess að kynjahlutfallið á Al- þingi er algjör hörm- ung. Við erum að tala um 20 þingkonur á móti 43 þingmönnum. Þetta er af- leitt. Sýnist þetta vera verstu mögu- legu úrslit hvað þetta varðar. Það er engin kona á þingi fyrir mitt kjör- dæmi. Engin. Þetta er alveg rosa- legt og í raun pínlegt fyrir okkur sem nútíma þjóð. Meira: helgavala.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 14. maí 2007 Lánið elti ekki Jón Ef Jón Sigurðsson hefði nú bara haft vit á því að fara að syngja í sjónvarpssal í kosningabaráttunni sjálfri, en ekki fyrst í Kastljósi gær, hefði hann flogið inn á þing með glans. Alla vega hefði ég kosið hann. Þarna var hann kominn skemmti- legi maðurinn sem ég var að lýsa eftir hér á síðunni í ýkjustíl um daginn. Meira: nimbus.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 14. maí Skúbb dagsins Bloggið er að verða hinn fínasti fréttamið- ill... fyrir persónulegar fréttir. Ég mun sem sagt ekki halda áfram sem talskona Fem- ínistafélagsins eftir næsta aðalfund, sem er að bresta á. Hlakka mikið til að sjá hver tekur við af mér - og býst fastlega við að vera með fráhvarfseinkenni og sorg í nokkrar vikur, jafnvel mánuði eða ár! Anyways, þetta eru búin að vera frábær 4 ár. Meira: hugsadu.blog.is Guðmundur Steingrímsson | 13. maí Inn og út Jæja, kæru vinir. Mér telst svo til að ég hafi farið inn á þing fjórum eða fimm sinnum í nótt, í samtals klukku- tíma, einn og hálfan, og náði meira að segja að fella ríkisstjórnina tvisvar, sem var mikill heiður. Meira spennandi gat líklega ekki kosninganótt orðið. Spurningar vakna vissulega um þetta jöfn- unarsætakerfi. Ég verð að játa að ég var farinn að missa þráðinn. Spurning um að endurskoða þetta. Líklega ekkert vit í öðru en að hafa landið eitt kjördæmi. Þetta ætti að verða fyrsta álykt- un félags jöfnunarþingmanna. Ég gaf kost á mér í það embætti í nótt. Óvíst hvort ég held því embætti samt, utanþings. Sárt þótti mér að sjá, þegar ég vaknaði í morgun, að félagi minn og vopnabróðir Róbert Marshall var dottinn út í Suðrinu. Því trúði ég ekki og þurfti nokkrum sinnum að ýta á refresh. Ótrúlegur andskoti. Við Árni Páll duttum á tímabili inn og út í kippum. Það var nokkuð ljóst að Árni þurfti að verða kjör- dæmakjörinn til þess að ég ætti sjens. Þegar síðustu tölur komu úr kjör- dæminu var niðurstaðan sú að Árni varð ekki kjördæmakjörinn. Það munaði 156 atkvæðum, skilst mér. Ég ætla að sjá til þess persónu- lega að þau atkvæði skili sér næst.... En það voru gleðitíðindi að Árni datt inn sem jöfnunarþingmaður undir morgunsárið. Annað hefði bara verið rugl. Og þar með er ég orðinn 1.vara- þingmaður. Það þýðir að ég verð, eins og í nótt, væntanlega, meira og minna, inni og úti á þingi... Kominn með lag á heilann: Inn og út um gluggann, inn og út um gluggann. Merkilegt: Mamma sagði við mig í gær, fyrir kosningavöku, að hana hefði dreymt töluna 26 18. Og hverjar urðu svo niðurstöður kosninganna fyrir Samfylkinguna: Jú. 26% og 18 þingmenn. Berdreymnin í kvenpeningnum í minni móðurætt er nánast óhuggu- leg á köflum. Mér líður stundum eins og í Húsi andanna. Meira: gummisteingrims.blog.is Stórglæsilegt 206,3 fm endaraðhús þ.m.t. 19,4 fm bílskúr. Húsið stendur neðan götu og skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, búr, hol, gesta- snyrtingu, stofur, þrjú svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, sjónvarps- hol (herbergi), þvottaherbergi og geymslu með bakdyrum. Húsið er hið glæsilegasta og var allt endurnýjað að innan fyrir u.þ.b. þremur árum. Innanhúsarkitekt Thelma Björk Friðriksdóttir. Meðal annars eru sérsmíðaðar innréttingar, Miele tæki, fjarstýrðar innbyggðar lýsingar, mustang flísar og olíuborið eikarparket á gólfum. Falleg lóð og u.þ.b. 100 fm suðurverönd með rásuðum harðvið. Eign í algjörum sérflokki. 6611 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Fossvogur – Glæsilegt endaraðhús VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.