Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRINGLUNNI/SMÁRALIND Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓLAFUR Þ. Stephen- sen, sem ráðinn hefur verið ritstjóri Blaðsins, segir breytingar fyrir- hugaðar á blaðinu. „Les- endur munu sjá ýmsar breytingar á útliti og efn- istökum þegar líður á sumarið,“ segir Ólafur. „Markmiðið er að segja fréttir af fólki og fyrir fólk, fjalla um alls konar mál sem standa fólki nærri í daglegu lífi og næsta umhverfi. Við reynum kannski að marka okkur þannig dálitla sérstöðu.“ Ólafur hefur verið aðstoðarritstjóri Morg- unblaðsins frá árinu 2001. Segir í fréttatil- kynningu að ráðning Ólafs marki upphaf að nýrri sókn en Árvakur, útgáfufélag blaðanna tveggja, hyggist gera Blaðið að mest lesna dagblaði á Íslandi. Ólafur er fimmti ritstjóri Blaðsins á tveim- ur árum. Er hann ekki hræddur við svona heitan stól? „Nei, það er ósköp eðlilegt að það taki nokkurn tíma á svona ungu blaði, á svona sviptingasömum blaðamarkaði, að finna fjölina sína. Ég hef engar áhyggjur, tekst bjartsýnn á við þetta verkefni.“ Ólafur nýr ritstjóri Blaðsins Ólafur Þ. Stephensen Boðar bæði breytt útlit og efnistök MEIRI stuðningur er við nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks meðal kvenna en karla, höfuðborgarbúar styðja hana fremur en íbúar annarra sveitarfé- laga, og mestur er stuðningurinn meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Þetta er með- al niðurstaðna í Þjóðarpúlsi Gallups en könnunin var gerð dagana 15. til 29. maí. 64% kvenna styðja ríkisstjórnina og 57% karla en alls segja 60% að þeim lítist vel á ríkisstjórnina, 23% hvorki né og 17% líst illa á hana. 66% höfuðborgarbúa líst vel á stjórnina en 48% íbúa annarra sveitarfé- laga. 75% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 84% kjósenda Samfylkingarinnar líst vel á hina nýju ríkisstjórn. Flestum kjósendum Framsóknarflokksins líst illa á stjórnar- samstarfið, eða 48%, en 34% kjósenda VG eru sömu skoðunar. 10% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins líst illa á stjórnarsamstarfið og 4% kjósenda Samfylkingarinnar. Konum líst betur á stjórnina ♦♦♦ ARNGRÍMUR Jóhannsson flugkappi skrifaði AIM á himininn ofan Akureyrar í gærkvöldi með listflugvél sinni í tilefni þess að alþjóðlega tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music Festival) hófst þá með pomp og prakt í höfuðstað Norðurlands. Fjöldi tónlistarmanna leikur á nokkrum stöðum á hverju kvöldi þar til veislunni lýkur á sunnudagskvöldið með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson AIM – á himni og á jörðu HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refs- ingu yfir Lofti Jens Magnússyni sem varð manni að bana á veitingastaðn- um Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004 með því að greiða honum eitt hnefahögg. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi refsinguna um eitt ár. Loftur var dæmdur fyrir stór- fellda líkamsárás sem leiddi til dauða og hann var einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að aka bif- reið í september 2005 þrátt fyrir að hafa áður verið sviptur ökurétti. Í dóminum segir að ekki verði litið fram hjá því hversu alvarlegar afleið- ingar hafi hlotist af líkamsárásinni en af framburði vitna verði ráðið að hún hafi verið óvænt og algjörlega tilefnislaus. Á hinn bóginn verði ekki talið að Lofti hafi verið ljóst að afleið- ingarnar af hnefahögginu gætu orðið svo alvarlegar sem raun ber vitni. Þetta er fyrsti dómurinn sem Loftur hlýtur fyrir ofbeldisbrot en Hæstiréttur bendir á að hann hafi frá 18 ára aldri sætt refsingum 