Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í ÞESSU greinarkorni langar
mig að segja frá afar mikilvægum
samtökum en framhaldsstofn-
fundur þeirra verður haldinn
þriðjudaginn 5. júní klukkan 18 á
Vestmannsvatni. Þetta eru Holl-
vinasamtök Kirkjumiðstöðvarinnar
við Vestmannsvatn
sem ekki einungis eru
mikilvæg fyrir Þing-
eyjarsýslur heldur
landið allt.
Nauðsynlegt er að
tryggja fjárhagslegan
grunn sumarbúðanna
og til þess að svo
megi verða hafa nokk-
ur fyrrum sum-
arbúðabörn og fyrrum
starfsmenn sumarbúð-
anna ákveðið að
stofna hollvina-
samtökin. Megin til-
gangur samtakanna er að vera
fjárhagslegur bakhjarl starfsem-
innar á Vestmannsvatni, tryggja
uppbyggingu á lóð sumarbúðanna
og standa vörð um sögu og starf
svæðisins.
Heiðursfélagar í hollvinasamtök-
unum eru séra Pétur Sigurgeirsson
fyrrum biskup, séra Sigurður Guð-
mundsson fyrrum vígslubiskup og
Sigurður Pétur Björnsson fyrrum
bankastjóri á Húsavík.
Nú er svo komið að ef áframhald
á að verða á sumarbúðastarfinu
þurfa að koma til breytingar á upp-
byggingu starfsins. Helstu verk-
efnin sem liggja fyrir eru að
byggja nýjan svefnskála en núver-
andi skáli er á undanþágu og verð-
ur búðunum lokað eftir tvö ár verði
ekki byggður nýr skáli. Þá er
nauðsynlegt að skipuleggja lóð
Kirkjumiðstöðvarinnar og marka
henni markmiðasetta framtíðarsýn.
Séra Pétur Þórarinsson í Laufási
sem lést 1. mars síðastliðinn var
einn af stofnendum samtakanna
enda vann hann alla
tíð ötullega við að
starfsemin væri sem
best og í minningu
hans styrkjumst við í
að halda áfram. Vert
er að geta þess að
fyrsta frjálsa fram-
lagið til hollvina-
samtakanna var gefið í
minningu Péturs af
séra Pétri Sigurgeirs-
syni og frú Sólveigu
Ásgeirsdóttur konu
hans.
Sumarbúðastarfsemi
á Vestmannsvatni á sér rúmlega 40
ára sögu en búðirnar voru vígðar á
því herrans ári 1964. Þar hafa
margir lagt hönd á plóg og mikið
og gott sjálfboðaliðastarf verið innt
af hendi. Starfið hefur alltaf verið
mikilvæg en aldrei eins og nú. Því í
þjóðfélagi þar sem stress, hraði og
tímaleysi er oft meira en góðu hófi
gegnir er ennþá mikilvægara að
halda úti sumarbúðum fyrir börn
og unglinga þar sem útivist og góð
gildi eru í hávegum höfð. Öll höfum
við áhyggjur af mikilli tölvunotkun,
sjónvarpsglápi og hreyfingarleysi
meðal barnanna okkar og því er
þessi kostur, að vera í sumarbúðum
þar sem tölvuleikir og símar eru
ekki að trufla, mjög nauðsynlegur.
Á Vestmannsvatni fer fram frá-
bær starfsemi í fögru og friðsælu
umhverfi. Ég tala af eigin raun því
ég var svo lánsöm að vera í sum-
arbúðunum á mínum táningsárum.
Það var mikil upplifun og gaman
að vera með öllu því góða fólki sem
starfaði þar að ég nú ekki tali um
krakkana sem ég kynntist og mun
halda tryggð við alla tíð. Synir
mínir hafa svo verið þar í góðu yf-
irlæti um það bil 25 árum síðar og
vonandi á ég eftir að eiga barna-
börn og barnabarnabörn sem njóta
sumarbúðanna á Vestmannsvatni!
Ég vil hvetja alla og ekki síður
þá sem verið hafa í sumarbúðunum
til að gang til liðs við hollvina-
samtökin. Hægt er að skrá sig á
www.vestmannsvatn.is og er ár-
gjaldið aðeins 2.000 krónur því
margt smátt gerir eitt stórt. Þann-
ig getum við myndað stóran hóp og
tekið höndum saman um að standa
vörð um hið góða og uppbyggilega
starf sem fram fer í sumarbúð-
unum við Vestmannsvatn.
