Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HAFIN er söfnun á afgangs fót-
boltabúnaði, boltum, skóm og bún-
ingum, til fátækra í Gambíu.
Söfnunin hefst í dag kl. 12 og
stendur til kl. 19.30 þann dag.
Laugardaginn 2. júní verður tekið á
móti hlutum frá kl. 10 til kl. 18.
Móttökustöðvarnar eru við versl-
anir Bónuss við Skútuvog, Smára-
torg, Helluhraun og í Spönginni. Á
laugardag verður safnað í
tengslum við landsleikinn á móti
Liectenstein í Laugardal
Þeir sem hyggjast leggja söfn-
uninni til muni skulu eftir bestu
getu ganga úr skugga um að allt sé
þokkalega hreint og frambærilegt.
Þvottahúsið Fönn hefur af mynd-
arskap boðist til að þvo án gjalds
framlög sem þess þarfnast.
Reuters
Fótbolti Í Afríkuríkjum eiga margir hvorki búninga né fótboltaskó.
Útspark til Gambíu
Í MARS og apríl kannaði Capacent
Gallup fyrir Jafnréttisráð hver
væru viðhorf ungmenna (18-23 ára)
til starfa og launa. Endanlegt úrtak
var 786 manns og svarhlutfall
53,7%. Spurt var um áhuga ung-
mennanna á að gegna 10 mismun-
andi störfum, hvað þau teldu líklegt
að þau fengju í laun fyrir hvert
starfanna og hvort þau teldu við-
komandi starf frekar hæfa konum
eða körlum eða kynjunum jafnt.
Meðal þess sem könnunin leiðir í
ljós er að í 8 tilfellum af 10 reikna
karlar með hærri launum en konur.
Meðal karla hafa flestir áhuga á að
verða smiðir (33,7%) eða lögfræð-
ingar (31,5%) en hjá konum er starf
hjúkrunarfræðings í fyrsta sæti
(37,9%) og síðan læknisstarf
(36,4%). Fæstir karlar hafa áhuga á
starfi launagjaldkera (2,9%) og
hjúkrunarfræðings (5,3%). Konur
hafa minnstan áhuga á starfi
verðbréfamiðlara (5,2%) og kerf-
isstjóra (6,4%).
Könnunin í heild er aðgengileg á
heimasíðu Jafnréttisráðs á http://
jafnrettisrad.jafnretti.is.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Félagarnir Gunnar og Andrés við
upphaf samræmdra prófa í vor.
Piltar reikna með
hærri launum
SAMFYLKINGIN og Framsóknarflokkur vörðu mestu
fé í auglýsingar fyrir þingkosningarnar um miðjan maí
samkvæmt samantekt Capacent Gallup. VG varði
minnstu fé en samkomulag var milli flokkanna um að
verja ekki meira en 28 milljónum í birtingar auglýsinga í
fjölmiðlum sem dreift er á landsvísu.
Samfylkingin varði 27,4 milljónum til að birta auglýs-
ingar fyrir kjördag. Framsóknarflokkurinn varði 27,1
milljón, Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur
20,5 milljónum hvor flokkur og Vinstrihreyfingin –
grænt framboð 17,6 milljónum. Samtals vörðu flokkarnir 113 milljónum
króna í auglýsingar fyrir kosningar. Tæplega 70 milljónum var varið í
blaðaauglýsingar, 14 milljónum í útvarpsauglýsingar og 29,2 milljónir fóru
í sjónvarpsauglýsingar. Framsóknarflokkur auglýsti mest í sjónvarpi, en
kostaði minnstu til blaðaauglýsinga. Samfylkingin notaði mest fjármagn í
útvarpsauglýsingar en Frjálslyndir, Sjálfstæðisflokkur og VG í blaða-
auglýsingar, eða 15,3-15,6 milljónir.
113 milljónir í auglýsingar
RÓBERT Mars-
hall, fyrsti vara-
þingmaður Sam-
fylkingarinnar í
Suðurkjördæmi,
verður aðstoð-
armaður Krist-
jáns L. Möller
samgöngu-
ráðherra.
Róbert hefur
starfað sem blaða- og fréttamaður
um árabil. Hann er fyrrverandi for-
maður Blaðamannafélags Íslands
og fyrrverandi forstöðumaður
fréttasviðs 365 ljósvakamiðla.
Róbert hefur störf í samgöngu-
ráðuneytinu í dag.
Róbert aðstoðar-
maður sam-
gönguráðherra
Róbert Marshall
KRISTÍN Á.
Guðmundsdóttir
var í gær endur-
kjörin formaður
Sjúkraliðafélags
Íslands. For-
mannskjör fer
fram á þriggja
ára fresti.
