Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MÁLEFNI: Arfavitlaus lög kok-
gleypt frá Evrópusambandinu.
Hr. ráðherra.
Í bréfi þessu vitna ég til reglu-
gerðar nr. 662/2006 um aksturs-
og hvíldartíma ökumanna.
Ökumaður skal gera hlé á akstri
í að minnsta kosti 45 mínútur eftir
akstur í 4 ½ klukku-
tíma. Til þess að
framfylgja þessu eru
settir ökuritar í bíl-
ana.
1. Snjóruðningur,
söltun og eftirlit á
vegum.
Í 2. gr. reglugerð-
arinnar um gildissvið
hennar stendur í c-lið:
Reglugerð gildir ekki
um bifreið, sem ann-
ast viðhald á vegum
og eftirlit. Er snjó-
ruðningur á vegum og
söltun ekki eftirlit? Hvers vegna
eru ökuritar í þeim bílum?
Í glerhálku var einn bíll að
byrja að salta aðalgötur Hafn-
arfjarðar í fyrravetur, til að
vernda líf og limi íbúanna. En viti
menn, þínir eftirlitsmenn stoppuðu
bílinn og skipuðu bílstjóranum að
taka sér þriggja kortera hvíld. Var
engu tauti við þá komandi, eins og
mér skilst, frekar en fyrri daginn.
Þetta orsakaði auðvitað að umferð-
in skakklappaðist til vinnu á gler-
hálum og stórhættulegum vegum.
Ég legg til að snjóruðnings- og
saltbílar verði undanþegnir ökurit-
um ekki seinna en strax. Í sama
undanþáguflokki eru sorpbílar
ökuritalausir, ég held að enginn sé
í hættu hvort sem öskutunnan er
losuð einum degi fyrr eða seinna.
2. Þungaflutningabílar, u.þ.b. 44
tonn.
Þungaflutningabílstjórar mega
eins keyra í 4 ½ tíma og taka þá
hvíld í 45 mínútur. Á þessari reglu
er svo hart tekið af eftirlits-
mönnum að það kom í fréttum í
vetur að einn bílstjórinn þorði ekki
að eyða tíma í að keðja á Holta-
vörðuheiði, því þá næði hann ekki
í Staðarskála á réttum tíma fyrir
hvíldartímann. Það væri gaman að
fá 44 tonna flikki skransandi niður
af Holtavörðuheiðinni framan á
t.d. jeppa, af því að bílstjórinn gaf
sér ekki tíma til að keðja.
Í 13. gr. um frávik stendur:
Ökumanni er heimilt að víkja
frá reglugerðinni. Noti ökumaður
þessa heimild, skal hann skrá í
ökurita með hvaða hætti og hvers
vegna það er gert.
Væri ekki rétt að þú
létir kynna eftirlits-
mönnunum þetta frá-
vik, því mér er sagt
að þeir taki ekkert
mark á því.
Bílstjóri þunga-
flutningabíls leyfði sér
að stytta matartíma
sinn á Vestfjörðum
um 15 mínútur. Hann
var snarlega tekinn,
fékk 4 punkta í öku-
skírteinið og 100.000
kr. sekt. Fyrirtækið
slapp við sekt í þetta skipti en mér
skilst að stundum fái fyrirtækið
sem gerir út bílinn sömu sektina?
Mér er sagt að þessa ágætu eft-
irlitsmenn ráðuneytisins vanti ekk-
ert nema svarta leðurfrakka og
hatta til að slaga upp í að standast
einni frægustu lögreglu Evrópu á
síðustu öld snúning.
Í flestum flutningabílum er
ágætis svefnpláss fyrir aftan bíl-
stjórann, en það má náttúrlega
ekki nota fyrir skiptibílstjóra. En
skiptibílstjórinn má keyra á sínum
eigin bíl á eftir flutningabílum og
svo skipta þeir. Einnig skilst mér
að eftirlitsmenn Evrópusambands-
ins hafi kvartað yfir því að hvíld-
arbílastæði væru ekki til á Íslandi,
eins og maður sér við vegi í öðrum
löndum.