Vinir Vestmannsvatns
Dóra Ármannsdóttir fjallar
um Hollvinasamtök
Kirkjumiðstöðvarinnar
við Vestmannsvatn
»Ég vil hvetja alla ogekki síður þá sem
verið hafa í sumarbúð-
unum til að gang til liðs
við hollvinasamtökin.
Dóra Ármannsdóttir
Höfundur er framhaldsskóla-
kennari á Húsavík og
fyrrverandi sumarbúðabarn.
REACH er heiti nýrrar reglu-
gerðar Evrópusambandsins um
efni sem samþykkt var seint á síð-
asta ári og tekur gildi í Evrópu í
dag, 1. júní 2007. Eitt af aðalmark-
miðum þessarar nýju reglugerðar
er að auka þekkingu okkar á hætt-
unni sem stafað getur af efnum og
hvernig eigi að nota
þau á sem öruggastan
hátt. REACH er EB-
reglugerð sem þýðir
að einungis er hægt
að taka hana upp í
heild sinni og á sama
hátt í öllum aðild-
arríkjum. Það sama
gildir um EFTA-
löndin. Gert er ráð
fyrir að gildistaka
REACH á Íslandi
verði á síðari hluta
þessa árs.
Með innleiðingu
REACH hér á landi
munu reglur um framleiðslu, setn-
ingu á markað og notkun efna,
hvort sem þau eru hrein, í efna-
vörum eða hlutum, breytast.
Hvorki má framleiða, né setja á
markað efni nema þau hafi verið
skráð hjá Efnastofnun Evrópu,
sem staðsett verður í Helsinki.
Einnig mun áhættumat efna, sem
hingað til hefur verið á ábyrgð yf-
irvalda, flytjast yfir á framleið-
endur þeirra. Þeir sem nota efni í
atvinnuskyni munu einnig fá aukn-
ar skyldur samkvæmt REACH.
Þeir þurfa að meta hvort þeir séu
að nota efni á viðurkenndan hátt,
hvort framleiðsla þeirra sé örugg
og að notkun valdi sem minnstum
skaða á heilsu manna og umhverfi.
REACH mun því hafa áhrif á
fjölda fyrirtækja hér á landi.
Dæmi um þau eru:
Framleiðendur og innflytj-
endur efna og efnavara
(hrein efni t.d. málmar,
þvotta- og hreinsiefni, lím,
málning o.fl.)
Fyrirtæki og fagaðilar sem
nota efni og efnavörur í at-
vinnuskyni, almennt skil-
greindir sem eftirnotendur
samkvæmt REACH.
Framleiðendur og innflytj-
endur hluta sem innihalda
efni (leikföng, fatnaður, bílar
o.fl.)
Dreifingar- og þjónustuaðilar
efna og efnavara.
Eitt af aðalmarkmiðum REACH
er að vernda heilsu manna og um-
hverfi sem mest fyrir
áhrifum af efnum.
Þannig þurfa þeir sem
framleiða og/eða
dreifa efnum að láta
fylgja upplýsingar um
eðliseiginleika efn-
anna og hvernig eigi
að nota þau á öruggan
hátt. Eins og áður
þurfa öryggisblöð að
fylgja efnum með
hættulega eiginleika
séu þau notuð í at-
vinnuskyni. Dæmi um
slík efni eru þau sem
valda t.d. krabbamein-
um eða stökkbreytingum, eða hafa
skaðleg áhrif á æxlun. Einnig
þurfa að fylgja þeim upplýsingar
um til hvaða aðgerða skuli gripið
svo hægt sé að stjórna áhættu við
notkun slíkra efna.
Grunnþættir REACH felast í
enska heitinu:
R – Skráningarskylda (Reg-
istration) iðnaðarins á efnum.
Framleiðendur og innflytjendur
efna skulu skrá þau hjá Efnastofn-
un Evrópu. Með skráningunni skal
gefa upplýsingar um áhrif efnis á
umhverfi og heilsu manna og
hvernig megi nota það á öruggan
hátt. Þeir sem skrá efni þurfa að
forskrá efni sín hjá Efnastofnun
Evrópu á tímabilinu 1. júní 2008 –
1. desember 2008. Forskráning er
mikilvæg þar sem hún veitir
möguleika á lengri skráning-
arfresti sem og möguleika á að
skrá efni með öðrum fyrirtækjum
sem ætla skrá sama efni. Þannig
er hægt að minnka kostnað við
skráninguna.
