Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Mar Halldórsson Öræfi | Mikil skriða féll í Mors- árdal á dögunum og ljóst er að gríðarlega mikið efni hefur fallið úr hlíðum Miðfells í Öræfasveit. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum fór og skoðaði skriðuna og segist vart muna eftir svona stóru skriðufalli. Skriðan þverar nánast allan Morsárjökul, allt frá Skarðs- tindum að Miðfelli og er hátt í 700 metra löng og um 300 metra breið. Menn sem voru að vinna í brúar- vinnu við Hrafnagil heyrðu mikla skruðninga og læti í endaðan apríl og líklegt er að skriðan hafi fallið þá. Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður í Skaftafelli segir að erfitt sé að útskýra hvað þarna hafi gerst. Þetta sé svokallað berg- hlaup sem er mjög fátítt á Íslandi. „Við fórum þarna inn eftir fyrir síðustu helgi og skoðuðum þetta og okkur finnst eins og þetta hafi fallið úr hlíðunum vestanmegin við jökulinn og hreinlega bara spýst yfir hann. Ég hef óskað eftir því að jarðfræðingar skoði þetta fyr- irbæri mjög fljótt og þá er hægt að segja nánar til um hvað hefur gerst,“ segir Ragnar. Ferðamönnum mun engin hætta búin þarna, þar sem skriðan féll fjarri öllum gönguleiðum. Berghlaup yfir Morsárjökul Ljósmynd/Ragnar Frank Kristjánsson Morsárdalur Skriðan féll úr hlíðum Miðfells og yfir Morsárjökul. Reykholt | Delta Kappa Gamma, fé- lag kvenna í fræðslustörfum, hélt af- mælisþing í Reykholti nú í maí. Við það tækifæri voru Þuríður Krist- jánsdóttir prófessor og Guðrún Helgadóttir rithöfundur heiðraðar. Delta Kappa Gamma, Society Int- ernational, er alþjóðlegur fé- lagsskapur sem hefur starfað frá 1929 og var stofnaður í Texas í Aust- in en er 30 ára á Íslandi. Þingið í Reykholti sóttu 85 konur víðs vegar að af landinu og er það fjölmennasta þing sem félagið hefur haldið. Gerður var góður rómur að dagskrá þingsins en þar var sjónum beint að stöðu kvenna í fræðslu- málum fyrr og nú. Aðalfyrirlesarar voru Kristín Ástgeirsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingar og Anna Edvardsdóttir, fyrrverandi skólastjóri í Bolungarvík. Stofnuð ný deild Stjórn landssambandsins bauð til móttöku í Snorrastofu og voru þar heiðraðar tvær konur. Þuríður Kristjánsdóttir, prófessor og fyrsti forseti landssambandsins, var heiðr- uð fyrir framlag sitt til félagsins og menntamála í landinu. Guðrún Helgadóttir rithöfundur var heiðruð fyrir framlag sitt til barna- bókmennta en hún er og hefur verið um langt árabil mest lesni barna- bókahöfundur á Íslandi. Á þessum tímamótum var ákveðið að stofna nýja deild á Suðvest- urlandi og var það gert á sjálfan af- mælisdaginn, 28. mars sl., og eru fé- lagskonur nú orðnar 280. Í tilefni af afmælinu var gefið út 300 blaðsíðna rit sem ber heitið „Þekking – þjálfun – þroski“ með greinum um uppeldis- og mennta- mál ásamt nokkrum ljóðum og öðru efni. Allt efnið kemur frá fé- lagskonum Delta Kappa Gamma. Ritið er til sölu hjá félagskonum. Tvær konur heiðraðar Ljósmynd/Skessuhorn Heiðrun Ingibjörg Einarsdóttir, fráfarandi forseti félagsskaparins, Þur- íður Kristjánsdóttir prófessor, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Anna Þóra Baldursdóttir, sem tekur við sem forseti í sumar. SUÐURNES LANDIÐ Innri-Njarðvík | Nemendur í Ak- urskóla fengu á föstudag víkina Kópu í Innri-Njarðvík afhenta til fósturs. Fóstrinu fylgir að hugsa vel um víkina með því að halda henni hreinni og gera hana aðlað- andi til náms og leiks. Það var Árni Sigfússon bæj- arstjóri sem afhenti nemendum vík- ina og við henni tók afmælisbarn dagsins í skólanum, Eyþór Atli Að- alsteinsson sem varð 7 ára. Hann fékk hásæti hjá bæjarstjóra og að- stoð frá Jónínu Ágústsdóttur skóla- stjóra við að lesa upp þakkarbréf. Eyþór Atli fékk svo að sjálfsögðu afmælissöng í tilefni dagsins en síð- an tóku nemendur til við að hreinsa víkina, íklædd bláum hönskum. Þau voru ekki lengi að safna ruslinu í hrauka og fylla ruslapokana. Akurskóli er aðeins steinsnar frá Kópu og er víkin og lífríki fjör- unnar því kjörin til þess að afla þekkingar í vísindagreinum. Tjörn- in í Innri-Njarðvík hefur ekki síður verið notuð til náms í skólanum, bæði lífríkið í og við tjörnina. Þá hefur umhverfis- og skipu- lagssvið úthlutað skólanum svæði til gróðursetningar, í hans nánasta umhverfi. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Víkin Kópa í fóstur Reykjanesbær | Ákveðið hefur ver- ið að bjóða strætisvagnaferðir um helgar í Reykjanesbæ frá 15. ágúst í sumar. Árni Sigfússon bæjarstjóri greindi frá þessu á íbúafundi í Ak- urskóla. Ekki hefur verið innheimt gjald í strætisvagna Reykjanesbæjar frá árinu 2003. Á þessum tíma hefur fjöldi farþega þrefaldast og það hef- ur skilað sér í aukinni þjónustu við íbúana, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Hefur þetta leitt til minni umferðar einkabíla og aukins umferðaröryggis og minna álags á fjölskyldur. Ákvörðun um strætó um helgar er í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2010 og kemur í kjölfar fyrri íbúafunda þar sem mikið hefur verið spurt um þessa þjónustu. Þetta mun nýtast vel börnum og unglingum sem sækja menningar-, íþrótta- og tóm- stundastarf um helgar en leiðakerf- ið tekur mið af því og fer strætó fram hjá helstu íþróttamannvirkj- um, tónlistarskóla og annarri tóm- stundastarfsemi. Ferðum strætó um svonefnda líf- æð í gegnum Reykjanesbæ verður fjölgað á sama tíma og skoðuð teng- ing við Dalshverfi og Vallarsvæði. Einnig er í athugun tenging við leiðakerfi strætó á höfuðborgar- svæðinu. Strætó ekur um helgar HÁSKÓLINN á Akureyri útskrifar nemendur úr öllum fjórum deildum skólans hinn 9. júní næstkomandi. Þar á meðal er hópur grunnskóla- kennara sem stunduðu nám sitt í fjarnámi. Um er að ræða tvo hópa nemenda sem byrjuðu í fjarnáminu haustið 2003, annars vegar á Ár- borgarsvæðinu og hins vegar úr Reykjanesbæ. Anna Sólveig Ingvadóttir er í hópi hinna tilvonandi grunnskólakennara sem stunduðu námið með þessum hætti. Hún býr í Þorlákshöfn en hef- ur keyrt tvisvar í viku á Selfoss til að hlýða á fyrirlestra. Þótt hún sé ekki enn útskrifuð hefur hún þegar tryggt sér atvinnu og mun kenna við Grunnskólann í Þorlákshöfn. „Það er boðið upp á fjarfundi tvisvar í viku,“ segir Anna Sólveig, „og við mætum og fylgjumst með fyrirlestri í gegnum fjarfundabúnað. Þetta er ólíkt fjarnáminu í KHÍ en þar er notast við svokölluð kennslu- bréf og lotur. Í stað þess sitjum við og hlustum á fyrirlesturinn eins og um hefðbundinn tíma væri að ræða. Við sjáum kennarann og hann sér okkur en munurinn er sá að kenn- arinn talar við okkur í gegnum bún- aðinn.“ Fjarnámið er byggt upp sem fjög- urra ára nám og lögð er áhersla á ís- lensku, stærðfræði og náttúrufræði, en einnig er mikið um áfanga í kennslufræði, heimspeki og sögu. Ekki er boðið upp á sérstök kjörsvið, heldur stunda fjarnemarnir allir sama nám og taka sömu áfanga. „Ég mæli algjörlega með þessu námi. Það er krefjandi og fyrirhafn- arsamt. Kostirnir eru þeir að ég er ekki einangruð og hitti bekkjar- félaga. Mér finnst það líka kostur að við það að hlusta á kennarann þá get ég betur áttað mig á áhersluatriðum. Einnig eru samskiptin persónulegri innan skólans, miðað við aðra skóla, þar sem hann er minni. Eini gallinn er að mínu mati sá að fjarnemar hafa lítið val og ef ég mætti breyta ein- hverju myndi ég auka valið.“ Grunnskólakennarar útskrifast úr fjarnámi Nýjung Í ár útskrifast 22 grunnskólakennarar í fyrsta sinn úr fjarnámi við HA. Myndin er af útskriftarnemum og er Anna Sólveig lengst til hægri. NEMENDUR 10. bekkjar Dalvík- urskóla tóku höndum saman ásamt Sparisjóði Svarfdæla og héldu ár- lega fjáröflun fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn. Unnið var að því að tína rusl á sandinum austan Dal- víkur. Fjáröflunin var haldin til að styrkja ferðasjóð bekkjarins og nefnist hún í almennu tali rusladag- ur. Nemendur og kennarar skólans hafa síðastliðin 20 ár haldið slíka fjáröflun, með dyggum stuðningi Sparisjóðs Svarfdæla sem hefur unnið ötullega að margvíslegum góðgerðamálum fyrir byggð- arlagið. Ljósmynd/Kristján Sigurðsson Rusladagur á Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.