Samkvæmt umtali held ég að
þessir annars ágætu menn fengju
svipaða meðferð og athafnamað-
urinn í Reykjavík, um miðja öldina
sem leið, sem fékk sér far með
bátskugg frá Reykjavík til Arn-
arstapa. Á leiðinni voru þeir að
snæða saltkjöt niðri í lúkar, þegar
Þórður á Dagverðará sagði við
hann: „Jón minn, ef þú dyttir nú
útbyrðis, þá mundum við nú senni-
lega bjarga þér, en við fengjum
okkur allir í nefið fyrst.“
Það er kannski skiljanlegt að
þetta séu góð lög fyrir bílstjóra,
sem keyrir frá Finnlandi til Grikk-
lands, en þau eru náttúrlega arfa-
vitlaus fyrir okkur á þessu litla
landi, trauðla keyrum við til
Grikklands. Og ef þeim er troðið
ofan í kok á okkur af Evrópusam-
bandinu, þá er kannski óþarfi að
fylgja þeim svona fast eftir. Það er
spurning hvort ráðamenn hafa
sama gripsvit og danska stúlkan
sem bauð Tómas Guðmundsson
skáld velkominn, þegar hann hóf
annað árið sitt í Hafnarháskóla, og
sagði „tókstu lestina frá Íslandi?“
– „Nei, ég hjólaði.“
Strætisvagnabílstjórar keyra að
jafnaði rúma 10 tíma á dag og
bæta oft 2 tímum við, og þegar
kvöldvaktinni lýkur setjast margir
upp í leigubíla og keyra langt fram
á nótt. Þetta er allavega á mjög
gráu svæði.
Rútubílstjórar sem mér skilst að
séu látnir í friði keyra að jafnaði í
13 tíma og 15 tíma tvisvar í viku.
Þetta er náttúrlega kolólöglegt.
Það er spurning, hr. ráðherra,
hvort það er ekki stjórnarskrár-
brot að gera svona upp á milli
starfsgreina.
Ég er stundum að velta fyrir
mér hvort það sé satt sem gamall
vitur maður mælti: „Íslensk
stjórnmál ganga út á það að segja
manni að fara til helvítis, á þann
hátt að maður hlakki til ferð-
arinnar.“
Virðingarfyllst.
Arfavitlaus lög
Sveinn Kjartansson skrifar op-
ið bréf til Kristjáns L. Möller
samgönguráðherra
» Jón minn, ef þú dytt-ir nú útbyrðis, þá
mundum við nú senni-
lega bjarga þér, en við
fengjum okkur allir í
nefið fyrst.
Sveinn Kjartansson
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
LANDSVIRKJUN virðist, eftir
því sem best verður séð, staðráðin í
að halda áfram með áform um
virkjun í neðri hluta
Þjórsár. Hart hefur
verið tekist á um
þessi virkjanaáform.
Í aðdraganda at-
kvæðagreiðslunnar í
Hafnarfirði um
stækkun álversins í
Straumsvík birtu
bændur og aðrir
hagsmunaaðilar við
Þjórsá áskorun til
Hafnfirðinga um að
hugsa til Þjórsár og
hafna stækkuninni.
Þeim varð að ósk
sinni. Þar með hefði
maður haldið að
áformin um virkjun í
neðri hluta Þjórsár
væru úr sögunni.
Í allri umræðunni
um umhverfis- og
virkjanamál í aðdrag-
anda kosninga virtist
líka sem samstaða
gæti tekist um að nú
yrði að staldra við og
meta virkjanakosti,
nýtingu og verndun,
og vinna nátt-
úruverndaráætlun.
Yfirlýsingar stjórnmálamanna,
jafnvel þeirra sem standa að núver-
andi ríkisstjórn, gáfu fullt tilefni til
þess að ætla að náttúran yrði látin
njóta vafans, að hægt yrði á stór-
iðjuæðinu. Kjósendur hafa áreið-
anlega reiknað með að með því að
kjósa t.d. VG eða Samfylkingu yrði
tryggt að Þjórsá og fleiri nátt-
úruperlur fengju að vera í friði.
En – ó nei, ó nei! Landsvirkjun
heldur áfram eins og ekkert hafi í
skorist. Og ef til vill hefur nefni-
lega ekkert í skorist. Kannski er
bara fylgt nákvæmlega sömu stór-
iðjustefnunni og hefur verið við lýði
undanfarin ár. Ef til vill breytist
ekkert við það að samfylking-
armaður tekur við iðnaðarráðuneyt-
inu af framsóknarmanni! Og hið
sama á við um umhverfisráðu-
neytið. Þótt ég hafi miklu meiri trú
á mannaskiptunum á þeim bæ!
Raunar hafa nú komið hressilegar
yfirlýsingar frá nýjum iðn-
aðarráðherra að því er
varðar Þjórsárver og
Norðlingaölduveitu og
ber að sjálfsögðu að
fagna þeim. En orðum
þurfa að fylgja gjörðir.
Það virðist allt
benda til þess að hald-
ið verði áfram með
Þjórsárvirkjun, þar
verði ekkert stopp.