10 sinnum fyrir umferðarlagabrot, yfir- leitt ölvunarakstur og akstur án rétt- inda. Þegar hann framdi árásina hafi hann verið ofurölvi, hann hafði lent í útistöðum við kunningja sína og ver- ið til vandræða á veitingastaðnum. Ók eftir ökuleyfissviptingu Hæstiréttur segir ennfremur að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Loftur hafi eftir árásina leit- að sér aðstoðar vegna óreglu sinnar eða reynt á einhvern hátt að bæta fyrir brot sitt. Hann hafi þess í stað ekið sviptur ökuréttindum og þá hafi málið tafist af hans völdum þar sem hann hafi að ástæðulausu borið brigður á krufningarskýrslu um dán- arorsök hins látna. Hann lagði einnig ný gögn fyrir Hæstarétt en rétturinn taldi ekki að þau hefðu þýðingu fyrir úrlausn málsins. Fyrir dómi krafðist hann þess að héraðsdómur yrði ómerktur, einkum með þeim rökum að dómurinn hefði átt að vera fjöl- skipaður. Hæstiréttur bendir á að dómur sé fjölskipaður eftir þörfum hverju sinni og skilyrði til þess hafi ekki verið fyrir hendi í þessu tilviki. Auk fangelsisrefsingarinnar var Loftur dæmdur til að greiða eigin- konu og börnum hins látna rúmlega 12 milljónir í bætur. Málið dæmdu Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Ragnheið- ur Harðardóttir vararíkissaksóknari sótti málið en Björn Ólafur Hall- grímsson hrl. var til varnar. Þriggja ára fangelsi fyrir að verða manni að bana Ekki sýnt fram á að hann ætti sér neinar málsbætur HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Eyjólf Sveinsson í 12 mánaða fang- elsi, þar af eru níu mánuðir skilorðs- bundnir, og til að greiða 20,5 millj- ónir í sekt fyrir umboðssvik og fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda en þetta er tölu- vert vægari dómur en hann hlaut í héraði. Faðir hans, Sveinn R. Eyj- ólfsson, sem var í héraði dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 15,4 milljónir í sekt, var ýmist sýknaður eða ákæruliðum gegn honum vísað frá dómi. Brotin sem dæmt var fyrir voru framin í rekstri Vísir.is, Frétta- blaðsins, Dagsprents, Info skilta- gerðar og fleiri fyrirtækja á árunum 2001 og 2002. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ákærði alls tíu manns í málinu en þar af voru sex sakfelldir af Héraðsdómi Reykja- víkur og dæmdir til að greiða sam- tals 163 milljónir í sektir. Ómar Geir Þorgeirsson sem hlaut vægan dóm í héraði var sýkn- aður í Hæstarétti, líkt og Sveinn. Þá voru sektir þeirra fjögurra sem hlutu dóm lækkaðar verulega en samtals nema sektargreiðslur í mál- inu nú rúmlega 41 milljón króna. Marteinn Kristinn Jónasson var dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi en hafði hlotið tíu mánaða dóm í héraði, og refsing Ólafs Hauks Magnússonar var ákveðin 30 daga skilorðsbundið fangelsi en hann hafði hlotið fjög- urra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Refsing Svavars Ásbjörnssonar sem í héraði hlaut sex mánaða skil- orðsbundinn dóm var á hinn bóginn þyngd í Hæstarétti sem dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna. Umboðssvikin sem Eyjólfur og Svavar voru sakfelldir fyrir fólust í því að þeir yfirdrógu reikning um 24 milljónir án þess að til þess væri heimild. Ákæruatriðum er vörðuðu brot gegn lögum um virðisauka- skatt var vísað frá héraðsdómi vegna ófullnægjandi rannsóknar. Sveinn R. Eyjólfsson sýknaður af öllum sakargiftum í Hæstarétti Fjórir sakfelldir í stað sex og sektir stórlega lækkaðar Í HNOTSKURN » Upphaflega voru 10manns ákærðir í málinu en þar af voru sex sakfelldir í héraði. » Stórum hluta ákær-unnar var vísað frá í Hæstarétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.