Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 20
tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjórn Árborgar ýtti úr vör hreins- unarátaki á dögunum og hvatti bæjarbúa til þess að hreinsa til í sínum ranni. Átakið hófst á degi umhverfisins og afhenti bæjarstjórinn um- hverfisverðlaun til Olís á Selfossi og Sigríðar Jónsdóttur sem hefur um langt skeið farið allra sinna ferða á reiðhjóli. Þessi hvatning bæjaryf- irvalda er árviss og um margt nauðsynleg. Það er nefnilega ótrúlega algengt að óþarfa rusl og drasl sé látið eiga sig og verður einhvern veginn hluti af umhverfinu. Eigendur fyrirtækja þurfa að líta skörpum augum á lóðir sínar og spyrja hvort þar megi ekki eitthvað betur fara. Íbúð- arhúsaeigendur þurfa líka að líta grannt í kringum sig. Markmiðið er að bærinn líti vel út í sumar. Gestir bæjarins þurfa að fá þá tilfinn- ingu að bærinn sé snyrtilegur. Selfoss hefur haft það orðspor að vera snyrtilegur bær og vonandi heldur hann því.    Dæmi eru um það að unglingar í bæjarvinnu hafa fengið það hlutverk að líta eftir umgengni og gefa eigendum lóða athugasemdir um það sem betur má fara. Umhverfisdeild Árborgar gæti komið upp slíkum hópi sem færi bæinn um á reiðhjólum í slíkum eftirlitsferðum með myndavél og athugasemdablokk meðferðis. Þetta hefur virkað vel þar sem þetta hefur ver- ið reynt.    Það verður líka gaman að fylgjast með því hvort bæjarbúar taka Sigríði Jónsdóttur sér til fyrirmyndar og auki hjólanotkun sína og þar með umhverfisvæna umgengni um náttúruna. Það er nefnilega dálítil fyrirhöfn að vera um- hverfisvænn en um margt auðvelt því sá metn- aður hefur verið hjá einkaaðilum og bæjarfélag- inu að leggja göngu- og hjólastíga um leið og götur eru lagðar í nýjum hverfum. Það er mikill munur frá því sem áður var og hvetjandi fyrir íbúa að nýta sér það, sem margir gera. Það er annars mjög auðvelt að hjóla á Selfossi enda engar brekkur. Nú er því tækifæri að hefja hjól- ið til aukinnar virðingar.    Annar þáttur er til mikillar fyrirmyndar í nýj- um hverfum, en það er að áður en framkvæmdir hefjast í nýjum götum er búið að malbika þær. Þetta gerir alla aðkomu mun auðveldari, um- hverfið verður snyrtilegra og íbúar lausir við ryk af götunni þegar þeir flytja inn.    Ný byggingahverfi bætast stöðugt við í kring- um Selfoss og reyndar í kringum Hveragerði líka. Þessir tveir þéttbýlisstaðir eru heitastir hjá þeim sem vilja setjast að utan höfuðborg- arinnar. Nýlega var tekin skóflustunga að nýj- um leikskóla á Selfossi en það er ótvírætt merki þess að vöxtur sé í samfélaginu, nýi leikskólinn verður tekinn í notkun í ágúst 2008. Þá verður ný grunnskólabygging tekin í notkun á Selfossi í haust. Vöxturinn heldur áfram og spakir menn spá því að hann aukist enn frekar því það hefur verið ákveðið að tvöfalda og lýsa Suðurlands- veginn en sú aðgerð er mikill hvati á alla upp- byggingu austan Hellisheiðar.    Ungmennafélag Selfoss er íþróttafélag Sel- fyssinga og hefur svo verið frá stofnun þess 1936. Félagið hélt aðalfund nýlega og þar kom fram í myndarlegri skýrslu að heildarvelta fé- lagsins er ríflega 100 milljónir króna og fjár- hagur er góður. Þessi velta gefur til kynna mikla starfsemi og þegar betur er að gáð eru á bak við hana gífurleg samfélagsverðmæti sem felast í því mikla sjálfboðna starfi sem for- eldrar og áhugafólk sinnir með stjórnarsetu og allri umsýslu í kringum íþróttastarfið. Á fund- inum fékk fimleikadeild félagsins viðurkenn- ingu frá ÍSÍ sem fyrirmyndardeild eftir að hafa náð markmiðum sem þarf til að fá það sæmd- arheiti.    Ungmennafélagið og Héraðssambandið Skarp- héðinn undirbúa nú í samstarfi við sveitarfélag- ið Árborg að halda Landsmót UMFÍ á Selfossi árið 2012 og er undirbúningur þegar hafinn. Það er mikið verk framundan við slíkan und- irbúning en byggja þarf nýjan íþróttaleikvang með hlaupabrautum og knattspyrnuvelli. Víst má telja að landsmótið verður íþróttunum á Selfossi mikil lyftistöng og brýnt að heimafyrir verði staðið myndarlega að málum, bæði varð- andi uppbyggingu mannvirkja og að styðja við bakið á því verðmæta starfi sem unnið er af áhugafólki í kringum íþróttastarfið. Uppeld- islegt gildi íþrótta er ótvírætt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigríður Jónsdóttir með umhverfisverðlaun- in og Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri. SELFOSS Sigurður Jónsson fréttaritari Ég var nú eiginlega bara aðhorfa út um stofuglugg-ann heima hjá mér þarsem ég sá kajakræðara vera að æfa sig