Landsvirkjun heldur
sínu striki og stjórn-
arsáttmáli hinnar nýju
ríkisstjórnar gefur
engin fyrirheit um að
fossinn Dynkur í
Þjórsá fái að vera óá-
reittur, gefur engin
fyrirheit um að horfið
verði frá virkjunar-
áformum í neðri hluta
Þjórsár.
Í fjölmiðlum má sjá
greinar og skrif áhuga-
fólks um verndun
Þjórsár þar sem því er
fagnað sem segir í
stjórnarsáttmála um
Þjórsárver og það yf-
irfært á Þjórsá alla.
Vonandi reynist það
rétt en núverandi stjórnarflokkar
höfðu þó verndun neðri hluta
Þjórsár ekki inni í sínum kosn-
ingastefnuskrám. Yfirlýsingar ein-
stakra forystumanna í aðdraganda
kosninga, einkum frambjóðenda á
Suðurlandi, vekja þó vonir um að
það takist að koma í veg fyrir
Þjórsárvirkjun. En hér gildir einn-
ig að orðin ein og sér mega sín lít-
ils. Vonandi verður þess ekki langt
að bíða að umhverfisráðherra og
iðnaðarráðherra taki af allan vafa
um framtíð neðri hluta Þjórsár og
við fáum að sjá friðlýsingu árinnar
innan tíðar.
Áfram Þjórsárvirkj-
un – ekkert stopp?
Árni Þór Sigurðsson skrifar um
verndun Þjórsár
Árni Þór Sigurðsson
» Lands-virkjun
heldur sínu
striki og stjórn-
arsáttmáli nýrr-
ar ríkisstjórnar
gefur engin fyr-
irheit um að
fossinn Dynkur
í Þjórsá fái að
vera óáreittur.
Höfundur er þingmaður
vinstri grænna.
Í DAG verða þáttaskil á íslensk-
um vinnustöðum. Þá falla niður
undantekningarákvæði sem verið
hafa í gildi er hafa heimilað reyk-
ingar á veitinga- og skemmtistöð-
um.
Gott loft – réttur
allra
Kjörorðið „Gott loft
– réttur allra“ verður
með þessu ótvíræðara
en áður. Mikilvægt er
að undirstrika að hver
maður á rétt á reyk-
lausu andrúmslofti
innandyra á vinnustað
sínum. Atvinnurek-
andi skal sjá til þess
að starfsmaðurinn
njóti þessa réttar.
Í ljósi áratuga
þekkingar á hættum
af reykingum beinum og óbeinum
og af notkun nikótíns almennt eru
þetta mikilvæg þáttaskil, sem munu
bæði til lengri og skemmri tíma
bæta heilsu starfsmanna veitinga-
og skemmtistaða. Efni sem eru í
tóbaki eru til þess fallin að auka lík-
ur á krabbameinum, geðsjúkdóm-
um, hjarta- og lungnasjúkdómum,
auk sjúkdóma frá nær öllum líkams-
kerfum. Skaðsemi þessara efna er
vel þekkt og ekki umdeild. Bann við
reykingum á veitingastöðum er í
samræmi við ákvæði vinnuvernd-
arlaga en markmið þeirra er að
tryggja öruggt og heilsusamlegt
starfsumhverfi, sem jafnan sé í
samræmi við félagslega og tækni-
lega þróun í þjóðfélaginu.
Mikill ávinningur
Ávinningur af reykingabanninu
verður án efa mestur fyrir starfs-
fólkið sem fær betra starfsumhverfi,
starfsumhverfi sem er heilsu-
samlegra og er til þess fallið að
draga úr líkum á að það ánetjist
tóbaki. Jafnframt er
ljóst að þetta umhverfi
mun gera þeim starfs-
mönnum sem enn
reykja auðveldara með
að hætta að reykja,
sjálfum sér og öðrum
til heilsubótar. Þá mun
þetta leiða til þess að
skemmtistaðir og veit-
ingahús verða snyrti-
legri og hreinni og
hægt verður að nota
næmustu reykskynjara
sem völ er á til eld-
varna á svæðum þar
sem slíkt hefur ekki verið hægt
fram til þessa vegna reykinga. Þetta
mun gera veitingarekstur betri með
minni kostnaði vegna þrifa innan-
dyra og loftræstingar. Ávinningur
af því að starfsmenn hætti reyk-
ingum eru mikill ekki bara fyrir þá
sjálfa heldur einnig fjölskyldur
þeirra, vinnustaði og samfélag.
