Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
STUNDUM fær maður þá tilfinn-
ingu við að láta disk í spilara að
eitthvað gerist innra með manni og
maður hreinlega ferðist yfir í annan
heim. Ytri heimurinn, þessi sem
maður fæðist inn í, vaknar í, mætir
í vinnu/skóla í og borðar kvöldmat
í, hættir að vera til og heimur tón-
listarinnar sem maður er að hlusta
á tekur yfir. Svoleiðis diskar eru
yfirleitt mjög krefjandi og stundum
getur maður bara hlustað á þá þeg-
ar maður er í ákveðnu skapi. Mér
finnst einmitt að Soul Cremation
með hljómsveitinni Severed Crotch
sé svoleiðis diskur. Við ákveðnar
aðstæður er þetta fullkomið und-
irspil við lífið en við aðrar aðstæður
er nær ómögulegt að hafa tónlistina
í eyrunum. Tónlistin er mjög
ómstríð og gengur út á að byggja
upp lög með furðulegum fléttum af
gítar- og bassalínum, sem vefja sig
upp eins og vafningsviður og þjóta
svo allt í einu í einhverja ákveðna
átt, jafnvel utan um hálsinn á sak-
lausum gangandi vegfaranda, og
kyrkja hann. Söngvarinn rymur,
æpir, öskrar, hrópar og kallar eftir
því sem best á við á hverri stundu
og það býr til skemmtilega fjöl-
breytni í áferð tónlistarinnar. Disk-
urinn hljómar framúrskarandi og
er mjög þéttur en stundum er
harður hljómurinn svo ögrandi fyr-
ir eyrun að hlustandi veit ekki
hvort hann á að hlæja eða gráta,
brjóta húsgögn eða hausinn á sjálf-
um sér.
Tónlistin er engu að síður vel til
þess fallin að dvelja í henni fyrir
þann sem hefur þörf fyrir alvöru
uppbrot frá raunveruleikanum, og
það er mjög líklegt að við end-
urtekna hlustun hljóti hlustandinn
nokkra útrás. Það er til dæmis
mjög gott að hlusta á þennan disk
þegar leiðinlegar auglýsingar í
sjónvarpinu pirra mann mjög mikið
eða maður þarf á pásu að halda frá
stjórnmálamönnum sem svara aldr-
ei spurningum og beita endalausum
rökbrellum í löngum og innihalds-
litlum viðtölum. Hvers kyns líkams-
rækt verður einnig ögn betri með
slíkri tónlist og gefur henni aukið
vægi og kraft.
Á móti kemur að ekki er ráðlegt
að stunda nokkuð það sem krefst
fínhreyfinga eða mikillar einbeit-
ingar á meðan maður hlustar á
Severed Crotch. Skurðlækningar
eru þá „átómatískt“ úr sögunni, en
heldur er ekki ráðlegt að klippa á
sér neglurnar, setja í sig linsur,
stunda hannyrðir hvers konar eða
umpotta blómum á meðan verið er
að hlýða á diskinn. Hann er hins
vegar mátulega langur; fimm lög
sem taka um tuttugu mínútur í
flutningi, en ég er ekki viss um að
það sé hollt að fá stærri skammt af
Severed Crotch fyrir óþjálfuð eyru.
Ég tel að hérna sé kominn besti
sjálfshjálpardiskurinn sem er á
markaðnum og piltarnir í Severed
Crotch geti unað mjög sáttir við
sína fyrstu útgáfu.
Hvorki fyrir skurð-
lækna né viðkvæma
Ragnheiður Eiríksdóttir
TÓNLIST
Severed Crotch –
Soul Cremation
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Severed Crotch „Tónlistin er mjög ómstríð og gengur út á að byggja upp
lög með furðulegum fléttum af gítar- og bassalínum,“ segir m.a. í dómi.
ÓGN og skelfing eru ágeng og
óumflýjanleg í Ragnarökum,
ónotalegri stuttmynd, sem eins og
nafnið bendir til, fjallar um síðustu
augnablik í lífi ungrar konu þegar
mannkynið er í útrýmingarhættu
fyrir bráðdrepandi djöflaveiru.
Ragnarök er eftir ungan, og
ekki verður betur séð annað en
efnilegan mann, sem þrátt fyrir
aldurinn kann orðið margt fyrir
sér. Hann er fundvís á illkvittinn
sjónarhorn og tónlistin end-
urspeglar bölsýnina og hryllinginn
sem virðist Elvari Erni hugstæður.
Honum tekst að vekja spennu-
blandinn ótta við hið óþekkta á
fimm mínútum, sem hlýtur að telj-
ast viðunandi árangur.
Með dauðann
á hælunum
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
Reykjavík Shorts & Docs
Leikstjórn og handrit: Elvar Örn Kjart-
ansson. Með Anelisu Garfunkel, Andres
Llorente. 5 mín. Ísland. 2006.
Ragnarök ÚTGÁFUTÓNLEIKAR kvartetts
saxófónleikaranna Sigurðar Flosa-
sonar og Jóels Pálssonar voru frábær
skemmtun og spilamennskan glæsi-
leg. Einar Scheving og Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson voru þéttir í
hryninum og Valdi Kolli hefur sjald-
an spilað betur og sýndi að hann er
einn fremsti bassaleikari sem við höf-
um eignast; fallegur tónn, næmt
rytmaskyn og hugmyndarík sóló.