Niðurstaðan
var eftirfarandi:
Á kjörskár voru
2.204. Atkvæði greiddu 1.449, eða
66%. Helga Dögg Sverrisdóttir
hlaut 492 atkvæði, eða 34%, Kristín
Á. Guðmundsdóttir 928 atkvæði,
eða 64%. Auðir og ógildir seðlar
voru 29, eða 2%.
Fulltrúaþing félagsins var haldið
í gær í BSRB-húsinu.
Endurkjörin for-
maður sjúkraliða
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
SALAN á Fishery Products Int-
ernational á sér langan aðdraganda.
Fyrirtækið hefur gengið í gegnum
miklar hremmingar á undanförnum
áratugum og var þorskveiðibannið
1992 einn stærsti skellurinn. Stjórn-
völd komu þá að rekstrinum og voru
sett sérstök lög um fyrirtækið. Þau
snerust meðal annars um að eign-
arhald yrði að meirihluta að vera í
eigu Nýfundlendinga, að hámarks-
eign einstakra útlendinga í félaginu
mætti vera 15% og ýmsar fleiri
skorður voru settar. Icelandic Group
keypti á sínum tíma 15% hlut í móð-
urfélaginu. Sama gerði fyrirtæki á
Nýja-Sjálandi og annað í Nova
Scotia og var þá reynd yfirtaka á fé-
laginu sem ekki gekk eftir.
Starfsemin ekki að
skapi stjórnvalda
Aðkoma stjórnvalda að FPI mið-
aðist við að félagið héldi uppi ákveð-
inni starfsemi og skapaði þannig
áframhaldandi atvinnu.
Starfsemin undanfarin ár hafa
ekki verið að skapi stjórnvalda á Ný-
fundnalandi. Meðal annars vegna
þess að verksmiðjum var lokað og
fólk missti atvinnuna. Því var ákveð-
ið að selja fyrirtækið og eftir eins
konar forval var tveimur fyrirtækj-
um leyft að bjóða í reksturinn. High
Liner Foods kaupir fullvinnslustarf-
semi FPI í Kanada og í Bandaríkj-
unum en Ocean Choice Int. kaupir
aðra starfsemi FPI á Nýfundna-
landi.
Botnfiskkvótinn
í sérstöku fyrirtæki
Kaupunum fylgja ákveðnar kvaðir
um að halda starfseminni gangandi.
Í tilfelli OCI verður botnfiskkvóti
FPI færður yfir á fyrirtæki sem
stjórnvöld eiga 49% og OCI 51% og
mun fyrirtækið halda þeim réttind-
um að minnsta kosti til 9 ára. OCI
mun stunda veiðarnar og verður að
landa fiskinum til vinnslu á Ný-
fundnalandi samkvæmt ákveðnum
skilyrðum. Fari fyrirtækið ekki í
einu og öllu að umræddum skilyrð-
um, geta stjórnvöld yfirtekið félagið,
sem hefur fiskveiðiréttindin. Loks
hefur OCI skuldbundið sig til að
halda veiðiréttindum sínum í rækju
og hörpudiski næstu fimm árin. Þá
verður stofnuð sérstök eftirlitsnefnd
til að fylgjast með rekstrinum og
gefa skýrslu um hann til stjórnvalda.
OCI skuldbindur sig til að leggja
fram um 460 milljónir króna til end-
urbóta á þeim fiskiðjuverum sem það
kaupir af FPI. Þá verður félagið að
halda svipuðu atvinnustigi og verið
hefur næstu fimm árin. Tekið er
fram hversu marga starfsmenn skuli
hafa í hverju fiskiðjuveri og hvernig
rekstrinum skuli háttað í stórum
dráttum. Hætti OCI rekstri fiskiðju-
veranna innan fimm ára á það yfir
höfði sér verulegar sektir, á bilinu
100 til 300 milljónir króna eftir stærð
þeirra. Verður þessum fjármunum
varið til að aðstoða fólk sem missir
vinnuna.
Reynsla Vísis kemur sér vel
Eins og fram hefur komið er Vísir
hf. í Grindavík að kaupa 30% í OCI.
Það er mjög stórt í vinnslu á humri
og er með starfsemi á Nýfundna-
landi, Nova Scotia og Prince Edw-
ards-eyju. Auk þess kemur OCI að
veiðum og vinnslu á rækju og fleiri
tegundum. Reynsla Vísis af veiðum
og vinnslu á botnfiski mun koma
nýja fyrirtækinu mjög vel. Nær eng-
ar botnfiskveiðar eru nú stundaðar
við Nýfundaland eftir að þorskstofn-
inn þar hrundi og veiðar voru bann-
aðar árið 1992. Ráð er hins vegar
gert fyrir því að slíkar veiðar geti ha-
fizt á ný og þá muni reynsla og þekk-
ing Vísis koma að góðum notum. Vís-
ir gerir út fimm báta með línu-
beitningarvél og er með starfsemi á
fjórum stöðum á landinu, Þingeyri,
Húsavík og Djúpavogi að Grindavík
meðtalinni.