Reykingamenn borið saman við þá
sem ekki reykja eru oftar fjarver-
andi frá vinnu, oftar veikir, þurfa að
fara oftar á sjúkrahús og vegna
heilsubrests sem tengist reykingum
þá lenda þeir oftar í langtíma fjar-
vistum frá vinnu og í framhaldi þess
á örorku. Ávinningur af því að
draga úr reykingum er þannig ótví-
ræður. Bann við reykingum á öllum
vinnustöðum er þannig mikilvægur
liður í að ná þessu fram.
Reykingar og ójafnræði
Í þessu samhengi er vert að und-
irstrika að reykingar eru í dag mjög
misjafnar meðal mismunandi starfs-
hópa. Þannig reykja ófaglærðir mun
meira en þeir sem eru með fag- eða
sérmenntun. Þá má ætla að erlendir
starfsmenn reyki meira enda koma
þeir flestir frá löndum þar sem al-
gengi reykinga er mikið. Þetta
stuðlar að enn frekara ójafnræði í
heilsu meðal þeirra sem eru á ís-
lenskum vinnumarkaði.
Nú þegar þessum merka áfanga
er náð og hægt er að óska starfs-
fólki og gestum veitinga- og
skemmtistaða til hamingju, þá má
ekki gleymast að því miður er enn
leyft að reykja innandyra á völdum
stöðum á nokkrum vinnustöðum s.s.
á hjúkrunarheimilum og í fang-
elsum. Í þessu samhengi ber að
minnast þess að gott loft er réttur
allra!
Gott loft réttur allra
Kristinn Tómasson skrifar
um bann við reykingum á
veitinga- og skemmtistöðum
»Mikilvægt er að und-irstrika að hver
maður á rétt á reyk-
lausu andrúmslofti inn-
andyra á vinnustað sín-
um.
Kristinn Tómasson
Höfundur er yfirlæknir
Vinnueftirlitsins.
Árið 2005 hafði ég forystu um
að flytja frumvarp um reykleysi á
veitinga- og skemmtistöðum.
Frumvarpið vakti mikla umræðu
og færði okkur nær takmarkinu
um reyklausa veitinga- og
skemmtistaði. Á þinginu þar á
eftir var frumvarpið endurflutt
sem stjórnarfrumvarp og að lok-
um samþykkt þ.a. reykleysið er
tryggt á þessum stöðum frá 1.
júní. Reykleysið var samþykkt á
grundvelli vinnuverndar þ.e.
starfsfólk á veitinga- og skemmti-
stöðum á nú sama rétt og annað
starfsfólk á því að anda að sér
hreinu lofti í vinnunni, laust við
tóbaksreyk frá öðrum. Mik-
ilvægir hagsmunaaðilar í veit-
ingarekstri, s.s. stéttarfélagið
Efling, Matvæla- og veitinga-
samband Íslands (Matvís) og
Samtök ferðaþjónustunnar
(SAF), sýndu mikla framsýni og
umhyggju fyrir starfsfólki sínu í
umfjölluninni um reykleysið og
studdu málið af einurð á loka-
spretti þess í þinginu. Einnig hafa
skoðanakannanir sýnt að þorri al-
mennings styður framangreint
reykleysi. Talsverð umræða hef-
ur átt sér stað upp á síðkastið, í
tengslum við reglugerðarsmíð
þar að lútandi, um hvernig búið
skuli að reykjandi gestum utan
dyra. Hafa staðirnir verið að und-
irbúa aðstöðu fyrir þá á svipaðan
hátt og erlendis þar sem sam-
bærilegt reykleysi hefur verið
tryggt. Ættu því allir að geta vel
við unað. Á sínum tíma var talið
að reykingar væru hættulausar.
Fjöldi rannsókna sýnir hinsvegar
með óyggjandi hætti að óbeinar
reykingar eru hættusamar heilsu
fólks, þær valda sjúkdómum og
dauða. Reykingar eru helsti or-
sakavaldur ótímabærs dauða í
heiminum í dag. Í þeim löndum
þar sem reykleysi hefur verið
tryggt á skemmtistöðum hafa
margir hætt að reykja um það
leyti sem reykleysið hefur tekið
gildi. Líklegt er að svo verði einn-
ig hér á landi. Af því tilefni er rétt
að benda á mikilvæga þjónustu
reyksímans fyrir þá reyk-
ingamenn sem vilja ókeypis að-
stoð, ráðleggingar og stuðning
þegar reykingum er hætt. Síma-
númer reyksímans er 800 6030 og
heimasíðan 8006030.is. Framsýni
stjórnvalda, hagsmunaaðila og
þorra almennings hefur orðið til
þess að nú mun reykurinn víkja
fyrir tæru skemmtistaðalofti
flestum til ánægju og heilsubótar.
Siv Friðleifsdóttir
Reykur víkur
Höfundur er þingmaður.