E – Mat (Evaluation). Lögbær
yfirvöld og Efnastofnunin leggja
mat á þörf fyrir nýjar prófanir á
efninu. Sum efni eru tekin og met-
in sérstaklega og er val á þeim
byggt á áhættumati þeirra. Nið-
urstöður mats geta gefið tilefni til
að efnið verði leyfisskylt eða bann-
að.
A – Leyfisveiting efna (Author-
isation) Notkun og markaðs-
setning efna sem talin eru sérlega
varasöm verður háð leyfum. Skað-
semi hvers efnis verður skoðuð og
verður aðeins veitt leyfi ef tiltekin
skilyrði eru uppfyllt eins og þau
að efnið berist ekki út í umhverfið
í of miklum mæli eða að engin
hættuminni efni geti komið í stað-
inn.
CH – Efni (chemicals).
Á heimasíðu Umhverfisstofn-
unar hefur verið sett upp upplýs-
ingasíða um REACH. Á henni má
finna upplýsingar um grunnþætti
REACH og áhrif reglugerðarinnar
á fyrirtæki sem framleiða, flytja
inn, nota eða dreifa efnum. Einnig
má finna tengla inn á ýmsar gagn-
legar erlendar heimasíður. Upp-
lýsingarnar eru settar inn með það
að markmiði að innlend fyrirtæki
geti á sem einfaldastan hátt áttað
sig á hlutverki sínu og skyldum
samkvæmt þessari nýju reglugerð
og geti því undirbúið sig sem best
áður en hún tekur gildi hér á
landi.
Tengill á síðuna er: http://
www.ust.is/efniogefnavorur/
REACH
Ný Evrópulöggjöf um efni
Sigríður Kristjánsdóttir
segir frá nýrri Evrópu-
löggjöf um efni
»Ný Evrópulöggjöfum efni, REACH,
tekur gildi í dag. Að-
almarkmið hennar er að
vernda heilsu manna og
umhverfi fyrir áhrifum
efna.
Sigríður
Kristjánsdóttir
Höfundur er sérfræðingur á stjórn-
sýslusviði Umhverfisstofnunar.
NÚ ERU liðnir hátt í tveir áratug-
ir frá þeim óheillaatburði er Alþingi
samþykkti bjórflæðið. Sala á þessu
„léttöli“ átti svo sem að draga úr
áfengisneyzlu Íslendinga, en litið til
baka þessa nær tvo
áratugi, hver hefur þá
reynslan orðið?
Skyldi hafa dregið úr
áfengisneyzlunni? Hag-
stofan upplýsir, þegar
spurt er, að á síðustu 10
árum hafi áfeng-
isneyzla aukist, ekki
um 40%, ekki um 50%,
heldur um 64%. Hvern-
ig lízt þeim þingmönn-
um á þessa tölu, þeim
sem leyfið veittu á sinni
tíð fyrir áfengum bjór,
og hvernig lízt þeim á
þessar tölur, sem vilja
leyfa léttvínssölu í mat-
vöruverzlunum? Var
ekki stærsti flokkur
landsins að samþykkja
þetta sem framtíðarsýn
sína? Líklega er þeim al-
veg sama, aðeins ef gull-
ið skellur í skrínu. Það er
gefið mál, ef það nær
fram að ganga að áfengi
verði selt við hliðina á
mjólkinni, að þá sjá ennþá hærri
hundraðstölur áfengisneyzlunnar
dagsins ljós, gætu máske náð þriggja
stafa tölu. Væri það ekki hið bezta
mál eða hvað? Áfengissalar gætu þá
vaðið í peningum til heilla fyrir æsk-
una eða hvað? Engar hömlur hafa
enn verið settar á hinar gegndarlausu
auglýsingar sem sjá má á síðum dag-
blaða og tímarita og í sjónvarpi, þótt
slíkt sé bannað samkvæmt lögum –
að minnsta kosti ennþá. Að sjálfsögðu
má ekkert hindra þessa glæsilegu
þróun eða hvað?
Ekki eru glæsilegar fregnirnar
sem frá Rússlandi berast um áfeng-
isneyzlu Rússa. Frá því hefur verið
sagt að um tvær milljónir Rússa eigi
um sárt að binda vegna áfengisneyzlu
og afrakstur hennar er að Rússum
fækkar árlega um 700 þúsund. Sam-
kvæmt þessu myndi fækkunin vera
sjö milljónir á tíu árum. Ég hefði
haldið að þessar tölur gætu verið ör-
lítið umhugsunarefni fyrir þingmenn
þá sem hleypa vilja vínflæðinu inn í
matvöruverzlanir.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
sendi frá sér það álit, að vildu menn
draga úr áfengisneyzlu
væri bezta ráðið til þess
að torvelda aðgengið og
hækka verðið á þessum
skaðræðisvökva. Það
liggur því í augum uppi
að lækkun áfeng-
iskaupaaldurs og vín-
flæði í matvöruverzl-
unum auðveldar
aðgengið og eykur um
leið neyzluna enn meir.