Þeir félagar voru flottir í lagi Sig-
urðar, „Allir í röð“, sem var mun
kröftugra á DOMO en þegar kvart-
ettinn kom fyrst fram undir nafninu
Austurlandahraðlestin á Jazzhátíð
Reykjavíkur 1. október sl. Það sama
má segja um lög eins og „Undir
kvöldhimni“ Sigurðar og „Bakþanka“
Jóels; spilamennskan var mun mark-
vissari nú og samleikur saxafónleik-
aranna, Sigurðar á altó og Jóels á
tenór, stundum í ætt við Konitz/
Mars-tvíeykið í samspuna og röddun.
Geisladiskurinn sem verið var að
fagna, Shanghai China, var tekinn
þar upp í október í fyrra og er fyrsti
diskur með íslenskum listamönnum
sem er frumútgefinn í Kína. Þar kom
hann út í febrúar sl. Þar má finna
verk eftir Sigurð og Jóel auk tveggja
kínverskra þjóðlaga, „Ég elska þig
rós“ og „Jasmínblómstrið“. Þetta er
fantafínn diskur og spannar allt lit-
rófið; undurfagrar ballöður eins og
„Stjörnur“ Sigurðar, ekta bíbopp, lat-
ínsveifla og frjálsari tónsmíðar eins
og „Stiklur“ Jóels, en fyrst og fremst
er það spilamennskan sem heillar.
Hún gerist varla betri á Norð-
urlöndum nú um stundir.
Sjanghæ-
djass
Tvíeyki „Samleikur saxafónleikaranna, Sigurðar á altó og Jóels á tenór,
stundum í ætt við Konitz/Mars tvíeykið í samspuna og röddun“.
Vernharður Linnet
TÓNLIST
DOMO
Miðvikudaginn 23. maí 2007.
Kvartett Sigurðar Flosasonar og Jóels
Pálssonar 1/6 UPPSELT, 2/6 UPPSELT,
7/6 UPPSELT.
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Sýningar hefjast kl. 20.00
Ósóttar pantanir seldar daglega.
ATVINNULEIKHÚS
Í BORGARNESI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
fö. 1/6 uppselt, lau. 2/6 uppselt,
lau 9/6. kl. 15 uppselt,
lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20,
mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20
MÝRAMAÐURINN
- höf. og leikari Gísli Einarsson
fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti,
fi 14/6 - síðasta sýning
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Pabbinn – aukasýningar vegna mikillar aðsóknar
Fös. 08/06 kl. 19 Aukasýn, í sölu núna
Lau. 09/06 kl. 19 Aukasýn, í sölu núna
Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár
verður kynnt í ágúst.
Þá hefst sala áskriftarkorta. Vertu með!
www.leikfelag.is
4 600 200
DAGUR VONAR
Lau 2/6 kl. 20
Fös 8/6 kl. 20
Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin
Síðustu sýningar í vor
LÍK Í ÓSKILUM
Þri 5/6 kl. 20 FORS.
Fim 7/6 kl. 20 FORS.
Fös 8/6 kl. 20 FORS.
Lau 9/6 kl. 20 FORS.
Miðaverð 1.500
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN
25 TÍMAR
Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500
Fös 8/6 kl. 20
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
LADDI 6-TUGUR
Í kvöld kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS.
Sun 3/6 kl. 14 UPPS.
Sun 3/6 kl. 20 UPPS.
Mán 4/6 kl. 20 UPPS.
Mið 20/6 kl. 20 UPPS.
Fim 21/6 kl. 20 UPPS.
Fös 22/6 kl. 20
Lau 23/6 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Í kvöld kl. 20 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 UPPS.
Fim 7/6 kl. 20 UPPS. Lau 9/6 kl. 20
Fös 15/6 kl. 20
Síðustu sýningar í vor
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 6/6 kl. 20 UPPS.
Sun 10/6 kl. 20 UPPS.
Mið 13/6 kl. 20 AUKAS.
Fim 14/6 kl. 20
Aðeins þessar sýningar
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 14.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 17.00 - LAUS SÆTI
Einsöngvarar ::: Selma Björnsdóttir, Andrea Gylfadóttir,
Valgerður Guðnadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson
Sögumaður ::: Örn Árnason
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
Handrit ::: Kristlaug María Sigurðardóttir
Tónlist ::: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Ég bið að heilsa
Sýning á bútasaumsverkum
í tilefni af 200 ára
fæðingarafmæli
Jónasar Hallgrímssonar
Erró - Kvenfólk
Sýning á grafíkverkum í eigu
Listasafns Reykjavíkur
Af hjartans list!
Alþýðulistamaðurinn
Ágúst Jónsson
sýnir málverk í Boganum
Heitt og kalt
Ferðatöskusýning Evrópu-
samtaka bútasaumsfélaga.
Sýnd eru 17 teppi frá
jafnmörgum löndum
Vissir þú af...
góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur
veislur, námskeið, fundi o.fl.
Nánar á www.gerduberg.is
Athugið nýjan opnunartíma!
Sýningar eru opnar virka daga kl.11-17
Lokað um helgar í júní