við Geldinganesið og ákvað einfaldlega að prófa," segir Karl Geir Arason, forfallinn kaj- akáhugamaður og nýr formaður Kajakklúbbsins í Reykjavík. Þetta var árið 2000 og Karl Geir, sem starfar sem tölfunarfræðingur hjá Teris, því rétt skriðinn yfir fertugt þegar kajakáhuginn gerði svona rækilega vart við sig hjá honum og eiginkonunni Gerði Björnsdóttur, kennara í Engjaskóla. Unglingarnir þeirra hafa þó enn ekki sýnt áhuga á því að vera með „gamla settinu" í sportinu, að sögn. „Það má segja að kajak-sportið sé orðið að hálfgerðum lífsstíl enda varla pláss fyrir önnur áhugamál þegar fjölskyldunni og vinnunni sleppir. „Það er ekkert pláss fyrir annað ef maður ætlar að sinna þessu vel. Það er kannski líkt á farið með maraþonhlaupurum. Maður skyldi ætla að þeir hefðu lítinn tíma í laxveiði með öllum hlaupunum." Getustjörnur sóttar til Wales Karl Geir er nýkominn úr viku- löngu ferðalagi til Wales ásamt sex öðrum íslenskum kajakfélögum, en þar sigldu þeir alla dagana til að ná sér í stjörnur, sem BCU eða British Canoe Union útdeilir til þeirra, sem undirgangast og ná sérstökum kaj- akprófum. „Þetta er mín fjórða ferð til Wales og ég er nú þegar komin með fimmtu stjörnu, sem er mæli- kvarði á að ég sé hæfur til að fara með hóp ræðara í erfiðar aðstæður. Þó ég sé nú búinn að krækja mér í fimmtu mælanlegu stjörnuna sem til er hjá Bretum er þetta bara byrj- unin því það er alltaf hægt að gera betur með meiri og fleiri æfingum," segir Karl Geir, sem er að stunda sjókajaksiglingar í sjó eingöngu á meðan sumir „kollega" hans eru að stunda straumvatnskajaksiglingar, sem líkja má við flúðasiglingar. Í Kayakklúbbnum eru um þrjú hundruð félagsmenn, en ef skotið er út í loftið, telur Karl Geir að um 1.500 kajaka séu að minnsta kosti að finna í landinu öllu. „Á vegum klúbbsins eru vikulegir félagsróðrar við Geldinganesið, þar sem við erum með okkar aðal aðstöðu, bæði á sumrin og á veturna, og förum við út í nánast hvaða veðri sem er. Að auki erum við að æfa okkur inni í Laug- ardalslauginni vikulega yfir vetr- artímann. Straumvatnskajakfólkið hefur á hinn bóginn verið að leita í Elliðaárnar í vetur." Róa nálægt strandlengjunni Á sumrin leggjast kajakmenn í lengri og styttri ferðalög. „Auk styttri dagsferða hafa tvær kajak- gistiferðir verið skipulagðar á veg- um klúbbsins í Breiðafjörðinn í sum- ar auk þess sem við hjónin ætlum í júnílok að fara með ferðahópi á Norðurlandið og róa frá Ólafsfirði, út í Hrísey og síðan austur í Fjörður, í Hvalvatnsfjörð og Þorgeirsfjörð, út í Flatey á Skjálfanda og svo austur á Húsavík," segir Karl Geir, en sami hópur réri í fyrra um Hornstrandir, frá Hornvík í Ingólfsfjörð á Strönd- um og hafði áður róið um Austfirð- ina, alla leið frá Bakkafirði að Djúpavogi. „Við siglum eins nálægt strandlengjunni og kostur er því þar er mest að sjá. Það er svo stór- fenglegt að sjá landið frá sjónum, fjölbreytt fuglalífið og alla sjáv- arhellana, sem víða er að finna undir hamrabeltum." Karl Geir sagði að á ferðalögunum hafi aldrei komið upp tvísýn staða enda ynni ferðahópurinn saman eins og vel þjálfuð áhöfn. „Það hjálpa all- ir til ef eitthvað fer úrskeiðis. Við þekkjum öll styrkleika og veikleika hvers annars og vitum við hverju má búast frá samferðafólkinu. Þetta sport snýst auðvitað um að ferðast með góðu fólki." Karl Geir á kajak af gerðinni NDK Explorer sem stendur fyrir Nigel Dennis Kayak, en Nigel er sá sem stendur fyrir kajak-námskeið- unum í Wales og framleiðir einnig kajaka. „Minn bátur er 5,40 metrar að lengd og 54 cm á breidd. Þetta er þokkalega góður ferðabátur, sömu gerðar og kajakarnir, sem hafa farið hringinn í kringum landið að und- anförnu. Hafi fólk áhuga á því að reyna fyr- ir sér á kajak, mælir Karl Geir með því að fólk prófi fyrir sér með nett- um byrjendahring, t.d. í Hvammsvík eða í Stykkishólmi, áður en það fer að fjárfesta í græjum því nýr bátur og búnaður kosti í kringum 160 þús- und kr. og þurrbúningur tæpar 50 þúsund krónur. Að því búnu væri námskeið rökrétt framhald. Gaman að sjá landið frá sjó Morgunblaðið/Ásdís Útbúnaðurinn Það eru flestir farnir að nota heila þurrgalla því það getur verið kalt að detta í sjóinn. Ferðalangurinn Á sumrin leggjast kajakmenn eins og Karl Geir í ferðalög. Eftir að Karl Geir Ara- son uppgötvaði kaj- aksiglingar sem áhuga- mál segist hann í samtali við Jóhönnu Ingvarsdótt- ur hafa farið víða til að sjá landið sitt frá öðru sjónarhorni en akandi eða gangandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.