Þetta ætti að blasa við
öllum hugsandi mönn-
um. Samt eru til ein-
staklingar sem virðast
algjörlega blindir á all-
ar staðreyndir og
reynslu.
Lækkun áfeng-
iskaupaaldurs yrði trú-
legast til þess að neyzl-
an myndi færast enn
neðar í aldursstig-
anum og finnst mönn-
um þó nóg um í dag.
Torskilinn mörgum
virðist sá sannleikur að
áfengisneyzla leiðir til neyzlu annarra
ávanabindandi fíkniefna, eins og stað-
fest hefur verið svo rækilega. Áfeng-
isauðvaldið vill að sjálfsögðu teygja
klær sínar enn víðar og lengra. Hver
verður svo endirinn ef ávallt er undan
látið? Vilji menn skapa sama ástand
og er í áfengismálum í Rússlandi og
reyndar einnig Eystrasaltslönd-
unum, þá er leiðin til þess sú að
hleypa áfenginu inn í matvöruverzl-
anir og jafnframt lækka aldurs-
mörkin, auðvelda sem sagt aðgengið
og lækka verðið til viðbótar. Spurn-
ingin er hvort menn vilja virkilega
fara þá leið eða leið Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar? Hvort mundi
heillavænlegra íslenzkri þjóð?
Hvora leiðina
vilja menn velja?
Björn G. Eiríksson
skrifar um áfengisneyslu
Björn G. Eiríksson
» Lækkunáfeng-
iskaupaaldurs
yrði trúlegast til
þess að neyzlan
myndi færast
enn neðar í ald-
ursstiganum …
Höfundur er sérkennari
í fjölmiðlanefnd IOGT.
EKKI get ég annað en verið Sverri
Leóssyni hjartanlega sammála í
grein er hann ritar í Morgunblaðið
27. maí sl.
Það er í raun ótrúlegt að Norðaust-
urkjördæmið fái ekki ráðherrastól.
Og að gera Kristján
Möller að samgöngu-
málaráðherra með allt
það sem búið er að
vinna að í þeim málum
hér í kjördæminu og
undirbúa af hálfu sjálf-
stæðis- og framsókn-
armanna gerir ekkert
annað en að grafa und-
an sjálfstæðismönnum.
Sú fylgisaukning
sem Kristján Þór Júl-
íusson og allt hans
góða fólk í flokknum
stóð að í þessum kosn-
ingum er höfð að engu. Við bættum
við þingmanni hér og gott betur í
kjördæminu.
Að setja svona kraftmikinn mann
og eldhuga á tréverkið sem heima á í
ráðherrastóli er næstum hneisa!
Það þarf mann eins og Kristján
Þór Júlíusson með hans þekkingu og
skilning á landsbyggðarmálum innan
um alla hina sem koma frá suðurmiðj-
unni. Því það er enn þann dag í dag
talsverð geil á milli landsbyggðar og
suðvesturhornsins. Ég hef hitt marg-
an sjálfstæðismanninn
sem er alls ekki ánægð-
ur með þessi málalok.
Síðan eru menn sem
valdið hafa titringi og
óánægju innan flokksins
og hreinlega strikaðir
út, þeim er áfram hamp-
að af ákveðnum öflum
innan flokksins þvert of-
an í vilja okkar sem kus-
um flokkinn! Því það
voru jú sjálfstæðismenn
sem strikuðu út ákveðna
menn á lista flokksins í
síðustu kosningum.
Þetta eru okkur mikil vonbrigði
hér fyrir norðan og einnig gagnvart
Arnbjörgu Sveinsdóttur alþing-
ismanni sem unnið hefur gott starf
innan flokksins og verið lengi á þingi,
að það sé algerlega gengið framhjá
okkar fólki hér í þessu kjördæmi.
Að hafa óvini sína næst sér, – ég
veit ekki hvort það á við Samfylk-
inguna.
Af hverju ekki Krist-
ján Þór Júlíusson?
Ottó Eiríksson skrifar um úrslit
alþingiskosninganna
Ottó Eiríksson.
» Sú fylgisaukningsem Kristján Þór
Júlíusson og allt hans
góða fólk í flokknum
stóð að í þessum kosn-
ingum er höfð að engu.
Höfundur er smiður.