Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ! !" 5    5 6$ #$$   # " 5    5 6$ #$$   $%" 5    5 6$ #$$   & !%'" 5    5 6$ #$$   33)4 0+)4 ..2), 4)/ .-). 3/,)0 1)- ,)+ .2)2 ,)2 3.)/ 312)/         .21 .11 2-1 241 2,1 221 211 3-1 341  221 211 3-1 341 3,1 321 311 -1 41 3-1 341 3,1 321 311 -1 41 ,1 21 341 3,1 321 311 -1 41 ,1 21 1                ,11 .+1 .11 2+1 211 3+1 311 +1 1 ! ! ! ! ! !  7 87 !  9 ! ! ! ! ! ! ! !   $ * $$ #   $ * $ &    $ * $$ !"(  .13 2.3 21+ 240 23+ 3.+ .+. 2-2 )  *+!, ,!- , . #$$ ! $ 3,,)/ ! 7     30    7 ! 3.+)/ ! 7 !% 32/   $ $ ! .)/ ! 7 % 32,   $ $ +!,  */! 01. #$$ ! $ 3-0)/ ! 7 7  7         3,  $   2,4   ! 214  ) ) ! .3/   5     :;   ! ! ! ! ! !  "   "    "    #"  AFLINN í nýliðnum apríl var 120.663 tonn. Það er rúmlega 36 þús- und tonnum meiri afli en í apríl 2006 en þá var aflinn 84.383 tonn. Rúmlega 32 þúsund tonna aukning kolmunna- afla vegur þyngst í aukningu afla milli ára. Einnig var meiri botnfisk- afli í apríl 2007 en í apríl 2006 sam- kvæmt bráðbirgðatölum Fiskistofu. Botnfiskaflinn í apríl 2007 var 51.167 tonn sem er tæplega 4 þúsund tonna aukning frá apríl í fyrra þegar botnfiskaflinn var 47.375 tonn. Þorsk- afli var nánast sá sami nú og í apríl í fyrra eða rúmlega 17 þúsund tonn. Hinsvegar jókst ýsuafli um 2 þúsund tonn milli ára og sama gildir um karfaafla. Heildarafli íslenskra skipa á árinu var kominn í tæplega 603 þúsund tonn í lok apríl 2007 en það er 129 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar – apríl var rúmlega 473 þús- und tonn. Aukning í afla milli ára er vegna meiri loðnu- og kolmunnaafla í ár. Afli botnfisktegunda og rækju er minni en var í fyrra. Heildarafli fyrstu átta mánuði fisk- veiðiársins 2006/2007 var 958.034 tonn. Þar af var botnfiskaflinn 338.074 tonn. Á sama tíma á síðasta fiskveiðiári var heildaraflinn aðeins 796.864 tonn en botnfiskaflinn var þá meiri en í ár eða 355.776 tonn. Meiri loðnu- og síldarafli skýrir aukningu heildaraflans milli ára. Eftirstöðvar botnfiskaflamarks eru meiri nú en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Vekur sérstaka athygli að meiri aflaheimildir eru eftir í þorski þrátt fyrir að úthlutað var minna aflamarki í ár en á síðasta fisk- veiðiári. Einnig vekur athygli slakur afli af grálúðu. Um mánaðamótin voru óveidd 46.653 tonn af þoski, sem er 2.500 tonnum meira en í fyrra. Af grálúðunni voru eftir 11.313 tonn, en á sama tíma í fyrra voru 9.,227 tonn af grálúðu óveidd á þessum tíma. Meiri fiskafli en í fyrra Í HNOTSKURN » Eftirstöðvar botnfisk-aflamarks eru meiri nú en á sama tíma á síðasta fisk- veiðiári, bæði í þorski og grá- lúðu. »Aukning í afla milli ára ervegna meiri loðnu- og kol- munnaafla í ár. Afli botnfisk- tegunda og rækju er minni en var í fyrra. »Rúmlega 32 þúsund tonnaaukning kolmunnaafla vegur þyngst í aukningu afla milli ára.   ! ! " #$$%& ! " '    (( )* +)  ! $ ,,- .//0 /1-, ,.0   -0 -1 ,   $ ,,0 ,,,- ,,-,0 /00- ./-.. ../   //,0. -00     '$ (  $ ! & !     $ $   $ (  $ ! & ,,,,-  ,,-,,0       JÖRÐ og hús titruðu og skulfu í Grindavík í gærmorgun vegna gríðarmikillar spengingar frá höfn- inni. Verktakarnir Guðlaugur Ein- arsson ehf. og Hagtak hf. voru að sprengja fyrir nýju stálþili sem rekið verður niður milli Kvía- bryggju og Miðgarðs. Sprengingin var mjög öflug og mikið sjónarspil. Byrjað var á verkinu fyrir skömmu með því að slétta út mik- inn ruðning sem varð til við dýpk- un hafnarinnar fyrir ári en áætlað er að verkinu verði lokið í sumar. Með tilkomu þessa viðlegukants fyrir framan fiskvinnslu Vísis hf. verður bætt löndunaraðstaða fyrir línuskipin en oft er þröngt við Mið- bakkann þegar örtröðin er hvað mest. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hafnargerð Það var tilkomumikil sjón þegar sprengt var fyrir stálþilinu. Sprengt fyrir stálþili VERÐ á laxi hélst óbreytt á erlend- um mörkuðum í síðustu viku miðað við vikuna þar á undan. Meðalverðið í síðustu viku var 27,30 norskar krónur á kílóið, 298,40 íslenzkar, og er heldur lægra en meðalverð síð- asta mánuðinn. Þetta kemur fram í nýjum tölum norsku hagstofunnar.                     "    & '        ! !" ! ! "!# < 5  #  < < =  > " ? < 5  #  < < < < =  > " ? Meðalverð á laxi lækkar ● BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hafði sigur í kapphlaup- inu um samheitalyfjasvið þýska lyfja- risans Merck. Actavis var sem kunn- ugt er meðal áhugasamra kaupenda en dró sig út úr viðræðunum á loka- sprettinum. Eftir urðu Mylan og ísr- aelska fyrirtækið Teva. Kaupverðið á Merck mun hafa verið nærri fimm milljarðar evra, jafnvirði um 430 milljarða króna, sem er vel yfir mark- aðsvirði Mylan. Sameinað samheita- lyfjafyrirtæki mun hafa um 10 þús- und starfsmenn á sínum snærum og veltu upp á 4,2 milljarða dollara, jafnvirði um 270 milljarða króna. Er þetta stærsti samruni samheitalyfja- fyrirtækja síðan Teva tók yfir Ivax í byrjun síðasta árs. Mylan kaupir Merck ● EIGENDUR svokallaðra B-hluta- bréfa í sænska fjármálafyrirtækinu Invik, sem Milestone hefur gert yfir- tökutilboð í, gagnrýna nú stjórn fyrir- tækisins fyrir að mæla með tilboð- inu. Ástæðan er sú að Milestone býður B-hluthöfum lægra verð fyrir hluti þeirra en A-hluthöfum. Mismunurinn á A og B-hlutum felst í atkvæðamagni en þegar kemur að kröfum á eignir fyrirtækisins skilur ekkert í milli. Stjórnarformaður Invik, segir að það eina sem hafi verið skoðað sé verðmæti Invik og að hlut- hafar fengju gott verð fyrir hluti sína. Hann vísar allri gagnrýni á Mile- stone, í samtali við sænsk blöð. Invik gagnrýnt vegna yfirtöku Milestone SAMKVÆMT frétt Sunday Times um helgina eru bresku matvæla- keðjurnar Asda og J. Sainsbury komnar í nýtt verðstríð. Mun Asda hafa lækkað verð á meira en 2.500 vörutegundum og lækkunin að jafnaði um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Segir blaðið að forstjóri Asda, Andy Bond, muni í ársfjórðungs- uppgjöri í dag vísa til nýlegrar vaxtahækkunar í Bretlandi sem nauðsyn þess að halda matvöru- verði niðri. Hefur Asda lækkað verð á meira en 7.000 vörum frá áramótum og á sama tíma aukið veltu sína meira en keppinautar eins og Tesco, Sainsbury og Wm Morrison. Metaukning hjá Sainsbury upp á rúm 8% dugði ekki til því Asda jók sína sölu um rúm 9% en þess má geta að Asda er í eigu bandarísku risakeðjunnar Wal-Mart. Asda og Sainsbury í verðstríði Verðstríð Breska matvælakeðjan Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hjól- ar í keppinautana hjá Sainsbury. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MILESTONE-samstæðan skilaði 22,8 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi en að teknu tilliti til tekjuskatts nam hagn- aðurinn um 19 milljörðum. Í tilkynningu frá Milestone segir að kjarnafjárfestingar félagsins hafi skilað mikill arðsemi og þróun á gjaldeyrismarkaði hafi verið félag- inu hagstæð á tímabilinu, hvað varð- ar rekstur og efnahag. Arðsemi eiginfjár var 268,3% á ársgrundvelli. Heildareignir í mars- lok voru ríflega 198 milljarðar króna, höfðu aukist um 28 milljarða og hafa alls hækkað um 113,7 milljarða frá árinu 2005, úr 84,3 milljörðum í rúm- lega 198 milljarða. Eigið fé hefur hækkað um 46% frá ársbyrjun og nam um 63,7 milljörð- um í marslok. Eiginfjárhlutfall nam 32,2% samanborið við 25,7% í árs- byrjun. Á sama tíma nam eiginfjár- hlutfall móðurfélagsins um 46,7%. Milestone í gróða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.