FPI hefur verið notað að miklu
leyti til að viðhalda atvinnu í sjáv-
arplássum á Nýfundnalandi, enda
hafa stjórnvöld lagt mikið fé í það.
Ljóst er að svo verður áfram. Það
verður því fróðlegt að sjá hvernig
reksturinn gengur með aðild Vísis,
en fyrirtækið hefur mikla reynslu af
því að reka fyrirtæki á landsbyggð-
inni. Hvernig hægt verður að hag-
ræða í rekstrinum ytra, þegar hvorki
verður leyft að fækka fiskiðjuverum
né starfsfólki svo nokkru nemur, á
eftir að koma í ljós. Líklegasta leiðin
er þó að auka það sem í gegnum
vinnsluna fer án þess að fjölga
starfsfólki.
Miklar kvaðir um
að halda uppi atvinnu
Kaup Vísis og OCI á FPI háð fjölmörgum
skilyrðum um landanir og rekstur fiskiðjuvera
Í HNOTSKURN
»Í tilfelli OCI verður botn-fiskkvóti FPI færður yfir á
fyrirtæki sem stjórnvöld eiga
49% og OCI 51% og mun fyrir-
tækið halda þeim réttindum
að minnsta kosti til 9 ára
»Hvernig hægt verður aðhagræða í rekstrinum
ytra, þegar hvorki verður
leyft að fækka fiskiðjuverum
né starfsfólki svo nokkru nem-
ur, á eftir að koma í ljós.
ÚR VERINU
TÆPLEGA fimmtungsaukning varð
í slátrun á eldisfiski á síðasta ári mið-
að við árið 2005. Hins vegar stefnir í
að verulegur samdráttur verði í
slátrun á þessu ári, eða um nærri
þriðjung. Það skýrist fyrst og fremst
af því að laxeldi í Berufirði verður
hætt og mikið tjón varð í Mjóafirði
hjá Sæsilfri. Hins vegar er gert ráð
fyrir verulegri aukningu í bleikju-
eldi, eða ríflega tvöföldun.
Landssamband fiskeldisstöðva
hélt aðalfund sinn í gær. Jón Kjartan
Jónsson, formaður LF, fór á fund-
inum meðal annars yfir farinn veg:
„Í september sl. varð mikið tjón
hjá Sæsilfri í Mjóafirði er marglyttur
komust inn í laxeldiskvíar hjá fisk-
eldisstöðinni. Tæpum 1.000 tonnum
af laxi í 14 kvíum var slátrað á tíu
dögum. Tjónið var mikið enda hafði
laxinn ekki náð fullri stærð. Þetta er
verulegt áfall sem hafði mikil áhrif á
áframhaldandi áform í Mjóafirði.
Þorskeldi hætt í Grundarfirði
Í janúar 2007 birtust fréttir um að
allur fiskur eða um 20 tonn af þorski
hefði drepist hjá þorskeldi Guð-
mundar Runólfssonar í Grundar-
firði. Súrefnisstig sjávar mældist
undir hættumörkum sem talið var
afleiðing af mikilli síldargöngu sem
hafðist við í firðinum. Fyrirtækið
hefur ákveðið að hætta tilraunaeldi á
þorski í Grundarfirði í kjölfarið.
Í mars sl. bárust þær fréttir að
laxeldi í Berufirði yrði hætt. Þess í
stað hyggst Salar Islandica einbeita
sér að tilraunaeldi á þorski. Með
þessu er ljóst að laxeldi í fullum skala
verður ekki á Íslandi á næstu árum.
Þessi frekar dökka mynd, sem hér
hefur verið dregin upp, gildir ekki
fyrir allt eldi. Tilraunaeldi á þorski
gengur vel og er að festast í sessi.
Gríðarleg framleiðsluaukning er á
bleikju milli ára og eru miklar vonir
bundnar við þá tegund. Lúðueldi er
að styrkjast aftur eftir lægð á síðasta
ári þegar lúðueldi í Þorlákshöfn var
hætt. Eldi á sandhverfu er að eflast í
Öxarfirði. Aldrei áður hefur verið
slátrað jafnmiklu af eldisfiski eða um
10.000 tonnum á árinu 2006,“ sagði
Jón Kjartan Jónsson.
Gríðarleg aukning
er í eldi á bleikju
!"#$ "# %# #"&'()* &
+*
,
Aldrei slátrað
meira af eldisfiski